Fréttablaðið - 08.10.2002, Page 15

Fréttablaðið - 08.10.2002, Page 15
Jackie Chan segist vera orðinnþreyttur á því að vera hasar- myndahetja. Hann segist vilja fá viðurkenningu sem „alvöru leik- ari“ og að hann ætli sér fljótlega að leggja hasar- myndirnar á hill- una. Hann segist nú vera að leita að góðu handriti í anda „Gladi- ator“ í stað þess að leika stans- laust í grín-hasarmyndum. Chan hefur þegar tekið að sér hlut- verk í mynd listræna leikstjór- ans Edward Yang. Hann segist einnig vera búinn að tryggja sér hlutverk í söngleikjamynd en vildi alls ekki gefa frekari upp- lýsingar um hana. Eilífðarrokkarinn Mick Jag-ger styrkti gamla skólann sinn um 100 þúsund pund (rúm- ar 13,5 milljónir ísl. kr.) í þeirri von að ýta undir tónlistarsköp- un þar. Jagger gekk í Dartford Grammar School í Kent. Pen- ingarnir verða notaðir í sér- staka deild innan skólans sem Jagger stofnaði fyrir tveimur árum síðan. Sú deild veitir ung- um tónlistaráhugamönnum að- stöðu til þess að þróa áfram hæfileika sína. 15ÞRIÐJUDAGUR 8. október 2002 XXX kl. 10.40 HABLE CON ELLAkl. 5.40, 8 og 10..10 ONE HOUR PHOTO kl. 8Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 6.20, 8.30 og 10.40 SÍMI 553 2075 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 6AUSTIN POWERS kl. 6 XXX kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 SERVING SARA 5.50, 8 og 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 441Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 VIT 433 FÓLK Sacha Baron Cohen, sem Ís- lendingar þekkja kannski betur undir nafninu Ali G. er að fara að gifta sig. Sú heppna heitir Isla Fis- her og er frá Ástralíu. Brúðkaupið verður væntanlega í lok ársins. Isla þessi er leikkona og er nú stödd í Perth þar sem hún tekur þátt í myndinni The Wannabes. Hún lék eitt sinn í þáttunum Home & Away. Ali G. og Isla hafa verið á föstu frá því í febrúar. Hún þarf að taka gyðingatrú áður en af brúðkaup- inu verður og er þegar farin að til- einka sér trúna.  Ali G: Ætlar að giftast Ástrala ALI G. Er þekktur fyrir kvenhylli sína. KVIKMYNDIR Nýjasta Harry Potter kvikmynd- in, Harry Potter og leyni- klefinn, verður frum- sýnd í Lundúnum þann 3. nóvember. Daniel Radcliffe fer með hlut- verk galdrastráksins sem er kominn á annað ár í Hogwart skólanum. Mikil hætta steðjar að skólanum og þurfa Pott- er og vinir, þau Hermione Granger og Ron Wesley, að kljást við ýmsar furðuskepnur. Mörg kunnugleg andlit munu koma fyrir í mynd- inni svo sem Maggie Smith, Richard Harri- son, Robbie Coltrane og Kenneth Branagh, sem leikur Gilderoy Lockhart. Þau komu öll fyrir í fyrstu myndinni Harry Potter og galdrasteinninn. Sú mynd er næst vinsælasta mynd allra tíma og halaði inn 650 millj- ónum punda þegar hún var sýnd. Aðeins Titanic með Leonardo Di Caprio hefur notið meiri hylli.  Nýja Harry Potter myndin frumsýnd: Styttist í galdrastrákinn HARRY POTTER Galdrastrákurinn þarf að glíma við ýmis konar vandamál í næstu mynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.