Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 13

Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 13
MÁNUDAGUR 2. september 2002 2. sep kl.06-1030. l. -1 Stundataflan á staðnum og á www.raektin.is 2. sep kl.06-1030. l. -22 tilboð 29.900 árskort www.raektin .is Suðurströnd 4 551 2815 Body shape Body max unglinga box Box fyrir fullorðna Pallatímar Spinning Byrjenda Fitnessbox Aðhaldstími í boxi Body pump Fitnessbox Jóga Funkeróbik Byrjenda spinning Nálastunguskóli Íslands Býður upp á undirstöðumenntun í Nálastungum Kennslan hefst í september í Fjölbrautarskólanum í Ármúla Nánari upplýsingar í síma: 553 - 0070 FÓTBOLTI Njáll Eiðsson hefur verið leystur undan samningi sem þjálf- ari meistaraflokks karla ÍBV í knattspyrnu. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá stjórn knattspyrnu- deildar ÍBV er ástæðan sú að frammistaða liðsins hefur ekki staðið undir væntingum. Hall- grímur Heimisson, aðstoðarþjálf- ari liðsins, mun taka við stjórn þess og stýra í næstu leikjum. Á þriðjudag í síðustu viku ræddi Fréttablaðið við Jóhann Inga Árnason, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar ÍBV, sem sagði að árangur liðsins væri í sumar væru mikil vonbrigði. Hann bætti þó við. „Við höfum alltaf sagt að við stöndum með þjálfaranum okkar. Málin eru nú oft flóknari en það að hægt sé að kenna einum manni um.“ Þegar Jóhann Ingi var inntur svara í gær hvað hefði breyst í millitíð- inni sagði hann að stjórnin vildi ekki tjá sig frekar um málið.  Njáli Eiðssyni sagt upp störfum hjá ÍBV: Baki snúið við þjálfaranum FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea varð fyrri til að skora með marki frá Gianfranco Zola. Patrick Vieira var vikið af velli eftir að hafa fengið að líta gula spjaldið öðru sinni. Chelsea náði þó ekki að nýta sér liðsmun- inn og jafnaði Kolo Toure leikinn með fyrsta marki sínu fyrir Arsenal. Guðni Bergsson og félagar í Bolton lögðu Aston Villa að velli. Michael Rickett skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. West Bromwich Albion vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í fjölda ára þegar liðið lagði Ful- ham að velli með einu marki gegn engu. Lárus Orri Sigurðsson var ekki í leikmannahópi W.B.A. Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Sunderland. Roy Kea- ne, fyrirliðið Manchester, var samur við sig og fékk að líta rauða spjaldið fyrir olnbogaskota. Ný- liðar Birmingham lögðu Leeds að velli 2-1. Tottenham, sem er í efsta sæti deildarinnar, lagði South- hampton að velli með tveimur mörkum gegn engu. Tottenham er með tíu stig, tveimur stigum á undan Arsenal og þremur á undan Liverpool, sem á leik til góða. Chelsea er í fimmta sæti deildar- innar og Manchester United í því áttunda með fimm stig. Liðið hef- ur aðeins unnið einn leik af þrem- ur, en gert tvö jafntefli.  GÓÐUR Eiður Smári Guðjohnsens og félagar gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Arsenal í gær. Arsenal krækti í stig einum færri Arsenal og Chelsea gerðu jafntefli í ensku úr- valsdeildinni í gær. Patrick Vieira og Roy Kea- ne fengu báðir að líta rauða spjaldið um helg- ina. Tottenham á toppi deildarinnar. ÆFUR Roy Keane hrópar hér ókvæðisorðum að Jason McAteer eftir að hafa gefið honum olnbogaskot. Keane fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.