Tíminn - 04.06.1971, Blaðsíða 2
M_________ TIMINN FÖSTUDAGUR 4. júní 1971
Mýtja íþróttahúsiS í Neskaupstað. (Tímamynd ÞÓ)
Nýtt íþróttahús
vígt í Neskaupstað
BREYTINGAR FYRIRHUGADAR
Á SJÚMANNASTOFUNNI VÍK
ÞÓ—Neskaupstað, þriðjudag.
í gær, mánudag, var vígt nýtt
íþróttahús í Neskaupstað. Það var
árið 1964, að ákveðið var að hefj
ast handa um byggingu íþrótta-
húss í Neskaupstað. í fyrstu var
ætlunin að húsið yrði 33 sinnum
18 metrar að stærð, en þótt íþrótta
fulltrúi ríkisins hefði samþykkt
það, þá fengust stjórnvöldin ekki
til að samþykkja það. Var þá ákveð
ið að byggja húsið í tveim
áföngum, og vár"þáð fyrri áfangi
hússins sem tekinn var í notkun
í gær. Sá áfangi sem vígður var
í gær, er rúmir 5000 þús. rúmm.
að stærð, en sjálfur íþróttasalur
inn er 21x18 metrar.
Stefán Þorleifsson, formaður
húsbygginganefndar hússins
islkýrði frá byggingu hússins í
EB—Reykjavík, fimmtudag.
— Við erum þeirrar skoðunar,
að íslenzkir stangavciðimcnn noti
margir hverjir of þung og gróf
tæki við fluguveiði og gætu aukið
ánægju sína af sportinu stórlcga
með því að taka upp nettari veið
arfæri.
Þetta segir Stefán Jónsson,
Bændur
Er 12 ára, að verða 13,
langar til að komast í
sveit, er vanur skepnum.
Upplýsingar í síma 41647.
Auglýsið í Tímanum
ræðu, sem hann flutti við opnun
þess, og sagði hann, að bygging
hússins hefði gengið mun hægar en
ráð hefði verið fyrir gert. Fjár
ráð bæjarfélagsins hefðu minnk
að það mikið um tíma og síðast
en ekki sízt dýrtíðin hefði gert
húsið miklu dýrara en búizt hefði
verið við í upphafi. Alls er kostn
aður hússins orðinn 14—15 mill
jónir króna, en þessi áfangi mun
kosta nokkru meira þar sem ekki
er öllu 'lokið ennþá, t.d. á eftir
að ljúka herbergi sem Gagnfræða
skóli Neskaupstaðar fær til af
nota og einnig á eftir að ljúka
við húsið að utan. Þótt húsið hafi
verið vígt í gær, var það tekið
í notkun til íþróttakennslu í
janúarmánuði s. 1. og óhætt er að
segja að það hafi verið notað frá
morgni til kvölds, sagði Stefán.
fréttamaður, í bók sinni „Með
flugu í höfðinu“ er Bókaútgáfa
Guðjóns Ó, hefur nú gefið út. í
bókinni er fjallað um tæki til
fluguveiða og notkun þeirra. Ritar
Stefán bókina fyrir atbeina Jó-
hanns Þorsteinssonar, Kolbeins
Grímssonar, Vilhjálms Lúðviksson
ar og Þorsteins Þorsteinssonar. í
inngangi bókarinnar segir að með
samanteklinni hafi þeir allir fimm
bundið sinn eigin vönd í nokkr
um skilningi, því mörg atriði, sem
þeir leggi dóm á orki tvímælis.
— Áf því leiðir, segir í inngang
inum, að kvcrið úir og grúir af
ályktunum og staðhæfingum, sem
gefa efni til hvassra andmæla af
hálfu þeirra, sem betur þykjast
vita. Við samninguna höfum við
þó stuðzt við rit hinna sannfróð
ustu vitringa um stangaveiðitæki,
leitað álits athugulla og hugvit-
samra innlendra stangaveiðimanna
og síðan að vísu bætt við okkar
eigin reynslu með þeim árangri,
sem hér sér nú dagsins ljós.
Bókin er 80 bls. með mörgum
myndum. Sá Áslaug Sverrisdóttir
um káputeikningu og myndskreyt
ingu.
Næsta ár er áformað að byrja á
seinni áfanga hússins og í kjall
ara þess er áformað, að rísi
sundlaug, sem notuð verði til
vetraræfinga, cn í Neskaupstað er
útisundlaug sem starfrækt er
3—4 mánuði á ári. Yrði þessi sund-
laug norðfirzku sund- og skóla-
fólki að miklu gagni. Stefán sagði
að lokum, að íþróttir væru hverj
um manni nauðsynlegar, ekki síð
ur þeim eldri. Á eftir Strfáni tók
næstur til máls Bjarni Þórðarson,
bæjarstjóri og afhenti hann síðan
Fræðsluráði Neskaupstaðar húsið
og tók Hjörleifur Guttormsson,
formaður Fræðsluráðs við því.
Sagðist hann vonast til að húsið
ætti eftir að koma norðfirzkum
æskulýð að sem mestu gagni.
Fjölmargir tóku til máls á eftir
Hjörleifi og húsinu bárust árnað
aróskir frá ýmsum aðilum.
Arkitekt hússins er Þorvaldur
Kristmundsson, en aðrir sem sáu
um byggingu þess, eru; ívar
Kristinsson sem var byggingameist
ari þess, Óli Þór Hjaltason og
Þorgeir Sigfinnsson sem sáu um
múrverk, um raflagnir sá Kristj
án Lundberg, málun, Hilmar
Símonarson, hitalagnir lögðu
starfsmenn Síldarvinnslunnar h.f.
en lofthitunarkerfi kom frá Verk
stæði ívars Hannessonar í Reykja
vík.
Um nokkurra ára skeið hefur
Sjómannadagsráð Keflavíkur og
Njarðvíkur rekið Sjómannastofuna
Vík í Kcflavík. Húsnæði það sem
stofan er í, var áður Matstofan
Vík. Þetta er tvcggja hæða hús,
og er matsala á neðri hæð, en
rúmgóður salur á efri hæð.
í kjallara hússins eru góðar
geymslur. Rekstri þessa húss hef
ur verið þannig háttað, að yfir
vetrarmánuðina hcfur efri hæðin
verið opin öllum þeim sjómönn
um, er til Keflavíkur hafa lagt
leið sína. Þar hafa verið á boð-
stólum veitingar, þar er sjónvarp
og útvarp og aðstaða til aö spila
og tefla.
Einnig er nokkur vísir að bóka
safni.
Neðri hæð hússins hefur verið
leigð út og hefur Reynir Guðjóns
son rekið þar Matstofuna Vík að
undanförnu við góðan orðstír.
Reynir hefur og annazt veitinga
sölu á Sjómannastofunni. Sjó-
mannadagsráð Keflavikur og Njarð
víkur hefur nú fengið nokkra
reynslu af rekstri stofunnar, og
má segja, að eftirtalin atriði hafi
komið skýrt í ljós.
1) Á jafn stóru sjávarútvegs1
svæði og Suðurnesin eru, er full
nauðsyn fyrir Sjómannastofu.
2) Húsnæði stofunnar, eins og
það er í dag, fullnægir ekki þeim
kröfum, sem til þess eru gerðar.
Þær umbætur sem gera þarf eru
í stuttu máli þessar: Það þarf að
koma upp böðum í kjallara húss
ins. Það þarf að auka við bóka
safnið og gera sérstaka lesstofu.
Má með færanlegum veggjum
Hinn lþ maí s. 1. afhenti stjórn
Líknarsjóðs stúkunnar nr. 7, Þor-
kels Mána I.O.O.F., Hjartavernd
að gjöf hjartalínuritunartæki af
gerðinni Mingograp 34. Tæki þetta
er hið vandaðasta og kostar um
kr. 250, þúsund.
Próf. Sigurður Samúelsson, for
maður Hjartaverndar, veitti gjöf
koma á betri nýtingu salarins,
þannig að sjómenn geti sinnt ýms
um tómstundamálum sínum án
truflana. Þá þarf einnig að gera
miklar þreytingar á húsakynnum
matsölunnar, og gera kleifan rekst
ur hennar með nútíma sniði
þ.e.a.s. með uppsetningu grillofna
o.fl.
Sjómannadagsráð hefur litla
möguleika til að koma þessum
breytingum í framkvæmd, öðru
vísi en að leita til almennings.
Hefur því verið ráðizt í að efna
til happdrættis, sem dregið verð
ur í á Sjómannadaginn n. k. Von
ast ráðið til að velunnarar sjó-
manna taki happdrættinu með
velvilja og kaupi miða.
Hinir íslenzku sjómenn eiga allt
hið bezta skilið.
(Frá Sjómannadagsráði Keflavík-
ur)
Styrkur til
kvenstúdents
Kvenstúdentafélag íslands hef-
ur ákveðið að veita styrk til kven
stúdents úr styrkveitingasjóði fé-
lagsins eins og undanfarin ár til
náms við Háskóla íslands eða við
erlendan háskóla.
Styrkþegi þarf að minnsta kosti
að hafa lokið tveim þriðju hlutum
námsins.
Eyðublöð fást í skrifstofu Há-
skóla íslands, en skilist í Pósthólf
327 fyrir 15. ágúst n. k.
(Fréttatilkynning frá Kvenstúd
entafélagi íslands).
inni móttöku og þakkaði f. h.
Hjartaverndar.
Sagði prófessor Sigurður að það
væri mikil uppörvun í starfi fyrir
forráðamenn og starfsfólk Hjarta
verndar að hljóta slíka stórgjöf.
Framkvæmdastjórn Hjartavemd
ar biður blaðið fyrir þakkir til
félagsmanna stúkunnar nr. 7, Þor-
kels Mána I.O.O.F.
Frá afhendingu gjafarinnar.
RITA BÓK UM
FLUGUVEIÐI
HJARTA VERND
GEFIN STÓRGJÖF