Tíminn - 11.07.1971, Side 3
•UNNUDAGUR 11. júlí 1971
TÍMINN
15
— Hvemig fellur manni þín-
um og börnum, að þú skulir
vera byrjuð á námi?
— Ágætlega. Maðurinn minn
hefur hjálpað mér heilmikið.
Hann hefur t. d. gaman af að
elda mat og gerir það oft.
Sumir telja, að konur van-
ræki börnin með því að fara
út að vinna. Mér finnst það
ekki. Ég er miklu ánægðari eft-
ir að ég fór að læra, og þá
hugsa ég að aðrir á heimilinu
séu einnig ánægðari.
Ég er raunar í vandræðum
með Ijtla strákinn minn, sem
er sex ára. Hann var í leikskóla
þangað til í vetur, en síðan hef-
ur hann verið mikið hjá ömmu
sinni. Eldri börnin era 13, 15
og 16 ára og eru alveg sjálf-
bjarga.
Skilningur fólks er að auk-
ast á því, að húsmæður
velji sér sjálfstætt starf
að eigin geðþótta
— Hvernig finnst þér búið í
haginn af þjóðfélagsins hálfu
fyrir konur, sem vilja fara út í
nám eða starf?
— Ég tek undir við leikritið
hennar Svövu Jakobsdóttur,
Hvað er í blýhólknum? Áður en
ég sá það í vetur, hafði ég þó
ekki áttað mig á hve það eru
mörg atriði, sem eru því til
hindrunar, að kona velji sér
sjálfstætt starf. En mikilvæg-
asta lausnin er þó fiölgun dag-
heimila og leikskóla og stofn-
un miklu fleiri skóladagheimila.
— Telurðu fjölskylduna og
hjónabandið í fullu gildi sem
grundvöll þjóðfélagsins, eða álít
urðu að við ættum að taka upp
aðra sambýlishætti?
— Ég álít að þetta sé
bezt eins og það er.
— Hver er skoðun þín á Rauð
sokkahreyfingunni?
Framhald á bls. 22.
Ná Iiðop mép vel...
Nauðsynlegf fyrir konur
að afla sér menntunar
Húsmóðurstarfið er líka
sjaldnast fullt ævistarf fyrir
konur nú á dögum. Þegar krakk-
arnir eru farnir, situr móðirin
eftir og veit ekki hvað hún, á að
gera af sér. Ég er fylgjandi því,
að konur velji sér vinnu, sem
þær hafa áhuga á, — fyrst og
fremst þeirra sjálfra vegna. Eg
tel það nauðsynlegt til þess að
konum finnist þær vera sjálf-
stæðar og öruggar.
Auk þess álít ég, að konur
verði að læra eitthvað til þess
að vera öruggar um afkomu
sína og e. t. v. barna sinna. Ég
varð vör við það í atvinnuleys-
inu fyrir nokkrum árum, að kon
ur, sem voru menntunar- og rétt
indalausar, en áttu einar fyrir
börnum að sjá, misstu vinnuna.
Hjónaband er engin ævilöng af-
komutrýgging, það ætti konum
að vera ljóst.
— Hvert er námsefnið í fram
haldsdeildum gagnfræðaskól-
anna?
Fariff ekki í útilegu án dralon-svefnpoka frá &efíwi
Mér leið ekkert vel við skóla-
setninguna í haust. Satt að
segja varð ég að bíta á jaxlinn
til þcss að fara inn í salinn. Mér
fannst ég vera alveg eldgömul
innan um alla þessa krakka, sem
áttu eftir að verða skólasystkin
mín og voru lítið eldri en mín
eigin börn.
Svo fórust Hönnu Maríu Gunn
arsdóttur, 34 ára húsfreyju og
fjögurra barna móður, orð í við
tali við Tímann nú fyrir
skömmu, en hún byrjaði nám í
framhaldsdeild Gagnfræðaskól-
ans við Lindargötu nú í haust
og varð í vor dúx í framhalds-
deildinni. Hanna María ætlar
sér að læra hjúkrun, og lauk í
fyrra 8 mánaða námskeiði fyrir
sjúkraliða. Að því loknu langaði
hana til að læra meira og fór
því í hjúkrunardeild framhalds-
deildar gagnfræðaskólanna,
með það fyrir augum að ljúka
síðar rúmlega þriggja ára hjúkr
unarnámi við Hjúkrunarskóla ís
lands.
Tók lágt gagnfræðapróf
— Hvað er langt síðan þú
hafðir verið í skóla, þegar þú
byrjaðir aftur?
— Það voru rúm 16 ár. Ég
tók gagnfræðapróf í Kvenna-
skólanum með lélegum árangri.
Ég var miðlungsnemandi þang-
-ið til í 3. og 4. bekk, þá var
námsárangurinn vægast sagt
slæmur. Ég var um allt annað
að hugsa, var trúlofuð og gifti
mig fljótlega að loknu prófi.
— Og svo gekk þér svona vel
við námið í vetur.
— Ég er óskaplega fegin að
hafa farið í skólann, og finnst
ég hafa lært heilmikið. Fyrst í
vetur var ég taugaóstyrk og
stirð við námið, fannst ég ekk-
ert skilja. En eftir svona tvo
mánuði fór það að lagast. Og
ég sé ekki eftir því að hafa
tekið upp þráðinn að nýju.
Ég skammaðist mín oft í vet-
ur fyrir fáfræði mína, þegar
kennararnir töluðu um ýmislegt,
eins og sjálfsagt væri að það
væri nokkuð, sem allir vissu. Ég
hef lesið svo lítið til þessa og
sé eftir því núna. Mestur tíminn
hefur farið í að hugsa um heim-
ilið, sauma á börnin bg vinna
úti af og til.
Annars var ætlunin að bæta
úr þessu í sumar, ég ætlaði að
gera einhver ósköp, t. d. lesa
Kunni vel við mig
í skólanum, þegar til kom
— Hvernig féll þér við skóla-
systkini þín í vetur?
— Agætlega. Og ég kunni bet
ur við mig í þeirra hópi en ég
hélt í byrjun. En þetta var mest
að þakka bekkjarsystur minni,
sem líka var eldri en hinir nem-
endurnir, fráskilin, ung kona
með eitt barn. Ég kynntist
henni strax fyrsta daginn, hún
er mjög félagslynd og átti auð-
velt með að umgangast bekkjar-
systkinin,, sem flest voru 17—
18 ára.
dralon
svefnpokinn er fisiéttur og hlýr. Pokanum. fylgir
-------— koddi, sem íestur er viff hann meff rennilás.
Pokanum má meS einu handtaki breyta í sæng. Auk þess er auffvelt að reima tvo poka samss
(meff rennilás) og gera að einum tveggja manna.-
Hanna Maria Gunnarsdottir
bækur á ensku, en í henni var
ég alveg á núlli í haust. En það
hefur orðið minna úr fram-
kvæmdum, enda vinn ég fulla
vinnu á vöktum á Borgarspítal-
anum.
feíSf j '' v' ' •'1 ‘ “r
— Það; er §vip|íð óg í jfýrsta
bekk Kennaraskólans eða
menntaskólanna. í hjúkrunar-
deildinni er kennd heldur meiri
— Vannst þú úti áður?
— Svona tíma og tíma, aðal-
lega skrifstofuvinnu.
— Gætirðu hugsað þér að
helga þig húsmóðurstörfum ein-
göngu?
— Sjálfsagt hef ég ætlað mér
það fyrstu árin eftir að ég gift-
ist, en það hefur breytzt með
aldrinum. Það er misjafnt hvað
konur eru gefnar fyrir húsverk
og ég hef aldrei verið mikil hús-
móðir. Mér leiddust húsverk
lengi vel, en ég er búin að sætta
mig við þau núna. En ef ég væri
dæmd til að vinna þau ein-
göngu, finndist mér ég vera eins
og fangi í búri.
C-'-*
„Ég er sjálf
Z’
r
Rætt við Hönnu Maríu
Gunnarsdóttur, gifta
konu og fjögurra
barna móður, sem
hlaut hæstu einkunn
í framhaldsdeild gagn-
fræðaskólans við Lind
argötu í vor.
lífeðlisfræði og danska heldur
en í hinum deildunum, en
kennslubækurnar, sem notaðar
eru í Hjúkrunarskólanum, eru
margar á dönsku.
— Hefur ákvörðun þín um að
læra hjúkrun, nokkuð breytzt
að loknum þessum vetri?
— Nei, mér finnst hjúkrunar-
störf skemmtileg og lifandi. —
Hins vegar leiðist mér skrif-
stofuvinna.