Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 1
bls. 14
TANNLÆKNAR
Standast
tímans tönn
bls. 16
MÁNUDAGUR
bls. 22
164. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 2. september 2002
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Skemmtanir 16
Bíó 14
Íþróttir 10
Sjónvarp 20
Útvarp 21
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
Fjárfestar skila
inn upplýsingum
KAUP Þrír hópar fjárfesta sem hafa
lýst áhuga á að kaupa hlut ríkisins í
Landsbankanum skila inn upplýs-
ingum á hádegi í dag um útfærslur
á vissum atriðum sem einkavæð-
ingarnefnd hafði óskað eftir.
Davíð talar í
Jóhannesarborg
UMHVERFISRÁÐSTEFNA Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, flytur ræðu á
umhverfisráðstefnunni í Jóhannes-
arborg klukkan hálf fjögur í dag.
Fundur hjá
fjárlaganefnd
FJÁRLÖG Fundur verður haldin í fjár-
laganefnd Alþingis í dag klukkan
11.15 í dag. Þar mun fulltrúi þing-
flokks Vinstrihreyfingarinnar-
græns framboðs óska eftir því að
fjármál heilbrigðisstofnana verði
tekin til umræðu.
Fjórir leikir hjá
körlunum í kvöld
FÓTBOLTI Fjórir leikir verða í 16. um-
ferð Símadeildar karla í kvöld. KR
tekur á móti ÍBV í Frostaskjóli,
Fylkir heimsækir Þór fyrir norðan,
FH tekur á móti Keflavík í
Kaplakrika og Grindavík fær KA í
heimsókn. Allir leikirnir hefjast
klukkan 18.00.
TÓNLIST
Gagnvirkt
plötuumslag
AFMÆLI
Rótary og
Rollingar
REYKJAVÍK Vestlæg átt,
3-8 m/s og skúrir.
Hiti 6 til 12 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-10 Skúrir 5
Akureyri 5-10 Skúrir 8
Egilsstaðir 5-10 Skúrir 8
Vestmannaeyjar 5-10 Skúrir 9
+
+
+
+
VEÐRIÐ Í DAG
➜
➜
➜
➜
UPPSAGNIR Nokkur uggur er meðal
starfsmanna Íslenskrar erfða-
greiningar í kjölfar uppsagna hjá
fyrirtækinu að undanförnu. Við-
mælendur blaðsins úr röðum
starfsfólks segja fólk óöruggt og
óttast að það kunni að koma til
frekari uppsagna hjá fyrirtæk-
inu.
Íslensk erfðagreining hefur að
undanförnu gengið frá starfslok-
um nokkurs fjölda fólks. Starfs-
fólk sem stjórnendur hafa hug á
að láti af störfum hefur verið
kallað á fundi og beðið um að
segja upp störfum þannig að ekki
sé um eiginlega uppsögn að ræða.
Því sé samið um starfslok fólks.
Flestir munu hafa gengist inn á
þetta fyrirkomulag enda viðbúið
því að vera sagt upp störfum ella.
Þá mun ekki vera ráðið í störf
þeirra sem láta af störfum, hvort
sem þeir eru að ráða sig til ann-
arra starfa eða halda í nám.
„Við reynum frá degi til dags
og mánuði til mánaðar að ná fram
hagræðingu í rekstri fyrirtækis-
ins,“ segir Páll Magnússon, fram-
kvæmdastjóri upplýsinga- og
samskiptasviðs. Hann segir að
haldið verði áfram að reyna að ná
fram hagræðingu í rekstri fyrir-
tækisins, þar á meðal í manna-
haldi. „Það er ekkert óeðlilegt við
það að í jafn dýnamísku fyrirtæki
og Íslenskri erfðagreiningu taki
samsetning vinnuaflsins breyt-
ingum.“
Páll segir að uppsagnirnar nái
nokkuð jafnt yfir deildir fyrir-
tækisins þótt mest sé um þær í
fjölmennari deildum fyrirtækis-
ins. Hvort tveggja hafi verið hag-
rætt í rekstri og eins hafi aukin
sjálfvirkni, til dæmis í rann-
sóknadeild Íslenskrar erfða-
greiningar, gert fyrirtækinu
kleift að fækka fólki.
Ekki fengust upplýsingar um
það hversu mikil breyting hefur
orðið á heildarfjölda starfsmanna
hjá fyrirtækinu.
brynjolfur@frettabladid.is
VEÐUR Djúp lægð gekk yfir landið í
gær. Í kjölfar þess losnuðu þak-
plötur af húsum bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og á Suðurlandi. Þurfti í
nokkrum tilfellum að kalla til að-
stoðar björgunarsveitarmanna. Þá
leitaði einn maður í Hafnarfirði
sér læknisaðstoðar eftir að hafa
fengið þakplötu í andlitið.
Innanlandsflug lá að mestu
niðri í gærdag. Þá voru engar sam-
göngur til Vestmannaeyja þar sem
bilun varð í Herjólfi. Í Gnúpverja-
hreppi og nágrenni varð rafmagns-
laust þegar vírar slitnuðu vegna
óveðursins.
Veður lægði til muna víðast
hvar í nótt. Í dag verða vestlægar
áttir ríkjandi og víða 5-10 m/sek.
Þá verður hvassara og rigning
framan af degi norðaustan til en
léttir heldur á Suðausturlandi. Bú-
ist er við að hiti komist mest í 12
stig en svalast verður á Norðvest-
urlandi.
Sjá nánar á bls. 2 og 4
Haustlægð yfir landinu:
Veður olli tjóni og
truflunum á samgöngum
HUGAÐ AÐ ÖNDUNUM Í ÓVEÐRINU Meðan flestir kúrðu inni í vonda veðrinu í gær gerðu þessar óeigingjörnu konur sér ferð niður
að Reykjavíkurtjörn og gáfu öndunum brauð.
ÞETTA HELST
Skeifan 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is
GPS
SporTrak Map
Kr. 39.900 m/ íslandskorti
Uggur í starfsfólki
vegna uppsagna
Í kjölfar þess að Íslensk erfðagreining hefur sagt upp fólki hefur gætt nokkurs uggs meðal starfs-
manna fyrirtækisins um framhaldið. Frekari uppsagnir eru taldar líklegar.
ÍSLENSK ERFÐAGREINING
Uppsagnir fyrirtækisins að undanförnu
hafa valdið nokkrum ugg meðal starfs-
manna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49 ára á
mánudögum samkvæmt
fjölmiðlakönnun Gallup frá
mars 2002
29,1%
D
V
70.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð lesa
25 til 49 ára
íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu
á mánudögum?
63,0%
Philip Green og Baugur unnuað því um alla helgina að
finna leið út úr þeirri sjálfheldu
sem tilboð félaganna í Arcadia er
komið. bls. 2
Landbúnaðarráðuneytið er sagtí tilvistarkreppu, verði veiga-
mikill þáttur í starfi þess flutt til
sjávarútvegsráðuneytis. bls. 6
Tíu stærstu fyrirtækin eru 100milljörðum verðmætari nú en
fyrir þremur árum. bls. 8
Formaður Hundaræktarfélags-ins ekki sáttur við hundabú á
Kjalarnesi. bls. 10
KR varð bikarmeistari kvennaí knattspyrnu á laugardag.
bls. 12