Tíminn - 11.07.1971, Qupperneq 6

Tíminn - 11.07.1971, Qupperneq 6
m TIMINN SUNNUDAGUR 11. júlí 1971 '&tsm "<#■' i; x' .. ‘:.ý .: - - vf •:••>•• •:'•:<'•:: v .-:• Myndin var tekin í nýja bankaráösherberginu, og standa bankastjórarn ir þeir ásamt aðstoðarbankastjórum við borðið mikla. F.v. Sigurbjörn Sigtryggsson, Björgvin Viimundarson, Jónas Haralr, Helgi Bergs og Gunnlaugur Kristjánsson. (Tímamynd GÆ.) Elzti og stærsti bankinn er áttatíu og fimm ára Stikiað á Venjulega eru banka- menn heldur fáorðir um viðskiptamenn bankanna, og þögulir eins og gröfin, ef spurt er um innstæður eða lán einstakra viðskipta manna. Hins vegar fannst forráðamönnum Lands- banka íslands, ekki annað hægt, en gefa upp hver hefði fengið fyrsta víxil- inn í bankanum fyrir 85 árum, en það var Sigurður Kristjánsson, bóksali, og víxilupphæðin var 400 kr., og hefur sjálfsagt þótt stór upphæð í þá daga. Það voru sem sé ár, frá því Landsbankinn Uk til 1. júlí s.l. og var p Oíi í cl tímamóta í sögu þessarar miklu peningastofnunar þjóðarinnar minnzt á laug- ardaginn. Bankaráðsformaðurinn Bald- vin Jónsson, bankastjórarnir Jónas Haralz, Björgvin Vil- mundarson og Helgi Bergs og aðstoðarbankastjórarnir Sigur björn Sigtryggsson og Gunn- laugur Kristjánsson ræddu við blaðamenn fyrir helgina í til- efni þessara tímamóta, og jafn framt sýndu þeir hinar miklu endurbætur sem gerðar hafa verið á bankanum að undan- förnu, til hagræðis fyrir starfs- fólkið, viðskiptavinina og bank ann sjálfann, því að með betra húsnæði, er hægt að koma við meiri vinnuhagræðingu, og veita fljótari og betri þjón- ustu. Það er af sú tíð, að Lands- bankinn sé opinn aðeins tvisvar I viku og tvo tíma í senn eins o- í uTyViafi. því fimm daga í viku, geta viðskiptavinir Lands í sögu Landsbanka bankans fengið afgreiðslu í að- albankanum eða útibúum, frá því klukkan hálf tíu á morgn- ana til klukkan hálf sjö á kvöld in. í fyrstu voru starfsmenn- irnir tveir, en eru nú 475 Líklega má rekja upphaf að stofnun Landsbanka íslands til þess, að á Alþingi 1853 kom fram ósk um að Þjóðbanki Dan merkur opnaði hér banka, en hann færðist undan því, og mun hafa bent íslendingum á að stofna sjálfir sparisjóð. Fyrsti sparisjóðurinn hérlendis er svo stofnaður á Austfjörðum 1868, og fjórum árum síðar er stofn aður sparisjóður í Reykjavik. Árið eftir að Landsbankinn var stofnaður, var sparisjóðurinn í Reykjayík svo sameinaður bank anum. í lögunum um bankann var svo kveðið á, að hann skyldi greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu. Fékk bankinn 10 þús und króna fratnlag frá Lands- sjóði til stofnuiíarinnar, og hálfrar milljón króna lán frá sjóðnum. Jafnframt var bank anum heimilað að gefa út 500 þúsund krónur í seðlum, og í þá daga, skrifuðu bankastjóri og féhirðir sjálfir á hvern ein- asta seðil, en nöfn þeirra voru ekki prentuð á þá eins og nú til dags. Mun það hafa komið Landsbanki íslancls viö Austurstræti. Þetta er húsiö sem byggt var árið 1924, og stendur vel fyrir sínu enn þann dag í dag. Stórhugur og tramsýni hefur ríkt við byggingu þessa húss. fyrir að útborgunum á víxlum seinkaði vegna þess að banka mennirnir höfðu ekki tíma til að skrifa á seðlana! Fyrsti bankastjóri Lands- bankans var Lárus Sveinbjörns son, en hann var jafnframt dótnari, og hafði því bankastörf in í hjáverkum. Hann var bankastjóri þar til árið 1903, að Tryggvi Gunnarsson tók við, og gegndi bankastjórastarfinu til 1909. Bankinn tók fyrst til starfa í húsi Sigurðar Kristjánssonar bóksala við Bakarastíg, en síð ar var gatan kennd við bank ann — fyrsta íslenzka bankann og skírð Bankastræti. Starfsemi bankans var lítil fyrst í stað, en þegar hann er þriggja ára, er hann opinn alla virka daga, og tíu árum síðar eða 1899 flytur bankinn í eigið húsnæði á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, og þar er bankinn enn þann dag í dag. Húsið teiknaði danskur arki tekt, Thuren að nafni, sá hinn sami og teiknaði holdsveikra- spítalann í Laugarnesi. Húsið var gert úr steini, en innveggir að nokkru úr timbri. Það var um 275 ferm. og rúmmál um 2600 rúmm. Samtíma frásögn í blaðinu Sunnanfara segir frá því, að húsið sé hið vandaðasta og veglegasta hús á landinu, nokkuð minna en Alþingishús ið, en miklu fegurra útlits. í því séu steyptir skápar í veggj um með ramlæstum járnhurð um fyrir svo dýrum og vönduð um, að kostað hafi allt að 750,- kr. hid dýrasta. Þá var sagt frá því, að í húsinu væri mið- stöðvarhitun, hin fyrsta og eina, sem þá var til hér á landi. Þann 25. april 1915 varð mik- iU eldsvoði í Reykjavik og brunnu til kaldra kola eSa skemmdust mikið 10 hús í mið- bænum, þ.á.m. hús Landsbank ans. öruggar geymslur björg- uðu þó öllum verðmætum skjöi um bankans. Eftir þetta var starfsemin i hrakhólum í nokkur ár. Var hún fyrst í þröngu húsnæði í hluta af núverandi pósthúsi, en síðan þar, sem nú er Reykja víkurapótek. Þá var vel byggt Árið 1924 var svo tekið í notkun nýtt bankahús, sem reist hafði verið á rústum hins brunna og hefur hýst starfsemi bankans síðan. Guðjón Samúels son, húsameistari, teiknaði það í sama stíl og hið eldra, en tals vert stærra. Það var um 440 ferrn. og einni hæð hærra en hitt. Eins og það ber með sér í dag var mjög vel til þess vand að, má í ýmsu vísa tii ummæia um hið fyrra, og telja þetta hús eitt hið glæsilegasta í landinu. Kostaði húsið sjálft um 700 þúsund, lóð og brunarústir 124 þúsund og geymslur fyrir pen- inga 80 þúsund, eða alls rúm- lega níu hundruð þúsund. í brunanum 1915 brunnu að mestu innviðir úr steinhúsi er stóð við hlið bankans á horni Hafnarstrætis og Pósthússtræt is og nefndist Ingólfshvoll, en þar voru stigar, loft og þiljur allar úr timbri. Húsið var end- urbyggt í svipuðum stíl og áð- ur. LandSbankinn keypti það 1928 og fékk til afnota 1932. Árið 1938 var byggð stein- steypt 2ja hæða tengibygging milli þess og Landsbankahúss ins. Jarðhæð hennar og kjallari voru felld inní mitt Ingólfs- hvolshúsið, um 100 ferm. Auk þess var byggð álma meðfram bakhlið bankahússins og veggur jafnframt rifinn niður. Varð veruleg stækkun á afgreiðslu- salnum við þessa breytingu. Ingólfshvolshúsið var svo að öðru leyti smám saman tekið í notkun fyrir skrifstofur bank-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.