Tíminn - 27.06.1971, Page 2
u
8ARNALEIKTÆKI
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESS.,
Suðurlandsbraut 12.
Sími 35810.
ENSKER
RAFOEYMAR
LONDON BATTERY
K.OMIN AFTUR
i allar gerðir
bíla og dráttarvéla.
Lárus Ingimarsson,
heildverzlun.
Vitastig 8a. Sími 16205.
JOHNS-MANVILLE
glerullareinangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og
örugglega ódýrasta glerullar-
emangrun á rnarkaðnum »
dag. Auk þess fáið þér frian
álpappir með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið í flutningi.
Jafnvel flugfragt borgar sig.
Hagkvæmir
greiðsluskilmálar.
— Sendum hvert á land
sem er.
M U N ! Ð
JOHNS-MANVILLE
í alla einangrun.
JÓN LOFTSSON H.F.
HRINGBRAUT 121
SÍMl 10600
GLERÁRGÖTU 26,
Akureyri. — Sími 96-21344.
TIMINN SUNNUDAGUR 27. júní 1971
Frá sumarhátíðinni á Svartsengi, sem haldin hefur verið vlð góðan orð-
stír tvö undanfarin sumur.
aða úti urn land. Lögð hefur
verið áherzla á að þetta yrðu
hátíðir fyrir alla fjölskylduna
og hefur víða verið tekið upp
kjörorðið „ein helgi með fjöl-
skyldunni“. Talsverður stofn-
kostnaður er við að halda í
fyrsta sinn slíkan sumarfagn-
að. Lágmarkskostnaður við að
koma upp nauðsynlegri að-
stöðu er um 150—200 þúsund
kr., þ.e.a.s. steyptum danspalli,
yfirbyggðum hljómsveitar-
palli, snyrtingu o. ö. þ. h. Jafn-
framt þarf að velja sumarhátíð
um stað, þai tem eru góð tjald
stæði o.g aðstaða fyrir leiki
og íþróttir. Nú þegar eru
haldnar þó nokkrar glæsilegar
' sumarhátíðir ár hvert.
Þrastaskógur
Árið 1911 gaf Tryiggvi Gunn
arsson Ungmennafélagi ís-
lands 45 hektara í landi Önd-
verðarness í Grknsnesi. Land
þetta; sem hlaut nafnið Þrasta-
skógur, hefur nú verið frið-
að í nær 60 ár, þar ræktað-
ur skúgur, og er nú oinstæður
staður hér á landi. í Þrasta-
skógi eru nú 35—40 tjaldstæði
og UMFÍ á veitingaskálann
Þrastalund, sem opinn er á
sumrin. Nú hefur verið gerð-
ur 110x60 metra stórt íþrótta-
svæði í miðjum skóginum. Var
þetta starf unnið að langmestu
leyti í sjálfboðavinnu og er
ekki sízt að þakka formanni
stjórnar UMFÍ, Hafsteini
Þorvaldssyni, sem var óþreyt-
andi að fara þangað og vinna
ásamt öðrum sjálfboðaliðum.
Ætlunin er, að í Þrastaskógi
verði verulega skemmtilegt úti
vístarsvæði. Verið er að vinna
að heildarskipulagi svæðisins
með tilliti til frekari mann-
virkjagerðar.
Félagsmálaskólinn
Félagsmálaskóli UMFÍ hóf
starfsemi sína árið 1970, en
með því vildum við undirstrika
okkar forustuhlutverk í félags-
málauppeldi þjóðarinnar. Við
teljum grátlegt hvernig fræðslu
löggjöfin gengur fram hjá því.
Sigurfinnur Sigurðsson á
Selfossi hcfur veitt skólanum
forstöðu og er það sjálfboða-
starf, en cinnig koma aðrir
menn og ræða við nemendur
um ýmis sérsvið.
1970 voru haldin félags-
málanámskeið í Haukadal og á
Suðurnesjum. í haust fengum
við síðan um 40 beiðnir um
að halda námskeið á ýmsum
stöðum, en þessi starfsemi er
ekki uundin við ungmenna-
félögin. Voru námskeiðin hald-
in á kvöldin og um helgar. í
vetur voru þau sex tals-
ins, í íþróttakennaraskólan-
um að Laugavatni, Kennara-
skóla íslands, Árnesi, Selfossi
Og styttri námskeið í Hlíðar-
dalsskóla og Skógaskóla. Það
er athyglisvert að nemendur
í Kennaraskólanum, sem voru
að ljúka þar námi í vor og
báðu um þetta námskeið hjá
okkur, höfðu tæpast fengið
nokkra tilsögn í ræðu-
mennsku eða félagsmálastarfi.
Ég get sagt þér svona
til gamans svolitla sögu
um árangurinn af nám-
skeiði þessu. Á hverju vori
fer fram keppni í ræðu-
mennsku í Kennaraskólan-
um og það var einn af nem-
endutm úr félagsmálanám-
skeiðinu hjá okkur, sem hlut-
skarpastur varð að þessu sinni.
Hann sagðist sjálfur aldrei
hafa þorað upp í ræðustól áður
en hann fór á námskeiðið og
hefði örugglega ekki tekið
þátt í kepppinni hefði hann
ekki hlotið þennan undirbún
ing.
í Félagsmálaskóla UMFÍ er
kennd ræðumennska, fundar-
stjórn, fundarritun og jafn-
framt hljóta nemendur al-
menna þjálfun. Einnig eru sér-
stök málefni tekin fyrir á nám
skeiðum skólans svo sem,
skipulag Og starfshættir UMFÍ,
samkomuhald, féjagsh.eimil-
in, starfsíþróttir, frumatriði í
skyndihjálp, framsöign, sam-
starf ungmennafélaga og
skóla.
Leikþáttasafn —
leiklist og skák
— Áður fyrr átti UMFÍ leik
ritasafn, sem síðar lagðist nið-
ur. Við urðum varir við að fé-
lagar úti á landi sýndu oft
áhuga á að fá efni til flutnings
á kvöldvökum. Við höfum lagt
ríka áherzlu á það að ung-
mennafélag mætti aldrei verða
eingöngu íþróttafélag,
svo dæmi sé nefnt. Ungmenna-
félag getur ekki lifað með svo
einhliða starfi. Sumir tengja
hugtakið kvöldvökur við
gamla rómantík, sem kannski
geti dugað uppi í sveit. Þessi er
þó ekki raunin og má nefna
sem dæmi að sumar deildir
Ungmennafélagsins Breiðabliks
í Kópavogi halda uppi kvöld-
vökum regiulega. Til þess að
styðja slíka kvöldvökustarf-
semi skrifuðum við öllum ung-
ungmennafélögum og öllum
barna- os unglingaskólum
landsins og báðum um það
efni, sem þessir aðilar ættu í
fórum sínum. Eigum við nú
35 leikþætti, sem skólar og
ungmennafélög geta valið úr
og fengið fjölrituð hér eins
mörg eintök og þau vilja
á sáralitlu verði. Getum við
væntanlega bætt 70 þáttum við
innan skamms.
Gífurlega mikil leiklistar-
starfsemi er einnig innan
ungmennafélaganna og má
segja að nær öll slík starfsemi
í dreifbýli sé á vegum þeirra.
Þá er skákþing UMFÍ hald-
ið á hverju ári. Keppt er í
fjórum riðlum á fjórum stöð-
um á landinu, en úrslitakeppn-
in fer fram á landsmótum, þau
ár sem þau eru, en annars er
efnt til sérstakrar keppni. í
vetur tóku 14 héraðssambönd
þátt í þinginu o,g keppa 4 sveit
ir til úrslita á landsmótinu á
Sauðárkróki 10.—11. júlí.
Landgræðsla
Auk þeirra verkefna, sem
nefnd hafa verið, vinna ung-
mennafélagar stöðugt að land-
græðslu. Við höfum gert sér-
stakan samning við Vegagerð
ríkisins um sáningu í veg-
kanta, en veittar eru 2 millj-
ónir kr. á ári í því skyni. Áð-
ur fór um fjórðungur þess fjár
í vinnulaun, en nú höfum við
tekið að okkur framkvæmdina
í sjálfboðavinnu, og öllu fénu
verjum við til fræ- og áburð-
arkaupa. Nú í sumar var um
170 tn. af fræi sáð í vegkant-
ana. Þessi samvinna hófst nú í
sumar og er áætlað að halda
henni áfram a.m.k. í 4 ár og
þessi landgræðsla verði eins
konar afmælisgjöf ungmenna
félagshreyfingarinnar til lands
og þjóðar á 1100 ára afmæli ís-
lands byggðar 1974.
Landsmót UMFÍ
á Sauðárkróki
— Starfsemi UMFÍ og ung-
mennafélaganna yfirleitt snýst
um þessar mundir fyrst og
fremst um landsmótið á Sauð-
árkróki nú í júlí, sem raunar
hefur verið sagt frá áður.
Landsmót eru haldin á þriggja
ára fresti. Á þessu móti taka
uim 1000 íþróttamenn og kon-
ur þátt í keppni í frjálsum
iþróttum, knattspyrnu, körfu-
knattleik, glímu, sundi, hand-
knattleik, starfsíþróttum og
skák. Að loknu mótinu verður
efnt til hópferðar íþróttafólks
og annarra ungmennafélaga á
landsmót dönsku ungmenna-
félaganna í Holstebro á Jót-
landi 22.—25. júlí.
Mikill áhugi er á landsmóti
UMFÍ á Sauðárkróki og hefur
aðstaða sjaldan verið eins góð
og falleg á nokkru móti áður.
Fjármál
— Hvernig er fjárhag
UMFÍ varið?
— Við fáum 800.000 kr. úr
ríkissjóði til starfseimi okkar,
en auk þess höfum við fengið
45.000 til skógræktar í Þrasta-
skógi og 50.000 til starfsíþrótta.
Okkur er alltaf fjár vant, eins
og sést t.d. á félagsmálaskólan-
um, sem virðist þó mikil þörf
fyrir, en hann er rekinn ein-
göngu með sjálfboðastarfi.
Okkur finnst við óneitanlega
afskiptir miðað við aðra aðila
hér á landi sem vinna að æsku-
lýðsmálum.
— Ég hef skýrt nokkuð frá
ýmsum verkefnum UMFÍ, sem
mörg pru ný af nálinni, en auk
þess hefur tímabilið síðan hin
nýja stjórn UMFÍ tók til
starfa einkennzt af beinum
tengslum við félagsmenn
hvaðanæva á landinu. Stjóm-
in hefur verið á þönum úti um
land. Og é,s held að ég og
stjórnarmennirnir þekkjum
alla forystumenn og mestu
áhugamenn hvaðanæva ó land-
inu. S.J.
Frá handknattleiksforkeppni 14. landsmótsins sl. sumar. Frá leik UMSK og UMFN,
Danspallurinn og hátíðarsvæðið á Svartsengi á Reykjanesi.