Tíminn - 11.03.1971, Side 4

Tíminn - 11.03.1971, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 11. marz 1971 TÍMINN Krossgáta dagsins Krossgáta Nr. 755 Lóðrétt: 1) Þjóðhöfðingjar. 2) Ræktað land. 3) Frétta- stofa. 4) Þrír. 6) Hankar. 8) Skelfing. 10) Mann. 14) Sekt. 15) Ilát. 17) Slá. Ráðning á gátu nr. 754: Lárétt: 1) Grímur. 5) Sól. 7) SOS. 9) Læk. 11) TS. 12) So. 13) UTS. 15) Bil. 16) Óla. 18) Stærri. Lóðrétt: 1) Gestur. 2) íss. 3) Mó. 4) Ull. 6) Skolli. 8) Ost. 10) Æsi. 14) Sót. 15) Bar 17) Læ. Ö.B.Í. Ö.B.Í. ÚTBOÐ Tilboð óskast í miðstöðvarofna í hús Öryrkja- bandalags íslands, Hátúni 10 A. Útboðsgagna má vitja á teiknistofuna Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, m. hæð. Bifreiðaeigendur athngið: Hafið ávallt bíl yðar í lagi. Vér tramkvæmum al mennar bílaviðgerðir: — Bílamálun — réttingar — ryðbætingar — yfirbyggingar — rúðubétting- ar — grindaviðgerðir. — Höfum sílsa i flestar gerðir bifreiða — Vönduð vinna. — BLIKSMIÐJAN K Y N D I L L Súðavogi 34. Simi 32778 og 85040. Lárétt: 1) Dýr. 5) Utandyra. 7) Miðdegi. 9) Fljót. 11) Eins. 12) Blöskra. 13) Svar. 15) Iðngrein. 16) Tíða. 18) Hryggur. Bífreiðastjórar — Bifreiðaeigendur Látið okkur gera við hiólbarðana yðar Veitum yður aðstöðu ti! að skipta um hiólbarðana ínnan- húss Jafnframt önnumst við hvers konar smá- viðgerðir á bifreið yðar Reynið viðskiptin. DEKK H.F., Borgartúni 24, simi 14925 Eldhúsinnréttingar Fataskápar Komum í heimahús og mælum, teiknum og skipu- leggjum að kostnaðarlausu eldhúsinnréttingar og fataskápa. Skipuleggjum einnig eftir húsateikning- um. Gerum fast verðtilboð í eldhúsinnréttingar, með eða án stálvaska og raftækja. fataskápa. inni- og útihurðir, sólbekki og fleira. Bylgjuhurðir. — Greiðsluskilmálar. — Eina sérverzlun með íbúðainnréttingar. Margra ára rejmsla Verzlunin Óðinstorg h.f., Skólavörðust. 16. Shru 14275. — Kvöldsimi 14897. Aðflutningsgjöld leigubifreiða Eftir margar áskoranir og sí- endurtekin tilmæli af hálfu samtaka leigubifreiðastjóra á undanförnum árum, eru nú fram komin á Alþingi tvö frum vörp, sem fela í sér breytingar á tollafgreiðslu leigubíla, og einnig að nokkru þeirra bíla, sem afgreiddir eru í samráði við Öryrkjabandalag íslands. Með því er viðurkennt það ranglæti, sem þeir aðilar, sem um ræðir, hafa búið við í þessu tilliti, enda augljóst og naum- ast umdeilanlegt, að það er ekki réttlæti í því að sá maður, sem gerir akstur og útgerð bif- reiðar að sínu ævistarfi og vinn- ur þannig fyrir sér og fjöl- skyldu sinni, skuli vera látinn greiða hærri tolla af atvinnu- tæki sínu ef það er 5—8 far- þega bifreið, heldur en ef hún er 10—20 farþega eða þar yfir Eins og venðlagi er nú hátt- að á bifreiðum hér á landi, er það orðin knýjandi nauðsyn fyr ir okkur leigubifreiðastjóra að slík leiðrétting nái fram að ganga, ef ekki á alveg að taka fyrir það, að hægt sé að sjá sér farborða með akstri leigu- bifreiðar. En það munu nú vera um 900 fjölskyldur í land- inu, sem eiga afkomu sína und ir þessari atvinnugrein, og að auki á þriðja hundrað, sem hafa atvinnu af akstri sendi- bifreiðar á sendibílastöð. Fyrir nokkrum vikum kom fram á Alþingi fyrra frumvarp- ið um þetta efni, og var það flutt af Halldóri E. Sigurðssyni og fleiri. — Fjármálaráðherra upplýsti þá, að þetta mál væri í.iathugun ,hjá, ríkisstjórninni, og mun nú fijgm komið, stjórn- arfrumvarp’ vera árangur þéirr ar athugunar. En því miður hefur sú athugun ekki snúizt okkur í vil, því að auk þess að viðhalda tollamismun á atvinnu- tæki á sama hátt og verið hef- ur, þó þar sé um minni mun að ræða, þá skapast með þess- ari breytingu nýtt og áður óþekkt misræmi varðandi toll- afgreiðslu á bílum, þannig að kaupi ég trausta og vel búna bifreið, þá verð ég að greiða hlutfallslega meira af kaup- verði hennar sem toll heldur en ef ég kaupi illa búna og um leið óhentuga atvinnubifreið. A þennan hátt er ýtt undir innflutning á lélegum tækjum og mun þetta sérstaklega koma niður á öryggisbúnaði bifreið- anna, og verður það að teljast miður gott. Nú á síðari árum hefur ör- yggistækjum bifreiða fleygt fram, og er nú hægt að fá flest- ar vandaðri gerðir bifreiða með vökvastýri, lofthemlum, splittuðu mismunadrifi og að- vörunarljósum, og þær, sem ætlaðar eru til leiguaksturs fást með svokölluðum taxabún- aði, sem felur í sér m, a. sterk ara tengsli og fjöðrun. einnig sterkari öxla og drif, auk þess vandaðra áklæði og beti’i bólstr un á sætum, það síðast nefnda við kemur endingu og þægind- um, en hin fyrri atriði heyra undir aukið öryggi og draga úr slysahættu. Það er viðurkennt af öllum, sem mest og bezt hafa kynnt sér slysavarnir og öryggismál, að vel búin bifreið er langtum minni slysavaldur en sú, sem er vanbúin öryggis- búnaði. Við getum fengið bifreiðarn- ar án allra þeirra tækja, sem að framan getur, og þá verða þær mun ódýrari en verðmun- urinn vex þó stórum, verði sá háttur hafður á um tollaf- greiðslu, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi ríkisstjórnarinnar, og það er hætt við því, að marg ir neyðist til að kaupa þær, eins og þær fást með lægstum tollum, þó aldrei nema það gangi út yfir öryggisbúnað bif- reiðarinnar. Við trúum því ekki að óreyndu, að meirihluti Alþingis virði ekki fran komin rök okk ar í þessu efni. Það má að sjálf sögðu gagnrýna bifreiðainn- flutning landsmanna á liðnum árum, en ég veit að flestir eru sammála um það, að lélegar og illa búnar bifreiðar að öryggis tækjum er einhver versti inn- flutningur, sem við getum kos- ið okkur, og alveg sérstaklega á þetta við um bifreiðar, sem ætlaðar eru sem atvinnutæki til mannflutninga. Lárus Sigfússon. í allan baksturl ÍE smjörlíki hf. mm Spennustillar 6, 12 og 24 volt V-þýzb gæðavara Vér bjóðum: 6 mánaða ábyrgð og auk pess lægra verð H Á B E R G H.F. Skeifunni 3 E Siml: 82415 BRIDGESTONE Japönsku NYLON SNJÖHJÓLBARÐARNIR fást hjá okkur. Allar stærðir með eða án snjónagla. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæöið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÉMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SiMI 31055

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.