Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 10
HUNDAFRAMLEIÐSLA Mikil og heit
umræða hefur lengi verið meðal
hundaeigenda um hundabúið á
Dalsmynni á Kjalarnesi. Nýverið
var opnuð vefsíða með undir-
skriftarlista, upplýsingum um
hvað þar fer fram og myndum
sem farið hafa fyr-
ir brjóstið á fólki.
Þórhildur Bjart-
marz formaður
Hundarækarfélags
Íslands segir
myndirnar á netinu
í raun ekki sýna allt
það versta, miði
hún við það sem
hún hafi áður séð í
Dalsmynni. „Það er engin laun-
ung að við mótmæltum því að
búið fengi starfsleyfi. Eftir því
sem ég veit best eru fjórar mann-
eskjur að hugsa um 200 hunda og
það gefur auga leið að hver hund-
ur er hvorki hirtur sem skyldi né
fær þá ummönnun sem hann
þarf.“
Þórhildur segir einnig að
HRFÍ sé í eðli sínu á móti svoköll-
uðu „Puppy Mill“ sem sé ekki
annað en hundaframleiðsla. „Búið
í Dalsmynni sé ekkert annað en
framleiðsla þar sem þarfir hvol-
panna skipta ekki máli. Við vilj-
um að hvolpar fái frá upphafi
eðlilega umhverfisþjálfun inni á
heimilum þar sem þeir eru teknir
upp og við þá sé gælt á eðlilegan
hátt. Þannig verða þeir góðir
heimilishundar síðar.
Elín Jóhannesdóttir formaður
Dýraverndarráðs Íslands segir
ráðinu ekki hafa borist kvörtun
vegna búsins alveg nýlega. Síðast
hafi verið kvartað síðast liðið vor.
Þá brugðust eigendur við og
löguðu það sem þeir voru beðnir
um. Hún segir lögin vera mjög al-
menns eðlis og teygjanlega og því
sé erfitt að benda á eitthvað eitt
hafi farið úrskeiðis.
Elín upplýsti að unnið væri að
breytingum á lögum en ýmislegt
mætti vera nákvæmara. Til að
mynda væri ekkert í þeim sem
kvæði á um hve mörg dýr ættu að
vera í umsjá eins manns. „Meðan
þannig háttar til vinnur hundabú-
ið samkvæmt lögum“.
Gunnar Örn Gunnarsson, hér-
aðsdýralæknir í Gullbringu- og
Kjósarumdæmi, segir mikið hafa
breyst til batnaðar á búinu frá því
hann hafði fyrst afskipti af því
fyrir þremur árum, Hann segist
fylgjast reglulega með og gera at-
hugasemdir ef ástæða er til. „Far-
ið er að lögum um aðbúnað og
hollustu og það er mitt hlutverk
að fylgjast með að svo sé. Þrátt
fyrir það tek ég undir að lögin eru
mjög teygjanleg sem gerir það að
verkum að það sem einum finnst
vera slæmt gæti öðrum þótt í
lagi.“
Ekki náðist í Ástu Sigurðar-
dóttir eiganda hundabússins í
Dalsmynni þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
bergljot@frettabladid.is
10 2. september 2002 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ofbeldi og
Pílagríma-
göngur
Sigurður H. Þorsteinsson skrifar:
ÍFréttablaðinu föstudaginn 30.ágúst er rætt við séra Ingólf
Guðmundsson, um aðstöðuna fyr-
ir prest á Þingvöllum. Það er
ánægjulegt að heyra rödd, sem
tekur aðeins öðru vísi á þeim mál-
um, en það sem glumið hefir að
undanförnu og telur hann sig hafa
„..ágæta aðstöðu í Þingvallabæn-
um, þar er skrúðhús og allt gott
um það að segja.“
Þá ræðir séra Ingólfur um að
hann hafi farið Pílagrímagöngu
nýlega í tengslum við norræna
ráðstefnu um ofbeldi. Var hún
haldin í Skálholti. Síðan telur hann
upp: Nesjavelli, þar var fjallað um
ofbeldi gegn náttúrunni. Þing-
velli, þar var fjallað um ofbeldi og
siðgæði, Drekkingarhyl og með-
ferð kvenna. Síðan er farið á
Laugarvatn og endað í Skálholti.
Þarna eru ekki talin upp nein at-
riði skepnuskapar manna gegn
öðrum mönnum eða náttúrunni.
Mér varð óvart á að minnast
þess að Íslendingar hafa drepið
einn biskup þar, en hann var
reyndar hollenskur. Svo sáu Danir
um að drepa annan biskup þar og
tvo syni hans, 1550, og báða án
dóms og laga. Ef þetta er ekki of-
beldi, hvað þá?
PAKISTAN, AP Benazir Bhutto, fyrr-
verandi forsætisráðherra Pakist-
ans, fær ekki að bjóða sig fram
til þings í næsta mánuði sam-
kvæmt úrskurði kjörstjórnar
sem kunngerður var í gær. Úr-
skurður kjörstjórnar er byggður
á nýjum lögum sem meina fólki
sem mætir ekki fyrir dómstóla að
bjóða sig fram. Forsætisráðherr-
ann fyrrverandi hefur verið sak-
aður um spillingu og var dæmdur
í þriggja ára fangelsi í síðasta
mánuði. Hann mætti ekki fyrir
dómi.
Bhutto hefur undanfarið verið
búsett í Lundúnum og Sameinuðu
arabísku furstadæmunum. Að-
stoðarmaður Bhutto segir að hún
muni áfrýja úrskurðinum til
Hæstaréttar og ætlar að snúa aft-
ur til Pakistans ásamt öðrum
fyrrverandi forsætisráðherra,
Nawaz Sharif, sem hyggst einnig
bjóða sig fram til þings.
Um tvö þúsund stuðnings-
menn Bhutto brugðust ókvæða
við þegar úrskurðurinn var kunn-
gerður og hrópuðu slagorð henni
til stuðnings.
Umdeildur úrskurður yfirkjörstjórnar í Pakistan:
Bhutto meinað
framboð
REIÐIR STUÐNINGSMENN
Stuðningsmenn Bhutto brugðust ókvæða við þegar úrskurðurinn var kunngerður. Pervez
Musharraf, forseti Pakistans, er sagður hafa sett á lögin á til að koma í veg fyrir framboð
hennar.
Umdeilt hundabú
á Kjalarnesi
Skiptar skoðanir eru um hundabúið í Dalsmynni á Kjalarnes. Sett hefur verið upp heimasíða í
trássi við eigendur þess með myndum frá búinu og upplýsingum um það sem þar fer fram. Farið
er að lögum um aðbúnað og hollustu.
„Búið á Dals-
mynni er ekk-
ert annað en
framleiðsla
þar sem þarfir
hvolpanna
skipta ekki
máli.“
FRÁ DALSMYNNI
Ásta Sigurðardóttir er eigandi þessara húsa og allra hundanna sem þar eru. Meðal annars er gagnrýnt hve margir hundar eru saman í stí-
um og ekki sé hreinlæti eins og best verði á kosið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Djöflarnir
hrindast um
aura og völd
Ljóðelskur lesandi skrifar:
Kvæðið Fróðárhirðirinn eftir
Einar Benediktsson kemur oft
upp í hugann þessa dagana, enda
hitta margar ljóðlínur beint í
mark á nútíma fjárglæfraheimi,
sem þjóðin hefur þurft að horfa
upp á síðustu dagana.
Á þessum norðurljósahimni
nútíma fjárglæfra, sem tröllríða
nú íslensku samfélagi og gera
fjölmiðlana óþolandi, hitta orð
Einars Benediktssonar býsna vel í
mark. Í kvæðinu Fróðárhirðirinn,
er að finna eftirfarandi erindi og
geta menn þá leitt hugann að því
hvers vegna þetta ljóð kemur nú
upp í hugann:
Af hnífi sást aldrei eitt blikandi blað
þótt berðust þeir fast um æti.
Þeir vógu með tannanna nagandi nað.
Náríki hafði ei aftökustað,-
því fólkið var étið á fæti.
Svo héldu þar vofurnar helgar og jól.
Heimurinn lifði í skínandi sól,-
en djöflarnir hrundust uns hani gól,
um horbein og mötunauts sæti.
HÚSNÆÐISMÁL „Bæjarlögmaður var
beðinn um kanna rekstur á Hafn-
arbraut 11 á fundi hafnarstjórnar
24. júní síðastliðinn með það fyrir
augum að kanna hvort um ólög-
mætar íbúðir væri að ræða,“ seg-
ir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í
Kópavogi. Bæjarlögmaður var
einnig beðinn, af bæjarráði og
hafnarstjórn, að hlutast til að slík
starfsemi yrði stöðvuð.
Fram hefur komið að eigin-
kona bæjarlögmanns Kópavogs-
bæjar, Anna Stella Snorradóttir
og Magnús Ásgeir Bjarnason,
forstöðumaður lífeyrissjóðs
starfsmanna Kópavogsbæjar eru
meðal eigenda fyrirtækisins
CMS-fasteignir sem eiga at-
vinnuhúsnæði að Hafnarbraut 23
og hafa innréttað og leigt út sem
íbúðarhúsnæði. Samkvæmt
skipulags- og byggingarlögum er
slíkt ólöglegt.
Flosi segir í ljósi þess að for-
stöðumaður lífeyrissjóðs starfs-
manna Kópavogsbæjar sé einn
eigenda muni hann í dag fara
fram á að haldinn verði fundur í
stjórn lífeyrissjóðsins til að fara
ofan í bókhald og kanna öll mál til
hlítar.
Ekki náðist í Sigurð Geirdal
bæjarstjóra í gær vegna málsins
en hann viðurkenndi í sjónvarps-
fréttum Ríkissjónvarpsins að
hafa verið kunnugt um málið.
Flosi segir einkennilegt að bæjar-
stjórinn hafi vitað um slíkt lög-
brot af hendi starfsmanna sinna
en kosið að gera ekkert í málinu.
Anna Stella Snorradóttir sendi
frá sér tilkynningu þar sem hún
segist hafa ákveðið að selja sinn
eignarhluta í fyrirtækinu CMS-
fasteignir þar sem eignin skaði
hagsmuni eiginmanns hennar.
kolbrun@frettabladid.is
HAFNARBRAUT 23
Í yfirlýsingu minnihluta Samfylkingarinnar í Kópavogi segir meðal annars: „Ósamþykktar
íbúðir fela í sér ýmsar hættur; ekki er fylgst með byggingarreglugerð eða að öðrum regl-
um sé framfylgt. Slökkviliðið veit ekki að á viðkomandi stað eru íbúðir en ekki iðnaðar-
húsnæði. Í umræddu húsnæði hafa m. a. búið börn og er það algerlega óverjandi að þau
búi við slíkar aðstæður.“
Fulltrúi Samfylkingar í bæjarsatjórn Kópavogs:
Bókhald lífeyrissjóðs verði kannað