Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.09.2002, Qupperneq 2
2 2. september 2002 MÁNUDAGUR BYGGÐAMÁL Fjórðungsþing Vest- firðinga lauk í Bolungarvík í gær. Þar var Guðni Geir Jóhannesson kjörinn formaður í stað Ólafs Kristjánssonar sem verið hefur í forsæti í 36 ár. „Þetta þing var afskaplega árangursríkt þar sem þrjú mál voru aðalmál þingsins. Í fyrsta lagi var lögð fram byggða- áætlun sem við Vestfirðingar unnum í kjölfar byggðaáætlunar ríkisstjórnarinnar en við vorum ekki nægilega hressir með okkar hlut í henni. Síðan voru tvö af- skaplega mikilvæg mál, annað var um samgöngubætur og hitt um fjárhagastöðu hafna á Vest- fjörðum,“ segir Ólafur. Hann seg- ist vera afar sáttur við að láta formannssætið af hendi enda komin tími á það. Aðrir í stjórn eru Ragnheiður Hákonardóttir, Ísafjarðarbæ, Þuríður Ingimarsdóttir, Vestur- byggð, Elías Jónatansson, Bol- ungarvík, og Haraldur V. A. Jónsson, Hólmavík. Sturla Böðvarsson sam- gögnuráherra sat þingið báða dag- ana og Valgeður Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráherra sat það seinni daginn.  VIÐSKIPTI Stjórnendur Baugs og fulltrúar Philips Greens funduðu langt fram á kvöld í gær. Þeir leituð- ust við að komast að niðurstöðu um hvert yrði fram- hald tilrauna fé- laganna til að kaupa Arcadia. Breskir fjölmiðlar töldu í gær allar líkur á því að Green myndi gera nýtt tilboð í hluta- féð í Arcadia. Í þetta sinn án þess að vera í samfloti við Baug. Niðurstaða hafði ekki fengist í viðræðunum þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Jón Ásgeir Jóhannsson, stjórnarformaður Baugs, sagði að þrjár leiðir væru í stöðunni. Ein væri að hætt yrði við allt saman. Önnur væri að Green keypti Baug frá tilboðinu. Þriðja að menn kæmust að sam- komulagi um útfærslu á fyrra samkomulagi. Breskir fjölmiðlar voru þeirr- ar skoðunar að litlar líkur væru á því að Baugur yrði áfram hluti af tilboðinu í Arcadia. Green sagði í The Observer að hann myndi ekki eiga í neinum vandræðum með fjármögnunina á viðskiptunum. Vinna þyrfti úr því hvaða áhrif breytt staða hefði á samninginn. Lögfræðingar Greens munu hafa lagt lokahönd á nýtt tilboð í hluta- féð um helgina. Í upphaflega til- boðinu var gengið út frá því að Baugur keypti Top Shop, Top Man og Miss Selfridge verslanakeðj- urnar. Samkvæmt The Financial Times er verðmæti verslanakeðj- anna þriggja ekki undir 27 millj- örðum króna. Hlutur Baugs í Arcadia er metinn á 21 milljarð miðað við að 408 pens séu greidd fyrir hlutinn. „Menn gera sér ekki grein fyr- ir því hvað þeir eru búnir að gera okkur,“ segir Jón Ásgeir um áhrif húsrannsóknar ríkislögreglu- stjóra á kauptilboðið. „Baugur, sem á að vera fórnarlamb okkar Tryggva samkvæmt kæru lög- reglunnar, er sleginn í rot af lög- regluyfirvöldum.“ Jón segir ekki ólíklegt að leitað verði skaðabóta. Samningsstaða Baugs í kaupferl- inu og trúverðugleiki fyrirtækis- ins hafi skaðast. „Einhver verður að svara til saka fyrir það.“ Ekki náðist í Jón H. B. Snorra- son, yfirmann efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra, þegar leitað var viðbragða hjá honum við gagnrýni Baugs á starfsemi deildarinnar. brynjolfur@frettabladid.is RANNSÓKN Ungt fólk sem lét af námi í framhaldsskóla á síðasta áratug hætti flest vegna þess að því leiddist námið eða því bauðst nýtt starf. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkominni bók þeirra Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal, Ungt fólk og framhaldsskólinn. Auk þess var algengt að peninga- vandræði og aðstæður á heimili kæmu í veg fyrir nám. Þessar niðurstöður eru í samræmi við sænska langtímarannsókn með- al 16 ára unglinga sem hættu námi. Athygli vekur að 11,7% svar- enda voru stúlkur sem sögðust hafa látið af námi vegna þess að þær áttu von á barni eða höfðu eignast barn. Rannsóknina gerðu þau Jón Torfi og Kristjana Stella á ár- gangnum sem fæddist 1975 sem þau fylgdu eftir til 24 ára aldurs.  Níu ökumenn voru stöðvaðirvegna gruns um ölvun við akstur í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins. Að öðru leyti var rólegt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Bíll keyrði út af á móts viðbæinn Fagraskóg norðan Ak- ureyrar um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þrír voru í bílnum en reyndist enginn þeirra alvar- lega slasaður. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekið var á gangandi vegfar-anda fyrir utan veitingahús- ið Sjallann á Akureyri um tvöleytið aðfaranótt sunnudags- ins. Maðurinn féll í götuna og var ekið yfir annan fótlegg hans auk þess sem hann hlaut höfuð- högg. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Lítil aurskriða féll í Álftafirðivið Djúpavog gærdag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni var skriðan það lítil að hún hamlaði ekki umferð. Þá var mikið sandfok á Mýrdals- sandi. Á Holtavöruheiðinni fór vindhraði mest í 30 m/sek. Þá var mjög hvasst á Hellisheið- inni. Talsmaður Vegagerðarinn- ar segir alla vega hafa verið greiðfæra. Innanlandsflug lá niðri stórahluta gærdagsins eftir að flog- ið hafði verið til nokkurra staða klukkan níu um morgunin. Flugi til Ísafjarðar, Bíldudals, Sauðár- króks, Vestmannaeyja og Hafn- ar var aflýst. Ekki var búið að taka ákvörðun um flug til Akur- eyrar og Egilsstaða þegar Fréttablaðið hafði samband um kvöldmatarleytið. Þá lá Herjólf- ur við bryggju í Vestmannaeyj- um í allan gærdag. Ástæðan var bilun í hliðarskrúfu og óveðrið. Rafmagnslaust var í gærdagfrá Flúðum upp í Gnúpverja- hreppa, hluta af Skeiðum og í Hrunamannahreppi. Að sögn talsmanns RARIK á Hvolsvelli slitnuðu vírar vegna óveðursins. Rafmagnið hafi farið af um hálf- þrjúleytið og þegar Fréttablaðið hafði samband var stærsti hlut- inn kominn á aftur. Rafmagn var ekki komið á í Árnesi í Gnúpverjahreppi um kvöldmat- arleytið. Var talið að tækist að komast fyrir bilunina um síðar um kvöldið. Um eitthundrað bátar og skipvoru úti á miðum í gærdag samkvæmt upplýsingum frá til- kynningarskyldunni. Minni bát- ar sem höfðu farið út í gær- morgun snéru fljótlega til baka aftur. LÖGREGLUFRÉTTIR ÓVEÐURSMOLAR FRÁ ÍSAFIRÐI Mikilvægustu málin á þingingu voru byggðamál og samgöngumál enda Vestfirðingar ákaf- lega háðir góðum vegum. Fjóðungsþing Vestfjarða í Bolungarvík: Guðni Geir í stað Ólafs Kristjánssonar Fellibylurinn Rusa geng- ur yfir Suður-Kóreu: Að minnsta kosti 50 látnir HAMFARIR Að minnsta kosti 50 manns létu lífið og rúmlega þrjátíu er saknað eftir að fellibylurinn Rusa reið yfir Suður-Kóreu um helgina. Fellibylurinn var sá stærsti sem gengið hefur yfir land- ið í fjörutíu ár. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu er talið að mannfall sé mun meira og gæti tala látinna farið upp fyrir hundrað. Rusa, sem þýðir dýr, er kraft- mesti fellibylur sem gengið hefur yfir Kóreu síðan fellibylurinn Sarah reið yfir árið 1959. Þá létust um 840 manns. Árið 1987 reið felli- bylurinn Thelma yfir og þá létust um 350 manns.  ÝMSAR ÁSTÆÐUR Ástæðurnar sem framhaldskólanemar fæddir 1975 nefndu fyrir að láta af námi voru vegna atvinnu og námsleiða. Auk þess voru nefnd peningavandræði og stúlkur nefndu að þær ættu von á barni. Rannsókn á námsgengi þeirra sem fæddust 1975: Námsleiði og atvinna algengustu ástæður brottfalls Iain Duncan Smith, formaður breska Íhaldsflokksins: Styður loftárásir á Írak ÍRAK Iain Duncan Smith, formaður breska Íhaldsflokksins, styður hugmyndir Bandaríkjamanna um árásir á Írak þar sem hann telur Saddam Hussein vera ógn við Bretland. Smith telur að Írakar séu að þróa flugskeyti sem geti náð til Evrópu. Írakar hafa á und- anförnum dögum aukið varnir í kringum Bagdad sem eru orðnar þær mestu síðan í Persaflóastríð- inu, vegna hugsanlegra loftárása Bandaríkjamanna. Írakar ætla að leita stuðnings Evrópuþjóða í von um að Bandaríkjamenn falli frá árásum á landið. Varaforseti Íraks segir árásirnar geta ógnað heimsfriði. Evrópusambandið hefur lýst því yfir að diplómatísk- ar leiðir verði farnar í málum Íraks í stað árása.  Green líklegastur til að halda áfram án Baugs Fulltrúar Philips Greens og Baugs funduðu stíft um helgina til að ákveða framhald kauptilboðs- ins í Arcadia. Lögreglurannsókn hefur skaðað meint fórnarlamb segir Jón Ásgeir. SKAUTAÐ Á BROTHÆTTUM ÍS Staðan sem komin er upp hefur vakið mikla athygli breskra fjölmiðla. The Times var með úttekt á Baugi fyrir lesendur sína. UPPHAFIÐ Fulltrúar Baugs og Philips Greens funduðu stíft í gær. Leitast var við að finna lausn sem aðilar gætu sætt sig við. Baugur sækir fast að fá verslanakeðjurnar þrjár. Stjórn Arcadia vill ekki eiga viðskipti við Baug. „Baugur, sem á að vera fórnarlamb okkar Tryggva samkvæmt kæru lögregl- unnar, er sleg- inn í rot af lögregluyfir- völdum.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.