Fréttablaðið - 08.10.2002, Síða 4
4 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR
SKÓLAMÁL „Þetta tíðkaðist í
kennslu á nítjándu öld og eitt-
hvað fram á þá tuttugustu. En ég
hélt að þetta væri liðin tíð,“ seg-
ir Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambandsins, um þau
orð Davíðs Oddsonar forsætis-
ráðherra að hann hafi lamið
nemendur leiftursnöggt í höfuð-
ið væru þeir með ólæti þegar
hann kenndi í Verzlunarskólan-
um um tíma. „Þetta er líklega
skýringin á því að Davíð var að-
eins eitt ár við kennslu,“ segir
Eiríkur.
Formaður Kennarasambands-
ins er ekki í vafa um að það sé
lögbrot að lemja nemendur í höf-
uðið í kennslustund þó svo koma
þurfi á kyrrð: „Maður lemur
ekki fólk upp úr þurru án þess að
þurfa að sæta ábyrgð. Þetta er
ekki aðeins ósmekklegt, þetta er
lögbrot,“ segir Eiríkur og telur
að atburðir sem þessir séu eitt-
hvað sem menn ættu að reyna að
gleyma freka en að flíka og
stæra sig af á opinberum vett-
vangi.
Þorvarður Elíasson, skóla-
stjóri Verzlunarskólans, segist
ekki hafa verið kominn til starfa
þegar Davíð Oddsson kenndi við
skólann:
„Ég ber því ekki ábyrgð á
Davíð Oddssyni þá frekar en
nú,“ segir Þorvarður. „Hins veg-
ar tel ég að menn verði að líta á
skemmtigildi frásagnarinnar
frekar en að um raunsanna lýs-
ingu hafi verið að ræða. Ég hef
aldrei heyrt um að nemendur
hafi verið lamdir leiftursnöggt í
höfuðið hér í skólanum. Hvorki
af forsætisráðherra né öðrum,“
segir skólastjórinn.
Formaður Kennarasambandsins um kennsluaðferðir forsætisráðherra:
Ósmekklegt lögbrot
DAVÍÐ ODDSSON
Segist hafa slegið nemendur leifturssnöggt
í höfuðið væru þeir með ólæti í Verzlunar-
skólanum.
NÝBAKAÐUR
NÓBELSVERÐLAUNAHAFI
John Sulston er einn þriggja vísindamanna
sem deila með sér Nóbelsverðlaununum í
læknisfræði eða lífeðlisfræði þetta árið.
Fyrstu Nóbelsverðlaunin
tilkynnt:
Hringorma-
fræðingar
fá Nóbels-
verðlaun
VÍSINDI Þrír menn, sem allir hafa
varið stórum hluta lífs síns í að
rannsaka erfðavísa hringorma, fá
Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði
eða læknisfræði þetta árið. Þetta
eru þeir John Sulston og H. Ro-
bert Horvitz frá Bandaríkjunum
og Sydney Brenner frá Bretlandi.
Verðlaunin fá þeir fyrir upp-
götvanir sínar á því hvernig
erfðavísar stjórna þróun líffæra
og frumudauða. Þeir hafa fundið
erfðavísa sem stýra þessu í
hringormum og sýnt fram á að
sambærilegir erfðavísar séu til í
æðri tegundum, þar á meðal
manninum.
Rannsóknir þeirra hafa varpað
nýju ljósi á ýmsa sjúkdóma, svo
sem alnæmi og krabbamein.
Þeir einbeittu sér að því að
rannsaka eina hringormategund
sem nefnist caenorhabditis eleg-
ans. Hún varð fyrir valinu vegna
þess hve einföld hún er að allri
gerð, en þó samsett úr frumum
eins og æðri lífverur.
Næstu daga verður skýrt frá
því hverjir hljóta Nóbelsverð-
launin í öðrum greinum. Verð-
launin verða að venju afhent í
Stokkhólmi 10. desember.
ÖLDRUNARMÁL Danir hafa horfið
frá því að loka öldrunardeildum
heilabilaðra og dregið mjög úr
lyfjagjöfum að sögn Svövu Ara-
dóttur sem hér er stödd til að
halda námskeið fyrir íslenska
heilbrigðisstarfmenn á öldrunar-
deildum. Hún býr í Danmörku og
vinnur við að leiðbeina þeim sem
annast heilabilaða á stofnunum.
„Mér finnst starfsfólk sem vinnur
að þessum málum hérlendis stan-
da sig ótrúlega vel. En það er
alltaf sama sagan hvar sem litið
er, það vantar fjármagn. Við verð-
um að fara að huga að framtíðinni
því öldruðum fjölgar hratt og að
sama skapi mun þeim fækka sem
fást til að starfa við að annast
þetta fólk,“ segir Svava.
Hún segir Dani vera að átta sig
á að minni einingar og meiri
menntun starfsfólks sé heillavæn-
legri en stórar lokaðar deildir.
„Þar er það einnig alltaf að aukast
að heimilisdýr, bæði fuglar, hund-
ar og kettir eru notaðir í meðferð
heilabilaðra. Einkum eru hundar
taldir góðir því þeim fellur betur
að þóknast manninum en til að
mynda köttum. Það mun vera
mýkt þessara dýra sem veldur því
að mönnum líður vel við að strjú-
ka þeim.“
Svava telur að við ættum að
horfa meira til þessara þátta hér-
lendis en við höfum það fram yfir
Dani að fjölskyldubönd eru mun
sterkari og við sinnum öldruðum
ættingjum okkar betur þess
vegna, „Við verðum að fara að
taka meiri ábyrgð á þessum hópi
og hugsa fram í tímann. Við þurf-
um ekki flottar og stórar íbúðir á
dvalarheimilum heldur er mikil-
vægara að þeir sem annist þetta
fólk sé vel menntað og upplýst um
þarfir þess.
Danir beita nýjum aðferðum í meðferð aldraðra:
Fjölskylduböndin
sterkari á Íslandi
ÖLDRUÐUM FJÖLGAR EN ÞEIM SEM
ANNAST ÞÁ FÆKKAR
„Við verðum að fara að taka meiri ábyrgð á
þessum hópi og hugsa fram í tíman,“ segir
Svava Aradóttir sem heldur námskeið fyrir
starfsfólk í öldrunarþjónustu.
AP
/M
YN
D
Persónuvernd:
Leyni-
löggur ekki
á borðum
LEYNIÞJÓNUSTA „Ef einhver ber
þetta upp við okkur þá tökum við
það til skoðunar,“ segir Páll
Hreinsson, formaður stjórnar
Persónuverndar, um starfsemi
lögreglunnar sem þegar vinnur
þau störf sem leyniþjónustur er-
lendra ríkja gera. Haft hefur ver-
ið eftir Haraldi Johannessen rík-
islögreglustjóra að engin þörf sé
á leyniþjónustu ríkisins því lög-
reglan hafi unnið og vinni öll þau
störf sem slík leyniþjónusta
myndi gera. „Við höfum ekki
rætt þetta mál formlega og því er
það ekki á okkar borðum,“ segir
Páll Hreinsson.
Ef marka skal orð ríkislög-
reglustóra þá hefur lögreglan
þegar safnað saman ýmsum upp-
lýsingum um einstaklinga og fé-
lög sem á einhvern hátt tengjast
þeim verkefnum sem lögreglan
fæst við hverju sinni. Haraldur
Johannessen segir lagarammann
sem lögreglan vinni eftir vel
rúman þó vissulega megi treysta
hann og styrkja. Ríkislögreglu-
stjóri hefur engin áform uppi um
að óska eftir frekari heimildum
dómsmálaráðuneytis til eftirlits
með borgurunum.
Húsvíkingar um
atvinnuleysisbætur:
Skammar-
lega lágar
KJARAMÁL „Fullar atvinnuleysis-
bætur, sem í dag eru um 73 þús-
und krónur á mánuði, eru ein-
faldlega til
skammar fyrir
þjóð sem telur
sig til ríkari
þjóða heims,“
segir Aðal-
steinn Árni
B a l d u r s s o n ,
f o r m a ð u r
Verkalýðsfé-
lags Húsavík-
ur. Félagið er
að hefja undir-
búning kjara-
viðræðna og
samþykkti um
helgina álykt-
un um kjaramál. „Við viljum fá
lægstu laun hækkuð verulega og
tryggja kaupmátt launa,“ segir
Aðalsteinn.
Félagið vill að skattleysis-
mörk verði leiðrétt og segir að
þau hafi lækkað um rúmar 26.000
krónur á mánuði frá því að stað-
greiðslukerfi var tekið upp fyrir
fjórtán árum.
„Til þess að ná fram þessum
markmiðum teljum við mikil-
vægt að aðildarfélög Starfs-
greinasambands Íslands standi
saman í komandi undirbúningi og
viðræðum við ríki, sveitarfélög
og Samtök atvinnulífsins,“ segir
Aðalsteinn Baldursson.
AÐALSTEINN
BALDURSSON
Samstaða mikilvæg í
komandi kjarasamn-
ingum eigi árangur
að nást.
BOWIE, AP Þrettán ára strákur var
skotinn í maga og brjóst fyrir
utan skólann sinn í bænum Bowie
skammt frá Washington í Banda-
ríkjunum í gær-
morgun. Hann
liggur þungt hald-
inn á sjúkrahúsi.
Byssumaður, sem
talið er að hafi
myrt sex manns í
síðustu viku, er
grunaður um að
hafa framið þetta voðaverk líka.
Byssuskot heyrðist við Benja-
min Tusker skólann stuttu eftir
klukkan átta í gærmorgun að
staðartíma. Foreldrar margra
barna náðu í börnin sín í skólann
strax og þau heyrðu af
skotárásinni. Víða í nágrenninu
voru börn höfð inni í frímínútum
og matartímum af ótta við aðra
árás.
„Maður heldur að maður sé ör-
uggur, en öryggið nær ekki
lengra en næsta skref,“ sagði
móðir eins tólf ára drengs í skól-
anum. Hún var nýbúin að senda
hann í skólann þegar hún heyrði
af skotárásinni. Hún hljóp sam-
stundis út í skóla og náði í son
sinn.
Á miðvikudag og fimmtudag í
síðustu viku voru fimm manns
myrtir á almannafæri í
Montgomerysýslu í Maryland,
skammt frá Washington í Banda-
ríkjunum: Tveir fyrir utan bens-
ínstöð, sá þriðji fyrir utan mat-
vöruverslun, sá fjórði á bekk við
pósthús og sá síðasti þegar hann
var að slá grasið fyrir utan bif-
reiðaverslun. Á fimmtudaginn
var svo sjötta fórnarlambið myrt
á götuhorni í Washington.
Rannsóknir á byssukúlum lei-
ddu ennfremur í ljós að kona,
sem skotin var á föstudaginn á
bílastæði í Virginíuríki, um það
bil 75 km suður af Washington,
var skotin með sömu byssunni.
Hún liggur á sjúkrahúsi og er
sögð á batavegi.
Engin vitni voru að morðun-
um. Það eina sem vitað er um
morðingjann er að hann er góð
skytta. Hann skaut jafnan úr
töluverðri fjarlægð og hæfði í
fyrsta skoti. Lögreglan er að
reyna að draga upp nákvæmari
mynd af morðingjanum, meðal
annars með því að rekja ferðir
hans eftir því sem hægt er.
Í gær fóru fram útfarir nokk-
urra þeirra sem leyniskyttan
óþekkta hefur orðið að bana.
Þrettán ára
strákur skotinn
Leyniskyttan lætur til skarar skríða í áttunda sinn skammt frá Was-
hington. Lögreglan er engu nær. Óttaslegnir foreldrar náðu í börnin sín
í skólann. Drengurinn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.
„Maður heldur
að maður sé
öruggur, en
öryggið nær
ekki lengra en
næsta skref“
EINS OG AÐ LEITA AÐ NÁL Í HEYSTAKKI
Charles Moose, lögreglustjóri í Montgomerysýslu, svarar spurningum fréttamanna. Lög-
reglan reynir að rekja ferðir leyniskyttunnar og fá með því einhverja mynd af því hvernig
hann gæti verið innrættur.
AP
/N
IC
K
W
AS
S
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
41,6%
Veit ekki 2,5%
Á að heimila rekstur
spilavíta?
Spurning dagsins í dag:
Er löggæslu ábótavant í Reykjavík?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
Nei
55,8%Já
SKIPTAR SKOÐANIR
Skiptar skoðanir eru á
því hvort heimila eigi
rekstur spilavíta á
Íslandi.