Tíminn - 02.06.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.06.1971, Blaðsíða 10
10 TÍMINN MmviKijpftCBR a. jm SJÖNVARPSUMRÆÐUR Framliald af bls. 2. J>að fram, að hann stendnr eBá *ð gengislæWrun sem lausn í efna- hagsmálnnum, enda telur hann dæmin sanna, að lausn er hán ekki og nóg er að gert að leysa efnahagsmálin á kostnað þeirra sem minnst mega sín. Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir nýrri stefnu í tekju öflun ríkissjóðs, og endurskoðnn alls ríkiskerfisins. Stefna Framsóknarflakksins í landbúnaðarmálum miðast við að verðlag landbúnaðarvara verði ákveðið með samkomulagi bænd- anna sjálfra og rffcisvaldsins og stofnlánakerfið verði bætt Jxannig, að úr framleiðslukostnaði verði dregið og kjör bændastéttarinnar bætt. Við framsóknarmenn gerðum þjóðinni grein fyrir, hvert stefndi í efnahagsmálum hennar við síð- ustu kosningar. Okkur var þá ekki trúað. Ég spyr, áheyrendur góðir, hefðuð þið kosið stjómarliðið þá, sem það gerðuð, efjþið hefðuð vit- að, að efndir á fyrirheitum stjóm- arflokkanna yrðu: gengislækkanir, atvinnuleysi, rof kaupsamninga og verðbólga, sem hefur gert kaup- hækkanir ykkar að engu og stefn- ir að stöðvun atvinnuveganna, þrátt fyrir hærra verðlag á út- flutningsvörum en oftast áður. Hafið þið gert ykkur grein fyrir afleiðingunum, ef sama sagan á eftir að endurtaka sig næsta kjör- tímabil. Ólafur Bjömsson, þingm. Sjálf- stæðismanna, vissi vel, hvað hann var að segja, þegar hann talaði um hrollvekjuna, sem við mundi Wasa í efnahagsmálunum, er verð- stöðvuninni lyki. Honum er ljóst, hvað framundan er, ef stjórnar- flokkamir ráða áfram. Stefna þeirra er óbreytt. Að lokum sagði Halldór: > Ég undirstrika að nauðsyn bar tii að fella ríkisstjórnina 1967. — Nú er það þjóðarnauðsyn. Staða þjóðarinnar nú er verri en þá. Stuðningsfólk B-listans um land allt Fram til sóknar og sigurs: Fyrir útfærslu landhelginnar, fyr- ir nýrri efnahagsstefnu og bætt- um vinnubrögðum og fyrir alhliða umbótum og framförum. Steingrímur Hermannsson sagíH, að fátt hefði vakið meiri athygli á undanfömum árum en leit ungu kynslóðarinnar að bættu mannlífi. Unga fólkið sæi lítinn tilgang í innantómu lífskjara- kapphlaupi vélamenningarinnar og vildi bætt mannlif eftir nýjum leiðum. í því sambandi væri mik- ilvægast fagurt og hreint um- hverfi, samlyndi fólksins, en þó e.t.v. umfram ailt jöfnuður og þjóðmálastefna, sem setur mann- inn ofar vélinni og vill landi sínu allt. Því miður hafi lítið sézt af þessu undir „viðreisn“, en unga fólkið sem nú kýs í fyrsta sinn hefur ekkert þekkt annað. Það hafi séð það furðulega fyrirbæri, að yfirlýstur sósíalistaflokkur gerist dyggasti þjónn íhaldsins í einu og öllu. - Það er einnig staði’eynd, sagði Steingrímur, — að ójöfnuður hef- ur aukizt á undanf. árum, eink- um milli dreifbýlis og þéttbýlis. Á meðan íslenzka þjóðin var fá- tæk, og ekki voru aðrar kröfur gerðar en að hafa til hnífs og skeiðar, voru byggðir vegir og skólar um land allt, þá var bilið milli dreifbýlis og þéttbýlis lítið og raunar yfirleilt dreifbýlinu í vil. Nú hefur þjóðinni vaxið mjög fiskur um hrygg og við telj- um okkur velferðarríki, en stað- reyndin er hins vegar sú, að í flestum grundvallaratriðum vel- ferðarríkisins er dreifbýlið sem annars eða þriðja flokks þjóð- félag. Svo er á sviði læknaþjón- ustu og samgangna, en hvergi samt augljósara en á sviði mennt unar. Foreldrar úti um land þurfa að greiða tugi þúsunda umfram foreldra í dreifbýlinu með hverju bami Sínu til að senda það f fjar læga skóla, jafnvel á skyldunáms- stiginu, og þessi kostnaður eykst stórkostlega f framhaldsskólun- um. Það er því engin furða, að þessi aðstöðumunur hefur dregið fjölda fólks úr dreifbýlinu til þéttbýlisins, því hver vill meina bami sínu að fá þá menntun, sem er svo nauðsynleg hverjum þegni f nútímaþjóðfélagi. Staðreyndin er sú, að það á að vera sjálfsögð skylda okkar allra í velferðarríki að tryggja öllum þegnum landsins jafnan aðgang að grundvallaratriðum velferðar- þjóðfélagsins. Þetta verður hins vegar aldrei gert undir „við- reisn“, það sýnir reynsla undan- farinna 12—13 ára. Eina leiðin til að þetta verði gert, er að taka upp stefnu samvinnu og samlynd- is byggða á félagshyggju. Torskiiin hlýtur einnig að vera unga fólkinu steína stjórnarflokk anna í landhelgismálinu. Varla verður séð, að þar ráði „íslandi allt“, þótt þetta sé stærsta sjálf- stæðismál þjóðarinnar í dag. Stjórnarflokkarnir leyfa sér að efast um það, að þörf fyrir út- færsju sé enn fyrir hendi, og á undanhaldi sínu leggja þeir ríka áherzlu á að flækja málið' >fyrir þjóðinni. Meginkjarni þessa máls er þó ofur einfaldur. Um það er raunar eingöngu spurt, hvort við íslendingar ætlum að færa út fisk veiðilögsöguna fyrir hafréttarráð- stefnuna þrátt fyrir þá staðreynd, að stórveldin hafa öll lýst yfir þeim ásetningi sínum, að fá þar lögbundna 12 sjómílna fiskveiði- lögsögu. Ég fyrir mitt leyti segi alls ekki. Ég tel það meiri áhættu en svo, að þorandi sé að taka hana, og ef til vill mesta glapræði, sem við höfum gert, ef við blðum með útfærsluna þar til eftir hafréttarráðstefnuna. Steingrímur sagði, að um þetta mál væri fyrst og fremst kosið 13. júní, og hvers vegna ekki, því um hvað á að kjósa ef ekki stærsta mál þjóðarinnar hverju sinni? Að lokum sagði Steingrímur, að stjórnarflokkarnir notuðu það mikið í slagorðabaráttu sinni, að stefna okkar framsóknarmanna sé opin í báða enda. — Já, stefna okkar er opin. Stefna okkar er ekki lokuð af erlendum kreddum og ismum eins og stefnur hinna flokkanna. Við viljum hlusta á rödd þjóðarinnar, rödd unga fólksins, og móta okkar stefnu með tilliti til þarfa þjóðarinnar hverju sinni. Við erum sann- færðir um það, að íslendingar geta búið ágætu lífi og fallegu mannlífi í þessu góða landi okk- ar, ef við byggjum á skapandi ein- staklingum og ‘skipulagshyggju. Lokunartíminn Framhald af bls. 1. ar og aörir slíkir söluslaðir vera algerlega aðgreindir frá vcrzlun- um eða birgðageymslum verzl- ana. Er það á valdi borgar- ráðs að ákveða að sala á slíkum stöðum megi eingöngu fara íram um söluop. Sérstakur listi yfír vörutegundir sem selja má á slík- um stöðum, skal gefinn út af borg arráði í samráði við kaupmanna- samtökin. Verði tillaga þessi samþykkt, þýðir það að verzlanir þær, sem hafa haft kvöld- og helgarsölu verða að hætta henni, nema á þirðjudögum og föstudögum, þeg- ar heimilt verður að hafa opið til tíu á kvöldin. Gildir sá fram- lengdi timi fyrir allar smásölu- verzlanir, en ekki aðeins mat- vöruverzlanir. Cesar sökk Framhald af bls. 1. um hádegisbil í gær. Maraði skip- ið þá í kafi, og var haldið áfram að draga þar til það sökk, um miðnætti í gærkvöldi. Hjálmar R. Bárðarson, siglinga- málastjóri, sagði Tímanum í dag, 85 „björgunarmenn“ hefðu lofað að sökkva skipinu • ekki nær en að minnsta kosti 100 sjómílur frá landinu, sem er olíumengunarlög- saga. Það er að segja þegar um er að ræða, að setja olíu í sjó með vilja, t. d. hreinsun á tönk- um og því um líkt. Til er alþjóða- samþykkt frá 1954, sem breytt var 1962, og nær eingöngu til olíu frá skipum, sem sett er í sjóinn, en ekki vegna slysa. Hins vegar er til önnur samþykkt, sem ekki hefur tekið gildi ennþá, er hún frá árinu 1969. Felur sú samþykkt, í sér takmarkanir við mengun úti á hafsvæðum, utan landhelgi eða fiskveiðilögsögu. Sagði Iljálmar, ð hann hefði farið fram á við Land helgisgæzluna, að skip fylgdist með ferðum leiðangursins, sem kom sér vel, því hann fór sem fór. Norðmennirnir segjast hafa ver- ið með dælu um borð í togaranum til að losa þann sjó, sem kom í hann á siglingunni, en annað hvort virðist lekinn hafa aukizt eitthvað, eða dælan bilað. Fór að síga á ógæfuhliðina strax og komið var á 70 til 80 metra dýpi, eða á grunn miðum. Var þá tekið það ráð, sagði Hjálmar, að sigla til hafs. Sökk tog arinn á 210 metra dýpi í Víkuráli, og er það skömminni til skárra en ef togarinn hefði sokkið á grynnra vatni. En í Víkuráli er togsvæði, og þar hafa nýlega fundizt góð rækjumið. Siglingamálastjóri sagði, að spuming væri hvort íslend- ingar ættu kröfu á skaðabótum, vegna olíumengunar frá togaran- um. Að sjálfsögðu er hugmyndin að þetta mál verði rannsakað og ákvörðun tekin að þeirri rannsókn lokinni, hvað gert verður. Rætt hefur verið um skaðabætur vegna æðarvarpsins í Djúpi, og svo er eftir að vita hvaða kröfur hægt er að gera vegna mengunarhættu á veiðisvæðinu. Togarinn sökk utan fiskveiðilögsögunnar, en inn- an þeirrar lögsögu, sem við telj- um okkur hafa vegna mengunar sjávar, en það er vegna þeirrar mengunar, sem verður að vilja viðkomandi aðila, og þá er eftir að meta hvort þetta er gert með vilja, eða hvort togarinn hefur sokkið vegna slysni. Ef olíutankar skipsins hafa ekki sprungið strax af þýstingi, getur tekið nokkurn tíma að járnið tær ist svo að olían fljóti út um allan sjó. Engin tilraun var gerð til að taka olíuna úr togaranum meðan hann lá inni í ísafjarðarhöfn. Eig endur hans segja, að ekki hafi fengizt neinn kaupandi að brota- járninu, en ísl. aðilum mun ekki hafa verið boðinn togarinn til kaups. Tímanum er kunnugt um að ísfirðingar fóru fram á að kaupa vélai-, ljóskastara og sitt- livað fleira af tækjabúnaði skips ins, en þeim óskum var ekki sinnt. Settar voru smá dælur um borð í Cesar, og sögðu kunnugir menn á ísafirði, að hann kændst aldrei langt út á haf með þeim búnaðl, og voru sannspáir þar mn. En það er eftir öðru í sambandi við þetta strand og björgun, að þeir sem bezt þekkja til, hafa aldrei verið spurðir ráða eða þeirra aðstoðar leitað. 4 víðavangi Framhald af bls. 3. fram. En eins og ég sagði áðan, held ég, að fólkið f landinn sé orðið hnndleitt á þessari ríkisstjórn, ®g vildi gjarnan breyta til. Þá er Framsóknarflokkurinn stærsta heildin, sem hægt er að snúa sér til. Hitt er allt margklof- ið, og enginn veit hvar það lendir. Ef Framsóknarflokkur- inn verður ekki það afl, sem getur tekið forustuna í nýjum stjórnarháttum, verða það ekki aðrir, sem gera það.“ TK Kínverjar Framhald af bls. 7. um mikilvægustu ákvörðunum nú orðið.“ ÞRÁTT fýrir það, sem áður er sagt, fer ekki framhjá nein- um, sem til alþýðulýðveldis- ins í Kfna kemur, að ný kyn- slóð er komin fram á sjónar- sviðið. Gamalt fólk kann enn að vera óánægt með kerfisbind- inguna, litleysið, jafnræðið, samræminguna, skort á and- legu frelsi og sifelldan og linnu lausan áróður. En hin nýja kyn- slóð hefir ekki komizt í kynni við neitt annað og tekur þessu öllu sem sjálfsögðum hlut. Framgjarnir unglingar hafa einhver ráð með að komast á- fram og ná frama í hinu nýja kerfi. Ferðamaðurinn þykist þó komast að raun um, að fram- gimi, að minnsta kosti efna- hagsleg framagirni, sé miklu áhrifaminna og óvirkara afl meðal þeirra, sem aðhyllast kommúnisma Maos, en í hinum vestrænu samfélögum. Sífelldar hópsamræður, gagn rýni og sjálfsögun er samofið hinu kínverska kerfi. Þetta veldur nokkrum áhrifum hinna getuminni og daufari á sér- drægni og mikilmennskuhneigð og dregur því úr framagirni. íþróttir Framhald af bls. 8. Haukur Jóhannsson, Akureyri, 79,7 Hafsteinn Sigurðss., ísaf., 80,2 Árni Óðinsson, Akureyri, 80,6 f sviginu voru farnar tvær ferð ir, og var þar hörku spennandi keppni eins og í stórsviginu. Ámi Óðinsson hafði beztan tíma eftir fyrri umferðina, en í siðari um- ferðinni náði Haukur Jóhannsson mjög góðum tíma og náði þar með 1. sæti. Fimm fyrstu menn í sviginu urðu þessir: Haukur Jóhannsson, Akureyri, 76,3 Árni Óðinsson, Akureyri, 76,7 Hafsteinn Sigurðsson, ísaf., 77,8 Björn Haraldsson, Húsav., 78,5 Ingi Óðinsson, Akureyri, 78,6 f Alpatvíkeppni (samanlagt svig og stórsvig) varð Haukur Jóhanns son sigurvegari. Annar varð Árni Óðinsson, þriðji Björn Haraldsson, fjórði Hafsteinn Sigurðsson og fimmti Ingi Óðinsson, en hann er tvíburabróðir Árna. Að mótinu loknu fór fram að vanda knattspyrnukeppni milli heimamnnna og utanbæjarmanna, og lauk þeim leik með sigri heima mannaj 1:0.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.