Tíminn - 30.03.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.03.1971, Blaðsíða 1
bfl<38S€»kl G3 L’OMU rv DAR "fecgþáraqji—idt H kæli- skápar Ot/iöJbLa/tJtfi&Lt*/t. Ajf WnMKMOOÚl, MMMAMTXAm n. wm mms 74wfbL Þriðjudagur 30. marz 1971. 55. árg. >>>>»»»♦»»*< miiit <»»♦>»» io'.i * i \ Upphaf frásagnar sænska blaðsins Expressen. Á myndinnl eru nokkur barnanna 27 ásamt kennaranum, Hans Forslund. 27 sænsk skólabörn safna fyrir draumaferðinni: Vilja til íslands að hitta forsetann EJ—Reykjavik, mánudag. „Það hófst fyrir tveimur árum í sænskutíma í Hállsta __ skól- anum fyrir utan Eskiltuna. í stað sinna venjulegu verkefna fengu nemendjirnir leyfi til að skrifa bréf til eftirlætismanna sinna. í dag hefur >eim verið boðið heim til eins þeirra, Kristjáns Eldjárns, forseta fslands. En hafa börnin ráð á að fara?“ Þannig byrjar frétt í sænska blað inu Expressen fyrir helgina. Og blaðið skýrir svo frá: „Það eru 27 skólabörn, sem hér um ræðir — allir nemendur í 6. bekk Hállsta skólans. Venja er, að sjöttubekkingar fari í skólaferða- lag að skólanum loknutn, og hing- að til hefur verið um vikuferð til Danmerkur að ræða. Hans Forslund, yfirkennari, seg- ir Expressen: „Það væri leiðinlegt, ef sjöttu- bekkingar fengju ekki að fara í óskaferð sína — óg heilsa upp á ' ■ i > t, forseta íslands. Eins og þau hafa þrælað til að ná því marki...“ Skólabörnin rituðu bréf til fjöl- tnargra þjóðhöfðingja úti um allan heim. Ástæða þess, a@ Kristján Eldjárn varð eftirlætisþjóðhöfðing- Framhald á bls. 10 Áætlun um mann- rán og hermdar- verk á islandi? IGÞ—reykjavík, tnánudag. f morgun barst Tímanum fréttatilkynning frá Sakadómi Kópavogs, þar sem skýrt var frá því, að þjófar að sprengi- efni liefðu hugsað sér að nota það til hermdarverka, og jafn- framt hefðu átt sér stað viðræð- ur nokkurra sömu aðila um að framkvæma mannrán og krefj- ast lausnargjalds fyrir. Af fram- ansögðu sést, að hér er um mjög óvenjulegt mál að ræða, og hið fyrsta sinnar tegundar, sem hér kemur til meðferðar lögreglu- yfirvalda. Frekari eftirgrennslan blaðs- ins bar ekki árangur, þar sem yfirvöld í Kópavogi neituðu að gefa ítarlegri upplýsingar í mál- inu en þær, sem er að hafa í fréttatilkynningunni. Málið er enn á frumstigi rannsóknar hvað hermdarverkin og mann- ránin snertir. Hins vegar hefur það sem þegar etr upplýst ver- ið sent til saksóknara ríkisins. Fréttatilkynningin frá Saka- dómi Kópavogs fer hér á eftir: „Eftir sl. áramót var óvenju mikið um innbrot í Kópavogi. Var brotizt inn í bifreiðir, verk- smiðjur, verzlanir o. fl. staði og allmiklum verðmætum stolið. Rannsóknadeild lögreglunnar í Kópavogi hefur unnið að rann- sókn mála þessara og síðan Sakadómur Kópavogs einnig. Hefur mestur Ihluti innbrota þessara og þjófnaða iipplýstst og mikill hluti þýfisins komið til skila, en hluti mála þess- ara hefur einnig verið í rann- Framhald á bls. 10. Lausn á lokunar- fímadeilu? IGÞ—Reykjavík, mánudag. Tíminn hefur frétt, að nefnd sú, sem undanfarið hefur starf- að að því á vegum borgarinnar, að finna lausn á hinum lang- varandi vanda út af lokunar- tíma sölubúða hafi nú gert ákveðnar tillögur í málinu. Er þess að vænta að tillögur nefnd- arinnar sjái dagsins ljós á næst- unni, og þar mcð ljúki hinu „þrjátíu ára stríði“ út af lok- unartímanum. Reglugerð þeirri, sem gildir um lokunartíma sölubúða, er ekki fylgt, og er því mjög mis- munandi á hvaða tíma er lok- að. Margar verzlanir í borginni hafa opið fram eftir kvöldinu, og einnig á sunnudögum, á sama tíma og aðrir fara eftir reglu- gerðarákvæðum. Nefndin, sem hefur starfað að lausn málsins, virðist hafa farið bil beggja við lausn vandans, í trausti þess, að með því vcrði hægt að afnema núverandi fyr- irkomulag og koma á reglu að Framhald á bls. 10 Ríkisstjórnin hyggst gern nrð nf hlutabréfum skuttfrjulsun Á sama tíma ætlar hún að stórhækka skatta á láglaunafólki meS rangri skattvísitölu. EB-Reykjavík, mánudag. Stjórnarfrumvarpið, er aðallega fjallar um skattlagningu fyrir- tækja, var í dag til 2. umræðu í neðri deild Alþingis og stóðu umræður um frumvarpið langt fram á kvöld. f uppliafi ræðu sinnar um frumvarpið gerði Þór- arinn Þórarinsson grein fyrir af- stöðu fulltrúa Framsóknarflokks- ins í fjárhagsnefnd, til frumvarps ins, en sú nefnd hefur undanfar- ið fjallað um framvarpift Sagði Þórarinn m.a.: „Við fulltrúar Framsóknar- flokksins í fjárhagsnefnd leggjum til, að þessu frumvarpi verði vísað frá með rökstuddri dagskrá. Rök okkar fyrir dagskránni eru fyrst og fremst þcssi: 1. Heildarcndurskoðun allra skattalaga eru orðin mjög aðkall- andi, og það er aðeins til að tefja fyrir henni að taka einn þátt skattalaganna út úr og afgreiða hann, en þetta frv. fjallar nær eingöngu um tekjuskatt og eignar skatt, sem leggjast á fyrirtæki. 2. Meginbreytingin í þessu frv. cr að auðvelda auknar arðgreiðsl- ur fyrirtækja og gera arðinn skatt frjálsan hjá hluthöfum. Þetta verður tvímælalaust til þess að fyrirtækin safna minna eigin fé en ella. Við teljum þetta öfugt við það, sem ætti að vera, því að það skiptir miklu ináli fyrir at- vinnuvegina að fyrirtækin geti sni'nað sem mestu eigin fé. 3. Það er algjört ranglæti að veita hlutabréfaeigendum mikil hlunnindi á sama tíma og einstakl ingnum er neitað um sjálfsagða leiðréttingu á skattvísitölunni, en afleiðingar þess verða þær, að tekjur fólks með lág laun og miðlungstekjur, verða skattlagðar eins og um hátekjur væri að ræða. Jafnframt því, sem við teljum rétt að vísa þessu frumvarpi frá, leggjum við áhcrzlu á, að sam- þykkt verði frumvörp, sem Fram- sóknarmenn hafa flutt um leið- réttingu á skattvísitölu og breyt- ingar á fymingarreglum. í báð- um þessum frumvörpum er um að ræða leiðréttingar, sem eru nauð- syniegar vegna gengisfeliinganna og dýrtiðar undanfarinna ára. — Samkvæmt frv. um leiðréttingu á skattvísitölunni myndi frádráttur einstaklings hækka við tekjuskatts álagningu úr Kd þús„ eins og hún er samkv. núgildandi skatt- vísitölu, í 1S6 þús.; frádráttur hjóna úr 168 þús. í 220 þús. kr., og frádráttur vegna barns úr Z1 þús. í 35 þús. Þá myndi frádrátt- ur vegna útsvars hækka tQsvar- andi og svo verða tilsvarandi brcytingar á tekjuskattsstiga og útsvarsstiga skattgreiðendum til Framhald á bls. 10. Þann 26 þ. m. komu tveir sænskir samvinnufr&muSir hingað til Reykjavíkur f tilefni af fimmtugsafmæli Erlends Einarssonar, forstjóra SÍS, en hann er fimmtugur f dag. Gostirnlr stóðu stutt við og fóru utan daginn eftir. Myndin er tekin á heimili Erlends. Talið frá vinstri er John Sallborg, sem hefur nýlega verið ráðinn aðstoðar forstjóri Kooperativa Förbundet í Stokkhólml, Erlendur Elnarsson og Harry Hjalmarson, forstjóri KF, en hann tók við af Albin Johanson. John Sallborg mun taka við af Hjalmarson 1. júlí 1972, en þá lætur Hjalmarson at þvf starfi vegna aldurs. (Tímamynd Gunnar) SJÁ AFMÆLISVIÐTAL VIÐ ERLEND Á BLS. 18—19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.