Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 18
18 27. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Fullta vatn af fiski! Veiðin opin alla
daga vikunnar. Fullt vatn af spriklandi
fallegum fiski. Hvammsvík í Kjós S.
5667023. www.hvammsvik.is
Cortland, sérfræðingar í flugu-
veiði.Sportvörugerðin, Skipholti 5, 560
8383. www.sportveidi.is
Bílar og farartæki
Bílar til sölu
Nissan Almera LX árg. ‘99. ek. 61 þús,
16” álf. Low profile dekk. Þarf að seljast
fljótt, uppl. 699-1275
Til sölu Hyndai Accent árg. ‘97, ek. 82
þús. km, skoðaður ‘03, aðeins einn eig-
andi. Verð 450.000,- Uppl. í S: 553-
7935, eftir kl. 17.
Til sölu Saab 900i, árg. ‘86, sjálfsk.
Verð 40 þús. Uppl. í síma 898 0152.
Wolksvagen golf 1800 station árg ‘94
nýskráður, vel með farinn bíll, skifti á
ódýrari. Uppl. í síma 869 9225, 847
0109
Toyota Celica gti 2,0 árg. ‘86. Skoðað-
ur ‘03 Verð 45 Þúsund. Uppl. í síma
868 8824
Toyota Corolla árg. ‘90. Verð 70 þús.
Uppl. í síma 699 3732
Daihatsu Feroza ek. 139 þ., ‘90 mod.
upphækkaður á 31” dekkjum, krókur.
Góður bíll. Verð 150 þ. S. 846 3381.
Til sölu Volvo Gl 345 ‘88 módel þarfn-
ast viðgerðar, óskoðaður. Verð 10.000.
Uppl. í S. 5526604
www.bilalif.is Skoðið bílaúrvalið og
myndirnar á netinu og /eða á staðnum.
Nú er mikið að gerast skipta - kaupa -
selja. www.bilalif.is Bílasala Matthíasar
v/Miklatorg, á besta stað. S. 562 1717
Útsala á sumardekkjum. 175/70 X 13
, 2743 kr. 155 x 13, 2408 kr. Hjá Krissa.
Skeifunni 5. s: 553-5777
Jeppar
Cherokee Larendo árg. ‘88 4,0L sk.’02:
Nýir stýrisendar og nýjar spindilkúlur
ofl. Uppl. í 8679263
Vörubílar
Scania eigendur, Volvo eigendur.
Varahlutir á lager www.is-
landia.is/scania GT Óskarsson. Erum
flutt að Vesturvör 23 S. 554 6000, 554
5768 og 899 6500
Til sölu notaðir varahlutir í Volvo,
Scania, Das ofl. eldri bifreiðar og hey-
vagna, efni ofl. S: 660 8910.
Kerrur
Burðarmiklar kerrur og allt til kerru-
smíða. Öxlar, flexitorar, bremsubeisli,
kúlutengi, lamir, læsingar, ljós og raf-
magnsbúnaður og margt fl. Vagnar &
þjónusta, Tunguháls 10. s: 567-3440
Flug
Fljúgðu frekar ..... sjálf(ur) Flugfélagið
Geirfugl heldur bóklegt einkaflug-
mannsnámskeið ( JAR-PPL) sem hefst
2. september n.k. Námskeiðsgjöld er
99.000 og eru öll námsgögn innifalin,
utan AIP og prófgjöld FMS. Athugið að
einkaflugmannsprófið er eitt af skilyrð-
um til atvinnuflugmannsnáms og ein-
nig metið til eininga í flestum fram-
haldsskólum landsins. Skráning og
nánari lýsing eru á www.geirfugl.is eða
í síma 562-6000
Varahlutir
Vél úr Land Cruiser árg. ‘88 2,4 disel
turbo m/intercooler. Nýupptekin vél og
talsvert af varahlutum í Toyota Hilux.
Uppl. í 6922470
Gabríel Höggdeyfar. Sæta ákl., trídon
vörur drifliðshosur og fl. GS varahlutir
Bíldshöfða 14, s: 5676744
PPG bílalakk. Fáðu þinn lit á spray-
brúsa frá stærsta bílalakksframleiðanda
í heimi. Íslakk S:564-3477
Partasala Guðmundar. Seljum notaða
varahluti í Mazda, MMC, Nissan. Kaup-
um bíla til niðurrifs, allar almennar bíla-
viðgerðir. Dráttarbílaþjónusta bílaförg-
un. S. 587 8040 / 892 5849 / 897 6897
Flækjur og opin pústkerfi (Kraftpúst) í
flestar gerðir bíla. Pústviðgerðir hjá Ein-
ari, Smiðjuvegi 50. S. 564 0950
Bílaþjónninn ehf, Smiðjuvegi 4a,
græn gata, 200 Kóp. Bensíntankar, púst
og viðgerðir í flestar algengar gerðir bif-
reiða. S. 567 0660 & 567 0670
Bílstart Skeiðarási 10 sími 565 2688.
Sérhæfum okkur í BMW og Nissan.
Rýmingarsala á öðrum bíltegundum.
Opnunartími 10-18
Viðgerðir
Pústþjónusta, smíði, sala, ísetningar.
Kvikk-þjónustan. Ódýr og góð þjónusta.
Sóltúni 3. 105 Rkv. S:562-1075
Áfram gengur. Allar almennar bíla-
viðgerðir. Góð þjónusta. Kársnesbraut.
100 s: 564-2625/899-7754
Húsnæði
Húsnæði í boði
Til leigu 2 herbergja íbúð í tvíbýli í
Þingholtunum. Ný uppgerð. Laus strax.
Hlín Helga. S. 660 1711.
Til leigu 10 fm. herb. á svæði 109 fyrir
reglusaman einstakling, ísskápur fylgir.
Aðg. að sturtu og snyrtingu, einn mán.
fyrirfram. Uppl. í 5871319 og 8999208
Húsnæði óskast
Óska eftir 4 herb íbúð í Hafnarfirði
sem fyrst. Uppl. í S. 6993813
Karlmann vantar herbergi til leigu,
sér eldunaraðstaða æskileg en ekki
skilyrði. Helst miðsv. í Rvk. S. 551-5564
e. kl 15
Sumarbústaðir
Fasteign á landsbyggðinni óskast
keypt sem notast mætti sem sumar-
hús, á mjög góðum kjörum eða með
yfirtökuláni. Uppl. í s: 847 8432.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu ca. 160 fm. verslunar- eða
skrifstofuhúsnæði að Laugarásvegi 1.
Áður Laugarásvideo. Laust. Sími
8938166
Til leigu skrifstofuherbergi í Síðu-
múla. Hentugt fyrir einyrkja. Kaffistofa
S. 899 4670
Geymsluhúsnæði
Búslóða-vörugeymsla. Pökkum, sækj-
um og sendum ef óskað er. Vöru-
beymslan S. 555 7200. www.voru-
geymslan.is.
BÚSLÓÐAGEYMSLA. Geymum búslóð-
ir, skjöl, bókhald, lagera og aðra muni.
Uppl. í síma 555-6066 og 894-6633.
Geymsluvörður Eyrartröð 2Hf.
Atvinna
Atvinna óskast
43 ára gamlan mann vantar vinnu.
Sími. 5572230
Atvinna í boði
5 Bekkja sólbaðstofa og naglastúdíó
til sölu mjög vel staðsett, auðveld kaup.
V. 6 mil. Uppl. í s: 699 2778 e. kl. 18
Vélritunardama óskast í afleysing-
ar/hlutastarf. Mikill hraði í vélritun skil-
yrði. Aldur 19 til 30. Uppl. í S. 6978048
Úthringingar. Óskum eftir fólki til
kynningastarfa á kvöldin. Öruggt tíma-
kaup. Uppl. 569 0600.
Mosfellingar - Kjalnesingar. Starfs-
kraft vantar í ræstingar fyrri hluta
dags, 5 daga vikunnar. Uppl. í síma: 554
2278 893 6552
Kaffi Roma. Góðar tekjur. Lítil fyrir-
höfn. Hentar það þér? www.iceland-
network.com. S: 697 3515, Bryndís.
Möguleiki á mjög góðum tekjum.
Óskum eftir fólki í vátryggingaráðgjöf.
Engin reynsla skilyrði. Veitum alla
kennslu og námskeið. Uppl. í S. 822
6688
Háfell óskar eftir verkamönnum.
Áhugasamir komi á skrifstofuna Krók-
hálsi 13 kl. 13-16.
Getum bætt við okkur örfáum kynn-
ingaraðilum. Verða að vera 20 ára eða
eldri og hafa bíl til umráða. Pantið tíma
í síma: 898 0924, 891 9883 og 694
7622.
Viðskiptatækifæri
Áttu þér draum um auka tekjur?
Skoðaðu atvinnu og viðskiptatækifærið.
www.workworldwidefromhome.com
Tilkynningar
Tilkynningar
Verðleggjum vörur og þjónustu, mót-
um lager og innkaupastjórnun, bjóðum
almenna rekstraraðstoð. Föst verðtil-
boð. Sími 8460129
Rafvirki
Plús rafverktakar geta bætt við sig
verkefnum. Raflagnir, símar, tölvur,
dyrasímar og loftnetskerfi.
Nýlagnir og endurnýjun.
Uppl. í 8611750
2 herb. íbúð til leigu
á besta stað í bænum.
Uppl. í 5625537 og 8962012
**********************
565 9700
AÐALPARTASALAN
KAPLAHRAUNI 11
**********************
smáauglýsingar sími 515 7500
Fréttablaðið óskar eftir blaðberum
Holl og vellaunuð morgunhreyfing
Óskum eftir blaðberum í eftirtalin hverfi:
Einnig vantar okkur fólk á biðlista.
Fréttablaðið — dreifingardeild
Þverholti 9, 105 Reykjavík – sími 515 7520
104 Gnoðarvogur
Karfavogur
113 Ólafsgeisli
Maríubaugur
Kristnisbraut
Jónsgeisli
Grænlandsleið
210 Blikanes
Mávanes
Dalsbyggð
Hæðarbyggð
220 Sævangur
Blikaás
225 Hólmatún
Atvinna
Smáauglýsingadeild Fréttablaðsins Þverholti 9, 105 Reykjavík: Sími 515 7500: Veffang: frett.is
smáauglýsingar
Nú er opið lengur Við svörum í 515 7500
Mánudaga til föstudaga:
kl. 8 til 22
Laugardaga og sunnudaga:
kl. 13 til 17
Við erum á frett.is
Alla daga:
allan
sólarhringinn
Við tökum á móti þér í Þverholti 9
Mánudaga til föstudaga:
kl. 8 til 19
MENNTUN Haustnámskrá Endur-
menntunar HÍ er komin út og er
verið að bera hana í hús til 33.000
viðtakanda um allt land. Hátt í
þrjú hundruð námskeið eru í boði
á meira en þrjátíu fræðasviðum,
enda er námskráin afrakstur af
fjölþættu samstarfi við fagfélög,
fyrirtæki, menningarstofnanir,
frjáls félagasamtök, kennara og
viðskiptavini.
Kvöldnámskeið Endurmennt-
unar fyrir almenning njóta alltaf
jafn mikilla vinsælda og eru
óvenjumörg námskeið í boði að
þessu sinni eða á þriðja tug. Jón
Böðvarsson tekur á haustmánuð-
um fyrir Brennunjáls-sögu og ein-
nig Þingeyingasögur og Magnús
Jónsson verður með framhalds-
námskeið í Sturlungu.
Af öðrum viðfangsefnum á
menningarsviði má nefna lifandi
námskeið um óperuna Rakarann í
Sevilla eftir Rossini, sem sett verð-
ur upp í Íslensku óperunni á haust-
mánuðum, námskeið og vettvangs-
ferð til Þingvalla þar sem Páll Her-
steinsson prófessor og Sigurður S.
Snorrason dósent við HÍ, fjalla um
einstæða náttúru og sögu þessa
svæðis og Magnús T. Bernharðs-
son dr. í sögu Miðausturlanda ætl-
ar á fjögurra kvölda námskeiði að
fræða fólk um Sögu og menningu
palestínsku þjóðarinnar. Þeir sem
huga á ferð til Kúbu eiga líka kost
á undirbúningi á skemmtilegu
námskeiði þar sem ýmsir sérfræð-
ingar í menningarsögu Kúbverja
fjalla um tónlist, bókmenntir og
danshefðir eyjaskeggja.
Samfylkingin:
Atvinnumál-
in á Suður-
nesjum
FUNDUR Atvinnumálin á Suðurnesj-
um verða til umræðu á opnum
fundi sem þingflokkur Samfylk-
ingarinnar boðar til í kvöld. Fund-
urinn verður í Víkinni, Hafnar-
götu 80, Reykjanesbæ.
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar setur fund-
inn. Því næst munu fulltrúar at-
vinnulífsins og stéttarfélaganna
ávarpa fundinn. Þá talar Ketill
Jósepsson, forstöðumaður Svæð-
isvinnumiðlunar Suðurnesja. Allir
eru velkomnir á fundinn sem
hefst klukkan 20.00.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Skólaárið hjá Endurmenntun HÍ hefst nú fyrr en áður og er vakin athygli á því að fjölmörg
starfstengd námkeið eru haldin strax í september. Námskrá Endurmenntunar er komin á Netið
www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Einnig í síma 525 4444
Haustnámskrá Endurmenntunar HÍ komin út:
Frá Sturlungu til danshefða Kúbverja