Tíminn - 02.06.1971, Blaðsíða 3
MIl>VIKUl>AGUTt 2. jóní 1971
TÍMINN
ÞaS fer yfirleitf ekki vel fyrir þeim flugmönnum, sem gleyma aö setja niður hjólin í lendingu, en þó fór kannski betur en á horfSist á annan í
hvítasumru austur viS Skóga undir Eyiafiölium, er þessi Piper Apace flugvél magalenti þar. Fiugvél þessi er úr Vestmannaeyjum, og var á leiS-
inni austur ( Álftaver, meS viSkmou á Skógaflugvelli, þar sem magalent var. Ber flugvéiin einkennísstaflna TF-BAR, er tveggja hreyfla og fimm
sæta. Skipt var um skrúfur á véiinni á staSnum, og henni síSan flogiS til Reykjavíkur meS sérstöku leyfi. Skemmdist vélin sáralítiS, nema skrúfu-
biööin. (Tímamynd BH)
Eins og héraðsmót þegar
Selfyssingar sáðu
Stjas—Vorsabæ, 26. maL
Flestir hér eystra eru nú
búnir að setja niður útsæði.
Var mikið unnið við það um
sl helgi. Aðal garðlöndin hér
um slóðir eru á Vestur-Lofts-
stöðum og hefur Selfosshrepp-
ur td. tekið þar land á leigu
fyrir íbúa Selfoss. Um helgina
var svo mannmargt þar í görð-
unum, að það var eins og hér
aðsmót stæði þar yfir.
Sauðburður er hafinn á ijll
um bæjum hér í Gaulverjabæj
arhreppi. Gengur sauðburður-
inn vel og mikið er um tví
lembur. Tún eru iðgræn orð-
in og a.m.k. 3 bændur hér í
hreppnum eru farnir að hleypa
út kúm. — Um skeið hafa
þungatakmarkanir verið á veg
um hér, en nú er búið að af-
létta þeim og áburðarflutning-
ar austur eru að hefjast.
Klukknaspilið í Hallgríms-
kirkju vígt á laugardag
Afmælismót SÍB
hefst á fimmtudag
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Klukknaspilið í Hallgrímskirkju
var vígt á laugardaginn. Biskup-
inn yfir íslandi, hr. Sigurbjörn
Einarsson vígði klukkurnar, en á
eftir prédikaði sóknarpresturinn,
dr. Jakob Jónsson, og sr. Ragnar
Fjalar Lárusson, sem einnig er
sóknarprestur í Hallgrímssókn þjón
aði fyrir altari. Mikið fjölmenni
var viðstatt þessa athöfn.
Daginn, sem klukkurnar voru
vigðar barst eftirfarandi skeyti
frá sr. Harald Hope í Ytre Arna í
Noregi: „Gud signe högtidi idag og
gjeve glede til fullföring av kirkje.
Eg lover ein million isl. kr. fra
Noreg.“
Hér er um að ræða gjafafé til
Hallgrímskirkju, sem sr. Hope hef
ur safnað til kirkjunnar í Noregi
á undanfömum mánuðum. Á und-
anförnum árum hefur sr. Hope
sent Hallgrímskirkju ýmsar minni
gjafir frá sér og ýmsum einstakl-
ingum í Noregi.
Gert er ráð fyrir ,að hinni stóru
gjöf nú verði varið til kaupa á
ýmsu byggingarefni í .Noregi til
Bíl stolið af bílasölu
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Bíll hvarf af bílasölu í Reykja-
vík einhvern tíma í síðustu viku.
Ekki er búið að selaj hann og
eigandinn vissi ekki betur en bíll-
inn væri á bílasölunni, þar til um
helgina, að hvorki hann né bíla-
saTan áttuðu sig á að gripurinn
var horfinn, og enginn veit hvert.
Númer bílsins er R-10684, og er
hann af gerðinni Opel Kapitan ár-
gerð 1955, gulur með rauðan topp.
Var honum stolið frá Laugavegi
90 einhvern tíma í sl. viku,
kirkjunnar, fyrst og fremst efni
til múrhúðunar kirkjunnar að ut-
an. Næsta verkefni við kirkju-
bygginguna er einmitt að ljúka
ytri frágangi kirkjuturnsins, svo
loks verði hægt að fella niður
vinnupallana umhverfis hann, en
þeir verða síðan reistir aftur inni
í sjálfu kirkjuskipinu til notkunar
við áframhaldandi framkvæmdir
þar, t.d. við hvelfingu og þak, eftir
því sem fjárhagur kemur til með
að leyfa.
Þess má get, að árið 1964 sendi
sænska deild Lútherska heimssam
bandsins Hallgrímskirkju kr.
828.900 íslenzkar, á þáverandi
gengi. Var þessi upphæð til styrkt
ar byggingunni.
í tilefni af hálfrar aldar afmæli
Sambands íslenzkra barnakennara
verður haldið afmælisþing í Reykja
vík dagana 3,—-4. júní n.k.
Þingið verður sett í Þjóðleik-
húsinu fimmtudaginn 3. júní kl.
14,00 að v'ðstöddum forseta ís-
lands. Skúli Þorsteinsson, fonnað-
ur sambandsins setur þingið. Ávörp
flytja Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, Geir Hallgrímsson,
borgarstjójri, og fulltrúi norrænna
gesta. Dr. Broddi Jóhannesson flyt
ur hátíðarræðu, sem hann nefnir:
Leysingjar og þrælar, fastir á fót-
um. Hugleiðing um hlutverk og
stöðu kennarans. Mál þetta verður
einnig aðalmál þingsins. Guðmund-
ur Ingi Kristjánsson, skáld á
Kirkjubóli, fiytur ljóð, sem hann
hefur ort í tilefni afmælisins.
Kl. 16,30 sama dag verður þing-
inu fram haldið í Melaskóla og
verður þar rætt um hlutverk og
stöðu kennarans í samfélaginu.
Fyrir hádegi á föstudag hefjast
þingfundir að nýju, og gert er ráð
fyrir, að þinginu ljúki fyrir há-
degi.
Kl. 15—17 á föstudag tekur
stjórn SÍB á móti gestum í Súlna-
sal Hótel Sögu.
í tilefni afmælis þessa hafa
verið haldnar sýningar á vinnu
barna í öllum landshlutum. Stétt-
arfélag barnakennara í Reykjavík
og fræðsluyfirvöld Reykjavíkur
gangast fyrir yfirlitssýningu um
skólamál í Melaskólanum 3.—5.
júní, og er sýning þessi opin al-
menningi.
1 rnakór Árbæjarskóla syngur und
ir stjórn Jóns Stefánssonar og
Guðrún Á Símonar óperusöngvari
syngur við undirleik Guðrúnar
Kristinsdóttur. Þá verða kynntir
I. ' kjörnir heiðursfélagar‘Sambands
íslenzkra barnakennara.
Allmörgum gestum hefur verið
boðið að vera við þingsetning-
una, þar á meðal fulltrúum kenn-
arasamtakanna á Norðurlöndum.
Allir barnakennarar og aðrir
velunnarar SlB eru velkomnir.
Luðrasveit barna undir stjóm
Páls P. Pálssonar leikur á tröpp
um Þjóðleikhússins frá kl. 13,30
til 13,55.
SVARTFUGL
í síðasta sinn
Senn líður að lokum þessa leik-
árs. Sumarfrí hefjast bráðlega.
í Þjóðleikhúsinu verður síðasta
sýningin á Svartfugli Gunnars
Gunnarssonar, föstudaginn 4. júní
og er það jafnframt 15. sýning
leiksins.
Eins og kunnugt er þá hefur
Örnólfur Árnason samið leikritið
eftir hinni þekktu skáldsögu Gunn
ars. Aðalhlutverkin eru leikin af
Rúrik Haraldssyni, Kristbjörgu
Kjeld og Gunnari Eyjólfssyni.
Frá vígslu klukknaspilsins.
(Tímamynd Gunnar)
3
Furðuleg vinnubrögð
Örlög brezka togarans Cæs-
ars eru táknrænt en um leið
sorglegt dæmi um úrræða-
leysi íslenzkra stjórnvalda.
Þegar togarinn strandaðí,
þótti mikið liggja við að
bjarga honum af strandstað
vegna olíunnar, sem í skipinu
var. Það tókst án þess að telj-
andi skemmdir vegna olíu-
mengunar hlytust af.
Menn álitu að íslcnzk stjórn-
völd rnyndu leggja liöfuð-
áherzlu á og einskis láta
ófreistað að ná olíunni úr tog-
aranum og myndu þar ekki
tcfla í neina tvísýnu.
Því er haldið fram að
ógerningur hafi verið að losa
olíuna úr togaranum. Á það
reyndi ekki, því að til þess var
engin tilraun gerð og engum
innlendum aðila var boðið
skipið til niðurrifs.
Endir þessa lciðindamáls
varð svo í fyrradag, er Cæsar
sökk innan íslenzkrar mengun-
arlögsögu við Vestfirði með
allri olíunni, sem var þó ástæð
an til þess að svo mikið var
lagt í kostnað til að bjarga
togaranum af strandstað. Sem
sagt ekkert gert til þess að
losa olíuna úr togaranum, þar
sem hann var kominn að
bryggju á fsafirði, en honum
síðan sökkt með olíunni á
fiskimiðin.
Olíunni sökkt
á fiskimiðin
Þannig lekur allt út úr hönd
unum á íslenzkum stjórnvöld-
um. Því var haldið fram að
enginn hafi viljað kaupa tog-
araflakið til niðurrifs. Einar
Ásmundsson í Sindra hefur nú
lýst því yfir, að hann hafi vit-
að af fjölmörgam aðilum, sem
mundu liafa liaft fullan hug á
að bjóða í skipið, en það hafl
aldrei verið boðið falt. Enn-
fremur fullyrti Einar, að hæg-
lega hefði mátt ná olíunni úr
tönkum skipsins og nýta tog-
aran til niðurrifs. Það hefði
verið betra að gefa það íslenzk-
um aðilum í stað þess að sigla
því út úr ísafjarðardjúpi og
sökkva því með allri olíunni á
fiskimiðin úti fyrir Vestfjörð-
um.
Hér eru það íslenzk stjórn-
völd sem ábyrgð bera á þessu
óhappaverki. Undan henni
geta þau ekki skotið sér.
„Hundleitt á
stjórninni"
f Þjóðólfi, blaði Framsdkn-
armanna á Suðurlandi, er m.a.
viðtal við Sigurgeir Kristjáns-
son, forseta bæjarstjórnar í
Vestmannaeyjum. Þar segir
Sigurgeir m.a.:
„Ég tel heldur ekki rétt
að draga fjöður yfir það, að
sem Vestm-mnaeyingur hefði
ég kosið aðra niðurröðun á
listanum okkar í Suðurlands-
kjördæmi. En hitt fullyrði ég,
að framsóknarmenn í Vest-
mannaeyjum muni gera sitt
bezta til að styðja listann.
Og hvernig kosningarnar
leggjast í mig? Maður veit
þar nú sjaldnast neitt fyrir-
Framhald á bls. 10.
V