Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 11

Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 2002 11 INNLENT The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf(fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennt er frá 17:00-20:00 einu sinni í viku. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Markaðssetning 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill Stundaskrá UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 562-3220. The Academy of Colour and Style INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN A L Þ J Ó Ð L E G T N Á M Í Ú T L I T S R Á Ð G J Ö F The Academy of Colour and Style &Anna & út l i t iðl i i Anna F. Gunnarsdóttir Anna & út l i t ið MENGUN Hafið umhverfis Ís- land er almennt talið mjög hreint og að sögn Karls Gunnarssonar, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknarstofnun- inni, þykir ástand sjávar umhverfis landið mun betra en við hin Norðurlöndin, ekki síst hvað magn þung- málma varðar. Kadmín sker sig þó úr og mælist í nokkru magni á ákveðnum svæðum. Kadmín er talið tengt eld- virkni og viðmiðanir um þung- málmamengun sjávarsets hér- lendis beinast einkum að blýi, kadmín og kvikasilfri. Fyrir- liggjandi mæligögn sýna að sjáv- arset umhverfis Ísland er yfirleitt lítið mengað og hærri styrkur greinist helst í nágrenni við þéttbýli og einstaka uppsprettur. Ann- ars vegar eru ýmis þrávirk lífræn efni tilkomin af manna völdum talin til hel- stu mengunarvalda um- hverfis landið og hins vegar þungmálmar og önnur ólíf- ræn efni sem alltaf eru til staðar í náttúrulegu seti en mengun kemur fram sem viðbót við náttúrulegan styrk líkt og í Arnarfirði þar sem hörpudisk- vinnsla hefur legið niðri vegna kadmín-mengunar.  Hafið umhverfis Ísland: Almennt talið mjög hreint HAFRANNSÓKNARSTOFNUN Er á varðbergi gagnvart mengun sjávar þrátt fyrir að sjórinn umhverfis Ísland sé almennt talinn mjög hreinn. Kadmín mælist þó sums staðar í miklu magni. Uppspretta þess er náttúruleg og talin tengjast eldvirkni. MADRID, AP Spænski dómarinn Baltasar Garzon bannaði í gær starfsemi Batasuna, stjórnmála- flokks baskneskra aðskilnaðar- sinna. Í nærri 400 blaðsíðna úr- skurði sínum færir Garzon rök fyrir því að flokkurinn tengist að- skilnaðarsamtökunum ETA, sem stundað hefur vopnaða baráttu og framið fjölmörg hryðjuverk. Bannið gildir í þrjú ár. Flokkn- um verður óheimilt að halda stjórnmálafundi eða útisamkomur auk þess sem skrifstofum hans verður lokað. Hann fær heldur ekki að bjóða fram í kosningum til þings eða sveitarstjórna. Þing- menn flokksins fá þó að sitja áfram út kjörtímabilið. Spænska þingið kom einnig saman í gær til þess að greiða at- kvæði um það, hvort banna eigi al- farið starfsemi Batasuna. Búist var við að þingið afgreiði frum- varp þess efnis ekki síðar en í dag, þriðjudag. Stjórnmálaflokkurinn Batas- una hefur starfað í 24 ár. Nafn hans þýðir „eining“ á tungumáli baska. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn sjö þingsæti á héraðs- þingi Baskalands.  Spænskur dómari kveður upp úrskurð sinn: Aðskilnaðarflokkur baska bannaður BALTASAR GARZON Spænski dómarinn Baltasar Garzon er sá hinn sami og ákærði Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, og freist- aði þess að fá hann framseldan til Spánar. AP /M YN D AP/M YN D JERÚSALEM, AP Tilvist palestínskra uppreisnarmanna er ógn við Ísra- el sem líkja má við krabbamein. Sigrast þarf á þessari ógn hvað sem það kostar. Þetta sagði ísra- elski hershöfðinginn Yoshe Ya- alon, á fundi sem haldinn var sl. sunnudagskvöld. Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn í Ísrael gagn- rýndu ummæli Yaalon mjög í gær og sögðu hann hafa farið yfir strikið. Ísraelsher handtók í gær Jamal Abul Haji, háttsettan leið- toga Hamas-samtakanna, í Jenin flóttamannabúðunum á Vestur- bakkanum. Hann er sakaður um að hafa skipulagt að minnsta kosti sex sjálfsmorðsárásir á Ísraela, þar á meðal árás á stræt- isvagn þann 4. ágúst sem kostaði níu manns lífið. Ísraelar og Palestínumenn deildu hart á alþjóðlegri ráð- stefnu frjálsra félagasamtaka sem haldin er samhliða heims- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Suður-Afríku í gær. Deilurnar blossuðu upp á blaða- mannafundi sem Fadwa Barg- houti, eiginkona palestínska leið- togans Marwan Barghouti, sem situr nú í fangelsi í Ísrael, hélt. Ísraelar segjast hafa sannanir fyrir því að Barghouti, ásamt öðrum háttsettum Palestínu- mönnum, hafi átt beina aðild að árásum á ísraelska borgara. Á blaðamannafundinum sökuðu fulltrúar Ísraela Palestínumenn um að vera „hryðjuverkamenn.“ Fulltrúar Palestínumanna svör- uðu um hæl með því að kalla Ísra- ela „kynþáttahatara.“ Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um kynþáttahatur sem hald- in var á síðasta ári í Durban í Suður-Afríku deildu Ísraelar og Palestínumenn einnig hart og svo virðist sem framhald verði á þeim deilum í ár.  Ógn sem líkja má við krabbamein FULLTRÚI Lögreglumenn vinda sér að ísraelskum fulltrúa eftir að deilur blossuðu upp á blaðamannfundi eiginkonu Marwan Barghouti í gær. Full- trúar Ísraela höfðu meðferðis flagg sem á stóð: „Hryðjuverk eyðileggja sjálfbæra þróun.“ Ísraelskur hershöfðingi gagnrýnir tilvist palestínskra uppreisnarmanna. Háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna handtekinn. Ísraelar og Palest- ínumenn deila á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Fyrstu framkvæmdir viðReyðarálsverkefnið hófust í gær. Byrjað var á vegafram- kvæmdum. Nokkur fjöldi and- stæðinga framkvæmdanna mót- mælti á Austurvelli. Stöð 2 greindi frá. Nú stendur yfir lokavikan íumhverfisátaki Reykjanes- bæjar. Áhersla hefur verið á að hreinsa járn og annað rusl af jaðarsvæðum í bæjarfélaginu. Alls hafa um 160 tonn af járni safnast á sl. tveimur vikum. Þó eru stærstu járnbitarnir eftir, sem beðið hafa stórtækra vinnutækja svo unnt sé að „klippa“ þá niður. sudfr.is Skeljagrandi: Lítið gagn í fórnarlambi LÖGREGLA Rannsókn á líkams- árásinni á Skeljagranda 2. ágúst er ólokið. Yfirheyrsla lögreglu yfir fórn- arlambinu, manni um tvítugt, mun því miður ekki hafa varpað ýkja miklu ljósi á atburðarrásina. Mað- urinn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Áður en hann yfirgaf sjúkrabeðið var hann staðinn að því að stela lyfjum úr skáp á sjúkrahús- inu. Hann var handtekinn í kjölfar- ið en látinn laus eftir yfirheyrslu. Rúmlega fertugur karlmaður og tveir synir hans um tvítugt sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna árásar- innar. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.