Tíminn - 30.03.1971, Blaðsíða 2
I
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 30. marz 1971
Frá ráðstefnunni á Akureyrl um helgina. (Tímamynd Kári)
Myndarleg ráðstefna framsóknar-
manna um þróun ferðamálanna
TK—Reykjavík. mánudag.
Félagssamband framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi eystra og
Framsóknarfélag Reykjavíkur geng
ust fyrir ráðstefnu um ferðamál
á Akureyri sl. laugardag. Um-
ræðuefni ráðstefnunnar'var fram-
tíðarþróun íslenzkra ferðamála og
voru framsögumenn margir.
Ráðstefnan hófst kl. 10.30 að
Hótel Varðborg. Sigurður Jóhann
esson, framkvæmdastjóri, setti ráð:
stefnuna en síðan flutti Einar
Ágústsson, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, ræðu. Þá flutti
Birgir Þórhallsson, framkvæmda-
•st.jóri erindi um ráðstefnuhald
og framtíðarþróun ferðamála á
íslandi.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugfélagsins flutti erindi um
ferðamál og umhverfisvernd.
Að þessum ræðum loknum var
gert matarhlé og hádegisverður
snæddur á Hótel KEA í boði Vals
Arnþórssonar kaupfélagsstjóra.
Þar flutti Bjami Einarsson, bæjar
stjóri, stutt erindi um mikilvægi
ferðamála fyrir Akureyri og ná-
grenni.
Kl. 2 kom ráðstefnan saman að
nýju í Hótel Varðborg og flutti
þá Heimir Hannesson, lögfræðing-
ur, erindi um skipulagsbreyting-
ar og fjármálalega uppbyggingu
ferðamála. Næstur flutti Sigurð
1. apríl ber ekki
upp á 29. marz
1 gærmorgun fengu þeir sem fjöl-
miðlum stjórna 1 hendur frétfatil-
kynningu þess efnis, að nokkrir að-
ilar hefðu stolið sprengiefni með það
fyrir augum að stofna til hermdar-
verka, fremja mannrán 'og krefjast
lausnargjalds. Fréttatillkynning þessi
var frá Sakadómi Kópavogs. Svo
óvænt bar þessa frétt að höndum,
að eflaust hafa flesfir látið sér detta
í hug að kominn væri 1. apríl, en það
er dagur þegar menn iðka minna
alvörumálin en í annan tíma. En ekki
var nú svo vel, enda ber 1. apríl ekki
upp á 29. marz. Við þann ófögnuð
sem um getur í fréttatilkynningunni
frá Kópavogi verður því að sitja.
Hugtökin hermdarverk og mannrán
eru mjög framandi í okkar eyrum,
þótt orðin séu það ekki í sjáífu sér,
enda linnir varla þessum tvennum
ur Magnússon ræðu um ferðamál
og landkynningarstarfsemi og að
lokum flutti Guðni Þórðarson, for
stjóri, erindi um starfsemi og
hlutverk ferðaskrifstofa.
Að loknum þessum framsögu-
erindum hófust hringborðsum-
ræður og voru þær fjörugar og
stóðu til kvölds. Ályktun ráð-
stefnunnar var svo endanlega af-
greidd í kvöldverði á Hótel KEA'
og ráðstefnunni síðangisliti'ð.^afe
formanni kjördæmasambands fram
sóknarmanna í Nörðurlandskj’ör-
dæmi eystra, Inga Tryggvasyni.
Skýrði hann þá frá því að ákveð
ið hefði verið að efna til annarr
ar ráðstefnu um ferðamál á Norð
urlandi í Hótel Reynihlíð við
Mývatn í maí-má:nuði.
Stjórnendur umræðna á ráð-
stefnunni voru þeir Sigurður Jó-
hannesson. Kristinn Finnbogason
og Ingi Tryggvason. Ályktun sú,
er ráðstefnan gerði er svohljóð-
andi:
„Ályktun ferðamálaráðstefnu
Félagasambands framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi eystra Oig
Framsóknarfélags Reykjavíkur,
sem' haldin var á Akureyri 27.
marz 1971.
Ferðaþjónusta er þegar orðinn
stór þáttur í atvinnulífi þjóðar-
innar. Á síðastliðnu ári námu
gjaldeyristekjur landsmanna af
þáttum glæpastarfseminnar erlendis.
Þar skortir heldur ekki réttliætingar
á slíkum verknaði, vegna þess að
jafnan fylgir frásögnum af slíku eins
konar greinargerð um réttlætis-
kennd og siðferðistilfinningu þeirra
sem hermdarverkin og mannránin
fremja. Ofbeldishópamir hafa á sér
pólitískt snið, og í stkjóli þess er
óbeint látið að því liggja að hermdar-
verk og mannrán séu liður í póli-
tískri baráttu, og því talin réttlætan-
leg undir vissum kringumstæðum.
íslendingar hafa lönfium státað af
því að vera vopnlaus þjóð. Við höf-
um einnig fagnað nánara sambandi
við umheiminn og margt af honum
lært, sem orðið hefur til góðs. En
umheimurinn er vopnaður, og um-
heimurinn stnnir sínum hermdar-
verkum og mannránum. Nú er það
einnig að lærast. Komið hefur á dng
inn að steli menn af þessari vopn-
erlendum ferðamönnum nær 1
milljarð íslenzkra króna.
Heildarhlutur ferðamála í þjóð-
arbúskapnum er þó miklú stærri,
ef allt er tekið orneð.
Ráðstefnan bendir á, að með
skipulögðum vinnubrögðum má
gera þessa atvinnugrein að enn
stærri og arðmeiri þætti, í at-
vinnulífinu, og nýta þannig þau
miklu gæði, sem landið býr yfir
á þessu sviði.-Til'þeas að svo megi
verða telur ráðstefnan þetta nauð
synlegast:
1. Heildaráætlun verði gerð um
framtíðarþróun íslenzkra
ferðamála. Verði sú áætlun
grundvölluð á nauðsynlegum
rannsóknum og undirbúningi,
enda verði hún gerð í tengsl
um við aðra þætti atvinnu-
lífs.
2. Ferðaþjónusta verði mikil-
vægur þáttur í landshluta-
áætlunum um uppbyggingu
atvinnulífs.
3. Nauðsynlegt er að endur-
skipuleggja yfirstjórn ferða-
mála. Ferðamálaráð með
nýrri skipan og víðtækari
verði sjálfstæður fram-
kvæmdaraðili með öflugum
fjárráðum.
4. Ferðamálasjóður verði marg-
faldaður og honum tryggðar
lausu og stríðslausu þjóð sprengi-
efni, þá er það til þess að geta unnið
hermdarverk og framið mannrán.
OfbeldisgleSln
I samtimanum
Helzta skemmtiefnið í samtímanum
er byggt á ofbeldi. Skemmtiiðnaður-
inn hefur komið þessu þannig fyrir,
til að sv'ara upp á stöðugt vaxandi
kröfur um athygli, að allur sigur og
endalók kvikmyndar eða frásagnar
þykir ómerkilegur nema sá sem tap-
ar sé drepinn. Og það er staðreynd í
lygiveröld skemmtiiðnaðarins, að
sprengiefni og byssukúlur eru sigur-
tækin. Engir yfirburðir mannsins
sjálfs standast þessi sigurtæki. Og
grófgerð lygin virðist í augum
skemmtunarmanna ekki vera nógu
sannfærandi haldi sá sem tapar lífi
slnu. Hljómfall þessarar heimsku
Iætur svo vel í eyrum, að ekki er
nóg með að byssukúlan og prengiefn-
ið færi lygurunum hundruð mil'ljóna
í arð á ári hverju, heldur vilja ýmsir
fara að taka til höndunum í veröld
raunveruleikans. Það er þá, sem lólk
heidur að kominn sé 1. apríl.
Svarthöfði
fastar tekjur í sanngjörnu
hlutfalli við þátt ferðamál-
anna í þjóðarbúskapnum á
hverjum tíma.
5. Innlendar peningastofnanir
viðurkenni í verki hinn vax-
andi þátt ferðaþjónustu við
öflun þjóðartekna.
6. Leitað verði samvinnu við
alþjóðlegar lánastofnanir um
uppbyggingu íslenzkra ferða-
mála.
7. Athugað verði við íslenzku
' flugfélögin hvort ekki sé
tfmabært að taka upp fram-
haldsfargjöld með verulegum
afslætti til og frá landshlut-
um þegar seldir eru farmið-
ar landa milli.
8. Efla þarf hverskonar ferða-
þjónustu í sveitum landsins
og skipuleggja ferðaþjón-
ustu á bændabýlum.
9. Stofnuð verði ferðamálafó-
lög í einstökum landshlut-
um, þar sem hagsmuna og
áhugaaðilar taki höndum sam
an um skipulagningu ogf efl-
ingu ferðamála og bætt nýt-
ing þeirrar aðstöðu, scm fyr-
ir hendi er.
Að lokum vill ráðstefan á Akur-
eyri benda á þá miklu möguleika,
sem fyrir hendi eru í þessum lands
hluta os landinu sem heild til
stóraukinnar ferðaþjónustu fyrir
erlenda sem innlenda ferðamenn“.
Dagsbrún gefur
200 þúsund kr.
EJ—Reykjavík, mánudag.
Verkamannafélagið Dagsbrún í
Reykjavík samþykkti á aðalfundi
sínum í gær að í tilefni af 10 ára
afmæli Styrktarsjóðs Dagsbrúnar-
manna, sem er á þessu ári, færi
sjóðurinn Hjartavernd og Krabba-
meinsfélagi íslands 100 þúsund
krónur hvoru félagi að gjöf sem
þakklætisvott fyrir gott heilsu-
gæzlustarf þeirra samtaka.
Athugasemd
Þórhallur Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits-
ins, hefur beðið blaðið að taka
fram vegna fréttar í sunnudags-
blaðinu, að einn maður starfi við
eftirlit með íbúðarhúsnæði í
borginni, tveir við eftirlit með
verksmiðjum og vinnustöðum og
þrír við matvælaeftirlit. en af
þeim sé einn við nám erlendis.
Er þessu hér með komið á fram-
færi.
C"»"—I
Sunna kynnir
vortízkuna á
Hótel Sögu
SB- Reykjavík, mánudag.
„Vortízkuhátíðin 1971“ nefn-
ist hátíð, sem Ferðaskrifstofan
Sunna gengst fyrir á Hótel
Sögu á fimmtudagskvöldið. Til
gangurinn er að sýna íslending
um það nýjasta úr tízkuheim-
inum. Fötin eru sýnishorn,
fengin að láni frá London,
París og Róm og skartgripir
frá Beirut og Mallorca. Meðal
fatanna er forláta svartur
minkapels, sem metin er á eina
milljón íslenzkra króna og er
hann lánaður frá Sagamink í
Kaupmannahöfn.
Fatnaðurinn er af ýmsu tagi,
allt frá strandfatnaði upp í
íburðarmikla samkvæmiskjóla.
Að sjálfsögðu eru stuttbuxur
mikilsráðandi, og allir kjólar
í midi eða maxi. En sjón er
sögu ríkari og á fimmtudags-
kvöldið gefst þeim, sem hug
hafa á að kynnast vortízkunni
1971, tækifæri til að sjá alla
\ dýrðina.
Forsala aðgöngumiða er á
morgun, þriðjudag, og verða
tekin frá borð um leið. Miðinn
kostar 950 krónur og er matur
innifalinn í verðinu. Hver að-
göngumiði er númeraður og er
happdrættisvinningur kvöldsins
Parísarferð og gefst vinnings-
hafa 'færi á að heimsækja
tízkuhús Diors í París og skoða
sig þar um. Ennfremur verða
skemmtiatriði á hátíðinni. —
Kynnir er Guðni Þórðarson,.
forstjóri Sunnu.
Litli drengurinn
fannst drukknaður
FB-Reykjavík, mánudag.
Litli drengurinn frá Njarðvík,
Njörður Garðarsson, sem týndist
í síðustu viku, fannst drukknaður
við hafnargarðinn í Njarðvíkum
á sunnudaginn. Drengsins hafði
verið leitað mjög nákvæmlega,
fjörur gengnar, og jafnvel kafað
í höfninni, en hjól hans fannst á
hafnarbakkanum, eins og frá hef
ur verið skýrt. Á sunnudaginn
hófst svo aftur leit í höfninni í
Njarðvík, og fundu þá kafarar lík
litla drengsins.
Skákkeppnín
Svart: Taflfélag Akureyrari
Jóhann Snorrason og
Margeir Steingrimssoa
V fl O Cl 3 d ft H
ABCDBFGB
Hviti l'aflfélag Kevkjavfkuri
Gnnnai Gunnarsson
og Trausti Björnsson.
Samið um jafntefli