Tíminn - 02.06.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.06.1971, Blaðsíða 7
) *H)VIKUDAGUR 2. jání 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb), Jón Heigason, IndriOl G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gíslason. Rit- stjómarakrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- ntofur Bamkastræti 7. — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasími: 10523. Aðrar skrifstofur simi 18300. ÁskrtftargjaM kr. 195,00 á mánuði. innanlands. í tausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hí. Byggðastefnan Það hefur verið sameiginlegt um alla þá framboðs- ftmdi, sem hafa verið haldnir utan Reykj avíkursvæðisins, að allir frambjóðendur hafa keppzt við að lýsa fylgi sínu við aukið byggðajafnvægi. Hér er sapnarlega um mikla og ánægjulega breytingu að ræða frá þeim tíma, þegar Framsóknarmenn voru sthnplaðir óvinir Reykjavikur fyrir það að berjast fyrir þessu sjónarmiði. Það er ekki heldur nema réttur áratugur síðan, að sérfræðingar nú- verandi stjómarflokka kölluðu framlög til framkvæmda út um land „pólitíska fjárfestingu“. Ein höfuðrök stjóm- arflokkaima og kommúnista fyrir kjördæmabreyting- unum 1959, vora líka þau, að litlu kjördæmin stuðluðu að því, að alltof mikið fjármagn rynni til dreifbýlisins. En hér eins og endranær, er það heppilegast fyrir kjósendur að gera greinarmun á orðum og verkum. Sann arlega hafa stjómarflokkamir sýnt annað í verki á und- anfömum árum en að þeir vildu viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Um það vitnar versnandi ástand í vega- málum, þrátt fyrir stórauknar tekjur af vegaumferðinni, miklu lakari strandferðir en áður og ónógar flugsam- göngur við stóra landshluta. Það segir líka sina sögu, að enginn héraðsskóli hefur verið byggður síðan Gylfi Þ. Gíslason varð menntamálaráðherra og ekkert, sem um munar hefur verið gert til að jafna aðstöðumun ung- Bnga, sem verða að fara að heiman til náms. Á sama hátt hafa framlög til margra atvinnumála í dreífbýlinu verið skorin við nögl, og svæft hefur verið þing eftir þing framvarp Gísla Guðmimdssonar og fleiri Fram- sóknarmanna um byggðajafnvægisstofnun, en henni er ætlað að samræma alla þá áætlanagerð, sem nú er unn- ið að skipulagslaust af mörgum aðilum, jafnhliða því að tryggja nægilegt fjármagn til framkvæmda. Hér gildir það vissulega að reynslan er ólygnust. Trúin á gleymskuna 1 Morgunblaðið birtir langt viðtal við Jóhann Hafstein síðastliðinn laugardag, þar sem lögð er megináherzla á, að loforðum Sjálfstæðisflokksins megi treysta. Fyrir síðustu kosningar bar hæst þrjú kosningaloforð Sjálf- stæðisflokksins. Hið fyrsta var að vinna að víðtæku sam- komulagi um kjaramálin. Það var efnt þannig, að rofið var júnísamkomulagið frá 1964 um vísitölubætur á laun og leiddi það til mestu verkfalla, sem hér hafa orðið. Annað loforðið var um að treysta gengi krónunnar. Það var efnt þannig, að gengið var fellt tvisvar á kjörtíma- bilinu og kostar dollarinn nú helmingi fleiri íslenzkar krónur en fyrir fjóram áram. Þriðja loforðið var 10 ára áætlun um atvinnumál. Ekki er kunnugt um, að enn sé farið að vinna að henni. Bersýnilegt er, að Jóhann trúir fast á gleymsku kjós- enda, þegar hann segir, að loforðum Sjálfstæðisflokks- ins megi treysta. Lélegir samningamenn Vísitölubinding húsnæðislána varð aðallega til með samningum milli ríkisstjómarinnar og fulltrúa verkalýðs samtakanna í júlí 1964. Hannibal Valdimarsson og Eð- varð Sigurðsson voru aðalmenn verkalýðssamtakanna við þá samningagerð, en helztu ráðunautar þeirra vora Bjöm Jónsson, Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefsson. Okur vextirnir, sem af þessu hafa hlotizt, gefa glöggt til kynna, að þessir fimmmenningar eru allt annað en góðir samningamenn, þegar þeir eru að semja fyrir launþega við stióraarvöldin, Þ.Þ. f ............ ■■■ TILLMAN DURDIN, fréttamaður New York Times: Kínverjar virðast vera tiltölu- lega sáttir við stjórn Maoista Þjóðin er tekin til við vinnu sína af festu og reglusemi. CHOU EN-LAI FERÐAMANNI, sem nú legg- nr leið sína til Kína, þykir ef ttl vill hvað eftirtektarverðast, að friður og kyrrð skuli ríkja, þar sem allt ólgaði í hreinsun- um og flokkadráttum menningar byltingarinnar fyrir aðeins tveimur árum. Þjóðin er tek- in til við vinnu sína af festu og reglusemi. Þetta er ákaflega mikilvægt fyrir jafniðna, sparsama og hugvitsama þjóð og Kínverjar eru. Framfarir hljóta alveg 6- hjákvæmilega að verða, hvaða stjórnmálakerfi, sem ríkjum ræður í landinu. Ég hefí ekki lagt leið mína til meginlands Kfna í tuttugu og fimm ár, en reynt að kynna mér ástandið í landinu frá Hong Kong síðustu fjðgur ár- in. Þegar ég kom á vettvang og sá sjálfur með eigin augum furðaði mig ekki aðeins á því, hve allt var orðið reglubundið og komið í fastar skorður, held ur og hinu, að lífsháttum Maoista virtist hafa verið veitt enn almennari viðtaka en út leit fyrir álengdar. EKKI verður í efa dregið,. að sumstaðar ríkir djúpstæð óá- nægja meðal þjóðarinnar, sem er 800 milljónir að tölu. Ég varð þó ekki annars var en að hinn bláklæddi fjöldl, sem á leið minni varð bæði á búgörð- um og í borgum, væri glaður og reifur og tiltölulega sáttur við ríkisstjómina í landinu. Mikil hluti íbúanna virttst virkur f stjómmálunum, tíl dæmis æskufólkið, sem ýmlst raulaði eða söng við þjálfun sína, hvort sem það var á göngu um götur borganna eða uppi í sveit, og verkamennimir og fjölskyldur þeirra í umfangs- miklum og erilsömum iðnaðar- hverfum. Sama var og að segja um hinn allsstaða nálæga her og fulltrúa hans, og bændafjöl- skyldumar, sem áður höfðu búið við örbirgð, en njóta nú sömu gæða og nágrannamir, sem fyrmm bjuggu við mun rýmri hag. Kínverjar eru að sjálfsögðu fátækir enn, ígangsklæði þeirra, sem ávallt fara illa, em bæði slitin og bætt og borgir þeirra gráar og dmngalegar. En upp- skeran hefir verið góð í níu ár, iðnaðarframleiðslan hefir tekið vemlegum framfömm síðustu tvö árin og af þessum sökum býT fólkið við ofurlítið betri kjör en áður. Festan og reglan, sem komin er á að nýju, á efa- laust sinn þátt í þeirri bjart- sýni, sem virðist ríkja. ÞEGAR gesturinn endur- komni lítur betur í kring um sig kemst hann að raun um, að meðal fomstumannanna, sem komu á reglunni, kannast hann við andlit flestra þeirra, sem fyrmrn höfðu þama forustu. „Þeir flokksmenn, sem hurfu fyrir fuUt og allt í menningar- byltingunni, munu ekki nema einum af hundraði11, sagði starfsmaður einn f utanrfkis- ráðuneytinu í Peking. Flestir fomstumenn utan flokksins virðast einnig hafa lifað menningarbyltinguna af. Ég heimsóttí stórar og smáar stofnanir allt frá Canton um Shanghai, Tientsin og ttl Pek- ing, og komst að raun um, að í byltingamefndunum, sem þar fóm með yfirráðin, vora ein- mitt sömu mennirnir, sem höfðu haft þar fomstu eða í Fyrri hluti öðrum stofnunum svipaðs eðl- is fyrir menningarbyltinguna, sem fram fór á ámnum 1966 til 1969. Margir lýstu skýrt en með nokkram kinnroða óþægindum og ákærum, sem þeir höfðu sætt af hálfu virkra Maoista, og játningum, sem þeir höfðu orðið að gera. Sumir höfðu verið sendir upp í sveit eða í verksmiðjur til að erfiða og læra kenningarnar betur. Þeir viðurkenndu, að þeir væm breyttir, — en þeir voru þama enn. EITT hafði tekið grunsam- lega miklum breytingum frá því fyrir tuttugu og fimm ár- um, en það var nálægð her- manna hvarvetna, bæði manna úr fastahernum og þjóðvarnar- liðinu. Þeir gæta þess hvar- vetna, að haldið sé hollustu við maoismann og stefnu hans. Flesttr þeirra, sem með for- ustuhlutverk fóm áður en menn ingarbyltingin var gerð, gera það enn. Allt fer þó fram und- ir yfimmsjón fulltrúa hersins samkvæmt nýju valdakerfi bylt ingaraefnda og í samræmi við endurbætta stefnu maoista. Embættismenn lögðu áherzlu á, að menningarbyltingin stæðl enn yfir, og kæmi fram í sí- felldri sjálfsgagnrýni og stöð- ugri könnun á hugsun Mao Tse- tung formanns. Hitt leyndist þó ekki, að slakað hefir verið vemlega á, bæði heima fyrir og gagnvart útlöndum. Hið síð ara kom fyrir skömmu fram í leyfðri heimsókn bandarískra borðtennisleikara og blaða- manna. HIN nýja kyrrð og regla og aukin hófsemi í afstöðu þykir bera þess Ijósan vott, að Chou En-lai forsætisráðherra hafi eflt mjög aðstöðu sína. Sam- vinna hans við Huan Yung- sheng æðsta yfirmann hersins hefur verið og er afar náin. Athugulir menn tóku skýrt fram, að þetta þyrfti ekki að tákna, að Mao formaður, sem nú er orðinn 78 ára, eða Lin Piao varamaður hans, hefðu minni völd en áður. Erlendur stjóramálamaður sagði til dæmis í þessu sam- bandi: „Mao hefur áður slakað á tökum sínum um skeið. Hann gæti sem bezt gert það afttzr. Hitt er svo annað mál, að farin em að sjást á honum veruleg ellimörk, og ef til vill getur hann ekki tekið þátt í nema hin j Framhald á bls. 10. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.