Fréttablaðið - 02.09.2002, Side 15
15MÁNUDAGUR 2. september 2002
MEN IN BLACK 2 kl. 8 og 10 SWEETEST THING kl. 4, 6, 8 og 10
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6Sýnd kl. 4, 6, 8.30 og 10.45
Sýnd kl. 5, 8 og 10.50
SÍMI 553 2075
STUART LITTLE 2 kl. 4 og 6MINORITY REPORT kl. 6 og 9
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.10SCOOBY DOO kl. 2 og 4 VIT398LILO OG STITCH m/ísl. tali 3.55, 5 og 7
VIT
429
Sýnd kl. 6, 8 og 10 VIT 426Sýnd kl. 5.45, 8, 9.15 og 10.20 VIT 427
KVIKMYND
ÍHollywood taldist það til tíð-inda að M. N. Shyamalan skyl-
di fá 450 milljónir króna fyrir
að skrifa handritið að „Signs“
(Tákn) og rúmlega 1000 milljón-
ir fyrir að leikstýra myndinni.
Það sem gerir Shyamalan sér-
stakan er að hann leggur megin-
áherslu á að fjalla um risastórar
spurningar sem snerta alla
menn; spurningar um tilveru
Guðs, líf úti í geimnum, líf eftir
dauðann og þar fram eftir göt-
unum. En þótt Shyamalan fái
ákaflega vel borgað fyrir að
spyrja þessara spurninga er
ekki þar með sagt að hann geti
svarað þeim. Aðalatriðið er að
hann skuli spyrja og spyrja og
spyrja. Ef maður á að gagnrýna
eitthvað í þessari umhugsunar-
verðu mynd mundi ég gagnrýna
leikaravalið: Ég trúði fortaks-
laust á geimverurnar en mér
fannst Mel Gibson einstaklega
ósannfærandi sem trúlausi
presturinn og Shyamalan sjálf-
ur ómögulegur í hlutverki bíl-
stjórans Rays. En Signs (Tákn)
er ágæt mynd sem allir ættu að
geta haft ánægju af. Og munið
að leggja við eyrun, hljóðrásin
er frábær.
Þráinn Bertelsson
Signs
SIGNS:
Leikstjórn og handrit: Manoj
Nelliyattu „Night“ Shyamalan
Aðalhlutverk: Mel Gibson, Joaquin
Phoenix, Rory Culkin, Abigail Breslin
Nánari uppl‡singar í 800 7000 og
verslunum Símans um allt land.
lækka› ver› – betri fljónusta NONNI O
G
M
A
N
N
I l Y
D
D
A
•
N
M
0
7
0
5
8
/ sia
.is
KVIKMYNDIR Þrátt fyrir fregnir af
heilsutapi leikarans Richard
Harris segir umboðsmaður hans
allt tal um að hann ráði ekki við
að leika skólastjórann
Dumbledore í næstu Harry Pott-
er myndum vera þvætting. Hinn
71 árs gamli leikari átti afar
erfitt með að klára tökur á annar-
ri Potter myndinni, „The Cham-
ber of Secrets“, vegna veikinda
sinna. Styðjast þurfti við tvífara í
sumum atriðum myndarinnar.
Harris var nýlega lagður inn á
spítala með alvarleg einkenni
lungnabólgu.
Umboðsmaður hans segir að
leikarinn sé allur að ná bata og að
hann verði útskrifaður af sjúkra-
húsinu bráðlega. Hann fullyrðir
að Harris verði orðinn fullfrísk-
ur í janúar þegar tökur hefjast á
þriðju Potter myndinni, „The Pri-
soner of Azkaban“.
Framleiðendur myndanna hafa
þó gert ráðstafanir ef svo skyldi
fara að Harris verði heilsulítill í
janúar og bíður annar leikari í
startholunum.
Harris hefur alla tíð haft það
orð á sér að hafa sérstaklega gam-
an af að stunda ölkönnulyftingar.
Hann segist þó vera heillaður af
sögum J. K Rowling um Harry
Potter og að honum finnist mikill
heiður að leika í kvikmyndunum
um hann. „Það eina sem ég hafði
áhyggjur af þegar ég tók að mér
hlutverk Dumbledore var skuld-
bindingin,“ sagði Harris nýlega í
viðtali við BBC. „Ég þoli ekki
skuldbindingar, og þess vegna á
ég tvær fyrrverandi eiginkonur.“
Skál fyrir því?
RICHARD HARRIS
Er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sín í „Gladiator“, „Unforgiven“, „The Guns of Navaro-
ne“ og sem Dumbledore í Harry Potter myndunum.
Vangaveltur um heilsu Richard Harris:
Að vera, eða ekki
vera Dumbledore