Tíminn - 12.03.1971, Qupperneq 6

Tíminn - 12.03.1971, Qupperneq 6
6 rÍMINN FÖSTUDAGUR 12. marz 1971 AUÐVELDAR RIKISSTJORN A HVERJUM TÍMA AÐ UMBUNA GÆÐINGUM SÍNUM — og er þess vegna andvígur heimildarákvæðinu um sérstaka skipun sarfsmanns, sagði Ólafur Jóhannesson í þingræðu í gær um frumvarpið um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna EB-Reykjavík, fimmtudag. Er stjórnarfrumvarpið um réttindi og skyldur rík- isstarfsmanna var til 1. umræðu í efri deild í dag, lýsti Ólafur Jóhannesson sig andvígan því heimild- arákvæði frumvarpsins um sérstaka skipun sarfs- manns til þjónustu við rík- ið, án þess að hann eigi kröfu til tiltekins starfs. — Sagði Ólafur Jóhannesson að hann hefði deilt á núver- andi ríkisstjórn fyrir það, að umbuna „gæðingum" sínum og fylgismönnum með nefndar- og bitlinga- stöðum og yrði þetta heim- ildarákvæði að lögum opn- aðist mikil freisting fyrir hvaða ríkisstjórn sem væri, að >;mbuna stuðningsmönn um sínum. Sagðist Ólafur því ekki fella sig á neinn hátt við þetta heimildar- ákvæði frumvarpsins. Ólafur gat þess, aS þetta heimildarákvæði væri sniðið eftir hugmynd svonefndrar Hoover-nefndar er gert hefði tillögur um þetta efni til Bandaríkjastjórnar en hún hafnað hugmyndinni. Hér væri eftiröpunarhneigðin í algleym- ingi. Aðstæður hér á landi væru að ýmsu leyti ólíkar aðstæð- unum í Bandaríkjunum. Það ætti að laga okkar kerfi eftir þörfum okkan- og reynslu og heimildarákvæðið ætti því ekk ert erindi inni í stjórnkerfi okkar. Þá gerði Ólafur í ræðu sinni aðrar athugasemdir við ýmis atriði frumvarpsins, en vakti um leið athygli á því, að æski- legt hefði verið, að þingmönn- um gæfist tækifæri til þess, að kanna frumvarpið betur áður en það væri tekið til 1. umr., þar eð mikilsvert væri að fram kæmu þá athugasemdir við það, sem nefndin er um frum- varpið fjallar gæti þá tekið til Ólafur Jóhannesson athugunar. (Framvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær). Ólafur Jóhannesson sagði, að svo náin tengsl voru milli lög gjafarinnar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og löggjafarinnar um kjarasamn- Framhald á bls. 10 • • MNGFRÉTTIR GJALDEYRISVERZLUN FURUHÚSGÖGN Til sýnis og sölu sófasett, sófaborð, hornskápur, svefnbekkir og kistlar. Sýni vörur mínar í Málaraglugganum fram yfir helgi. Húsgagnavinnustofa Braga Eggerssonar, Dunhaga 18 — Sími 15271. (Geymið auglýsinguna). EB—Reykjavík, fimmtudag. Gylfi Þ. Gíslason | vi'ðskiptamála- | ráðherra mælti | í dag í neðri ■- í deild fyrir frum ^ varpi ríkisstjórn ° arinnar um skip W an innflutnings- j og gjaldeyris- mála vegna ' ákvörðunar um að veita Búnaðarbankanum, Verzl unarbankanum og Iðnaðarbankan um heimild til gjaldeyrisverzlun- ar, en sem kunnugt er hafa þessi réttindi aðeins verið í höndum Landsbankans og Útvegsbankans. Gert er ráð fyrir þvi, að veit ingu gjaldeyrisréttindanna til hinna þriggja banka fylgi viss skil yrði. Annars vegar er fyrirhuga& að framkvæmdin verði í áföngum og þá við það miðað, að þróun gjaldeyrisviðskipta verði ekiki hraðari en tæknileg og fjárhags leg geta hinna nýju gjaldeyris- banka leyfir, og ennfremur, að hiún valdi ekki' óéðlilega mikilli röskun í viðskiptum. Talið er Óhjákvæmilegt aS hin ir nýju gjaldeyrisbankar taki að sér fjölbreyttari viðskipti en þeir hafa hingað til.haft og beini fjármagni sínu í vaxandi mæli til útflutningsatvinnuveganna og undirstöóúfyrirtækja í verzlun og iðnaði, en létti að sama skapi SALA HLUTA UR KOLLAFJARÐARJÖRÐ EB—Reykjavík, fimmtudag. Einar Ágústsson mælti á fundi í efri deild í dag fyrir frumvarpi um heimild fyr- ir ríkisstjórnina til að selja Sig urjóni Guð- mundssyni fram kvæmdastj. hluta úr jörðinni Kollafirði í Kjal arneshreppi, en frv. er auk Ein- ars, flutt af Axeli Jónssyni, Jóni Árm. Héðinssyni og Gils Guð mundssyni. Greinargerðin með frv. er svohljóðandi: Frumvarp samhljóða þessu var flutt á síðasta Alþingi, en varð þé eigi útrætt. Þá fylgdi því svo felld greinargerð: Árið 1959 keypti Sigurjón Guð mundsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, hluta úr jörðinni Kolla firði í Kjalarneshreppi, 3.15 ha„ af þáverandi eiganda jarðarinnar, GuÖmundi Tryggvasyni. Hóf hann þegar mikla trjárækt í landi sínu, og hefur hann nú gert þennan reit einn hinn fagursta í þessum landshluta, eins og allir þeir, er leið eiga um Vesturlandsveg, geta kynnt sér af eigin raun. Nú hefur Sigurjón þegar fuil ræktað eignarland sitt og hefur hug á því að halda ræktun áfram. en vantar til þess nokkuð aukið landssvæði. - Spilda sú, sem hér um ræðir, er aðeins hálfur hektari og hefur engin áhrif á notagildi jarðarinn ar fyrir núverandi eiganda henn ar, ríkissjóð. Flutningsmönnum finnst vel við eigandi að þakka Sigurjóni Guð mundssyni frábær störf hans í þágu skógræktar og landgræðslu með því að gefa honum kost á að kaupa það land, sem hann hef ur hug á ao' eignast til áfram- haldandi ræktunarstarfa. byrðum af eldri gjaldeyrisbönkum í þessu efni. Framnald á bls. 10 leiðrétíing Á þingfréttasíðu Tímans í gær er frásögn af umræðum um til- lögu til þingsályktunar Um rann sókn á fiskverði á íslandi og í Noregi, sem mér finnst ástæða til að gera smáleiðréttingu við, að því er tekur til þess, sem eftir mér er haft. í niðurlagi frésagnarinnar segir svo: „Eftir þeim upplýsingum, sem Jón kvaðst hafa aflað sér þyrfti að hækka fiskverðið hér um 13% til þess að sambærilegt skiptaverð gilti hér og í Noregi, væri miða& við s. 1. áramót“. Þetta er ekki nægilega skýrt. Ég kvaðst hafa upplýsingar um. að fyrir s.l. áramót hefði þurft að hækka fiskverð hér um 13% til þess að það væri sambærilegt við fiskverðið í Noregi án ríkis- styrkja. Þetta breytir miklu, ef haft er í huga, að ríkisstyrkur á kg. í Noregi er kr. 3,50. sem koma til skipta til áhafnar og ennfremur, að áf kr. 10,90 á kg, sem tisk kaupendur greiddu hér fyrir síð ustu áramót ganga kr. 3,20 í stofn fjársjóð, útgerðarkostnað, útflutn ingsgjald og verójöfnunarsjóðs- gjald o. fl. sem ekki koma að neinu leyti í hlut áhafna. Aðalatriðin í þessu máli eru, að skiptaverðið í Noregi fyrir síðustu áramót. var a.m.k. helm ingi hærra en hér. Hins vegar er mér tjáð. að skiptaprósenta, sem hlutur áhafna miðast við sé talsvert hærri hér en í Noregi. Rannsókn sú, er tillagan gerir ráð fyrir að fram fari á fiskverði hér og í Noregi ætti að geta leitt í ljós hvað sambærilegt fiskvcrí er í þessum tveim löndum. Jón Skaftason. ÞREM B0NKUM HEIMILUÐ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.