Tíminn - 31.03.1971, Blaðsíða 7
MTOVIKUDAGm 31. marz 1971
TIMINN
Köpavogsvakan er menningar-
legt átak og lofsvert fordæmi
Kópavogsvökunni er lokið.
Hún tókst með ágætum, og er
þeim, er að henni stóðu, til
sóma, og ætti að verða öðrum
bæ.tnm til fyrirmyndar. Skil-
yrði Kópavogs til þess að efna
öl slíkrar menningarviku eru
þó engan veginn ákjósanleg.
Þvi veldur nábýlið við Reykja-
vfk. Hver Kópavogsbúi, er hálf
ut í félags- og mgnningarlífi
Reykjavíkur, er þar í ýmsum
félögum og því vanastur að
sækja sér andlega næringu
þangað — i leikhús, á hljóm-
leika, í söfn og á sýningar.
Þeim stóra samanburði verður
það, sem heima er gert, að
lúta, og það reynist löngum
torvelt að fá íbúa slikra jaðar-
bæja til þess að sækja sam-
komur í heimaranni. Hins veg-
ar veitir nábýlið við Reykja-
vík líka nokkur tækifæri, eins
og fram kom á Kópavogsvök-
unni — það er auðvelt að lcita
til listafólks, sem býr í Reykja-
vík, alveg eins og Reykjavík
nýtur ýmissa góðra listamanna,
sem eiga heima rétt utan við
borgarmörkin. Slík landamæri
eiga lítinn rétt á sér, og góðar
samgöngur eiga að gera landið
allt að miklu sameiginlegra
félags- og menningarsvæði en
verið hefur.
Kópavogsbær stofnaði lista-
og menningarsjóð fyrir nokkr-
um árum og leggur árlega til
hans hálft prósent af útsvars-
tekjum bæjarins. Sú upphæð
er nú rúmlega hálf milljón á
ári. Tilgangur sjóðsins felst í
nafninu. Hann hefur keypt 33
listaverk — málverk og högg-
myndir — og hefur þeim verið
dreift um skóla, skrifstofur og
almenningsgarða bæjarins. Auk
þess hefur sjóðurinn styrkt
marga aðra menningarstarf-
semi. Það var stjórn þessa
sjóðs, sem stóð að þessari
Kópavegsvöku og kvaddi til
liðs við sig nokkur önnur fé-
lagssamtök í bænum, en ég
hygg að á cngan sé hallað, þótt
fullyrt sé, að Hjálmar Ólafsson,
fyrrverandi bæjarstjóri, hafi
léð því máli mest atfylgi.
Einn þáttur Kópavogsvök-
unnar er það, að listaverkum
bæjarins hefur verið safnað
saman til sýningar í Félags-
heimilinu. Sú sýning hefur
vakið verðuga athygli, enda
dylst ekki glöggum gesti, að
þarna er saman komið ágætt
safn, sem ber vitni um alúð í
vali og góða yfirsýn, þótt verk-
in séu harla sundurleit og ekki
einnar stefnu.
Kópavogsvakan var sett laug
ardaginn 20. marz með því, að
Skólahljómsveit Kópavogs lék
við Félagsheimilið. Sú hljóm-
sveit hefur á síðustu árum vak-
ið verðuga athygli, enda hefur
stjórnandinn, Björn Guðjóns-
son. náð undraverðum árangri
með börnum og unglingum úr
skólum bæjarins í þessari
hljómlist. Siðan söng Samkór
Kópavogs undir stjórn Garðars
Cortes. Þá hófst samfelld dag
skrá, sem kölluð var ,.Frá
morgni æsku ljósum“. og voru
þar fluttar sögur eftir Líneyju
Jóhannesdóttur og Frímann
Jónasson og ljóð eftir Jón úr
Vör og Þorsteín Valdimarsson.
Þetta var í senn létt og geð-
þekk dagskrá.
Sunnudaginn 21. marz var
dagskrá Bókasafns Kópavogs,
en þar var lesið úr verkum
Guðmundar G. Hagalíns, Gísla
Ástþórssonar. Jóns Óskars,
Hannesar Péturssonar, Jóhann-
esar úr Kötlum, Vilborgar Dag-
bjartsdóttur og Þorsteins frá
Einnig var sýndur stuttur þátt
ur úr Lénharði fógeta, og allt
var þetta hin bezta sjálfstæðis-
eggjun. Þá söng Guðrún Hulda
Guðmundsdóttir nokkur lög,
Hjálmar Ólafsson spjallaði
stundarkorn um Stein Steinarr
og greip niður í ljóð hans, og
dóttir og Stefán Jón Jónsson.
Þó fannst mér leikur Jóhönnu
bera þar af, enda er hún ekki
nýliði í leik. Aðrir leikarar
voru: Gerður S. Elimars,
Ingibjörg Marmundsdóttir, —
Margrét H. Högnadóttir,
Jóna K. Guðmundsdóttir,
Hamri, en Guðrún Tómasdóttir
söng nokkur lög við ljóð eftir
Þorstein Valdimarsson. Loks
var stutt spjall nokkurra
manna um nýbókmenntir.
Þessi dagskrá var öll hin
þckkilegasta, vel saman sett úr
sundurleitu efni til góðra heiid
aráhrifa.
Þriðjudagurinn var að mestu
helgaður tónlist, og sá Tónlist-
arfélag Kópavogs um hana. Þar
voru flutt verk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson og Fjölni Sef-
ánsson og var þar ágætt lista-
fólk að verki.
Á fimmtudagskvöldið var
dagskrá Leikfélags Kópavogs.
Þar fluttu fjórir leikarar úr
Kópavogi þátt eftir Gunnar M.
Magnúss, og nefndist hann
Vonarstund, og fjallaði um
Fjölnismenn. en Gunnvör
Braga Sigurðardóttir var leik-
stjóri.
Þessi þáttur var laglega
saman settur, en í raun og veru
má ekki lita á hann sem sjálf-
stætt leikverk, enda mjög
stuðzt við ljóð Jónasar Hall-
grímsscnar. Þetta var fallegt
og hugþekkt atriði, en þó
fannst mér sem ljóð Jónasar
væru notuð helzti mikið.
Frá setningu Kópavogsvöku.
Auðunn Bragi Sveinsson las
kvæði sín. Loks söng Hjörtur
Hjartarson nokkur iög cftir
Sigfús Halldórsson við undir-
leik hans.
Á laugardaginn fékk Lcik-
íélag Kópavogs góða gesti, leik
flokk unginennafélagsins Dags-
brúnar á Rangárvöllum, og
sýndi hann Syndir annarra eft-
ir Einar H. Kvaran. Ekki þarf
að kvnna Syndir annarra þeim.
sem komnir eru á miðjan ald-
ur, svo alþekkt verk er þessi
kenningarsaga í leikbúningi. Að
s.jálfsögðu var meðferð leik-
enda mjög misjöfn, og cinkum
á það við um framsögnina. Mér
virðist ieikurinn bera þess
merki, að leikstjóri hafi ekki
verið nógu harðhcntur eða þol
inmóður við að knýja á um
betri framsögn. Það hlýtur þó
jafnan að teljast meginatriði
í leiðbeiningum, sem óvönu
áhugafólki eru veittar á leik-
sviði. Þarna var margt snotur-
lega gert af hendi leikara, og
þeir höfðu ekki verið tældir
til ofleiks. Þau hlutverk, sem
mest reyndi á. voru og í hönd-
um fólks, sem fór með þau af
skilningi, alúð og smekkvísi,
en það voru þau Ragnar
Böðvarsson. Jóhanna Axels-
Sigmar Olafsson, Hallgrímur
Sigurðsson, Lilja Sigurðardótt-
ir, Auður Sigurðardóttir og Jón
Einarsson.
Fyrsta atriði leiksins, gróu-
klúbburinn, var anzi dauflegur
og blæbrigðalítill, en síðari
atriði miklu fyllri að lífi og
trúverðugum áhrifastyrk gömlu
konunnar, en hann niá sízt
vanta til þess að leikurinn og
einkum boðskapur hans haldist
í rökréttum farvegi.
Þessi leiksýning var þó i
heild enn eitt dæmið um það,
hvað áhugafólk getur á sviði,
þegar unnið er af alúð, en
ábyrgð leikstjóra er meiri þar
en í atvinnuhópnum, og leið-
sögn þarf að vera miklu per-
sónulegri með augu fest á öðr-
um s.iónarmiðum.
Það er mjög til fyrir-
mvndar að fá kunnáttusama
leikstjóra út meðal áhugafólks,
en því miður er oftast svo að
siá, að þeir geti ekki fylgt æf-
ingum eftir eins vel og lengi
og þyrfti, og þeir verða einnig
að gera sér ljóst, hvcrjum tök-
um þeir þurfa að taka slíka
leikstjórn. Ég er ekki að segja,
að Eyvindur Erlendsson hafi
ekki gert það, en mér virtist
sem meðferð leikenda bæri
þess merki, að þeir hefðu ekki
notið leiðsagnar hans nógu
lengi, svo að hennar sæi gi-eini-
legan stað.
Á Kópavogsvökunni var sitt-
hvað fleira en það, sem hér
hefur verið drepið á. Sérstak-
lega má nefna vandaðar barna-
skemmtanir í umsjá Jóninu
Herborgar Jónsdóttur, leik-
konu, en dagskráin var að
mestu unnin úr verkum Stef-
áns Jónssonar, ritliöfundar.
Var þar lesið úr sögum Stcf-
áns, aðallega Hjalta Iitla, og
Auður Jónsdóttir flutti kvæði
eftir Stefán við látbragðsleik
barna. Salur var einnig skreytt
ur teikningum. Á þessum
skemmtunum söng skólakór
tónlistarskóla Kópavogs undir
stjóm Margrétar Dannheim, og
Linda Róbertsdóttir söng ein-
söng.
Kópavogsvökunni lauk sunnw
dagskvöldið 28. marz með
Goethe-kvöldi Þar söng Elísa-
bet Erlingsdóttir allmörg lög
við texta eftir Goethe, og vakti
söngur hennar og meðferð aug-
ljósa athygli. Ævar R. Kvaran
flutti síðan mjög skemmtilegt
erindi um Fást og Goethe, og
fóru menn margs fróðari um
þetta stórkáld og frægustu fyr-
irmynd hans af þeim fundi.
Erindið var í senn stórvel
samið, föng dregin víða að, og
það var einkar notalega ílutt.
Loks má minna á það, að
Kópavogsbíó vandaði sérstak-
lega til sýninga sinna á þess-
ari viku Kópavogsvökunnar.
Þar voru sýndar að minnsta
kosti fjórar afbragðsgóðar og
vandaðar kvikmyndir, sem hér
skal ckki um rætt.
Þegar litiö er yfir Ixópa-
vogsvökuna í heild, verður
ekki annað sagt, en vel hafi til
tekiiít. Að undirbúningi ‘hefur
verið unnið af vandvirkni,
bæði af'' forgöngumönnum og
listafólki, sem til var fengið.
Þar var jöfnum höndum heyj-
að efni heima og utan bæjar-
marka, og er það sjónarmið
vei við hæfi. Ýmislegt, sem
þarna var flutt af nýju tagi. má
til tíðinda telja, og verður
áreiðanlega auðið lcngra lífs
en einnar kvöldstundar. Kópa-
vogsvakan var til fyrirmýndar.
Ýmsir aðrir bæir mættu huga
að fordæmi hennar. — AIv
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
rómas Arnasor brl. og
Vilhjálmur Arnason hrl.
Lækiargötu 12
dðnaðarbankahúsiö. 3 b.)
Símar 24635 — 16307
Hafið þér heyrt um
HEYHLEÐSLUVAGNANA
frá Þór h.f.?
HS!
••••••••
••'
búvelar hafa sanrtað notagildi
sitt við islcnzkar aðstæöur,
Reynslan er ólygnust, þess vegna Verð
erum við stoltir að geta boðlð kr. 124.000
yður FAHR búvélar.
ÞOR HF
REYKJAVIK SKÓLAVÖROUSTÍG 25