Fréttablaðið - 02.09.2002, Blaðsíða 22
22 2. september 2002 MÁNUDAGUR
VIKUSKAMMTUR
Rifsber. Þau eru tilbúin. Efmaður á ekki rifs í eigin garði,
þá er alltaf einhver í nágrenninu
sem nennir ekki að tína sín. Bara
að senda krakkana til að banka
upp á og spyrja hvort ekki megi
tína smá. Hlaupið og sultan er frá-
bær. Það þarf ekki að tína mikið.
Ef maður nær í eina krukku til að
hafa með jólasteikinni, þá er það
nú fengur útaf fyrir sig.
Þeir sem hvorki eiga nágrannasem leyfa tínslu, né eigin
runna ættu að huga að því að fara
í berjamó. Krækiber má tína víða
um Suðurland. Aðalbláberin góðu
verður að sækja norður eða vest-
ur. Hrútaber eru líka prýðileg í
hlaup. Svo er bara að fara heim og
sulta og búa til saft fyrir veturinn.
Eiga svolítið af bragðgóðum sum-
arvítamínum með sunnudagskaff-
inu í vetur.
Aðalsafn Borgarbókasafnsins íTryggvagötu er staður þar
sem hægt er að verja öllum degin-
um ef ekki vill betur. Bókaforðinn
er nokkuð fjölbreyttur, en auk
bóka er töluvert úrval af mynd-
böndum og geisladiskum. Enda
þótt maður sakni alltaf hússins í
Þingholtsstrætinu, þá er breyting-
in á aðstöðunni algjör bylting.
Borgarbókasafnið er staður fyrir
alla fjölskylduna. Barnadeildin er
frábær og börnin geta unað sér
tímunum saman.
Kaffihúsið Mokka á Skóla-vörðustíg lætur tímann ekki
tengja sig við sig. Staðurinn er
klassískur og alltaf jafn gaman að
setjast þar niður. Ætti að fara á
mannlífsminnjaskrá, þar sem ekki
mætti gera neinar breytingar.
Staður sem tóbaksvarnarlög ættu
ekki að ná yfir af menningar-
minjaástæðum. Gamlir fastakúnn-
ar ættu að rifja upp góðar stundir.
Hinir ættu að kíkja.
Errin tvö í lífi Ólafs
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, er 49 ára í dag.
SAGA DAGSINS
2. SEPTEMBER
FÓLK Í FRÉTTUM
AFMÆLI
Hannes Hlífar Stefánsson,skákmeistari segist hafa lært
mannganginn fimm ára og verið
kominn í taflfélag ungur að árum.
„Ég var orðinn heimsmeistari 16
ára og yngri þegar ég var 14 ára,“
segir hann. En þarf maður ekki að
vera rosalega gáfaður til að vera
góður í skák? „Það hefur verið tal-
að um að skák, stærðfræði og tón-
list tengist í einhverjum stöðvum
heilans, en ég veit það ekki. Það er
fullt af góðum skákmönnum sem
geta ekkert í stærðfræði.“ En
hvað með áhugamál, tengjast þau
öll skákinni? „Nei,“ segir Hannes.
„Ég stunda líkamsrækt, það er
mjög mikilvægt að vera í góðu
formi. Skákir teygjast oft upp í
fimm, sex tíma og þar reynir á
skrokkinn jafnt og andann.“ Þá
hefur hann gaman af lestri góðra
bóka og þær þurfa ekki að tengj-
ast atvinnunni. Ég les allskonar
bækur og hlusta á tónlist.“ Í sept-
ember er Hannes á leið til Grikk-
lands til að taka þátt í mjög sterku
móti. „Þar verða allir bestu klúbb-
ar Evrópu, við verðum sex frá Ís-
landi, og ég tefli á fyrsta borði.“
En hversu margir skákmeistarar
eru á Íslandi? „Þeir eru níu en
ekki allir mjög virkir,“ segir
Hannes. Aðspurður hvort skák-
ferðalög um heiminn þveran og
endilangan bjóði ekki upp á ævin-
týralegar skoðunarferðir segir
Hannes það stundum vera þannig.
„Ólympíumótin eru mjög stíf en
stundum gefst tækifæri til að
skoða sig um. Mér þótti til dæmis
ofsalega gaman að koma til Kal-
myka í Rússlandi.“
Kasparov er uppáhaldsskák-
maður Hannesar. „Hann er best-
ur.“ En telur Hannes nauðsynlegt
að hefja skákíþróttina á ungaaldri
til að ná árangri? „Já,“ segir hann,
„það er engin spurning ef menn
ætla sér stóra hluti.“
Hannes Hlífar Stefánsson varð
í fyrrakvöld Íslandsmeistari í
skák í fjórða sinn.
Tímamót
Mikilvægt að vera í góðu formi
Gos hófst í Kötlu í Mýr-dalsjökli með ógnarlegu
vatnsflóði og ísreki. Eldgangur-
inn var svo mikill að líkt var og
„allt loftið og himnarnir myndu
springa“ eins og segir í Skarðsan-
nál. Þegar öskufall var mest sá
„enginn annan þó í hendur héldist
þá hæstur dagur var“.
Heklugos hófst eftir 77 ára hléárið 1845 og stóð til næsta
vors. „Hryggur Heklu rifnaði að
endilöngu og á sprungunni mynd-
uðust fimm gígir,“ segir í ritinu
Landskjálftar á Íslandi.
Kveikt var á fyrsta götuljós-kerinu í Reykjavík árið 1876.
Þetta var steinolíulukt á allháum
stólpa neðst í Bakarabrekku ,
sem nú heitir Bankastræti.
Eldsvoðinn mikli í London hófstárið 1666. 13.000 byggingar
gereyðilögðust á fjórum dögum.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnar-formaður Orkuveitunnar, er
ekki í miklu uppáhaldi hjá Birni
Bjarnasyni,
leiðtoga
Sjálfstæðis-
manna. Í
nýjum pistli
á heimasíðu
sinni gagn-
rýnir Björn
Alfreð fyrir
ummæli
þess síðar-
nefnda um
líkamsrækt-
arstöðvar á
vegum OR annars vegar og
meintrar líkamsræktarstöðvar í
menntamálaráðuneytinu. Þykir
Birni undarlegt að bera saman
líkamsræktarstöðina í nýju höf-
uðstöðvum Orkuveitunnar og
gufubað og sturtur í kjallara
menntamálaráðuneytisins. Enda
hafi svo farið að þegar átti að fá
þá saman í spjall á Rás 2 hafi Al-
freð neitað að mæta fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í slíkum
umræðum.
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR
13.30 Harald Guðmundsson, rafvirkja-
meistari, Þingholtsstræti 67, verð-
ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík
13.30 Sólveig Matthíasdóttir verður
jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópa-
vogi.
14.00 Margrét Eyjólfsdóttir, Víkurbraut
20, Höfn. verður jarðsungin frá
Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal.
14.00 Björn Sigtryggsson, Framnesi,
Skagafirði, verður jarðsunginn frá
Flugumýrarkirkju.
AFMÆLI
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður í
Árnessýslu er 49 ára í dag.
ANDLÁT
Guðmundur E. Norðdahl, lést 21.
ágúst. Jarðarförin hefur farið fram.
Jóhann Guðmundsson, læknir, lést í
Svíþjóð 21. ágúst. Útför hans fór fram
frá Bekkenæskirkju í Umeå.
Margrét Hinriksdóttir, Hamraborg 34,
Kópavogi, lést 21. ágúst. Útförin hefur
farið fram.
Halldóra Sigríður Gísladóttir frá
Sleggjulæk lést 30. ágúst.
Sveinn Skaftason, verktaki, Þinghóls-
braut 74, Kópavogi, lést 30. ágúst.
Ketill Axelsson, Ægissíðu 70, Reykjavík,
lést 29. ágúst.
Ólafur Hrafn Ólafsson, Skarðshlíð 2c,
Akureyri, lést 28. ágúst.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
alla vinda lægir um síðir.
Leiðrétting
AFMÆLI „Ég hef áhuga á þjóðleg-
um fróðleik en óhætt er að segja
að ríkjandi séu tvö stór err í lífi
mínu, Rolling Stones og Rótarý-
hreyfingin,“ segir Ólafur Helgi
Kjartansson sýslumaður á Sel-
fossi sem er afmælisbarn dags-
ins. Ólafur segist einmitt í tilefni
afmælisins vera að fara á tón-
leika með Rollings Stones í
Boston 3. september. Bætir hann
við að kona sín kvarti yfir því að
hann ferðist ekki nema errin tvö
eigi þar hlut að máli. Ólafur verð-
ur 49 ára í dag. „Ég hef sagt það í
gamni að ég sé að hugsa um að
halda upp á fimmtugsafmæli mitt
á sömu forsendum og þeir sem
héldu upp á aldamótin0 áramótin
1999-2000,“ segir hann og hlær.
Óhætt er að segja að Ólafur sé
Rolling Stones aðdáandi númer
eitt á Íslandi. Segir hann áhuga
sinn fyrir hljómsveitinni ekki
minni nú en fyrir tæpum fjörtíu
árum. Þá finnst honum ekki síður
mikilvægt starf sitt með Rótarý-
hreyfingunni. „Ég er búinn að
vera meðlimur í tuttugu og fjög-
ur ár. Mér er það sérstakt áhuga-
mál að Íslenska Rótarýhreyfing-
in safni fé til að ljúka því stóra
verkefni að útrýma lömunarveiki
í heiminum. Átakið hefur verið í
gangi síðan 1987 og hillir undir að
það klárist á 100 ára afmæli
hreyfingarinnar árið 2005.“
En er Ólafur eitthvað í tónlist?
„Nei ég get ekki sagt það. Ég
söng reyndar eftirminnilega á
útisamkomu á Silfurtorginu á
Ísafirði. Söngurinn sem slíkur
var kannski ekki eftirminnilegur
heldur það sem fylgdi í kjölfarið.
Málið er að það átti að kæra mig
fyrir þennan söng af því að þetta
var á skemmtun sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hélt. Var álit manna
að það gengi ekki að maður sem
sæti í yfirkjörstjórn væri þarna
að syngja. Ég sagði, eins og satt
var, að hver sem er hefði getað
beðið mig og umsvifalaust fengið
sömu þjónustu. Síðan varð ekkert
úr kærunni en það sem mér hef-
ur alltaf þótt mjög fyndið var
þegar ég las í Morgunblaðinu:
„Ekkert athugavert við sönginn“
- segir Jón Thors skrifstofustjóri
í Dómsmálaráðuneytinu. Ég
sagði gjarna eftir á að það væri
ekki hvaða söngvari sem er sem
hefði þennan dóm ráðuneytisins.“
kolbrun@frettabladid.is
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON
Ólafur segist vera vel kvæntur henni Þórdísi Jónsdóttur. Saman eiga þau Kristrúnu
Helgu, Melkorku Rán og tvíburana Kolfinnu Bjarney og Kjartan Thor.
Ljóska ein var alveg ákveðin íþví að eignast krókódílaskó.
Hún gekk búð úr búð en þóttu
skórnir alltaf of dýrir. Í tíundu
búðinni féllust henni algerlega
hendur og hrópaði upp yfir sig.
„Ég læt ekki okra svona á mér. Ég
veiði bara krókódíl.“
„Já blessuð gerðu það,“ muldr-
aði skókaupmaðurinn um leið og
ljóskan skellti á eftir sér.
Seinna sama dag var sami skó-
kaupmaður á heimleið í bílnum
sínum og sá þá ljóskuna úti í dík-
inu með byssu. Í sömu andrá sá
hann sér til skelfingar feikna stór-
an krókódíl nálgast. Stúlkan
tvínónaði ekki, skaut dýrið og dró
það upp á bakkann. Þar voru fyrir
einir tíu krókódílar og um leið og
þeim síðasta var fleygt til bræðra
sinna sagði ljóskan í meira lagi
ergileg: „Fjandinn sjálfur, þessi
er ekki heldur í skóm.
HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON
Þótti gaman að koma til Kalmyka í Rúss-
landi og segir Rússana standa uppúr í
skákinni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI