Tíminn - 11.03.1971, Side 9
FIMMTUDAGUR 11. marz 1971
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
í'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason. Indriðl G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Rit.
ttjórnarskrifstofur i Edduliúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif.
stofur Bamkastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi:
10523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Áskriftargjald kr 195.00
á mánuði innanlands. t lausasölu kr 12,00 eint. — Prentsm
, Edda hf.
11 iiiii)M»ii—ciwiiBnwrnn r dmhmmwk »
ERLENT YFIRLIT
Friðurinn við Miðjarðarhaf
veltur á afstöðu ísraelsmanna
Blekkingar Gylfa
Fyrir nokkru birtist hér í blabinu samanburður á
verðlagi og tímakaupi Dagsbrúnarverkamanna 1. nóv.
1958 og 1. nóv. 1970. Tölurnar um verðlagið voru tekn-
ar úr Hagtíðindum, en Hagstofan birtir árlega skýrslu
um smásöluverð helztu neyzluvara, miðað við 1. nóv. ár
hvert. Tölumar um tímakaup Dagsbrúnarmanna voru
byggðar á upplýsingum Dagsbrúnar. Árið 1958 var mið-
að við H. flokk, sem þá var fjölmennasti flokkurinn, en
1970 var miðað við IH flokk, sem er nú fjölmennasti
flokkurinn hjá félaginu.
Samanburður þessi, sem þannig var byggður á
fullkomnustu fáanlegum heimildum, leiddi ótvírætf
í Ijós að verkamenn fengu 1. nóv. 1970 yfirleitt
minna af lífsnauðsynjum fyrir tímakaupið en þeir
fengu 1. nóv. 1958 og í sumum tilfellum munaði
mjög verulega. Þannig hafði kaffi hækkað um 352%
á þessum tíma, molasykur um 303%, strásykur
343%, hveiti um 642%, haframjöl um 927%, hrís-
grjón um 818%, rúgbrauð um 373%, súpukjöt um
409%, saltkjöt um 438%, hangikjöt um 363%, ýsa
532% og saltfiskur um 511%, en hins vegar hafði
tímakaup verkamanna ekki hækkað nema um 283%.
Þá hafði vísitala byggingarkostnaðar hækkað um
291% á þessum tíma, og nýtist því tímakaupið verr
nú en 1958, ef verkamaður ræðst í það að koma sér
upp eigin húsnæði.
Það er eðlilegt, að formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ.
Gíslason, uni þessum upplýsingum illa, því að sam-
kvæmt stefnu Alþýðuflokksins, hefði hann sem stjórnar-
flokkur átt að sporna sérstaklega gegn þessari öfugþró-
un. Gylfi fer líka fram á ritvöllinn í Alþýðublaðinu síð-
astl. mánudag og hyggst kollvarpa framangreindri stað-
reynd. En strax í upphafi kemur þó í ljós, að hann
treystist ekki til þess, því að hann sneiðir alveg hjá þvi
að ræða kaupmátt tímakaups verkamanna 1958 og nú,
heldur slengir saman kaupgjaldi margra stétta og ber
það svo saman við framfærsluvísitölu. Framfærsluvísi-
talan er þó mjög veik undirstaða til að byggja á í þessu
sambandi, þar sem grundvelli hennar hefur verið marg-
breytt á þessu tímabili á þann hátt, að hlutur margra
brýnustu lífsnauðsynja í henni hefur farið minnkandi.
Eini rétti og raunhæfi samanburðargrundvöllurinn er
að bera saman verðlagið á einstökum vörutegundum ann-
ars vegar og tímakaupið hins vegar, því að þá kemur
gleggst í ljós, hvort kaupmáttur tímakaupsins hefur auk-
izt eða minnkað miðað við verðlag einsakra vara. Þenn-
an grundvöll forðast Gylfi alveg og gefst jafnframt upp
við að ræða um verkamannakaupið sérstaklega, heldur
blandar hann inn í samanburðinn öðrum tekjuhærri
stéttum.
Af hálfu Gylfa Þ. Gíslasonar er hér um vísvitandi
blekkingar að ræða til þess að reyna að leyna þeirri
ömurlegu staðreynd, að á 12 ára samfelldum stjórnar-
ferli Alþýðuflokksins síðan 1958 hefur kaupmáttur tíma-
kaups verkamanna rýrnað og gildir hið sama vafalaust
um aðrar láglaunastéttir. Þetta er öfugþróun, sem er
sennilega einstæð í heiminum á þessum tíma, og verð-
ur þó enn einstæðari, þegar þess er gætt, að síðasti ára-
tugurinn hefur verið þjóðinni viðskiptalega einn hinn
hagstæðasti í allri þjóðarsögunni.
On til að kóróna þetta, hefur ríkisstjórnin nú skert
kaupbætur til verkamanna um 2.4 vísitölustig síðan
1. nóv. 1970, þegar framangreindur samanburður
var gerður. Þ.Þ.
Þeir vilja enn ekki sleppa öllu hernumda landinu
SADAT forseti Egyptalands.
„GAMAL, GAMAL, hvar ert
þú?“ Svo hljóðaði nýlega fyr-
irsögn á grein eftir Ephraim
Kishon, sem er þekktur sem
mesti háðfugl ísraelskra blaða-
manna. Það, sem Kishon átti
hér við, var það, að stjórn
ísraels saknaði nú mjög Gam-
als Nassers. Meðan Nasser
hélt um stjórnvölin í Kairo,
hefði ísraels-stjóm jafnan get-
að kennt honum um, að friður
tækist ekki milli Arabaríkj-
anna og ísraels.
Hinn nýi forseti Egypta-
lands, Anwar Sadat, hefur tek-
ið upp önnur vinnubrögð en
Nasser. Hann hefur lýst sig og
ríkisstjórn sína reiðubúna til
að viðurkenna ísrael sem sjálf
stætt ríki, ef fsrael dragi her
sinn brott af hinum herteknu
svæðum og viðunandi sam-
komulag náist um málefni
Pelestínu-Araba. í stuttu máli
sagt hefur hann fallizt í megin-
atriðum á þær sáttatillögur,
sem Gunnar Jarring, sáttasemj-
ari Sameinuðu þjóðanna, hefur
lagt fyrir deiluaðila og byggð-
ar eru á grundvelli samþykkt-
ar Öryggisráðsins frá því £
nóvember 1967. Þá hefur Sadat
einnig lýst sig reiðubúinn til
að fallast á, að alþjóðlegt
gæzlulið gæti landamæranna
milli ísraels og Arabaríkjanna.
Sadat hefur m.ö.o. fallizt á allt
það, sem Gunnar Jarring, U
Thant og fjórveldin, sem sér-
staklega ræða um málið á vett-
vangi S.Þ., þ.e. Bandaríkin
Sovétrikin, Bretland og Frakk-
land höfðu talið eðlilegan
grundvöll til lausnar deilunni.
Frammi fyrir þessu, hefur
ísraels-stjórn staðið eins og
þvara og lítið ananð sagt en
að hún vilji frið, en þó geti
hún ekki fallizt á að láta öll
hernumdu svæðin af hendi.
Hún gæti aðeins samið um að
draga her sinn til öruggra
landamæra, sem samkomulag
næðist um milli deiluaðila.
Því hefur hún ekki getað svar-
að, hvar þessi öruggu landa-
mæri ætti að vera, enda mun
ágreiningur um það efni inn-
an stjórnarinnar eða nánar til-
tekið um það, hvað miklu skuli
skila af herfanginu. Staða
fsraelsstjórnar er þvf þannig,
að ekki er óeðlilegt, að Kishon
spyrji: „Gamal, Gamal, hvar
ert þú?“
AF HÁLFU Gunnars Jarr-
ings mun hafa verið reynt að
koma til móts við óskir ísraels-
stjómar um það, sem hún kall-
ar örugg landamæri. Jarring
mun hafa spurt stjórn Egypta-
lands um, hvort hún væri reiðu
búin til að veita ísraelsmönn-
um frjálsar siglingar um Suez-
skurðinn, frjálsar siglingar um
Akabaflóa, og að viss svæði af
Sinai-eyðimörkinni yrðu af-
vopnuð. Sagt er að Egyptalands
stjórn hafi lýst sig fúsa til að
fallast á öll þessi atriði, ef
ísraelsmenn kveðja her sinn
heim. ísraels-stjórn mun litlu
hafa svarað þessu, en þó látið
í það skína, að hún teldi þetta
ófullnægjandi.
Jafnframt hefur hún haldið
áfram að hamra á því, að hún
vildi semja um örugg landa-
mæri, án þess að skilgreina
nánara, hvar þessi öruggu
landamæri eigi að vera. Af
hálfu þeirra, sem hafa^ gagn-
rýnt þessa afstöðu ísraels-
stjórnar, hefur verið bent á,
að landfræðilega sé erfitt að
ræða um einhver örugg landa-
mæri í þessu sambandi. Einu
öruggu landamærin, sem hægt
sé að ræða um í þessu sam-
bandi, séu þau landamæri, sem
Arabaríkin eru reiðubúin til
að viðurkenna og stórveldin
taka ábyrgð á að tryggja og
fela alþjóðlegu gæzluliði vemd
þeirra. Arabaríkin virðast nú
reiðubúin til að viðurkenna
landamæri ísraels frá 1967.
Það er talið líklegt, að ná-
ist samkomulag um landamær-
in og heimflutning herja ís-
raels, muni takast að semja um
málefni Palestínu-Araba. Stór-
veldin öll munu fús til að
leggja fram verulega fjármuni
til lausnar þvi máli, hvort held-
ur það yrði leyst á þann hátt,
að Palestínu-Arabar fái sér-
stakt land til umráða, eða þeim
verði hjálpað til að tryggja
sér varanlega búsetu á annan
hátt.
HIÐ umsamda vopnahlé
milli ísraels og Arabaríkjanna
rann út síðastl. sunnudag.
Ekki hefur þó komið til neinna
vopnaviðskipta síðan og vonast
er til, að óumsamið vopnahlé
haldist þannig næstu vikurnar.
Plestum kemur þó saman um,
að það geti ekki haldizt til
lengdar, ef ekki þokast neitt
áleiðis í samningamálum. Þá
er einnig óttast, að eitthvert
óhapp geti skeð, er verði til
þess að meiri eða minni vopna-
viðskipti hefjist að nýju.
Það er af þessum ástæðum,
sem margir leggja nú fast að
ísraels-stjórn að sýna meiri
samningsvilja. Meðal þeirra,
sem hafa látið í ljós stuðning
við hina breyttu afstöðu
Egypta, er Sir Alec Douglas-
Home, utanríkisráðherra Breta. i
Þá er kunnugt, að franska
stjórnin er sömu skoðunar. En
mest veltur á afstöðu Banda-
ríkjanna. Vitað er, að stjórn
Nixons leggur fast að ísraels-
stjórn að sýna aukinn sam-
komulagsvilja. ísraels-stjórn
skákar hins vegar í því skjól-
inu, að Gyðingar eru fjölmenn-
ir í Bandaríkjunum og geta því
hæglega ráðið úrslitum þar í
forsetakosningum. Nixon er
stjórnmálamaður, sem tekur
tillit til slíkra atriða. Þess má
hann þó minnast, að það reynd
ist Eisenhower hagstætt í for-
setakosningunum 1956 að reka
innrásarlið Breta, Frakka og
ísraelsmanna burt frá Egypta-
landi rétt áður en kosningarn-
ar fóru fram.
Eins og málin standa nú við
austanvert Miðjarðai'haf virð-
ast meiri möguleikar til þess
að semja um varanlegan frið
þar en nokkru sinni áður f þau
22 ár, sem Ísraelsríki hefur
verið til. Það gæti ekki sízt
reynzt ísrael óhagstætt í fram-
tíðinni, ef þe ir möguLikar
yrðu að engu sökum ósann-
gjarnrar afstöðu ísraels-stjórn-
ar. Þ.Þ. jf
............... ■ ■ J