Tíminn - 15.06.1971, Blaðsíða 13
HHGBJUÐAGUR 15. júni 1971
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
IÞROTTIR
Landsliðið hrundi um helgina!
Þrír Akurnesingar boðuðu forföll á síðustu stundu. Mikil vandræði áð fá menn í þeirra stað
Segja má, að íslenzka lands-
liðið í knattspyrnu hafi hrunið
um helgina. Þá kom tilkynning
um að þrír af leikmönnum þess,
sem valdir hafa verið til Frakk-
landsfararinnar, gætu ekki far-
ið með. Voru það leikincnn
Akraness, þeir Haraldur Stur-
laugsson, Eyleifur Hafsteinsson
og Matthías Hallgrímsson. Har-
aldur veiktist fyrir helgi, og
treystir sér ekki til ferðarinn-
ar. Matthías varð fyrir meiðsl-
um í lciknum við ÍBV og Ey-
leifur varð að hætta við fcrð-
ina af persónulegum ástæðum.
Af þessum sökum var Haf-
steini Guðmundssyni, „einvaldi“
landsliðsins, scttur mikill vandi,
því stuttur tími var til stefnu
að fá þrjá menn í þeirra stað.
Var í gær reynt að tala við þá
mcnn, sem sterklegast komu til
greina, og var um miðjan dag
í gær búið að fá 2 menn, þá
Skúla Ágústsson, ÍBA og Krist-
inn Jörundsson, Fram, en erfið-
lega gekk að fá 3ja manninn.
Var verið að reyna að fá Sig-
urberg Sigsteinsson, Fram. til
fararinnar, en til viðbótar þess-
um þrem forföllum meiddist
Guðni Kjartansson í leiknum
gegn Breiðabliki, og er vafa-
samt, hvort hann getur leikið á
miðvikudag.
Þegar síðast fréttist, var Sig-
urbergur ekki búinn að gefa
endanlegt svar, en hclzt var á
honum að heyra, að hann færi
ekki, þar sem fyrirvarinn væri
of stuttur fyrir sig.
Hafsteinn Guðmundsson sagði
f gær, að ef Sigurbergur kæmi
ekki með, yrði að öllum líkind-
um að láta slag standa með 14
menn. Hann væri bundinn í
báða skó, því ákveðinn fjöldi
manna hefði verið tilkynntur í
undankcppnina, og væru heldur
fáir eftir úr hópnum, eftir allt
þetta.
Illjóðið var ekki gott í Haf-
stcini af skiljanlegum ástæðum.
cnda má landsliðið ekki við því
að missa alla þcssa menn, og
sérstaklega cr útlitið slæmt, ef
Sigurbergur fcr ekki og
Guðni reynist það mikið meidd-
ur, að hann geti ekki leikið, því
það veikir vörnina, og við því
má liðið ekki í þcssum þýðingar
mikla leik. —klp.—
Af þeim 13 leikmönnum, sem tóku þátt í fyrri leiknum við Frakkland, eru aðeins 7, sem verða með í förinni til Parísar, sem hefst í dag.
Eyjaskeggjar sneru öllu við
Höfðu 3:1 undir en sigruðu íslandsmeistarana 5:3.
— Haraldur Júlíusson skoraði 3 síðustu mörkin
AE—Vestmannaeyjum — Klp —
Reykjavík
Allar aðstæður til að leika góða
knattspyrnu hér í Vestmannaeyj
um voru fyrir hendi á laugardag
inn, þegar Eyjamenn mættu ís-
landsmeisturunum frá Akranesi í
1. deild. Hinir fjölmörgu áhorfend
ur að leiknum fengu líka að sjá
góða knattspyrnu, og að auki einn
skemmtilegasta leik, sem hér hef
ur sézt í langan tíma. Og til að
kóróna allt fengu þeir líka að sjá
8 mörk og sigur sinna manna, sem
þó leit ekki út fyrir að ætlaði að
verða, því Skagamennirnir kom
ust í 3:1 í fyrri hálflcik.
Leikurinn var allan tímann
njjög hraður og opinn, enda komu
tækifærin á að skora mörk í
Jongum bunum. Akurnesingar
oyjjuðu leikinn með miklum
krafti og hvað eftir annað tættu
Peir vöm F.yjamanna í sundur.
uar var fretnstur í flokki Matthías
Hallgrímsson, sem átti frábæran
leik þar til hann varð að yfirgefa
völlinn eftir 35 mín. leik í fyrri
hálfleik. Hann bókstaflega sneri
vörninni eins og snældu og skap
aði mikla hættu með hraða sínum
og ógnun. Það var mál manna að
lykillinn að sigri ÍBV í þessum
leik, væri brottför hans af velli,
því eftir það dofnaði yfir fram
línu Skagamanna, og leikur liðs
ins varð ekki svipur hjá sjón.
Þar má kannski alveg eins kcnna
um úthaldsleysi þeirra, en úthald
var sýnilega ekki upp á það bezta.
Akurnesingar komust í 3:1 en
Vestmannaeyingar náðu að
mínnka bilið í 3:2 fyrir hálfleik,
og síðan að jafna og komast yfir
4:3 og 5:3 í síðari hálfleik. 3
síðustu mörk ÍBV skoraði Harald
ur Júlíusson, en í síðari hálfleikn
um var ÍBV-liðið sterkari aðilinn
á vcjllinum.
Mörkin í leiknum féllu þannig:
8.mín. 1:0
Teitur Þórðarson, ÍA skallaði einn
og óvaldaður í netið af stuttu færi.
Fannst sumum Teitur vera rang-
stæður.
11. mín. 1:1
Óskar Valtýsson, ÍBV átti hörku
skot að marki og small knötturinn
í þverslá og síðan í Einar Guð-
leifsson, markvörð ÍA og í netið.
Óvenjulegt mark.
18. mín. 2:1
Matthías Hallgrímsson renndi sér
á milli og fram hjá varnarmönn
um ÍBV og allt að marki, þar sem
hann sendi knöttinn yfirvegað og
rólega í netið.
23. mín. 3:1 '■ 'UnT
Hörður Jóhannesson, ÍA sendi
knöttinn vel fyrir markið þar sem
Andrés Ólafsson var vel stað-
settur og hann spyrnti knettinum
viðstöðulaust mcð hægra fæti í
bláhorn marksins.
29. mín. 3:2
Sigmar Pálmason, ÍBV átti hörku
skot á markið, sem Einar hálfvarði
en hélt ekki knettinum, sem
skoppaði fram hjá honum í netið.
Klaufalegt mark — en vel þegið
í þetta sinn.
57. mín. 3:3.
Tómas Pálsson, ÍBV sendi fyrir
markið. Einar hljóp út og ætlaði
að handsama knöttinn, en hann
misreiknaði sig og Haraldur Júlíus
son sendi hann í netið — með
fæti í þetta sinn.
68. mín. 4:3
Sigmar Pálmason, ÍBV gaf knött
inn vel fyrir markið, þar sem Har-
aldiu.,.Júlíusson var umkringdur
mönnum, en liann skoraði sann-
kaílað „gullskallamark" — aftur
fyrir sig og í markið.
85. mín. 5:3.
Kristján Sigurgeirsson sendi háan
bolta inn í vítateiginn og Haraldur
Júlíusson stakk sér upp úr fjöld-
anum og skallaði fram hjá Davíð,
sem kom í markið þegar Einar
Guðleifsson varð að yfirgefa leik
völlinn.
Fleiri urðu mörkin ekki — en
hæglega hefðu þau þó getað orðið
það, því tækifærin voru óteljandi,
sérstaklega hjá Eyjamönnum í
Framhald á bls. 14.
Háar tölur í 2. deíld
Þrír leikir voru leiknir í 2. deild
urn helgina. Selfyssingar heim-
sóttu ísfirðinga og nýliðarnir í
deildinni , Þróttur frá Ncskaup-
stað, lék tvo leiki hér á Suður-
landi.
Selfyssingar fengu heldur slæma
útreið fyrir vestan, því heimamenn
sigruðu þá 8:1. Komust þeir í 8:0,
en Selfyssingum tókst að skora citt
mark skömmu fyrir leikslok. í hálf
leik var staðan 4:0 — þar af skor-
uðu ísfirðingar 3 fyrstu mörkin
strax í upphafi leiksins.
Fyrstu leikjum Þróttar í 2. deild
lauk báðum með sömu markatölu.
A föstudaginn lék liðið við Ár-
mann og tapaði 5:0. I hálfleik
höfðu Ármenningar skorað þrjú
mörk.
Síðari leikurinn var svo við FH
á kosningadaginn í Hafnarfirði, og
lauk honum einnig með 5:0 sigri
FH. í hálfleik var staðan 4:0. Af
þessum mörkum FH skoraði Helgi
Ragnarsson 4, þar af 2 úr víta-
spyrnum. Þróttararnir fengu einn-
ig vítaspyrnu, en þeim mistókst
að skora úr henni, en þeir áttu
einnig mikið og gott skot í stöng.
Þróttararnir austfirzku eru sýni-
lega ekki enn komnir í fulla æf-
ingu, en geta trúlega orðið hættu-
legir á heimavelli sínum, fyrir
austan í sumar.
Einn varnarmaður ÍBV og sóknarmaður ÍA fylgjast með einni af mörgum sóknum Eyiamanna að marki Akur-
nes'mga, í leiknum á laugardaginn, en þeim leik lauk með slgri ÍBV 5:3.
f gærkvöldi léku í 2. deild Vík-
ingur og Þróttur, Rvík, Leiknum
lauk með sigri Víkings, 1:0, og
kom markið í síðari hluta síðari
liálfleiks. Skoraði miðherji Vík-
ings, Kári Kaaber, það. Leikurinn
var jafn í fyrri hálfleik en í þeim
síðari var Víkingur sterkari aðil-
inn.
1. DEILD
Staðan í 1. deild, eftir leikina ura
helgina:
* ÍBV—ÍA 5:3
■& ÍBA—Fram 2:2
■& ÍBK—Breiðablik 4:1
Fram 3 2 1 0 6:3 5
IBK 3 2 0 1 7:4 4
ÍBV 3 1 1 1 6:5 3
ÍBA 3 1 1 1 5:5 3
Valur 3 1 1 1 3:3 3
IA 3 1 0 2 5:7 2
KR 3 1 0 2 3:5 2
Breiðablik , 3 1 0 2 3:6 2
Markhæstu menn:
Haraldur Júlíusson, ÍBV 3
Eyjólfur Ágústsson, ÍBA 3
Steinar Jóhannesson, ÍBK 3
Jón Sigurðsson, KR 2
Óskar Valtýsson, ÍBV 2
Amar Guðlaugsson, Fram 2
Kári Ámason, ÍBA 2
2. DEILD
Staðan í 2. deild eftir leikina
um helgina:
it Ármann—Þróttur NK 5:0
☆ FH—Þróttur NK 5:0
■ír ÍBÍ—Selfoss 8:1
i> Víkingur—Þróttur, Rvík
1:0
Ármann 2 2 0 0 7:0 4
Víkingur 2 2 0 0 5:0 4
FH 2 1 1 0 5:0 3
Haukar 2 1 1 0 4:0 3
ÍBÍ 2 1 0 1 8:5 2
Þróttur, Rvík 2 0 0 2 0:3 0
Selfoss 2 0 0 2 1:12 0
Þróttur NK. 2 0 0 2 0:10 0
Markhæstu menn:
Bragi Jónsson, Ármann 4
Helgi Ragnarsson, FH 4
Guðmundur Ólafsson, ÍBÍ 3
RAGNAR
LARUSSON
LÁTINN
S.l. föstudag andaðist Ragnar
Lárusson, fyrrv. gjaldkeri Knatt-
spyrnusambands íslands, eftir
langvarandi veikindi. Við fráfall
hans hefur íþróttahreyfingin
misst traustan og góðan liðsmann.
Ragnar átti sæti í stjórn Knatt-
spyrnusambandsins um langt ára-
bil, en áður starfaði hann að fé-
lagsmálum fyrir Knattspyrnu-
félagið Fram og var m.a. formað-
ur félagsins um skeið. Auk þess
átti hann sæti í fjölmörgum nefnd
um og ráðum innan íþróttahreyf-
ingarinnar.
Ragnar Lárusson var nýlega'orð
inn 64 ára, er liann lézt. Ilans
mun verða minnzt í íslendinga-
þáttum Tímans síðar. — alf.