Tíminn - 12.03.1971, Qupperneq 1

Tíminn - 12.03.1971, Qupperneq 1
) ' 'M > ’> I ■ i ■ i ■ loilqsafq GUÐMUNDAR Bergþóruqöttt 3 Símar: 19032 — 20070 .... | <P mmtm kæli- skápar XÍ/vöbUxxJv*/cXxOt, fUj'lK.vJAbESLD, HAnuusnucn 23. »M 1U*» 59. tfaL — Föstudagur 12. marz 1971 55. árg. Máli Sveinbjörns er lokið HANN VAR SÝKNADUR Saga málsins er rakin á bls. 3 OÓ—Reykjavik, fimmtudag. Hæstiréttur kvað í morgun upp dóm í morðmálinu svonefnda. — Meirihluti dómenda sýknaði Svein- björn Gíslason af þeirri ákæru að hafa orðið Gunnari Tryggvasyni, leiguhílstjóra, að bana, en einn dómari, Gizur Bergsteinsson, skil- aði séráliti, og taldi Sveinbjörn sekan. Sveinbjörn Gíslason Verjandi ákærða, Björn Svein- björnssor., hæstaréttarlögmaður, sagði skömmu eftir dómsupp- kvaðninguna, að hann væri mjög ánægður með þessi málalok, og hefði hann enda alltaf búizt við að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af morðákærunni. Dómsorð meirihluta Hæstarétt- ar eru eftirfarandi: „Ákærði, Sveinbjörn Gíslason, sæti fangelsi 45 daga, en refsivist þessi er þegar afplánuð í gæzluvarð haldsvist hans. Ákænði greiði 1/20 hluta alls kostnaðar sakarinnar, bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti, þar með talin laun réttargæzlumanns hans og verjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, Björns Sveinbjörnsson- ar hæstaréttarlögmanns, kr. ^40. 000,00, og saksóknarlaun til ríkis- sjóðs í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 240.000,00, en að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkis- sjóði. Dóminum ber að íullnægja með aðför að lögum.“ Þessi 45 daga fangelsisvist, sem Sveinbjörn er dæmdur til, er vegna þjófnaðar hans á byssunni á sínum tíma, en það afbrot viður- kenndi hann. Að því er varðar, að ákærði greiði 1/20 af málskostnaði, sem nemur 24 þúsund krónum, er af sömu ástæðu. Dómsorð minnihluta Hæstarétt- ar er þannig: „Ákærði, Sveinbjörn Gíslason, sæti fangelsi 5 ár. Ákærði greiði allan kostnað sak- arinnar, þar með talin saksóknar- laun í ríkissjóð fyrir sakadómi og Hæstarétti, kr. 240.000,00, og máls- varnar- og réttargæzlulaun skipaðs verjanda síns fyrir sakadómi og Hæstarétti, Björns Sveinbjörns- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 240.000,00. Dóminum ber að fullnægja me® aðför að lögum.“ Þarna undir loftinu hangir gullbrautin, en þessi mynd var tekin í gær í innheimtusalnum á neðstu hæ3. (Tímamynd Gunnar) Mikil fínheit í Sjónvarpshúsino KAFFISTOFA Á 9 MILLJ. GULLBRAUT Á10 MILLJ. EJ—Reykjavik, fimmtudag. Mikill kostnaður við húsnæði rík- isútvarpsins við Laugaveg hefur vakið verulega athygli undanfarið. Hefur þar einkuim komið við sögu matstofa sjónvarpsmanna á efstu hæðinni ásamt æfingarstúdíói á næstefstu liæð, sem talið er að hafi kostað um 9 milljónir króna. Einnig hefur innrétting á neðstu hæðinni, þar sem verður m. a. inn- heimtuskrifstofa ríkisútvarpsins, kostað vænan skilding. Mun allný- stárlegt loft í því húsnæði einkum vera dýrt, en það er byggt eftir þýzku kerfi. Eftir loftinu endilöngu eru svonefndar rafbrautir, sem iðn- aðarmenn þeir, sem þar vinna, kalla reyndar „gullbrautir“, vegna liins mikla kostnaðar. Blaðið haflði í dag samband við Gunnar Vagnsson, framkvæmdastj. fjármáladeildar ríkisútvarpsins, og leitaði upplýsinga um þessar fram- kvæmdir. Gunnar taldi, að þær 9 milljónir, sem nefndar væru í sambandi við innréttingu á matstofunni og æf- ingarstúdíói á næstu hæð fyrir neð an matstofuna, gætu verið nærri lagi, en reikningar fyrir síðasta ár lægju ekki enn fyrir. 1 sambandi við þá framkvæmd sagði Gunnar, að matsalurinn væri vissulega vel við vöxt, enda byggð- ur með það fyrir augum, að hann dygði sjónvarpinu og öðru starfs- fólki útvarpsins í þessari byggingu í einn eða tvo áratugi — en fullvíst væri, að starfsfólki stofnunarinnar myndi fjölga verulega á þeim tíma. Þá sagði hann, að varðandi mat- stofuna væri ekki einungis um að ræða innréttingu í venjulegum LAUNAMENN TÖPUÐU HUNDRUÐUM ÞUS- UNDA VID BYGGINGU ÖLFUSBORGA! Ekkert til upp í greiðslur vinnulauna í þrotabúi Snæfells. ASÍ hefur greitt Snæfelli að fullu fyrir verkið og telur sig ekki hafa neina skyldu að bæta iðnaðarmönnunum hið tilfinnanlega tjón þeirra TK—Reykjavík, fimmtudag. Eins og skýrt var frá í Tíman um á þriðjudag urðu margir iðn aðarmenn fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna vangreiddra vinnulauna við að reisa orlofsheimili ASÍ í Ölf- usi. Skiptá kröfur þessara iðnaðar manna hundruðum þúsunda kr. Meðal þeirra, sem ekki fengu laun sín greidd voru 6 málarar, sem unnu við málun húsanna á vegum Snæfells h. f., sem var verktaki sá, er tekið hafði að sér að rcisa húsin fyrir Alþýðusam band íslands. Kröfur málaranna nema um 200 þúsund krónum auk vaxta frá áramótum 1964—65, en það var einmitt fyrir jólin 1964, sem þessir mcnn urðu fyrir því áfalli að þeir voru sviknir um vinnulaun sín fyrir margra vikna vinnu. Verktakinn. Snæfell, h.f. Bóas Emilsson, varð gjaldþrota meðan verkið í Ölfusborgum stóð yfir. Skipaður var sérstakur skipta ráðandi í málið, Þorgeir Þorsteins son, fulltrúi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Þessu skipta máli er enn ekki lokið, m. a. vegna málaferla og krafna þrota búsins á Síldarverksmiðjur ríkis ins. Heildarkröfur í þrotabú Snæ fclls munu nema 7—8 milljón um króna og ljóst er nú, að ekk ert vcrður eftir í þrotabúinu til greiðslu forgangskrafna eins og vinnulauna, þegar greiddir hafa verið skattar, skiptakostnaður og kostnaður við málafcrli þrota búsins, sem skipti hundruðnm i»ús unda króna. Einnig er ljóst að mennirnir, sem unnu við gerð húsanna í Ölfusi fyrir ASÍ fá ekkert af launum greitt. Það ligg ur fyrir, að ASÍ ber ekki laga leg skylda til að greiða þessi laun og hefur hafnað beiðni smiðs og málara um að Alþýðusambandið bætti þeim þetta tilfinanlega tap vinnulauna. Tíminn átli í gær tal við Finn- björn Finnbjörnsson, málara. sem var einn þeirra, sem unnu að málun húsanna í .Ölfusborgum. Hann sagði að 6 málarar úr Reykja vík. auk hans, þeir Kristjón Magn ússon, Jón D. Jónsson, Grettir Björnsson, Lárus Bjarnfreo'sson og danskur maður að nafni Henn ing hefðu tekið að sér að mála 22 Framhald á bls. 10 skilningi, heldur hefði þurft að ein- angra hæðina, lagfæra glugga og setja í þá tvöfalt gler, endurbyggja og einangra þakið (matsalurinn er á efstu hæðinni) og gera ýmsar aðrar lagfæringar. Þá hefðu verið keypt fullkomin tæki í eldhús, og þau væru mjög dýr. Gunnar sagði einnig, að matsal- urinn, eins og aðrar innréttingar í húsinu, væi-u mjög vandaður, enda legðu stjórnendur útvarpsins áherzlu á að vel væri búið að starfs fólkinu. Varðandi neðstu hæðina sagði Gunnar, að það húsnæði væri um 500 fermetrar, og yrði skipt nokk- urn veginn í tvennt. Annars vegar yrði innheimtudeild ríkisútvarpsins þar til húsa, en hinn hluti hæðar- innar fær undir ýmsa starfsemi sjónvarpsins, og þá fyrst og fremst undir kvikmynda- og bandasafn þess. Hann sagðist viðurkenna, að inn- réttingin á þessari hæð væri dýr að því leyti, að margar krónur færu í hana. Það væri hins vegar matsatriði, hvort það væri of dýrt. eða hvort hægt og rétt væri að hafa það ódýrara. Hins vegar væri eins með ríkisútvarpið sem aSra, að eitt og annað gæti farið öðru vísi en til væri ætlazt, og allir gerðu einhvern tíma skyssur. Hins vegar væri það ekki vegna þess, að þeir hefðu ekki augun opin og, fylgdust með málunum. Þannig hefði t. d. verkfræðingur haft eft- irlit með öllum framkvæmdum i tæpt ár. Varðandi loftið og rafútbúnað- inn í innheimtudeildinni sagði Gunnar, að það fyrrkomulag væri | nýtt hér á landi og gert samkvæmt I þýzku kerfi. Væri hér um að ræða loft, sem bæri uppi hreyfanlega veggi. Aðspurður um þa®, hvort ! þctta væri ekki mjög dýrt fyrir- komulag, sagðist Gunnar ekki hafa viðmiðun til að geta dæmt um það. 1 Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.