Tíminn - 30.03.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1971, Blaðsíða 5
WUBÐJUDAGUR 30. marz 1971 5 TÍMINN MED MORGUN Syp KAFFINU WÞ Vilhjáltnur Gíslason, sem var ferjuma'ður í Óseyrarnesi, var fcunmir fyrir skringileg orðatil- taeki. Bjarni Eggertsson á Eyrar- bakka sauð saman þessa vísu upp úr surnurn skringilyrðum hans; Skjóðuglánmr skjótráður skýzt yfir ána í kasti, glymupinu grjótharður gefur í rótarhasti. — Ef þér haldið y'ður við þenn- an matseðil, ættuð þér að geta losað yður úr stólnum eftir viku. I þorpi einu var kirkjugarður- inn allf jarri húsum. Maður nokk ur var eitt sinn einsamall að taka gröf í köldu veðri. Mok- aði maðurinn ákaft til þess að halda að sér hita, en gætti sín ekki fynr en hann hafði grafið svo djúpt, að hann komst ekki hjálparlaust upp úr gröfinni. Þá vildi svo vel til, að mað- ur slangraði inn í garðinn, og var hann moldfullur. Grafarinn verður allshugar feginn, þegar hann sér manninn koma að gröfinni, og segir; — Það var gott að þú komst, mér var að verða kalt. — Það er ekki nema von, það hefur gleymzt að moka of- an á þig, svaraði sá drukkni. Prestur nokkur gisti á barn- mörgu heimili, og átti að sofa i herbergi með 5 ára dreng, syni hjónanna. Um kvöldið, þegar hann kom inn í herbergið, kraup drengur- inn við rúmstokkinn. Presturinn varð hrærður við þessa sjón, og kraup við hlið, drengsins, og baðst fyrir í hljóði. Eftir dr>rkklanga stund spurði drengurinn: — Hvað ert þú að geraT — Sama og þú, drengur minn, svaraði presturinn, mildri, föð- urlegrí röddu. — Þá veröur mamma galin, sagði drengurinn, — því ég er með koppinn. Skip strandaði í Landeyjum, þegar Einar Benediktsson var sýslumaður í Rangárvallasýslu. Á uppboði, er sýslumaður hélt, var meðal annars seldur áttaríti úr skipinu. Einhver uppboðsgesta spurði, hvort hann mundi vera í lagi. — Já, ætli það ekki, segir Einar. — Að minnsta kosti gátu þeir siglt skipinu í strand eftir honum. DENNI DÆMALAUSí — Náðu í einhverja, sem við þekkjum. Ég hef engan tima til að rífast við nýja barnfóstru i kvöld. ' Þannig leit Nína, sem einu sinni var Friðriks, út, þegar hún söng nýlega í Paknehaven í Kaupmannahöfn fýrir troð- fullu húsi og við mikinn fögn- uð. — Þetta er ný Nína, keppt- ust blöðin um að segja, og lík- lega er nokkuð til í því. Þarna kvað hafa komið í ljós geysi- tilþrifamikil rödd, sem aldrei heyrðist í „gamla daga“ með Friðriki. Þar a® auki reyndist hún geta heilmikið meira en sungið, þvi hún sagði brandara og fetti sig, svo að fólkið stóð á öndinni af undrun. í blaða- viðtali á eftir var hún spurö, hvO'Tt hún væri ekki að hugsa um að fá annan söngfélaga í stað Friðriks. — Nei, það var kominn timi til að ég yrði ég sjálf, svaraði Nína. — Tvær manneskjur geta ekki árum saman haft sömu afstöðu til listarinnar. En ég verð að við- urkenna, »ð það er allt annað að standa ein á sviðinu og hafa engan til að styðja við bakið á sér. En Nína virðist sannar- lega geta staðið á eigin fótum. — ★ — ★ — Franski söngfuglinn Mireille Mathieu hefur neitað glæsilegu í kvikmyndatilboði í Hollywood, þar setn hún átti að fá kaup eftir sama flokki og Liz Taylor. Ástæðan var sú, sagði Mireille, að hún gat ekki hugsað sér að vera fjarri foreldrum sínum og tólf systkinum í marga mánuði. - ★ - ★ - Herb Albert hefur orðið tU þess. að lítill bær varð heims- frægur. Það er mexíkanski bær- inn Tijuana — sem Herb Al- bert & Tijuana Brass heita i höfuði'ð á. Á fáum árum hefur íbúatala Tijuana tvöfaldazt og búa þar nú 350 þúsund manns. Flestir innflytjendanna eru Bandarikjamenn. Hún er 38 ára og þriggja barna móðir, og sannarlega ekki kjark laus. Henni fannst kominn tími til að sýna alheimi, að á bak við hið sakleysislega skóla- stúlkuandlit hennar bjó allt önnur kona en hann þekkti. Lifandi kona, sem átti fjör og þrótt og áheyrendur og -horf- endur urðu sannarlega ekki fyr- ir vonbrigðum. Skyldi ekki einhver öfunda þessa litlu dömu, sem þarna gefur Cassiusi Clay „einn á’ ann“. Annars heitir stúlkubarn- ið ungfrú Clay og er helming- Johnnie L. Dulper, ungur maður í Columbus 1 Ohio, er orðinn þreyttur á þessu borgara lega nafni sími og hefur látið skýra sig upp á nýtt. Framveg- is heitir hann Jesus Kristus. — ★ — ★ — Eitt helzta umræðuefni slúð- urdálka New York-blaðanna þessa dagana, er hið undarlega samband Barbru Streisand og fyrrverandi eigintnanns ihennar, Elliotts Gould, sem er koir.ise heim frá Svíþjóð, þar sem hann var að lerka í Tngmar Berg- man mynd. Blöðin álíta helzt, að Barbra sé afbrýðisöm; sjái eftir Elliott og vilji fá hann aftur. Barbra fór til Stokkhólms til a® heimsækja hann, meðan hann var þar, en sýnilega án árang- urs, því þegar Elliott kom heim í stóru, fínu íbúðina sína í New York, vildi hann ekki sjá Barbru. Hún elti liann á veit- ingastaði og heim til hans og hellti úr skálum reiði sinnar yf- ir hann, fyrir dónaskapinn. Sagt er, að ástæðan fyrir þess- um kulda Elliotts í garð Bai'bru sé ung Broadwayleikkona, sem hann sést annað slagið með. Barb.ra er hrædd um, að eitt- hva® alvarlegt verði úr þessu „sqmbandi qg. vijl fyrir hvern mun bjarga honum til sín í tíma. Ánnárs var það leiklistin, sem átti allt hjarta Barbru, meðan þau voru gift, svo hann var að köfnun kominn, vegna ákafa fólks að sjá konu hans, honum til lítillar uppörvunar. Hann var þreyttur á aö vera nefndur herra Streisand, losaði sig og vildi sjálfur verða stjarna. Sterkasla vopn Barbru í baráttunni um Elliotl, er senni- lega sonur þeirra. Jason, 3ja ára, sem Elliott tilbiður. kappanum varð nýlega auði'ð. ^ Þessi virðist hafa erft eitthvað ‘ af hæfileikum föðurins. ★ —- ★ Éaií.'.- ingur tvíbura, sem hneíaleika-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.