Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 8
VIÐSKIPTI Miklar breytingar hafa
orðið á röð stærstu fyrirtækja
landsins sem skráð eru í Kauphöll
Íslands. Skipulagður verðbréfa-
markaður er ekki gamall á Ís-
landi. Verðbréfaþing Íslands var
stofnað árið 1985 til að koma á
skipulegum markaði með verð-
bréf. Olís var fyrsta fyrirtækið
sem var skráð á markað. Fá félög
voru á skrá í upphafi. Eimskipafé-
lagið bar höfuð og herðar yfir
önnur félög á markaði. Eimskip
var afgerandi fjármálaafl í ís-
lensku viðskiptalífi með ítök víða
um samfélagið.
Það þótti því nokkrum tíðind-
um sæta þegar Samherji var met-
inn verðmeiri á markaði skömmu
eftir að bréf félagsins voru skráð
árið 1997. Bréf Samherja lækkuðu
síðan aftur og fékk þá Eimskipa-
félagið forystuhlutverk sitt á ný.
Markaðurinn er harður hús-
bóndi og óverðskuldað getur ekk-
ert fyrirtæki setið á toppi mark-
aðarins. Skipulagður verðbréfa-
markaður var mörgum fyrirtækj-
um hvatning til að skrá sig á
markað. Mörg þessara fyrirtækja
voru í örum vexti. Þar fyrir utan
var vöxtur og þensla í þjóðfélag-
inu.
Úrvalsvísitölu Kauphallar Ís-
lands er ætlað að birta verðmæt-
ustu félögin sem mest viðskipti
eru með á markaði. Árið 1999
trónaði Eimskipafélagið á toppn-
um. Vermæti þess var rúmir 25
milljarðar sem jafngildir 29 millj-
örðum ef reiknað er með verð-
bólgu. Verðmætið í dag er tæpir
22 milljarðar og situr það nú í sjö-
unda sæti yfir verðmætustu fé-
lögin. Í öðru sæti á listanum var
mikið spútnikfyritæki þess tíma
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
sem síðar átti eftir að sameinast
Íslandsbanka sem var í þriðja
sæti. Samanlagt markaðsvirði
þessara fyrirtækja var 33,4 millj-
arðar króna. sem er 39 milljarðar
að núvirði. Markaðsvirði bankans
í dag er 49 milljarðar sem er raun-
hækkun um tíu milljarða. Íslands-
banki er nú verðmætasta félagið í
Kauphöll Íslands. Hástökkvari
listans er Pharmaco sem er eftir
sameiningu við Delta, næst stærs-
ta fyrirtæki landsins.
Ríkisbankarnir halda nokkuð
sætum sínum á listanum. Búnað-
arbankinn fellur reyndar niður
fyrir Baug. Flugleiðir eru löngu
horfnir af listanum. Markaðs-
verðmæti þeirra lækkaði mjög
mikið, en hefur verið að hækka
mikið að undanförnu. Sú hækkun
dugir samt ekki til að koma þeim
á ný í hóp 15 verðmætustu fyrir-
tækja landsins.
Listinn endurspeglar einnig
aukna fjölbreytni í atvinnulífi
landsins. Stór sjávarútvegsfyrir-
tæki, eins og Grandi og Þormóður
rammi sem voru á listanum 1999
eru hvergi sjáanleg. Raunar
þyrfti Grandi nánast að tvöfalda
verðmæti sitt í dag til að komast
upp fyrir Össur og Sjóvá-Almenn-
ar. Samherji er eina sjávarútvegs-
fyrirtækið á listanum, en Eimskip
er reyndar sjávarútvegsfyrirtæki
að hluta til.
Núvirt verðmæti tíu stærstu
fyrirtækjanna 1999 er 157 millj-
arðar, en verðmæti tíu stærstu
fyrirtækjanna 2002 er 254 millj-
arðar. Verðmæti tíu stærstu fyrir-
tækja í Kauphöllinni hefur því
aukist um 100 milljarða á þremur
árum.
haflidi@frettabladid.is
8 2. september 2002 MÁNUDAGUR
STUTTAR FRÉTTIR
ORÐRÉTT
Innritun 2.- 13. september. námskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Taltímar og einkatímar, námskeið fyrir
börn og viðskiptafranska - nýtt. Námskeiðin hefjast 16.
september.
Innritun í síma: 552 3870 og 562 3820.
Frönsku-
námskeið
6 mánaða uppgjör KEA:
180 milljóna
hagnaður
VIÐSKIPTI 180 milljóna króna hagn-
aður varð af rekstri Kaupfélags
Eyfirðinga svf. fyrstu sex mánuði
ársins. Þetta er rúmlega 600 millj-
ónum betri afkoma en á sama
tímabili í fyrra. Gengis- og vaxta-
þróun skýrir að langmestu leyti
þessa bættu afkomu. Miklar
breytingar hafa orðið á tilgangi og
starfsemi KEA svf. Um síðustu
áramót yfirtók Kaldbakur fjár-
festingarfélag hf. allar eignir og
skuldbindingar félagsins en KEA
svf. eignaðist á móti hlutabréf í
Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf.
Kolmunnaveiði:
Kominn yfir
200.000 tonn
FISKVEIÐAR Kolmunnaafli íslensku
skipanna er kominn í 201 þúsund
tonn það sem af er vertíðinni. Auk
þess hafa erlendu skipin
landað hátt í sjö þúsund tonn-
um hér. Nú á eftir að veiða tæp-
lega 81 þúsund tonn af heildar-
kvótanum.
Mestum kolmunnaafla hefur
verið landað á Neskaupstað, rúm-
lega 45.000 tonnum. Á Eskifirði og
Seyðisfirði hafa rúmlega 41 þús-
und tonn borist á land og rúmlega
18 þúsund tonn á Akranesi.
HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson,
heilbrigðis-og tryggingamálaráð-
herra, undirritar samning um til-
raunaverkefni fyrir fjarlækning-
ar og bráðarannsóknir í tengslum
við aðalfund Eyþings, sem nú
stendur yfir í Mývatnssveit.
Markmið tilraunaverkefnis er að
koma á fjarlækningasambandi
milli heilsugæslustöðvar og
sjúkrahúss. Athugað verður
hvernig og hvaða stuðning sér-
fræðingar á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri annarsvegar og á
Þórshöfn Húsavík hins vegar,
geta veitt við heilsugæslu og
heimilislækningar.
Gert er ráð fyrir því að sam-
skipti verði á milli Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Húsavík og í
formi göngudeildarþjónustu, og
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri á sviði bráðalækningaþjón-
ustu sem verði veitt allan sólar-
hringinn. Stefnt er að því verkefn-
inu ljúki á ágúst 2003 og að kostn-
aður Íslenska heilbrigðisnetsins
vegna samningsins verði 5,2 millj-
ónir króna.
Norðurljós með hagnað:
Miklar
skammtíma-
skuldir
UPPGJÖR Hagnaður Norðurljósa
samskiptafélags nam 145,4 millj-
ónum fyrri hluta ársins. Allt árið í
fyrra var tap á rekstri félagsins
2,77 milljarðar króna. Fyrirtækið
glímir við miklar skammtíma-
skuldir, en fram kemur í áritun
endurskoðenda að það geti starfað
áfram svo fremi að rekstur batni.
Íslenska útvarpsfélagið, dótturfé-
lag Norðurljósa, skilaði rúmlega 4
milljóna hagnaði. Afkoma félags-
ins er betri á síðari hluta ársins,
en þeim fyrri.
Verðmætið aukist
um 100 milljarða
Tíu stærstu fyrirtækin eru 100 milljörðum verðmætari nú en fyrir þremur árum. Reyndar er
ekki um sömu fyrirtæki að ræða. Eimskipafélag Íslands var lengi ókrýndur konungur íslenskra
stórfyrirtækja. Félagið er nú sjöunda stærsta fyrirtækið. Íslandsbanki er verðmætastur.
ÓKRÝNDUR KONUNGUR
Eimskipafélagið bar höfuð og herðar yfir önnur einkafyrirtæki landsins. Það er nú það sjö-
unda verðmætasta í Kauphöll Íslands.
VERÐMÆTI STÆRSTU FYRIRTÆKJA Í KAUPHÖLLINNI Í MILLJÓNUM KRÓNA
1999 2001 2002
Eimskipafélagið 25.350 Íslandsbanki 37.400 Íslandsbanki 47.700
FBA 17.000 Baugur 20.689 Pharmaco/Delta 44.207
Íslandsbanki 16.446 Landsbankinn 20.263 Landsbankinn 24.645
Landsbankinn 15.795 Búnaðarbankinn 17.850 Baugur 23.741
Búnaðarbankinn 14.145 Eimskipafélagið 16.054 Búnaðarbankinn 23.623
Samherji 13.953 Pharmaco 15.818 Kaupþing 20.521
Flugleiðir 9.343 Össur 15.108 Eimskip 19.366
Tryggingamiðstöðin 8.392 Kaupþing 13.717 Samherji 17.762
Grandi 7.912 Samherji 12.450 Össur 16.586
Þormóður rammi 5.694 Tryggingamiðstöðin 10.956 Sjóvá-Almennar 16.497
JÓN KRISTJÁNSSON
HEILBRIGÐISRÁHERRA
Ráðherrann undirritaði samningin
um helgina í tengslum við aðal-
fund Eyðings sem nú stendur yfir
í Mývatnssveit.
Heilbrigðisráherra undirritar samning:
Tilraunaverkefni um fjarlækningar
EINHVER VERÐUR AÐ EIGA
HLUTINA
Ég er þeirrar pólitísku skoðunar
að farsælast sé að eignarhald á
sem flestu í tilverunni liggi ljóst
fyrir. Og dauðir hlutir og líkama-
laus fyrirbæri eigi sig ekki sjálfir
nema í algjörum undantekningar-
tilvikum.
Ávarp forsætisráðherra við setningu
Háskóla Reykjavíkur 29. ágúst 2002
EF EINHVER SKYLDI EKKI
HAFA ÁTTAÐ SIG
Í kjölfar ákvörðunar Alþingis um
breytingu á kjördæmamörkum,
blasir við sú staðreynd að Vest-
fjarðakjördæmi, Norðurlands-
kjördæmi- vestra og Vesturlands-
kjördæmi verði sameinuð í eitt
kjördæmi; Norðvesturkjördæmi.
Fréttatilkynning frá Gísla S. Einarssyni
vegna framboðs hans í
Norðvesturkjördæmi.
Endurvinnslan ehf. og umboðs-aðilar hennar hafa hækkað
skilagjald á umbúðum úr 8 kr. í 9
kr. fyrir stykkið. Á árinu 2001 er
áætlað að 84% af seldum umbúð-
um hafi verið skilað. Rúmlega
1.800 tonn voru flutt út til endur-
vinnslu erlendis.