Tíminn - 31.03.1971, Síða 6

Tíminn - 31.03.1971, Síða 6
6 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 31. marz 1971 Athugasemd við útvarpserindi Afhugasemd við ótvarpserind! Halldórs Péturssonar, er flutt var 8. janúar síðastliðinn. Jafcob Söebeek fæddist 13. maí 1880 í Reykjafirði í Árnes- hreppi á Ströndum. Ég kynntist honum þó ekki fyrr en 1909, rr ég var vinnumaður sumartíma í Miðhúsum í Reykhólasveit. Þangað kom Jakob að finna Odd lækni Jónsson, til að leita sér lækninga. Mun það hafa verið eitthvað í sambandi vi@ veik- indi hans, er síðar verður greint frá. Árið eftir fluttist ég með Ólafi Gunnlaugssyni, er ég ólst upp hjá, frá Kaldrananesi að Reykjarfjarðarkaupstað (Kú- víkum). Þá var Jakob heima í Reykjafirði, og bar bjó hann öll árin, sem ég var í Kúvíkum. Árið 1915 flutti ég að Naust- vík. Kom þá Jakob til mín sem lausamaður, sumarið og fram yfir áramót. Síðar var hann hjá mér vinnumaður 1937—39 og 1942—43. Árin þar i milli var hann alltaf í hreppnum, lengst af í Reykjafirði, næsta bæ uð Naustvík. Hafði ég því góð- ar aðstæður til að kynnast hon- um. Jakob (heitinn) var mjög stór vexti og karlmenni að burðum. Hann var einatt þrifalega til fara, og ekki man ég til þess, alð hann hafi verið tiltakanlega afbrigðilegur í klæðaburði á þeirra tíma vísu. Mér líkaði ákaflega vel við Jakob, hann var skemmtilegur og kátur, heið arlegur i viðskiptum. Ekki var hann áreitinn að fyrra bragði, en gat vel svarað fyrir sig. Hann var aldrei fyrtinn, þótt við hann væri gletzt, kunni a@ taka gamni. Hann var viðræðugóður og gaman að tala við hann, enda var hann greindur. Jakob var vel kynntur og vinamargur inn- an sveitarinnar. Hann var verk- hagur og góður vinnukraftur, athafnasamur og lét aldrei verk úr hendi sleppa, meðan heilsa entist. Lengst af hafði hann kindur fyrir sig og Þórarin, bróður sinn, og heyjaði handa þeim sjálfur. Hann fóðraði vel, átti einlægt nóg hey. Hann hugs aði ákaflega vel um allar skepn- ur og lét sér annt um þær. Er Jakob var rétt innan við tvítugt lenti hann í snjóflóði. Hann var að koma úr Norður- firði, og var nýfallinn snjór. Er hann kom í hlíðina, norðan Reykjarfjarðar, tók skriðan a0 renna, enda snjórinn laus í sér og hlíðin brött, svo að lítið hef- ur þurft til að koma henni af stað. Flóðið var mikið, en það varð Jakobi til lífs ,að hann lenti ofarlega í snjódyngjunni, sem hlóðst upp. Hins vegar missti hann poka sinn. Það var talið einstakt, að hann skyldi lifa og komast aftur upp, en snjóflóðið rann allt í sjó fram. Sýnir þetta, hver þrekmaður Jakob var. En við þetta fékk hann taugaáfaR og náði sér seint. Þar á ofan smitaðist hann af taugaveiki og mun hafa ver- ið veiklaður lengi eftir. Árið 1944 hafði Jakob ær í Kúvikum. En það ár mun hann hafa hætt að halda skepnur. Var hann þá tekinn fast að eldast og veiktist aftur tun þetta leyti. Fór hann til Péturs í Reykjar- firði, er síðar verður getið, og dvaldist þar í 8 ár, sjúklingur. Fjögur síðustu æviárin var hann svo hjá mér í Naustvík og and- aðist þar árið 1957. A veikinda- árum Jakobs í Reykjafirði leið honum vel. Þau hjónin, Sigríður og Pétur, létu sér einkar annt um hann, en þá var hann orð- inn rúmfastur. Síðustu árin hans í Naustvíkum var hann einnig rúmfastur. Þurfti lítið fyrir hon um að hafa, hann gerði ekki miklar kröfur, en var þægilegt gamalmenni, rólegur og skemmtilegur, þótt hann mætti ekki rísa úr rekkju. Hafði hann þá oft gaman af að segja sögur frá liðnum tíma, einkum ung- dómsárunum, er hann var sjó- maður í Bolungarvík. Jakob var mjög trúaður, og hefur það ef- laust veitt honum styrk og sál- arró í langri rúmlegu hans. Víkjum nú að þætti Halldórs Péturssonar. Vorið 1935 flutti fyrrgreindur Pétur Friðriksson að Reykjarfirði, þar sem hann bjó i 18 ár. Jakob Söebeck var þá hjá honum lausamaður, og hafði kindur fyrir sig og Þór- arin, bróður sinn. Á þessu ári mun saga sú, er Halldór Péturs- son segir af Jakobi, hafa gerzt. í sögunni, sem höfð er eftir Steinólfi Benediktssyni, er frá því skýrt, að hann hafi borið Jakobi vínflösku með mat. Er því síðan lýst, hvernig Jakob hafi etið á heldur stórkarlaleg- an hátt, og skilst manni, að hann hafi sopið drjúgum á vín- flöskunni með. Loks er látið að þvi liggja, að ekki hafi hon- um þótt þetta nóg, þó að góður fyndist honum beininn, heldur haft með sér flöskuna, þegar hann fór, og oltið út af, væntan- lega ofurölvi. undir beru lofti. Er frásögnin af þessu öllu held- ur lítilsvirðandi fyrir minningu Jakobs. Um borðsiði Jakobs er það að segja, að hann borðaði með hnífanörum sem hver annar maður. Hitt er annað, að á þess- um tímum var oft gripið til vasa hnífs, ef um slíka fæðu var að ræða. Ég þekkti Steinólf Bene- diktsson vel og þykir kynlegt, hafi hann borið Jakobi vín, þótt hann byði honum mat. Yfirleitt var aldrei brennivín á borðum í matstofunni hjá Steinólfi, og ekki þekkti ég hann að því að draga dár að mönnum. En eftir frásögninni að dæma, mætti helzt draga þá ályktun, að Stein ólfur hefði ætlað að „spila með“ Jakob, eins og Halldór Péturs- son nefndi það í inngangi að er- indi sínu. Þó að Jakobi þætti gott að bragða vín, var hann hófmaður til þeirra hluta, að því er ég vissi til. Á ég því bágt með að trúa, að Jakob hafi drukkið svo stíft sem að er kveðiö í sögu Halldórs. Allra sízt væri líklegt, að hann hefði sakir vínnautnar legið úti um nótt, enda heyrði ég aldrei um neitt slíkt, þótt ég byggi á næsta bæ. Jakob Söebeck átti níu syst- kini, átta systur og einn bróð- ur. Þeim þótti ákaflega vænt um hann og báru virðingu fyrir honum. Af þessum hópi lifa enn tvær systur, Ragnheiður á Akureyri og Stefanía í Reykja- vík. Er það að þeirra tilhlutan, sem þessi orð eru skrifuð. Bæði er, að Jakob á mörg náin skyld- menni á lífi, sem þykir leitt að heyra slíka ólíkindafrásögn um Jakob heitinn, enda eiga slíkar sögur um gengna menn tæpast erindi á alþjóðarvettvang að Framhald á 14. sí6*u 8ge« BÚNADARBANKI ISLANDS MOSFELLSÚTIBÚ tekur til starfa fimmtudaginn 1. apríl 1971 Viðskiptasvæði: MOSFELLSHREPPUR KJALARNESHREPPUR KJÓSARHREPPUR ÞINGVALLAHREPPUR Afgreiðslutími: virka daga kl. 9,30—12,30 og 13,00—15,30 Lokað á laugardögum. . : , ' '—1 Símar: afgreiðsla 66-320, útibússtjóri 66-321 (Brúarland). Útibúið annast öll innlend bankaviðskipti BUNADARBAKKI íslands

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.