Fréttablaðið - 27.08.2002, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 2002
ALMANNATRYGGINGAR „Þetta
þýðir að stærstur hluti
bótaþega heldur óskertum
bótum þar sem viðmiðunin
er hækkuð. Menn fá meira
í vasann. Þetta hefur ekki
áhrif á ríkissjóð, hvorki til
hækkunar né lækkunar,“
segir Jón Sæmundur Sig-
urjónsson, hagfræðingur
hjá Heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneyti.
Heilbrigðisráðherra, hefur
ákveðið að frítekjumörk almanna-
trygginga hækki um
8,9% um næstu mánaða-
mót. Þetta þýðir að
tekjuviðmiðun bóta,
sem Tryggingastofnun
ríkisins greiðir, hækkar
sem þessu nemur. Í stað
tekna ársins 2000 verð-
ur miðað við tekjur síð-
asta árs. Þá hækka við-
miðunarfjárhæðir um
stofnanaþjónustu fyrir
aldraða einnig um 8,9% um mán-
aðamót.
TRYGGINGASTOFNUN
Tekjuviðmið bóta hækk-
ar um 8,9% um mán-
aðamót. Hækkunin er í
takt við launaþróun síð-
asta árs.
Frítekjumörk almannatrygginga:
8,9% hækkun um
mánaðamót
RÍKISÚTVARPIÐ Útvarpsráð gengur
að líkindum frá ráðningu for-
stöðumanns fréttasviðs Ríkisút-
varpsins í dag. Átta manns sóttu
um starfið en um er að ræða nýtt
starf yfir sameiginlegu frétta-
sviði Útvarps og Sjónvarps. Þeir
sem sóttu um eru Arnar Páll
Hauksson fréttaritari, Ágúst
Karl Ágústsson kerfisfræðingur,
Bogi Ágústsson, fréttastjóri
Sjónvarpsins, Gísli Þór Gunnars-
son sálfræðingur, Jón Ásgeir Sig-
urðsson útvarpsmaður, Kjartan
Emil Sigurðsson stjórnmálafræð-
ingur, Sigurður Ómarsson mark-
aðsfræðingur og Þórhallur Birgir
Jósepsson fréttamaður. Útvarps-
ráð þingar á ný í dag eftir nokk-
urt hlé og er talið nær öruggt að
Bogi Ágústsson, fréttastjóri
Sjónvarpsins, verði skipaður í
stöðuna.
RÍKISÚTVARPIÐ
Væntanlega ráðið í nýja yfirmannsstöðu
hjá RÚV í dag. Þar með eru fréttastjórarnir
þrír.
Yfirmaður fréttasviðs RÚV:
Bogi líklega
ráðinn í dag
FRAMBOÐ „Minn hugur stefnir til
áframhaldandi þingmennsku,
verði þess óskað,“ segir Árni
Steinar Jóhannsson, þingmaður
Vinstri grænna í Norðurlands-
kjördæmi eystra.
Hann segir líklegast að hann
taki sæti á lista flokksins í nýju
Norðausturkjördæmi.
„Hins vegar hafa menn rætt
það hvort ég flytji mig í Norðvest-
urkjördæmið eða Suðurkjördæm-
ið. Þetta eru bollaleggingar í fjöl-
miðlum og engin slík ákvörðun
liggur fyrir af minni hálfu. Ég á
frekar von á að valnefndir í hver-
ju kjördæmi sjái um uppstillingu
á lista frekar en að efnt verði til
prófkjöra,“ segir Árni Steinar Jó-
hannsson.
Einkavæðing, velferðarmál og
samkeppnismál munu að mati
Árna verða meðal kosningamál-
anna. Kjördæmabreytingarnar
leggjast ekki vel í hann, enda nýtt
Norðausturkjördæmi býsna víð-
feðmt, 700 kílómetra ferðalag
þarf til að komast endanna á milli.
„Ég held að betra hefði verið
að gera landið allt að einu kjör-
dæmi. En þetta varð niðurstaðan,“
segir Árni Steinar.
ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON
Hefði verið betra að gera landið allt að einu kjördæmi í stað þeirra breytinga sem gerðar
voru á kjördæmaskipan.
Árni Steinar Jóhannsson:
Ekki framboð í
öðru kjördæmi