Fréttablaðið - 02.09.2002, Page 12
2. september 2002 MÁNUDAGUR
ÞÓRSHAMAR
Byrjendanámskeið hefjast í öllum flokkum 5. sept.
Vilt þú auka
athygli, styrk
og úthald?
Þá er Taekwondo bardaga-
íþróttin eitthvað sem þú
ættir að kynna þér nánar.
Þann 3. september hefjast
námskeið fyrir alla aldurs-
hópa hjá Taekwondo deild ÍR.
Upplýsingar eru í síma 587-7080
eða á heimasíðu ÍR www.irsida.is.
FÓTBOLTI Fjórir leikir fara fram í
16. umferð Símadeildar karla í
knattspyrnu í kvöld. Efsta lið
deildarinnar, KR, tekur á móti
ÍBV í Frostaskjólinu. KR er með
31 stig, einu stigi meira en Fylkir
sem er í öðru sæti. Liðin þurfa
bæði nauðsynlega á sigri að halda
í baráttunni um meistaratitilinn.
Fylkir fer norður yfir heiðar og
sækir Þór heim. Þór er í neðsta
sæti deildarinnar og berst fyrir
lífi sínu í deildinni.
FH tekur á móti Keflavík í
Kaplakrika. Hafnarfjarðarliðið er
í sjötta sæti með átján stig en
Keflavík í því áttunda með sextán
stig. Þrjú stig skilja Keflavík og
neðsta lið deildarinnar að. Kefl-
víkingar þurfa því að bretta upp
ermar, ætli þeir sér að vera meðal
þeirra bestu að ári.
Grindavík, sem á tölfræðilega
möguleika á að ná meistaratitlin-
um, fær KA í heimsókn. KA er í
fjórða sæti deildarinnar með 21
stig.
Tveir síðastnefndu leikirnir
áttu að fara fram í gær en var
frestað vegna veðurs.
FÓTBOLTI KR varð bikarmeistari
kvenna í knattspyrnu á laugardag
þegar liðið lagði Val að velli með
fjórum mörkum gegn þremur.
KR-stúlkur höfðu mikla yfirburði
í fyrri hálfleik og komu boltanum
þrisvar sinnum í netið hjá Hlíðar-
endastúlkum. Hrefna Jóhannes-
dóttir skoraði fyrsta mark leiks-
ins á 34. mínútu eftir góða rispu
Olgu Færseth. Olga skoraði síðan
sjálf tæpum tíu mínútum síðar og
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði
þriðja markið á síðustu mínútu
fyrri hálfleiks. Olga var aftur á
ferðinni skömmu eftir leikhlé og
staðan orðin vænleg fyrir KR-
stúlkur. Valur neitaði þó að gefast
upp og skoraði þrjú mörk áður en
flautað var til leiksloka. Dóra
Stefánsdóttir varð fyrst Vals-
stúlkna til að skora. Ásgerður H.
Ingibergsdóttir og Dóra M. Stef-
ánsdóttir bættu við mörkum
skömmu fyrir leikhlé en þar við
sat. Þetta er í annað sinn sem KR
verður bikarmeistari í kvenna-
flokki en þær hömpuðu titlinum
árið 1999 eftir 3-1 sigur á Breiða-
blik.
FÓTBOLTI Brasilíski framherjinn
Ronaldo er genginn til liðs við
Real Madrid á Spáni frá Inter Mil-
an við mikla óánægju stuðnings-
manna ítalska liðsins. Aðdáendur
Inter hafa ekki vandað Ronaldo
kveðjuna eftir að hann gaf það til
kynna að hann vildi yfirgefa liðið.
Hann hefur verið meira og minna
frá knattiðkun í tvö og hálft ár en
er loks að komast í sitt fyrra
form. Hann varð meðal annars
markakóngur heimsmeistara-
keppninnar. Inter hefur staðið bak
við hann allan tímann.
„Hann kom eins og kóngur en
fer eins og þjófur,“ var fyrirsögn
á íþróttasíðum ítalska blaðsins
Corriere. Tvo lögreglubíla þurfti
til að fylgja Ronaldo og eiginkonu
hans á flugvöllinn þegar þau yfir-
gáfu Ítalíu.
FORMÚLA Michael Schumacher,
heimsmeistari í Formúlu-1, skráði
nafn sitt enn og aftur í sögubæk-
urnar þegar hann sigraði í
kappakstrinum í Belgíu í gær.
Schumacher hefur unnið tíu mót á
tímabilinu og sló þar með met sem
hann átti með Nigel Mansell. Sig-
urinn í gær var sá sjötti á braut-
inni og sló hann þar með met
Ayrton heitins Senna.
Rubin Barrichello, samherji
Schumacher hjá Ferrari, kom
annar í mark, Juan Pablo
Montoya, Williams-BMW varð
þriðji og David Coulthard, McL-
aren-Mercedes, fjórði.
SÁTTUR MEÐ SIGURINN
Michael Schumacher var kampakátur að
kappakstrinum loknum.
Michael Schumacher sigraði í Belgíukappakstrinum:
Skráði nafn sitt í
sögubækurnar
Ronaldo til Real Madrid:
Kom sem kóngur,
fer sem þjófur
RONALDO
Ronaldo sést hér umsetinn fréttamönnum
eftir að ljóst var að hann færi til Real
Madrid á Spáni.
FÖGNUÐUR
KR-stúlkur fögnuðu bikarmeistaratitlinum á laugardaginn eftir að liðið lagði Val að velli.
Coca-Cola bikarkeppni kvenna:
KR hampaði bikarnum
16. umferð Símadeildar karla:
KR tekur á móti ÍBV
SÍMADEILD KARLA
KR 15 9 4 2 25 : 16 31
Fylkir 15 9 3 3 28 : 19 30
Grindavík 15 7 4 4 26 : 21 25
KA 15 5 6 4 15 : 14 21
ÍA 16 5 5 6 26 : 22 20
FH 15 4 6 5 23 : 24 18
ÍBV 15 4 4 7 17 : 18 16
Keflavík 15 3 7 5 19 : 26 16
Fram 16 3 5 8 21 : 29 14
Þór 15 3 4 8 21 : 32 13
KR – ÍBV Í FROSTASKJÓLI
Forysta KR-inga í deildinni er afar naum og
hvert stig því dýrmætt á lokasprettinum.