Tíminn - 11.07.1971, Page 12
j
Sunnudagur 11. júlí 1971.
Greiddu þung
högg og stór
við Þórscafé
OÓ—Reykjavík, laugardag.
Oft er óeirðasamt utan við
dansstaðinn Þórscafé um það
bil sem ró er komin á inni í
húsinu og gestir fá ekki leng
ur útrás við að stíga dansinn.
í nótt lenti tveim piltum þar
saman og slógu hvorn annan
í höfuðið með þeim afleiðing
um, að báðir voru flutir á slysa
varðstofuna.
Við yfirheyrslu í morgun bar
annar þeirra, að sér hafi verið
hrint niður tröppurnar utan við
dansstaðinn. Var hann með
handtösku meðferðis. Tók hann
nú steinhnullung upp af göt-
unni og setti í töskuna og réð
ist með þetta vopn að þeim
sem hrinti. Slengdi hann nú
grjótfylltri töskunni í höfuð
andstæðings síns. Var það mik
ið högg og sprakk fyrir á enni
mannsins og varð af mikill
skurður, sem síðar var saumað
ur saman.
Sá sem fyrir högginu varð,
hefur þykka höfuðskel og vildi
ekki láta sitt eftir liggja. Náði
hann töskunni af hinum kappan
um og lamdi hann með henni á
svipaðan hátt í höfuðið.
Eftir að hvor hafði fengið
sitt höfuðhögg þótti bardaga-
mönnum nóg að gert, enda báð
ir vankaðir nókkuð. Lágu þeir
hlið við hlið meðan læknar
gerðu að sárunum og voru þá
orðnir hinir rólegustu.
VALT VIÐ
GRAFARHOLT
OÓ—Reykjavík, laugardag.
Cortinabíll valt við Grafar-
holt í morgun. Er unnið af
miklum vegaframkvætndum
þarna og oft grjótruðningur á
veginum og kantar eru óörugg
ir. Bíllinn var á leið í átt til.
Reykjavíkur um kl. 8, þegar bíl
stjórinn missti hann út í kant
mn og grjótruðning, sem þar
er. Rann bíllinn nokkurn spöl
á kantinum og fór síðan út
af veginum og valt. Bílstjórinn
var fluttur á slysavarðstofuna.
Iceland Review
hyggst kynna
stefnuna í
landhelgismálinu
SB—Reykjavík, föstudag.
Tímaritið Atlantica & Ice-
land Review hefur á prjómtn-
um áætlun um að kynna ítar-
lega síðar á þessu ári afstöðu
íslands í landhelgismálinu.
Mestur hluti upplags ritsins
fer að jafnaði úr landi. Ekki er
ákveðið, hvort upplag blaðsins
um landhelgismálið verður
stærra en venjulega.
Þetta kom fram í viðtali við
annan af ritstjórum blaðsins,
Heimi Hannesson. Sagði hann,
Framhald á bls. 22
Frá setningu landsmótsins i gærmorgun. íþróttafóik gengur fylktu liði undir fánum inn á íþróttavöMinn á Sauöárkróki. (Tímamyndir Gunnar)
Sól og hiti á Landsmótinu
ET-Sauðárkróki, laugardag.
Fjórtánda Landsmót UMFÍ
var sett á Sauðárkróki í morg
un, í glampandi sólskini og
hita. Keppendur gengu fylktu
liði inn á íþróttasvæðið, og
síðan voru flutt nokkur ávörp,
og loks setti Hafsteinn Þor-
valdsson form. UMFÍ, Lands-
mótið. Rúmlega 600 keppend
ur eru mættir til leiks, og
fjöimargir gestir eru komnir
og þeim fjölgar jafnt og þétt.
Upp úr hálf níu í morgun, fylktu
keppendur liði, undir fánurn ung-
mennasambandanna og gnegu inn
á leikvanginn. Gangan var mjög
löns uppundir 1 km. Fremst fór
lúðrasveit, þá fánaberi, síðan for
ráðamenn mótsins. Fyrstir kepp-
enda gengu UIA, gestgjafar, sjð-
asta landsmóts, siðan hvert sam-
bandið af fætur öðru, en síðast
kom UMSS. Er kornið var inn á
leikvanginn fór fram fánahylling
mótstjóra. Stefán Pedersen form.
Landsmótsnefndar flutti ávarp og
bauð keppendur og gesti vel-
komna. Þá flutti Guðjón Ingi-
mundarson, form. íþróttanefndar
Sauðárkrókskaupstaðar ávarp, og
rakti bygigingasögu hins nýja
íþróttasvæðis og loks afhenti hann
svæðið Hákoni Torfasyni bæjar-
stjóra, fyrir hönd kaupstaðarins,
yfirráð yfir hinu nýja svæði. Há-
kon Torfason flutti þvx næst ávarp
og þakkaði íþróttanefnd og öllum
öðrum, sem unnnið hafa að gerð
íþróttasvæðisins, vel unnin störf.
í lok ávarpsins lýsti Hákon íþrótta
mannvirkin tekin í notkun, fyrir
þá sem fyi'gja reglum hins sanna
íþróttamanns.
Að þessum ávörpum loknum
tók Hafsteinn Þorvaldsson til
máls, bauð hann boðsgesti sérstak
lega velkomna, einnig óskaði hann
Sauðái-ki-óksbúum til allra heilla
með 100 ára afmælið og þakkaði
Landsmótsnefnd fyrir frábær und
irbúningsstörf, að lokum setti Haf
steinn 14. Landsmót UMFÍ. Kl.
10 hófst svo íþróttakeppni í frjáls
um íþróttum, knattspyrnu, körfu-
knattleik, handknattleik og starfs
íþróttum. Eftir hádegi hefst svo
sundkeppni.
SSLENDINGA-
ÞÆTTIR Á
ÞRIÐJUDAGINN
íslendingaþættfr fylgja
blaðinu á þriðjudagmn.
Gestlr tjalda á tjaldstæðinu á landsmótssvæðinu á Sauðárkróki.
Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, setur landsmótið í gærmorgun.