Tíminn - 02.06.1971, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR
8
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 1971
@KARNABÆR
I
FRÁ HLJÓMPLÖTUDEILD KARNABÆJAR
Plðturnar, sem mest eru spilaðar:
inn rekinn út af
- en tveir marseruðu með honum
Sauð upp úr þegar Keflavík sigraði Akranes í annað sinn á nokkrum dögum
f 0 JESUS CHRIST SUPERSTAR
| • WOODSTOCK
• WOODSTOCK 2
• CROSBY, STILLS, NASH and YOUNG ...
CROSBY, STILLS .and NASH.
Ný tvöföld 4 WAY STREET.
• JANIS JOPLIN
PEARL
I GOT DEM OL’ KOZMIC BLUES AGAIN,
MAMA.
• SANTANA
SANTANA
ABRAXAS
• URIAH HEÉP
SALISBURY
• THE YES ALBUM
• LEONARD COHEN
SONGS OF LOVE AND HATE.
• BLACK SABBATH
BLACK SABBATH
PARANOID
• DEEP PURPLE IN ROCK
• WISHBONE ASH
• GEORGE HARRISON . . .
ALL THINGS MUST PASS
• TEN YEARS AFTER
WATT
• EMERSON, LAKE and PALMER
• DAVID CROSBY
• STEPHEN STILLS
• JIMI HENDRIX
CRY OF LOVE
ELECTRIK LADYLAND ( „,n. - ,,
.AXIS BOLD AS LOVE
ARE YOU EXPERIENCED
SMASH HITS
• BLOODROCK 2
• HAIR
LONDON CAST
BROADWAY CAST
• CAT STEVENS
TEA FOR THE TILLERMAN
MONA BONA JAKOM
• STEPPENW OLF
MONSTER
7
• BOB DYLAN
ALLAR PLÖTUR
• SIMON & GARFUNKEL
ALLAR PLÖTUR
• CHICAGO
I, II & III.
• THE BEST OF NICE.
l»að fer nú að verða frekar i
frásögu færandi, þegar íslands-
meistararnir frá Akranesi verða
sigurvegarar í leik — heldur en
þegar þeir tapa. Frá því að þeir
fcngu íslandsmeistaratitilinn, lief
ur þeim vegnað herfilega illa, að-
eins borið sigurorð af Hafnar-
fjarðarliðunum FIl og Ilaukum i
Litlu bikarkeppninni, en tapað
nllum öðrum lcikjum.
Þeir bættu enn einu tapinu við
á mánudaginn, er þeir mættu Kefl
víkingum á grasvellinum í Njarð-
vík — annar leikur liðanna þar
á rúmri viku, en nú var tapið
öllu meira en í fyrri leiknum, því
Keflvíkingar sigruðu 3,0.
Þeir skoruðu öll sín mörk í fyrri
hálfleik. Það fyrsta skoraði Frið-
rik Ragnarsson, með skalla eftir
sendingu frá Steinari Jóhannssyni,
SKARÐSMÓTIÐ
SKARÐSMÓTIÐ — annað stærsta
skíðamótið, sem haldið er hér á
landi, fór fram í Skarðsdal við
Siglufjörð á sunnudaginn. Mótið
átti að vera 2ja daga mót, en ekki
var hægt að keppa á laugardag
vegna veðurs.
Bæði svigið og stórsvigið fóru
þvi fram á sunnudag, og var það
nær 12 tíma törn, en allt gekk
eins og í sögu, og var skipulagið
og framkvæmd mjög góð.
Skarðsmótið er punktamó, og
tóku 44 keþpendur þátt í því. Voru
þcir víðsvegar að af landinu, en
flestir þó af Norðurlandi.
í stórsvigi var keppt á Ulviðr-
ishnjúk, og var farin cin ferð. Úr-
slit í því urðu þau að Ágúst Stef-
ánsson, Siglufirði og Björn Har-
aldsson, Húsavík fengu sama tíma,
og skiptu þeir 1. verðlaununum á
milli sín.
— Póstkröfuþjónusta. — Sími 13630.
©KARNABÆR
Laugavegi 66. Box 75.
Veljið yður í hag Úrsmíði er okkar fag
OMEGA
Nivada
©iiBga
PIERPOm
JUpina.
agnús E. Baldvlnsson
Laugaveg! 12 - Simi 228D4
Fimm fyrstu í stórsviginu urðu
annars þessir,
Ágúst Stefánsson, Sigluf., 79,5
Björn Haraldsson, Húsav., 79,5
Framhald á bls. 10.
HAUKUR JÓHANNSSON
— sigraði í Alpagreinum á Skarðs.
mótinu.
og fimm minútum síðar bætti Magn
ús Torfason öðru markinu við
með föstu skoti af löngu færi.
Þegar 5 mín. voru til hálfleiks
kom 3ja markið, og skoraði Stein-
ar það, eftir að hafa fengið knött-
inn sýnilega rangstæður, og brun-
aði hann með hann alla leið í
mark.
Fyrri hálfleikurinn var frekar
rólegur og oft laglega leikinn af
báðum liðum. en siðari hálfleik-
urinn var öllu villtari, og þá oft
.■■•iKiii hasar og harkan með ein-
diemum.
Laiiið hyrjaði íljótlpga — eða
Astraí'-ir hoppaði upp á
bakið á Birni Lárussyni, sem brást
kiiia versti við, og sió hann Ást-
ráð þegnr niður. Dómari leiksins
JöraHdur Þorsteinsson, sá enga
ástæðu tii aii reka Björn útaf fyrir
þetta hrot, og ekki dæmdi hann
á brot Ástráðs, heldur aukaspyrnu
á Björn???
Milli landsliðsmannanna Eyleifs
Hafsteinssonar og Einars Gunn-
arssonar var heitt í kolunum,
og áttu þeir nokkra harða árekstra
á vellinum, en ekkerl „slys“ varð
fyrr en nokkuð langt var liðið á
leikinn.
Þá brá Eyleifur Einari á miðj-
um velli, og kom dómarinn þegar
á staðinn og talaði hressilega við
Eyleif. I-Iann svaraði á móti og
urðu þarna harðar umræður, og
gaf Jörundur Eyleifi skipun um að
yfirgefa völlinn, og varð Eyleifur
við því — en með lionum mars-
eruðu tveir beztu vinir hans, Jón
Alfreðsson og Matthías Hallgríms
son. Átta leikmenn héldu sig eftir
á vellinum, og léku þeir það' sem
eftir var, án þess að verða fyrir
því að fá á sig fleiri mörk.
Keflvíkingarnir voru betri að-
ilinn í þessum leik — enda sjálf-
sagt vandað sig betur eftir tapið
fyrir FII á laugardag. Þeir áttu
meira í leiknum, og sigur þeirra
sanngjarn í þetta sinn. Akumes-
ingarnir stóðu sig vel, þótt þeir
gætu ekki skorað. Teitur Þórðar-
son lék með þeim í fyrsta sinn
í sumar, og var kraftur í honum.
í vörninni lék gamla kempan
Helgi Hannesson, við góðan orðstí.
Músin lék á [jónih!
2.‘deildarlið FH sigraði Evrópukeppnisliðið ÍBK
í Litlu bikarkeppninni 2:1
2. deildarliðið FH, sem var full
trúi Hafnarfjai'ðar i. leiknum gegn
Borgakeppnisfulltrúa íslands,
KefiavíkymLitlu bikarkeppninni á
laugardaginn, geröi heldur betur
skurk á mótinu, mcð því að sigi'a
í leiknum 2:1 — og var sigur
liðsins fyllilega verskuldaður.
Þeir hófu leikinn á miðju, og
brunuöu þegar í átt að marki Kefl
víkinga, þar sem áttu sér stað
hroðaleg varnarmistök. og löbb-
uðu FH-ingarnir með knöttinn alla
leið inn í mark, en á meðan horfðu
varnarmenn ÍBK hver á annan.
Staðan var 1:0, lengi fram eftir
hálfleiknum, en Keflvikingum
tókst a'ð jafna 1:1 um miðjan hálf
leikinn, og var Gunnar Sigtryggs-
son þar að verki eftir að knött-
urinn hafði hrokkið fyrir fætur
hans í mikilli þvögu.
Þegar 10 mín. voru liðnar af
síðari hálfleik fengu FH-ingar
dæmda vítaspyrnu, en hana varði
hetjan frá Goodison Park, Þor-
steinn Ólafsson, meistaralega vel
Ekki var samt sami meistarabrag-
urinn á honum skömmu síðar,
en þá komust FH-ingar yfir 2:1.
Guðni Kjartansson, var með knött
inn á sínum vallarhelmingi og gat
gert flesta hluti við hann, en hann
tók þann kostinn að senda hann
aftur til Þorsteins. Sendingin var
heldur laus, og þurfti Þorsteinn að
hlaupa úr markinu, og langt út
fyrir vítateig, þar sem hann ætl-
aði að spyrna honum fram. Það
tókst ekki betur en svo, að hann
hitti ekki knöttinn, sem dansaði
á steinnibbum á vellinum, og rann
hann fyrir fætur Dáníels Péturs-
sonar, sem ekkert hafði annað
að gera en að renna honum í
tómt markið.
Keflvíkingar sóttu fast síðustu
mínúturnar, en tókst ekki að koma
knettinum í nelið — en einum
manni færri urðu þeir þessar mín
úturnar.
Einn hinna ungu leikmanna liðs
ins, Gísli Torfas., var að taka horn
spyrnu, og hafði hann knöttinn
ekki á réttum stað — snerti eina
línuna, en það er bannað sam-
kvæmt nýjum lögum, Dómari leiks
ins Ragnar Magnússon, fyrrver-
andi formaður knattspyrnudeildar
FH, sem dæmdi leikinn vel, fann
að þessu og snéri sér að Gísla og
gaf honum fyrirmæli um að yfir-
gefa völlinn. Keflvíkingar voru
farnir að búast við þessu, því Ragn
ar hafði sagt við fyrirliða liðsins,
að ef eitthvað heyrðist í þeim færi
næsti.maður út af. Ragnar er sér-
staklega duglegur við að reka
menn útaf í knattspyrnuleikjum,
en í þetta skiptið var heldur lítil
ástæða til þess, að áliti þeirra,
sem horfðu á leikinn — nema til
að sýna valdið.
SKAGAMENN
SÁTU HEIMA
1 Litlu bikarkeppninni átti
að fara fram á laugardaginn
lcikur milli Akraness og Kópa
vogs á vellinum í Kópavogi.
Var leikurinn auglýstnr kl.
15.00, en þegar sú stund rann
upp, voru Skagamenn ckki
mættir, og' var því leikurinn
sagður tapaður þeim.
Heyrzt hefur að Skagamenn
hafi óskað eftir því á föstudag-'
inn að þessum leik yrði frest-
að, þar sem þá vantaði 3 af
landsliðsmönnum sínum. En
ekki hefur það fengizt staðfest..
Breiðabliksmenn mættu til
leiksins á réttum tíma, ásamt
dómara, en þegar Akurnesing-
arnir létu ekki sjá sig sendi
dómarinn þá heim.
Hann mun ckki hafa flautað
leikinn á, eins og gera á í slík-
um tilíellum, sem þessum. og
Breiðabliksmennirnir fóru ekki
út á völl með honum. Hvort
Skagamenn geta hengt
hatt sinn á það, er ekki að
vita, en lögfróðir dómarar segja
að til þess að allt sé löglegt,
verði að flaula leikinn á i við-;
urvist a.m.k. 8 leikmanna, og
síðan flauta hann af 10 min-
útum síðar, ef mótherjamir
hafa ekki mætt. —klp.—