Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 22

Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 22
22 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ Fær KSÍ fyrir leikinn við And-orra. Íslendingar sýndu og sönnuðu að þeir eru frábærir í fót- bolta og unnu leikinn örugglega. Leikurinn var svo sannarlega uppörvandi fyrir þjóðerniskennd- ina. Við vonum að KSÍ haldi upp- teknum hætti og sigurþyrstir fót- boltaáhugamenn eru þegar farnir að hlakka til komu landsliðs Vatikansins. Það er mikilvægt fyrir áhangendur Íslands að sjá landsliðsmenn leika í leikjum þar sem þeir fá bæði pláss og tíma til að athafna sig. Það er engan veg- inn sanngjarnt að sóknarmenn af getu okkar manna fái aldrei frið til að athafna sig fyrir framan mark andstæðinganna.  FÓLK Í FRÉTTUM Við upphaf seinni heimsstyrjald-arinnar kom til Íslands þýskur gyðingur, Heinz Edelstein, á flótta undan nasistum. Sonur hans, Wolf- gang Edelstein, var tíu ára gamall þegar hann kom til landsins og bjó hér um árabil en fluttist síðan aftur til Þýskalands. Nú er sonur hans, Benjamín Edelstein, kominn til landsins til að læra íslensku. Hann er 19 ára gamall og hefur alltaf ver- ið búsettur í Berlín, að undanskild- um níu mánuðum sem hann gekk í Hlíðaskóla í Reykjavík. Benjamín hyggur á nám í heimspeki við Há- skóla Íslands í vetur. „Ég kem nú aðallega til að læra íslenskuna,“ segir Benjamín á lýtalausri ís- lensku. „Ég get ekki skrifað hana nógu vel eða lesið. En við pabbi töl- uðum saman á íslensku þegar við vorum tveir einir, og stundum þeg- ar við vorum að tala um annað fólk, þá var gott að geta brugðið fyrir sig öðru tungumáli.“ Benjamín segir að dvölin á Ís- landi leggist vel í sig, og ekkert sérstakt sem hann saknar enn sem komið er. „Þegar stórt er spurt verður fátt um svör,“ segir hann þegar hann er inntur eftir munin- um á Berlín og Reykjavík. „Ég er auðvitað bara búinn að vera hérna í mánuð og finn ekki ennþá stóran mun. Ég veit heldur ekkert hvað ég verð hérna lengi, en ég er ekki kominn til að vera til frambúðar.“ Benjamín segist líka eiga sitt fólk í Þýskalandi, sem bíður eftir hon- um. „Ég á systur þar og kærustu. Kærastan kemur hingað í heim- sókn í vetur.“ En lítur Benjamín á sig sem Íslending eða Þjóðverja eða bara hvort tveggja? „Mér finnst ég aðallega vera þýskur,“ segir hann. „En þegar ég kem til Íslands finnst mér ég líka vera að koma heim.“  Benjamín Edelstein er barnabarn Heinz Edelstein, sem kom til Íslands á stríðsárun- um á flótta undan nasistum. Benjamín er kominn „heim“ frá Þýskalandi og hyggst læra heimspeki við háskólann í vetur og bæta íslenskukunnáttuna. Persónan Kominn heim til að læra íslensku FÓLK Í FRÉTTUM Þeim fjölgar þingmönnunumsem halda úti heimasíðu. Síð- astur til að bætast í þann hóp er Einar K. Guð- finnsson, þing- maður Sjálfstæð- isflokksins á Vest- fjörðum, sem hef- ur opnað vefinn ekg.is. Í fyrsta pistli sínum á síð- unni segist Einar stefna að því að halda úti líflegum og reglulegum skrifum um hvaðeina sem hann hafi áhuga á að tjá sig um. Þannig sé hægt að verða beinn þátttakandi í tafarlausri umræðu um mál sem höfði til sín hverju sinni. Búast má við að fleiri þingmennopni vefi á komandi mánuð- um. Slíkt gerist alltaf skömmu fyrir kosningar. Síðan er mismun- andi hversu vel menn halda út á vefnum. Stefán Jón Hafstein opn- aði heimasíðu fyrir prófkjör Sam- fylkingar á Reykjavíkurlistann. Síðasti pistill er frá því fyrir kosn- ingar. Heimasíða Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur fannst ekki. Eyþór Arnalds sem fór þó aldrei alla leið í framboð skrifar reyndar enn á heimasíðu sína. Þau halda því enn titlum sínum sem konung- ur og drottning stjórnmálavefj- anna Björn Bjarnason og Jóhanna Sigurðardóttir. Tuttugu umsækjendur eru umstarf framkvæmdastjóra flug- öryggissviðs Flugmálastjórnar. Lítill vafi þykir leika á því að Pétur K. Maack muni hreppa hnossið. Fyrir það fyrsta hefur hann gegnt þessu sama starfi hjá Flugmálastjórn síðustu árin þó staðan hafi aldrei verið auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Í öðru lagi þykir kunnugum sem skil- yrði sem gerð eru til umsækj- enda vera skraddarasaumuð utan á Pétur. Samgönguráðuneytið mun ræða við umsækjendur á næstunni. Sagt er að ráðið verði í stöðuna innan skamms. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að nafni Flugleiða verður ekki breytt í Bleiku örv- arnar þrátt fyrir stórfelld kaup Bónusfeðga á hlutabréfum flugfélagsins. Leiðrétting DRUNGALEGT YFIRBRAGÐ REYKJAVÍKUR Veðrið undanfarna daga hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Þungskýjað var í gær og gekk á með skúrum. Það rétt grillti í bandarísku herskipin sem höfðust við á ytri höfninni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI AFMÆLI „Ég á ekki von á því að vakna upp með stór, loðin eyru og hárbrúska á óviðkunnalegum stöðum,“ segir skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, öðru nafni Sjón, í tilefni af fertugsafmæli sínu í dag. Sjón segist við tímamót sem þessi minnast æskudaga í Breiðholtinu. „Þar lék ég mér jöfnum höndum í nýbyggingum og við Elliðaárnar. Ég er viss um að taka út þroska á mörkum borg- ar og náttúru hefur verið afskap- lega hollt fyrir skáldið. Allur skáldskapur fjallar nefnilega um einhver mörk og skil, gráa svæðið milli manns og heims.“ Sjón situr að skrifum þessa dagana. „Ég er að setja saman litla skáldsögu sem gerist á fjöllum og í afdal. Hún segir frá viðureign séra Baldurs Skuggasonar refaskyttu við mjög brögðótta tófu. Jafnframt frá lífi fólks í þessum afdal sem séra Baldur þjónar. Að hafa gaman af þjóðlegum fróðleik getur verið enn ein vísbendingin um að maður sér að verða fullorðinn.“ Sjón segist að auki vera að setja saman kvikmyndahandrit úr Morgan Kane bókunum sem hann býst við að fari í framleiðslu hjá al- þjóðlegu kvikmyndaveri. Auk skrifa hefur Sjón starfað að mynd- list og tónlist. Síðasta sýning hans var fyrir um hálfu ári í galleríi Helga Þorgils Friðrikssonar Gall- erí Gangi. Þá er skemmst að minn- ast tilnefningu sem hann og Björk hlutu til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í Dancer in the Dark. Ekki síður er vert að minnast á lag hans Luftgítar sem virðist ætla að verða ódauðlegt. „Lagið er þannig að eftir því sem maður sér æsku- árin í meiri hillingum því meiri orku getur maður sett í luftgítar- inn sem í raun er zen karlmanns- ins. Ég er ekki frá því að limaburð- urinn verði fegurri í luftgítar með árunum.“ Sjón segist ætla að reiða fram kökur og brauð handa gestum og gangandi á afmælisdaginn. „Ég mun njóta þess að vera miðpunkt- ur alls. Þá er ekki úr vegi að ég taki luftgítar, svona rétt til að minna á hver ég var,“ segir Sjón að lokum. kolbrun@frettabladid.is SJÓN Draumur Sjón er að komast í afmælisferð til Skotlands til að borða mýs. „Ég var að frétta það að Skotar borðuðu mýs og ég hef þetta eftir virðulegum Englendingi.“ Meiri orka sett í luftgítarinn Skáldið Sjón fagnar 40 ára afmæli sínu í dag. Hann býst við að taka luftgítar fyrir fjölskylduna, svona rétt til að minna á hver hann var. AFMÆLI BENJAMÍN EDELSTEIN Legggur rækt við íslensk- una þrátt fyrir að hafa aldrei búið á landinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TÍMAMÓT JARÐAFARIR 13.30 Hilmar Ásmundsson pípulagn- ingarmaður, fyrrverandi starfs- maður Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, Vogatungu 49, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Gunnlaug Kristjánsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 15.00 Björg Gunnlaugsdóttir frá Mó- gilsá, verður jarðsungin frá Selja- kirkju. AFMÆLI Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfundur er 45 ára í dag. Ástráður Haraldsson lögfræðingur er 41 árs í dag. Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón) skáld er 40 ára í dag. Brynhildur Þórarinsdóttir ritstjóri er 32 ára í dag. Sigurbjörg Þrastardóttir blaðamaður og skáld er 29 ára í dag. Hraun rann í kringum kirkj-una í Reykjahlíð í Mývatns- sveit og síðan út í Mývatn árið 1729. Þá gaus í Leirhnúksgígum en Mývatnseldar hófust árið 1724 og stóðu með hléum fram í sept- ember árið 1729. Menntamálaráðherra lagðibann við því árið 1952 að auglýsingar um dansleiki yrðu birtar í Ríkisútvarpinu. Tilgang- urinn var að hindra að leynivín- salar vissu um fyrirhugaðar sam- komur. Bannið „náði aldrei til- gangi sínum og var til aðhláturs eins,“ segir í bókinni Útvarp Reykjavík. Það var formlega af- numið árið 1959. Lögreglan á Stanstead-flugvellií Bretlandi handtók sjö Íraka sem höfðu rænt flugvél frá Súd- an með 199 farþega innanborðs. Þetta var árið 1996 og flugræn- ingjarnir vildu fá pólitískt hæli í Bretlandi. SAGA DAGSINS 27. ÁGÚST Nýi kennarinn vildi nota sál-fræðina sem hann hafði lært í Kennaraháskólanum. Hann stóð fyrir framan bekkinn sinn og sagði: „Ég ætla að biðja alla sem telja sig vera vitlausa að standa upp.“ Dágóða stund gerðist ekkert en svo stóð Siggi litli á fætur. „Finnst þér þú vera vitlaus Siggi minn?,“ spurði kennarinn. „Nei, nei, mér fannst bara svo óþægilegt að sjá þig standa þarna aleinan.“ Menn gera sér ýmislegt tildundurs yfir sumarið. Und- anfarið hafa feðginin Sverrir Hermannsson og Margrét K. Sverrisdóttir rennt fyrir fisk á duggu sinni á Vestfjörðum. Kannski við hæfi miðað við áher- slu Frjálslynda flokksins á sjáv- arútvegsmál og stjórn fiskveiða. Þau kveðast þó passa að veiða ekki meira en rétt í soðið. Eiga þá væntanlega ekki á hættu að fá eftirlitsaðila á eftir sér í of mikl- um mæli.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.