Tíminn - 11.07.1971, Síða 2

Tíminn - 11.07.1971, Síða 2
14 TIMINN StTNNUDAGUR 11. júlí 1971 DR. RICHARD BECK: I Merkisþýðmg öndvegis- Axel Thorsteinsson, rithöfund- ur, hefur sýnt minningu föður síns, þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar, sonarlega og var anlega ræktarsemi með útgáfu margra verka hans í bundnu máli og óbundnu, og sérstaklega með útgáfu Ritsafns hans í tveim bind um (1924 og 1926). Góðu heilli, hefur Axel þó eigi látið þar við sitja, því að síðastliðið haust gaf hann út á vegum Bókaútgáfunn- ar Rökkurs ljósprentun af þýð- ingu Steingrkns föður síns á hinu víðfræga leikriti Lear konungur eftir William Shakespeare. Var hin nýja útgáfa þeirrar þýðingar þarft verk og þakkarvert, þar sem nærri öld er nú liðin frá hinni upprunalegu útgáfu hennar, og hefir hún því, að kalla má, verið ófáanleg áratugum saman. Við endurlestur þýðingarinnar í hinni nýju útgáfu hennar varð mér það ríkt í huga, hversu mikla þakkarskuld við, sem ólumst upp á árunum eftir aldamótin síðustu, eigum Steingrími Thorsteinssyni og öðrum þjóðskáldum þeirrar tíð ar að gjalda fyrir snilldarríkar þýðingar þsirra af erlendum af- bragðskvæðum og öndvegisritum í lausu máli. Enn er mér í fersku rninni, hver opinberun mér var það, uppspretta yndis og opnun víðara hugarheims, er ég las þýð- ingasafn þeirra séra Matthíasar Jochumssonar og Steingríms, Svanhvíti, í fyrsta sinn, en þar rekur hvert afbragðskvæðið ann- að í sambærilegum íslenzkum ljóð búningi. Steindór Steindórsson skólameistari hefur vafalaust rétt að mæla, er hann segir í vinsam- legum og markvissum ritdómi um umrædda þýðingu (Heima er bezt, marz 1971): „Nútímamönnum gleymist allt- of oft, hvílík afrek gömlu skáldin unnu með þýðingum sínum á meistaraverkum heimsbókmennt anna, sem opnuðu íslenzkum les- endum nýja, furðulega heima, og áttu þar fáir drýgri hlut en Stein- grímur Thorsteinsson". Langt er nú liðið síðan ég las þýðingu Steingríms á Lear kon- ungi í fyrsta skipti, og hreifst af henni. Samt var það ekki fyrri en í framhaldsnámi mínu í ensk- um bókmenntum á Cornell há- skóla í íþöku, New York (1922— 1926), þegar ég endurlas þessa þýðingu Steingríms og Shakespe- are þýðingar séra Matthíasar og bar þær allar saman við frumrit- in, að mér varð það fyllilega ljóst, hversu frábær afrek framannefnd þjóðskáld vor höfðu unnið með þeim þýðingum sínum, og að sama skapi auðgað bókmenntir vorar með þeim. En í Cornell var það hið happasæla hlutskipti mitt að hafa sem kennara minn í Shakespeare fræðum einn hinn allra fremsta fræðimann Banda- ríkjanna á því sviði, dr. Joseph Quincy Adams prófessor. Hlýddi Mjúktr og hljóðídtír Japönsku YOKOHAMA nylon hjólbarðarnsr hafa reynst öðrum fremur endingargóðír og öruggír á tsíenzku vegunum. Fjölbreytt munsturog stœrðir fyrír ailar gerðír bifreíða. HAGSTÆTT VERÐ Útsöiustaðír um allt land. Samband tsl. samvtnnufélaga Ármúla 3, Rvíh. símt 38900 'Í-W} Steingrímur Thorsteinsson ég bæði á fyrirlestra hans og las mörg hin merkustu leikrit Shake- speares undir handleiðslu hans. Var hann bæði óvenju snjall fyrir lesari og afburðakennari. Síðar leitaðist ég við að greina ofurlítið upp í þakkarskuld mína við Steingrím með yfirlitsgrein- inni „Þýðingar Steingríms Thor- steinssonar“, er kom út á aldar- afmæli hans 1931 í dagblaðinu Vísi og tímaritinu Rökkri, og var endurprentuð í Lögbergi. Þar sem 40 ár eru nú liðin síðan grein þessi kom út, leyfi ég mér að taka hér upp meginhluta kaflans, sem fjallar sérstaklega um þýð- ingu hans á Lear konungi. Eftir að hafa dregið athygli að því, hve Steingrími tekst prýðilega þýðing in á lýsingu fagurs og friðsæls sumarkvölds í byrjun Parisínu eft ir Byron hélt ég áfram á þessa leið: „Jafn snilldarlega tekst Stcin- grími þýðingin á hinu hrikalega: hamförum náttúrunnar eða öldu- róti mannssálarinnar á örlaga- stundum hennar. Þetta tvennt sameinast í sýninni harmdjúpu úr Lear konungi, þar sem berhöfðað- ur öldungurinn ráfar yfirgefinn. í þrumuveðrinu, uppi á eyði-heið- inni, en þessi stórfellda lýsing er, meðal annars, þannig í þýðingu Steingríms á orðum Lears: flestra dómi, sinni allra hæstu hæð einmitt í Lear konungi. Og margir gagnrýnendur telja leikrit þetta áhrifamesta sorgarleik heimsbókmenntanna. Það er skemmtilegt, að eiga þetta merk- isrit skáldkonungsins enska í svo ágætri þýðingu“. Aðrir, sem um Steingrún hafa ritað og Lear þýðingu hans síðan grein mín kom út, hafa einnig vitnað til framannefndrar lýsing- ar í snilldarþýðingu hans, og fer það að vonum, þar sem þar er um að ræða hámark harmþunga hins stórbrotna leikrits. Síðan mér barst í hendur ljós- prentaða útgáfan á þýðingu Stein gríms, hef ég borið hana gaum- gæfilega saman við nýja útgáfu af frumritinu, og hefur sá saman- burður orðið til þess að staðfesta enn betur en áður ofangreind um mæli mín um þýðinguna. En þar sem ég lagði þar áherzlu á það, hve Steingrími tækist frábærlega vel þýðingin á hinum hrikafengnu lýsingum leikritsins, vil ég bæta því við, að hið sama má segja um þýðingar hans á mildari og ljóðrænni köflum þess. Sem dæmi þess má nefna eftirfarandi lýs- ingu á Kordelíu dóttur Lears kon ungs, er riddarinn svarar spurn- ingu Kents: „Æ, hrærðist hennar geð?“ með þessum orðum: Blás, blás! ríf hvopt þinn, ofsa- byluf, æddu! Þér felli-stormar, steypihvolfur, grenjið, uns turnar sökkva, veðurvitar drekkjast! Brennisteins-elding, bjarta, hugar- snara, sem blossar undan eik-kljúfandi skruggu, svíð hærukoll minn! Heimsins skelfir, þruma, slá hnöttinn flatan; bramla og brjót í sundur öll eðlis mót, og eyðilegg í skyndi hvern vísi til hins vanþakkláta mannkyns. Yfirleitt má segjá, að þýðingin á Lear konungi, sé afbragð að nákvæmni, andagift og málfegurð. Hér var þó ekki ráðizt á neitt hvcrsdags viðfangsefni. Eins og ég hef bent á annars staðar (Eimr. 34. árg. 3, bls. 277), pá nær undragáfa Shakespeares, að . . . . En ei til æðis, því sorg og þolinmæði þreyttu kapp, um það, hvor hana fengi fegrað meir. Þér hafið regn og sólskin séð í einu; eins voru henna* blessuð tár og bros, þó fullt eins fögur. Þau hin sælu smábros á hennar blómgu vörum virtust ei að vita neitt af gestum þeim, er hýstust : augunum og ofan frá þeim hnigu sem drjúpi niðraf demant-steinum perlur. Já, sorgin yrði elskuð dýrðar prýði ef færi hún á öllum eins og henni. Sú hugsun sótti einnig fast á mig við endurlestur Lear þýðing- ar Steingríms, hversu afar merki- legt brautryðjendaverk á sviði ís- Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.