Tíminn - 30.03.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1971, Blaðsíða 7
MtHJJUDAGUR 30. marz 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Kristján Benedittsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, IndriSi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rlt- stjómarskrifstofur i Eddtihúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bainíkastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 i mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda bf. Staðsetning opin- berra stofnana Kiristján Ingólfsson, Steingrímur Hermannsson og Gísli Guðmundsson hafa flutt í sameinuðu þingi tillögu um kosningu 7 manna milliþinganefndar, er geri athugun á og tillögur um, hvaða ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir, sem eru staðsettar á þétthýlissvæðinu við Faxaflóa, mætti flytja til staða annars staðar á landinu, byggðinni þar tíl stuðnings og jöfnunar. í greinargerð, sem fylgir tillögunni, segir m.a. á þessa teið: — Staðsetning valdstjómar í Reykjavík hefur efalaust átt mikinn þátt í hinum byltingarkennda vexti hennar. í námunda við helztu valdamenn þjóðarinnar hefur á um- liðnum áratugum risið upp í höfuðborginni fjöldi ríkis- stofnana og opinberra fyrirtækja. Fjöldi starfsmanna þessarar opinberu sýslu og starfrækslu skiptir þúsund- um. Starfssemi á vegum ríkisins í Reykjavík og næsta ná- grenni er eðlilega af ýmsum toga spunnin, því að kröfur nútímaþjóðfélags fyrir þjónustu á ýmsum sviðum auk- ast sýknt og heilagt. Þær kröfur ná ekM á sama hátt út um lándsbyggðina, hvað starfsemi hins opinbera snert- ir. Víða eru heil landssvæði, sem ekM hafa Öðrum sér- menntuðum starfsmönnum opinberum á að sMpa en sýslumanni, lækni, prestum og nokkrum kennurum. í tækniheimi nútímans og veröld sérþekkingar er hér um að ræða stöðnun. Viðurkenna ber, að þjóðfélag nútímans þurfi á fólM með margháttaða kunnáttu að halda, til þess að unnt sé að annast starfrækslu framkvæmdavaldsins. En að þetta fólk og stofnanir þær og fyrirtæM, er það starfar við, sitji svo til allt á einum og sama stað, eins og hér gerist, það getur varla talizt nauðsynlegt, ef bet- ur er að gáð. Hér er þó um að ræða þjónustu fyrir þjóð- arheildina, en ekM takmarkaðan landshluta. Það mundi því verða til að auka jafnvægi í byggð landsins og þjóðfélagslega hagræna búsetusMptingu, ef ýmsar þær stofnanir, sem nú eru í Reykjavík, yrðu flutt- ar til asmarra landshluta. Um þessar mundir eru Svíar að framkvæma í sínu landi það, sem þessi þingsályktunartillaga leggur til að gert verði hér. Þeir óttast ofvöxt Stokkhólms og hinnar opinberru þjónustu þar, og er þó ólíku saman að jafna hlutdeild höfuðborga Íslands og Svíþjóðar í mannfjölda þjóðanna tveggja. Því er hér eigi síður um að ræða stórmál fyrir okkur ís- lendinga, sem Alþingi væntanlega sér ástæðu til að veita brautargengi með samþykkt þessarar tillögu. Embættishroki Á sunnudaginn birti Tíminn upplýsingar um, að launa- kjörum sumra hæst launuðustu embættismanna ríMsins hefði ekM verið breytt til samræmis við flokkun í launa- flokka ríMsins, heldur héldu þeir óbreyttum fríðindum sínum og prósentum. Væru þess dæmi að tekjuhæstu embættismennimir hefðu með þessum hætti mörg hundmð þúsund í mánaðarlaun, en fjórðungur innheimtu launa þeirra væri þar að auM skattfrjáls. Fjármálaráð- herra svarar þessum upplýsingum engu öðru en útúr- snúningum og með hroka, sem er í ætt við það, sem embættismenn tömdu sér á 18. og 19. öld. — TK TIMINN ViBhjálmur HjáBmarssors, alþm. Landsbyggðamálin á Alþingi Mörg stórmál eru á dagskrá um þessar mundir. Kannski eru þó fjögur þeirra þýðingarmest. Landhelgismálið hefir mjög verið til umræðu í vetur og þó komið alveg sérstaklega fram í sviðsljósið síðustu dagana, eft- ir að þingflokkarnir hafa, í tvennu lagi, lagt tillögur sínar fyrir Alþingi. Efnahagsmálin horfa nú þann ig, að kosningavíxlar ríkisstjórn- arinnar eru seldir svo að scgja daglega og hreinskilnir stuðn- ingsmenn hennar ræða fullum fetum um „hrollvekjuna", þeg- ar víxlamir falla. Skólamálin liggja fyrir Al- þingi í vetur í f jölmörgum frum vörpum, sem sum fela í sér mikilvægar breytingar bæði á einstökum þáttum og fræðslu- kerfinu í heild. Þi;óun byggðar í landinu hef- ir lengi verið mönnum umhugs- unarefni, byggðaröskunin vald- ið miklum áhyggjum. Mikið hefir verið rætt og ritað um þetta..mikla alvörumál og nokk- ur viðleitni sýnd til úrbóta. En oft er ótrúlega þungt fyrir fæti í þessum efnum. Og ekki hefir náðst samstaða um samræmd- ar og skipulegar aðgerðir á breiðum grunni. HVERS VEGNA BYGGJA ÍSLAND ALLT? Þeirri spumingu er auðsvar- að og nægir að minna á eftir- farandi, þótt margt fleira komi þarviðsögö: ' '1 Gróðurlendi fslands verður ekki hagnýtt til neinnar hlítar án dreifðrar búsetu þjóðarinn- ar. Sama máli gegnir um auðæfi hafsins og hafsbotnsins. Stöð- ugt f jölgar þeim fiskum og öðr- um sjókindum, scm íslending- ar veiða til matar fyrir sig og aðra. En rannsókn á auðæfum hafsbotnsins er á algeru frum- stigi. f ám og vötnum víðs vegar um land eru mikil verðmæti, „fiskar vaka þar í öllum ám“, og möguleikar til ræktunar eru víðtækir. Þau auðæfi verða ekki nýtt með eðlilegum hætti, nema þjóðin byggi landið allt, og svo er um fleiri „hlunnindi", sem Iítill gaumur hefur verið gef- inn nú um hríð. Ferðamannaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á íslandi og verður þýðingarmikil í efna- hagslífinu í framtíðinni. Því valda augljósar ástæður heima og erlendis — og okkur óvið- ráðanlegar að miklum hluta. Þessi atvinnugrein er yfirleitt ekki rekin á þröngu svæði og verður það þó hvað sízt hér. íslendingar eiga mikil verð- mæti í orku fallvatna, sem er í senn ódýr og án mengunar, og svo í varma jarðar. Raforku má flytja um langa vegu. En Varla verður talið hagkvæmt að veita allri raforku íslands að einum eða fáum punktum. Og jarðhitinn er dreifður um mikinn hluta landsins og notk- un hans er a. m. k. að miklu leyti staðbundin. Þannig bendir margt til þess, að þjóðarauður íslendinga verði naumast nýttur, svo að viðhlít- andi sé, nema þeir byggi Iand sitt allt, þ. e. að þjóðin haldi áfram að byggja alla björgulega staði í landi sínu. En þróun byggðarinnar undangengna ára- VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON tugi hefur síður en svo verið í samræmi við þetta. SKÆRUHERNAÐUR Erfiðlega hefir gengið að fá samstöðu um frumkvæði af hálfu hins opinbera að heildar- aðgerðum, til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hef- ir því sókn dreifbýlismanna og annarra, sem skilning hafa á þessum málum, öðrum þræði snúizt upp í eins konar skæru- hernað, t. d. í sölum Alþingis. Eru dæmin augljós og mýmörg. Fyrir Alþingi í vetur hafa legið tillögur um dreifingu fram kvæmdavalds, um stofnun fylkja og sérstaka athugun á dreifingu menntastofnana og annarra ríkisfyrirtækja. Rætt hefir verið um heilbrigðisþjón- ustu úti á landsbyggðinni: læknamiðstöðvar, nýja skipun sjúkrahúsmála, sjúkraflug á til- tekniun svæðum, fjölgun í læknadeild til þess að örva sókn eftir læknisstörfum o. s. frv. r Alþingi hefir nú loks sett lög um virkjun Lagarfoss austur, en undanfari þeirrar lagasetn- ingar er margra ára barátta Austfirðinga heima í héraði og á Alþingi. Frumvarp um virkj- un Svartár norður er til með- ferðgr þessa dagana. Lögð hafa verið fram frumvörp, tillögur og fyrirspurnir um flutning raf- orku um sveitir, um einkavatns- aflsstöðvar og um húsahitun með rafmagni. Ýmsar tillögur aðrar hafa leg- ið fyrir Alþingi um tilteknar aðgerðir í einstökum byggðar- lögum utan aðalþéttbýlissvæðis- ins, svo sem um fiskileit, stofn- un verkfræðiskrifstofa og menntastofnana, rannsókn og hagnýtingu áburðarefna og um þjóðgarða og fólkvanga, svo enn sé bætt við þetta registur. Stundum er talað um, að þessi málatilbúnaður sé yfir- borðskenndur og þýðingarlítill. Svo er ekki, þótt oft sé leiðin að tnarkinu bæði seinfarin og torsótt. Skulu hér greind tvö dæmi um þetta. N ÁMSKOSTN AÐUR Þrátt fyrir framlög rikisins til skólabygglnga og reksturs skólanna er aðstaða þeirra, sem senda þurfa börn sín að heim- an í skóla, ólíkt erfiðari en hinna. sem hafa skólana á næsta leiti við heimili sín. Mörg ár eru síðan Framsókn- armenn tóku upp baráttu fyr- ir því, að þessi aðstöðumunur yrði jafnaður að nokkru. Þing eftir þing var málið salt- að eða því komið fyrir kattar- nef á annan hátt. Loks var samþykkt, að athug- un færi fram. Næst var svo ákveðin lítilsháttar fjárveiting á fjárlögum 1970 og hún hækk- uð um 50% 1971, eftir mikið þóf. í vetiu- lögðu framsóknar- menn fram frumvarp um stofn- un sérstaks námskostnaðarsjóðs, með ákveðnum tekjustofni. Má ætla að sá sjóður yrði fljótt mikils megnugur. Við umræður síðustu daga hafa stjómarliðar lagzt gegn afgreiðslu þessa frumvarps, og eiga þó ekki nógu sterk orð um nauðsyn róttækra aðgerða! En í gær bar svo til að menntamálaráðherra lýsti því á Alþingi að samkomulag væri orðið um það. að ríkis- stjórnin skipaði nú þegar nefnd með fulltrúum allra þingflokka, auk tveggja frá stjórninni, til þess að undirbúa fyrir næsta þing löggjöf um námsstyrkja- kerfi til aðstöðujöfnunar. Stað festi 1. flutningsmaður, Sig- urvin Einarsson, ummæU ráð- herra. Me'ðferð þessa máls er glöggt dæmi um það hverju koma má til leiðar með þrautscigju |' og festu, þótt allan skilning skorti hjá ráðamönnum í fyrstu. VÖRU- FLUTNINGAR Á SJÓ Þróun þeirra mála síðasta ára- tuginn er jafnvel enn lærdóms- ríkari en saga námskostnaðar- málsins. Hún er að vísu um- fangsimeiri og erfiðara að rekja hana í fáum dráttum, en það skal þó reynt. Allt frá 1930 til ’62, var yfir- leitt hægt að fá „gegnumgang- andi vörufarmgjöld“ á allar við- urkenndar hafnir millilanda- skipa eða strandferðasklna, ef vörur voru þegar í útlöndum stílaðar á endanlegar ákvörð- unarhafnir. Samtímis tíðkaðist það einn- ig, að innflytjendur með mikil viðskipti gátu fengið eigendur millilandaskipa til að veita „gegnumgangandi flutninga- kjör“ (þ. e. greiðslu umhleðslu í Rvík og greiðslu framhalds- strandferðafarmgjalds fyrir ýmsa þungavöru, svo sem korn- vöru, sykur, kaffi o. fl.) þótt þessum vörum væri ekki skipt til sendingar út um land, fyrr en eftir losun f Rvík. Árið 1962 hófst afnám þessa fyrirkomulags og hafði Eim- skipafélag íslands forustuna. Næsti áfangi kom til fram- kvæmda 1965. Og 1968 var ákveðið að einungis Reykjavfk og Akureyri yrðu aðalinnflutn- ingshafnir. Ríklsstjórnin lét þetta gott heita, en fragtir voru allan tímann háðar verðlagseft- irliti. Afnám þeirrar verðjöfnunar, sem fólst í „gegnumgangandi framhaldsfragt“ hefir kostað dreifbýlið mikið fé, eins og Framhald a bls. 10 ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.