Tíminn - 20.03.1971, Side 6
6
TÍMINN
LAtTGA*nAGUR 20. marz 1971
Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum:
Síðasta hefti Samvinnunnar
er helgað ungu kynslóðinni og
hefir bessa yfirskrift: Unga
fólkið og samtíðin. Koima þarna
íram hvorki meira né minna en
60 ungir menn og konur, flest
skólafólk. Er fróðlegt og
skemmtilegt að líta yfir þessar
greinar, enda eru þær yfirleitt
betur skrifaðar en maður á að
venjast frá ungu fólki nútímans,
og er það ánægjulegt.
Ung stúlka úr Menntaskólan-
um, sem heitir þessu fornfræga
nafni Mjöll Snæsdóttir, skrifar
grein, sem hún nefnir „Það er
mörgu logið“. Bragð er að þá
barnið finnur, segir sá gamli
og góði málsháttur. Þarna kemst
þessi unga stúlka svo að orði:
Það er ekki auðhlaupi® að
því að bjarga heiminum, og sú
kynslóð sem nú er ung er naum-
ast líklegri til þess en sú næsta
á undan.
Ef við sem nú erum ung höf-
um aðrar hugmyndir en næsta
kynslóð á undan, er ástæðan
ekki sú líffræðilega staðreynd
að við erum 20—30 árum yngri
heldur hitt a® sífellt verður til
nýr sannleikur en þó einkum
og sérílagi ný lygi.Og hina nýju
lygi og það sem endingarbezt
hefir orðið af hinni gömlu gleyp
um yið jafn sæl og fyrri kyn-
slóðir gleyptu sína. Við með-
tökum þær lærisetningar sem
nú eru uppi án mikillar hugsun-
ar yfirleitt.
Hafðu sæl sagt, stúlka mín.
Ég ætla að skjóta því hér
inn í, að það var ekki keypt 1
o*kkur vitið fyrií tvo miiijarðá
á ári, unglingana á fyrra helm-
ingi þessarair aldar, eins og nú
er hrósað sér af.
Við kunnum sögur af Vel-
lygna-Bjarna og æra-Tobba,
en þeir voru ekki orðnir hátt
settir embættismenn, eins og
nú
Ritstjóri Samvinnunnar skor-
ar á eldri menn að skýra frá
sínu sjónarmiði í blöðum, á
sama hátt og unga kynslóðin
gerir í þessu blaði.
Það er nú bezt að ég verði
vi® þessum tilmælum, þótt af
veikum mætti sé, og svo koma
aðrir á eftir.
Við höfum ekki annað að
gera, sem komnir erum á þann
aldur að geta sagt með konunni
á 75 ára afmælinu:
Er það vissa og örugg tirú,
óðum styttist leiðin.
Ég hef álpazt yfir þrjú
aldarfjórðungs skeiðin.
Það er margt, sem við höfum
séð, sem höfum lifað þrjá aldar-
fjórðunga eða .ríflega það.
Fræðslulögin komu ekki fyrr
en 1907 og Kennaraskólinn var
stofnaðuir 1908. Þar var fyrstur
skólastjóri séra Magnús Helga-
son, sjálfsagt einn ágætasti
skólamaður, sem þjóðin hefur
átt.
Það er táknrænt, að nemend-
ur hans létu skera á öndvegi®,
seni þeir gáfu honum sjötugum,
ummæli Snorra um Erling
Skjálgsson:
„Ollum kom hann til nokkurs
þroska.“
Þetta var engin hræsni frá
nemendunum, eins og afmælis-
gireinarnar, sem hann fékk,
v°.uf>-
ari en svo, að gaddaveturinn
1918 var þessi eini kennara-
skóli ekki látinn starfa, vegna
þess, að ríkið hafði ekki efni
Tilhoð óskast
í fólksbifreiðar, sendiferðabifreiðar og jeppabif-
reið er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðviku-
daginn 24. marz kl. 12—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
ÚTBOD
Tilboð óskast í smíði innréttinga (skápar, dyr
í hús Öryrkjabandlags íslands, 1. hæð.
Útboðsgögn verða afhent á teiknistofunni Óðins-
torgi s.f. gegn kr. 1.000,00 skilatryggingu.
Öryrkjabandlag íslands.
FÓSTURHEÍMILI
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar vill ráða
einkaheimili í borginni til þess að taka böm í
gæzlu allan sólarhringinn um skamman tíma í
senn.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Félagsmálastofnunarinnar Vonarstræti 4, en þar
eru jafnframt veittar flánari upplýsingar.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
á að hita hann upp með kolum,
sem þá voru dýr, í lok fyrri
heimsstyrjaldar. enda torfengin.
Magnús tók sér vetursetu í Birt-
ingaholti og notaði vetuirinn til
þess að rita bókina Uppeldis-
mál.
Svona var nú ástatt fyrir
hálfri öld, en þá þekkti enginn
orðið unglingavandamál og þá
höfðu unglingar yfirleitt engan
tírna til þess að láta sér teiðast.
Þá var enginn í vandræðum
með þær fáu frístundir, sem
fengust, og ekki þurfti að skipu-
leggja þær fyrir unglingana,
eins og nú er oft heimtað.
Þá hefði sjálfsagt þótt gott,
ef unglingar hefðu fengið jafn-
margar vikur til náms og nú
eru ár. í minni sveit, Hruna-
mannahreppi, voru nokkrir vet-
ur, sem enginn kennari var í
sveitinni.
Ég er ekki alveg ókunnugur
þessum málum, því þá var stund
um leitað til mín í vandræðum,
með börn, sem áttu að fermast.
Því þá var barnapróf á vorin
ouðið lögskipað.
Em það var gott ungmenna-
félag, þar sem unglingarnir
fengu verkefni að glíma við.
Þar var líka gott lestrarfélag,
með flestum þeim bókum, sem
þá voru til og nokkuð kvað að.
Fastafæðan var auðvitað forn-
bókmenntirnair, og þær voru
lesnar í þá daga. Síðast, en ekki
sízt, var svo prestur í Hruna
séra Kjartan Helgason, sem
hægt var að leita til, enda eng-
inn samkomustaður nema kirlcj-
“ áh ‘ éða þirighús sveitarlnnár i
Hruna.
Svona var þetta í sveitunum í
þá daga, þótt ég nefni þá sveit,
sem ég þekki bezt.
Mér eiru minnisstæð orð gam-
als Mývetnings, sem sagði: Þeir
sem lásu biblíuna og fornritin,
voru betur menntaðir en nú-
tímafólkið. Hann gerði glögg
skil á milli lærdóms og mennt-
unar, sá mæti maður, en er
það gert nú á þessu landi?
Nú er sagt, að reynslan sé
ólygnust og hún segir, að margt
af þessu fólki, sem ólst upp vi®
þau skilyrði, sem ég hefi nefnt,
urðu hinir mætustu þjóðfélags-
þegnar og hafa staðið í fremstu
röð í okkar þjóðfélagi til þessa
dags. En nú eru þeir farnir að
leggja niður vopnin, hver af
öðrum, enda farið a® tala um
þetta þjóðfélag sem öldunga-
þjóðfélag, af takmarkaðri virð-
ingu frá ungu kynslóðinni.
Nú verður gjörbreyting í þjóð
félaginu á næstu árum, og þá
kemur í ljós, hva® dýrkeypta
vitið dugar. Mér kemur ekki til
hugar að vera með neinar hrak-
spár um unga fólkið, ef því er
sæmilega stjórnað. Hávaða-
menn eru nú fleiri meðal ungu
kynslóðarinnar en dæmi eru til
um áður , og væri tilvalið að
nefna þá kynsló®, sem stjórnar
síðari hluta 20. aldarinnar, há-
vaðamenn. Það er gott og gilt
íslenzkt orð, síðan sögur hóf-
ust, og er alveg hliðstætt við
aldamótamenn, sem nú eru að
hverfa af sviðinu.
Það er erfitt að neita því, a®
okkar saga og menning hvílir
á bókmenntunum. Við höfum
engin fræg monnvirki til þe-ss að
státa af. Hvað halda menn, að
margir úti í hinum stóra
heimi þekktu þessa þjóð, ef
þar hefðu ekki lifaið nokkur þús
und bændur og fiskimenn við
Helgi Haraldsson
sult og seyru, og ódauðir aðeins,
ef þeir hefðu engan staf skrif-
að á umliðnum öldum? íslend-
ingar hefðu jafnvel ekki lifað
af hafísnauð og svartadauða, ef
þeir hefðu ekkert haft a® lesa.
Það virðist komið á daginn,
að Danir meta skinnblöðin okk-
ar ekki svo lítils. Eða hvað
myndu frændur okkar Norð-
menn meta Heimskringlu
Snorra á, ef hún væri virt til
fjár? Eða hvað myndu stórþjóð-
irnar gefa fyrir þa®, ef þær
ættu bók um sitt land, eins og
Landnámu okkar? Og svo mætti
lengi telja.
Það er eitt af sorglegum tákn-
um vorra tíma, að nú þykir sá
mestur maður, sem lengst geng-
ur í því að gera þessar bók-
menntir að ómerkilegum lygi-
sögum. Nýjustu vísindin eæu
þau, að Ingólfur Arnarson hafi
aldrei verið til. Þá verða nú
hinir minni léttvægir fyrir vopn
um þessara vígamanna nútím-
ans. Hvað ætli að Norðmenn
segðu við því, ef þeim væri sagt,
að Heimskringla væri lygasaga
frá rótum og Haraldur hárfagri
hefði aldrei verið til? Það
væri hliðstætt, og sagan skrif-
uð á sömu öld og okkar sögur.
Þessa háskólagengnu hálfvita
okkar ætti að kæra fyrir land-
ráð. Ef þetta er ekki rétta nafn-
ið á þessari starfsemi, hvað
heitir hún þá? Mér er spurn,
hvað eigum vi@ að gera með
handritin heim og fá þau í hend
urnar á þessum mönnum?
Hvernig var litið á þessi mál
um aldamótin? Um það er bezt
að taka Landnámu sem dæmi,
enda er h4n eitt mesta bltbein-
ið nú. Doktor Helgi Péturs-
son sagði í alþýðufyrirlestri, að
sér þæt.tl vænzt um Landnámu
allra bóka. Séra Matthías Joch-
umsson sagði, að þegar Land-
náma sín væri í láni, fyndist
sér eins og vantaði einhvern
bezta manninn á heimilið'.
Dr. Finnur Jónsson velur
Landnámu þessi einkunnarorð:
„Að hún sé risaverk að efni,
ágætisverk að frágangi heim-
ildarrit í bezta skilningi."
Þá er eftir sá maðurinn, sem
hefir gert þessu máli bezt skil,
séra Magnús Helgason, sem er
aðalhöfundur fræðslulaganna
frá 1907, og fyrsti skólastjóri
Kennaraskólans. Það vill svo
vel til, að hann hefui rita®
ágæta grein um Landnámu,
sem prentuð er í Kvöldræðum.
Þar segir á þessa leið: Ég ætla
nú að segja fyrir hvað mér
þykir vænst um bókina og með
hverju hún tekur hug minn
fanginn. Það er þá fyrst, að hún
er einstök bók í bókmenntum
heimsins, að þvi er ég til veit.
Engin þjóð í heiminum á henn-
ar líka. Annars veit ég ekki til
að stórþjóðirnar hafi reynt að
semja slíka bók, enda sjálfsagt
langt um ófært öllum þeim.
Þær mundu gefa fyrir slíka bók,
ef þess væri kostur, mörg jafn-
vægi hennar í gulli.
Heimildirnar að La-ndnámu
eru furðulega góðar og áreidan-
legar, þar sem hver sagnamað-
urinn öðrum betri hefur um
hana fjallað öld eftir öld, og
unnt að rekja heimildirnar allt
aftur að þeim tíma, er at-
burðirnir voru i fersku mlnni.
Það er von að mönnum, sem
ekki þekkja nöfn langafa sinna
blöskri, að heyra ættir raktar
í 30 liði eða meira.
En eins og áður er sagt aiCt.
ast Landnáma fjórar fyrstu ald-
irnar af sögu landsins um það
efni.
Landnáma er undirstaða ís-
lenzkrar sagnfræði og ættvísi,
er hvorugt má án hins vera, og
hún er traustari og áreiðan-
legri en margir menn hyggja.
Þetta segir sá mæti maður,
sem áreiðanlega hefir mótað
æskulýð lands meira en nokk-
ur annar, fyrsta þriðjung þess-
arar aldar. Það var ekkert
óæti, sem hann bar á borð fyr
ir nemendur sína.
Nú má segja með skáldinu:
„Breitt er um síðu brugðið öld,
brákaðan fellur ryð á skjöld.“
Mér kemur í hug saga
frá fornöld. Árið 356 fyrir Krist
kveikti Hcrosti-tos í hofi Arte-
misar í Efesus. Það var talið
eitt af furðuverkum heims.
Hann gerði þetta til þess að
verða fræguir, en varð að þola
hræðilegan dauða í refsingar-
skyni. Slík frægð er stundum
nefnd Herostratusarfrægð. ís-
lendingar hafa þýtt þetta orð á
ágæta íslenzku og nefnt það að
verða frægur að endemum. Það
liggur við að manni dettl í hug,
að sú hugsun að verða frægur
á þennan hátt sé ekki aldauða
með þessari þjóð. Við erum
svo gæfusamir, íslendingar, að
eiga eitt furðuverk, serii er eiri-'
stætt í öllum heiminum, þar
sem ei Landnáma. En ekki er
það andskotalaust, að við skul-
um líka hafa eignazt okkar
Herostratos, og ekki einn held-
ur hóp af þeim.
Nú er um fátt meira talað en
mengun I öllum mögulegum
myndum, í lofti, á jörðu og legi.
Hvort væri nú ekki tímabært
að tala um mengun á gamalli
og gróinni menningu okkar ís-
lending ?
Ég legg það fyrir hið háa Al-
þingi þegar búið er að koma út-
gjöldum til menntamála upp í
2 milljarða, hvort ekki væri þá
vel viðeigandi að verja ein-
hverju til þess að hreinsa þau
óþrif, sem setzt hafa á okkur
menningu á síðustu árum?
Er það ekki varasamt, þegar
okkaar menningarmusteri er
orðið svo hátimbrað, sem raun
ber vitni, að taka undirstöðu-
steinana undan því og láta þá
upp á þakið, svo að þa® beri
meira á þeim?
Það nýjasta í blaðafréttum
er það, að ungur námsmaður
íslenzkur, úti í Sviþjóð hinni
köldu, ætli að fara að gefa út
sögu Bósa og Herrauðs. Telur
hann sig hafa fengið sænskan
teiknara til þess a® mynd-
skreyta bókina. Gerir hann ráð
fyrir að láta safna áskriftum að
bókinni í unalingaskólum lands-
ins og selja hana fyrir gjafverð
eftir gæðum auðvitað.
Væri nú leyfilegt að spyrja:
Ætla þingmenn og yfirvöld að
láta millifótamenningu þeirra
Svianna halda innreið sína í ís-
lenzkav fornbókmenntir?
Hvort eru íslenzkar nútima-
bókmenntir og Hamaroró eKki
lengur fær um að annast þessa
nauðsynlegu fræðigrein milli-
f ótamenni n garinnar?
Nú er orðið laust.