Tíminn - 04.03.1971, Qupperneq 2

Tíminn - 04.03.1971, Qupperneq 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 4. marz 1971 BÚIZT VID MIKILLIÞÁTT- TÖKU I NORRÆNA BYGG- INGARDEGINUM Í FINN- LANDIIJÚNÍMÁNUÐI Prófessorshiónin (HeiSrún Rútsdóttir og SigurSur Jónsson), 'Hillaríus og Matthildur (Magnús ÞórSarson og ValgerSur GuSlaugsdóttir) og t.h. Thor- kelsen sýslumaSur (Björn Jónsson). Leikstarfsemi endur- vakin í Vík í Mýrdal Á s.l. ári var stofnað ungmenna- félag 1 Vík í Mýrdal. Segja má, afð það hafi þegar nokkru afrekað, sem telja má til menningarauka hér um slóðir á sviði íþrótta og félagsmála. Leikstarfsemi hefur lengi legið niðri í Vík. Én rneð tilkomu félags heimilisins Leikskálar, hefur að- staðan batnaó' til muna. Ungmenna félagið hefur nú tekið upp þráð- inn og á vonandi eftir að gera meira. Alþýðlegur, vinsæli gaman- leikur, „Húrra krakki“, varð fyrir valinu. Frumsýning fór fram í fé- lagsheimilinu s.l. laugardag, og var þar mjðg glatt á hjalla þetta kvöld. Leikstjóri er ungur Skaftfelling ur, Sævar Helgason, sem lokið hefur prófi frá Leikskóla Þjóð- leikhússins. Leikstjöld málaði hann einnig ásamt Sigurjóni Rútssyni, en leiktjaldsmíði annaðist Sigurð- ur Ævar Harðarson ásamt félögum úr ungmennafélaginu. Persónur og leikendur eru: Guð mundur Geðdal leikinn af Sigurfði Jónssyni, skrifst.m. Hanna kona hans leikinn af Heiðrúnu Rútsdótt ur, Thorkelson sýslumaður af Birni Jónssyni, skólastjóra. Matt- hildur, kona hans af frú Valgerði Guðlaugsdóttur. Úlfur Austman, Helgi Gunnarsson verzl.m. Helga Stefáns af frú Önnu Björnsdóttur, Hillaríus af Magnúsi þórðarsyni, loftsk.m. Anna, stofustúlka af frú Sóleyju Ragnarslóttur og Tómas tútomma af Birni Friðrikssyni, verrzl.m. Leikendur eru allir úr Vík. Hlutverkin voru öll vel af hendi leyst og sum með mestu prýði, þegar haft er í huga, að tími til æfinga var naumur og leikendur allflestir viðvaningar. Sýningin var me® léttum blæ og greinilegt, að stjórnlagnir leiðbeinendur geta miklu orkað. Sviðsbúnaður var ágætur og á Ungmennafélagið Drengur þakkir skilið fyrir að hafa nú hafizt handa á myndarlegan hátt, til heilla Þalíu, eftir áralangt hlé. Leikskrá var vel úr garði gerð, skreytt merki félagsins, sem er af Reynisdröngum með íslenzka fánann í forgrunni. Merki þetta er gert af Sigurjóni Rútssyni, raf- virkja í Vík. Þar leynist greinilegt listahandbragð. Húsfyllir var á frumsýningunni Framhald á 14. síöu. FB—Reykjavík, mánudag. Norræni byggingardagurinn, hinn ellefti í röðinni, verður hald inn í Helsinki í Finnlandi dag- ana 9. til 11. júní næst komandi. Síðasti bygigingardagurinn var haldinn hér í Reykjavík i ágúst 1968. Þá komu hingað um 700 er- lendir gestir auk nokkur hundruð íslenzkra þátttakenda. Nú er bú- izt vió, að þáttakendur verði milli 1500 og 2000 talsins. Skipulagðar hafa verið ferðir á Norræna byggingardaginn. Kostn aður við vifou dvöl í Finnlandi og ferðir fram og til baka er frá 18 þúsund krónum, en auk þess verða menn að greiða sérstakt þátttökugjald. Veita byggingaþjón usta AÍ, Laugavegi 26 og Ferða- skrifstofan Útsýn allar upplýsing- ar um þátttöku í Byggingardeg- inum. Norræni byggingardaguirinn er stærsta ráðstefna, sem byggingar- menn halda meó' sér á Norður- löndum. Hverri ráðstefnu er val- ið ákveðið verkefni og hafa Finn- ar valið verkefnið Byggingarstarf- i semin endurnýjuð. Fjögur aðalerindi verða flutt og | eru þau þessi: Flytja út vatn EJ—Reykjavík, miðvikudag. Bæði ís- og vatnsútflutningur virðist vera að komast í tízku. Danir flytja sem kunnugt er út ís frá Grænlandi, og nú hafa Norð menn hafið útflutning á vatni m. a. til Danmerkur. Kallast vatn þetta Norwater. og kemur frá upp- sprettu á Kragerö-svæðinu í suð- urhluta Noregs. Er hér um að ræða hreint og tært drykíkjar- vatn. Freyjukonur, Kópavogi Keramiknámskeiðið hefst 10. marz. Þær sem ekki hafa látið Skrá sig, geri þaö' strax í síma 41712 og 41786. A MALÞINGI Aldrei hafa ísliendingar staðið í eins mörgum endurheimtum og síð- ustu árin. Fyrst kom handritaheimt, þá Paradísarheimt og nú síðast geir- fuglsheimit, • en það segja fróðir menn, að milljónamæringurkm frá Delaware hafi ekkert að segja í okkur, einkum þegar víst má telja að þeir sem stóðu að Skarðsbókar- heimt á sinurn tíma ætll að togazt á við hann um fuglinn. Þar með verð- ur ekki komizt hiá að endurheimta eitthvað af þeun möl, sem fylgdi handritunum utan á sínum támiá, en pundið í mölnum er nokkuð dýrt, þegar það hefur verið reiknað út með vöxtum og vaxtavöxtum í gegn- um aldirnar. Auðvitað er skömm að því, ef við náum efoki fuglinum. Menn geta svona rétt getið sér þess til hvort amerísiku miHijónamæringa- hjörtun hefðu ekiki farið að slá út í siíðurnar, hefðu þeir frétt að ein- hver enskur barón hefði geymt síð- asta móhíkanann uppstoppaðan á háaloftinu hjá sér. Þá hefði fundizt fleiri en einn mililjónamæringuir í Delaware. Gott ef móhíkanarnir voru ekki úr nágrenninu. Móhíkianinn hefði verið sleginn á tíu geirfugls- verð, svona uppstoppaður, mölétinn og fínn. Hjuggu tönnum í náttúruverndina. Það var ekki náttúruverndinni fyr- ir að fara á seinni hluta nítjándu aldar. Allt sem ætit var geikk frá hendinni til munnsins, og menn hjugigu tönnurn sínum í náttúru- vemdina, án þess að hafa hugmynd um fyrirbærið, endia var það ekiki uppgöitvað fyrr en löngu síðar. Hefði aðeins helmingurinn af því, sem nú er sagður og skrifaður náttúrunni til verndar, verið fluttur á þeim tima, þegar geirfiuglinn var að deyja út hefði hann bjargazt, og mundi sóma sér nú, stoltur skerbúi úti í hafinu. Þeir sem útrýmdu honum, gerðu sér ekki grein fyrir því, að þeir voru að fækka dráttunum á andiiiti jarð- arinnar. 1 dag er barizt fyrir lífi annarra geirfugla í ríki náttúrunnar. Nú geta engir skriðið undir huliðs- hjálrn fávizkunnar langur, en samt þykja geirfuglarnir girniilegir til út- rýmingar. Hins vegar ætti það að vera þeim, sem vilja hina nýrri geir- fugla feiga, nokkur aðvörun, að fólk leggur unnvörpum fram fé til að bjarga hingað heim uppstoppuðum útverði, sem félil fyrir aimáttugri hendi vanþekkingarinnar Sva rthöfSi. Byggingarstarfseimin endumýj- uð, Teuvó Aura, yfirborgarstjóri í Helsingfors. Forsendur, Niels Salicath, cand. juris., forstjóri, Kaupmannahöfn. Marfomiðið, P.A.M. Mellbye, arki tefot, Oslo. Leiðirnar, Olof Eirksson, arfoi- tekt, Stofokhólmi. Á eftir þessum aðalerindum verða umræðufundir og stutt fram söguerindi 15—20 mínútur. Einn íslendingur tnun flytja er- indi á Byggingardeginuim. Er það Guðmundur Einarsson, verikfræð- ingur, og fjallar hann um Tækni- lega endurnýjun byggingarað- ferða. Á meðan á ráðstefnunni stend- ur, verður haldin yfirgripsmikil byggingarvörusýning og verður þar eflaust margt merkilegt að sjá. R'áðstefnudagana verða farn- ar kynnisferðir um Helsingfors og nágrenni borgarinnar. Frestur til að tilkynna þátttöku í ferðinni á Norræna byggingar- daginn rennur út 15. marz næst komandi. Skákkeppnin Svart: Taflfélag Akureyrar: Jóhann Snorrason og Margeir Steingrímsson. vaoaaáOH co Ift eo N ABCDEFGH Hvítt: Taflfélag Reykjavíkur: Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson. 25. leikur hvíts: Re2xHgl. Dansleikur FUF í kvöld FUF í Reykjavík heldur almenn an dansleik á fimmtudagskvöldið, og verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti. Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi. Dansleikurinn verður í Veitingahúsinu að Lækjarteig 2. FUF-félagar eru hvattir til að fjölmenna á FUF-gleðina. — Stjóm FUF. Bakkabræður ræöast viS í upphafi leiksins. Sýningum UIVIF Skeiðamanna á Ráðskonu Bakkabræðra vel tekið STJAS-Vorsabæ, mánudag. UMF Skeiðamanna sýndi gam- anleikinn „Ráðskonu Bakka- bræðra“ í Félagslundi s.l. föstu- dagskvöld. Húsfyllir var og skemmtu áhorfendur sér prýði- lega og þökkuðu lcikendum með langvarandi lófaklappi í lok sýn- ingarinnar. Frumsýning á leiknum var í Brautarholti 13. febrúar s.l. Hef- ur leikritið verið sýnt fimm sinn- um í Brautarholti og ávallt verið húsfyllir. Leikstjóri er Eyvindur Erlends son. Hann hafði einnig umsjón með gerð leiktialda. Leiktjöldin málaði Garðar Vigfússon, en leik tjaldasmíði annaðist Leifur Ei- ríksson. Hlutverkin í leiknum eru 11, sum vandasöm og viðamikil, t.d. hlutverk ráðskonunnar, sem Sjöfn Halldórsdóttir leikur snilldarlega vel. Það er engin tæpitunga töl- uð á Bakka — þessu sögufræga setri íslenzkra þjóðsagna — eftir að nýja ráðskonan hefur tekið þar völdin í sínar hendur. Vilmundur Jónsson, Garðar Vig fússon og Leifur Eiríksson, leika bræðurna, Gísla, Eirík og Helga. Þessi fjögur hlutverk setja hvað mestan „svip“ á leiksýninguna, enda til þess ætlazt af hendi höf- undarins. í heild er sýningin létt og vek- ur ósvikna kátínu áhorfenda. Al- varan á einnig sín augnablik og það er stundum „barizt upp á líf og dauða", þetta eina ár, sem ráðskonan ræður ríkjum á Bakka. Auðvitað fer allt vel að lokum og allir „sammáia" í leiks lok. Ráðskona Bakkabræðra hefur fyrr verið á ferð hér austan- fjalls. Ég ætla, að UMF Stokks- eyrar hafi fyrst verið með hana á fjölunum veturinn 1937—38. Oft síðan hefur „hún“ verið au- fúsugestur á ýmsum stöðum, þar sem leiklistin er í hávegum höfð. Það hefur því vakið undrun nokk urra hér um slóðir, að sjónvarp- ið sá sér ekki fært að segja frá frumsýningu UMF Skeiðamanna á þessu ágæta leikriti. Ástæðam Höfundur leikritsins er ekki ís- lenzkur!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.