Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2002, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 12.10.2002, Qupperneq 1
bls. 22 GJÖRNINGUR Fánýtur göngutúr og kórsöngur bls. 16 LAUGARDAGUR bls. 16 199. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 12. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Grettir í Hafnarfirði LEIKHÚS Nýtt leikrit unnið upp úr Grettissögu verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Ísland - Skotland FÓTBOLTI Íslendingar mæta Skotum í dag í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta. Um 3.000 áhan- gendur skos- ka landsliðs- ins eru í Reykjavík til að styðja við bakið á sín- um mönnum. Uppselt er á leikinn en hann verður sýndur í beinni út- sendingu í ríkissjón- varpinu. Svanur í Ráðhúsinu TÓNLEIKAR Lúðrasveitin Svanur leik- ur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á efnis- skrá verður mjög fjölbreytt laga- val allt frá léttum Jazz slögurum, hefðbundnum mörsum og þýskri bjórgarðatónlist til Jóns Leifs. Tón- leikarnir hefjast klukkan 15.00 Fjórir eistneskir MYNDLIST Sýning á verkum fjögurra eistneskra listamanna opnar í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar klukkan 15.00 í dag. Listamennirnir eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. SKÓGRÆKT Langt á undan sinni samtíð LEIKHÚS Það sem maður þorir ekki að gera VELFERÐ Barnaverndarstofa fær tvöfalt fleiri beiðnir um að ung- menni yngri en átján ára séu vist- uð nú en var fyrir þremur árum, eða um tvö hundruð beiðnir. Þetta segir Bragi Guðbrandsson for- stjóri Barnaverndarstofu. Oftast, eða í 70 til 80 prósent- um tilfella, er neysla áfengis og fíkniefna helsta ástæða þess að illa fer. Bragi segir að áður en gripið sé til þess að vista unglinga hafi önnur úrræði verið reynd. Með harðari fíknienfum er aðdragand- inn oft mun skemmri nú en áður var. Unglingarnir fari hratt niður á við og vandamálin kom fyrr í ljós. Um eðli vandamála segir Bragi þau lítið hafa breyst að undanskyldri neyslu harðari efna og að geðræn vandamál skipi nú stærri sess en áður. „Á síðustu árum hefur samvinna við barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans verið aukin og fyrir tveimur árum tók gildi samstarfssamning- ur þessara tveggja stofnana með aðild SÁÁ. Í honum felst að við fáum geðlæknisþjónustu inn á Stuðla sem er meðferðastöð ríkis- ins fyrir unglinga.“ Hvort um aukna tíðni geðrænna vandamála sé að ræða segir Bragi að líklegra sé að greiningin komi fyrr í kjöl- far aukinnar þjónustu.  Barnaverndarstofa: Mun fleiri börn í neyðarvistun AFMÆLI Líta á sig sem „Brave- heart“ SÍÐA 12 SÍÐA 22 Er tíu ára FÓTBOLTI REYKJAVÍK Suðaustan og aus- tan 3-5 m/s og skúrir. Hiti 8 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skúrir 9 Akureyri 10-15 Skýjað 12 Egilsstaðir 13-18 Rigning 11 Vestmannaeyjar 5-8 Skúrir 12 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Framkvæmdastjórn Evrópu-sambandsins hefur kynnt til- lögur sem gera ráð fyrir að strandríki við Miðjarðarhaf fái aukin áhrif á fiskveiðistjórn. Ein- stök ríki eða svæði fá forræði yfir staðbundnum stofnum. Í samræmi við málflutning Íslend- inga segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. bls. 2 Bandaríkjaþing samþykkti aðBush megi ráðast á Írak ef hann telur það nauðsynlegt. Pútín forseti Rússlands er reiðubúinn að fallast á ályktun í Öryggisráð- inu til að flýta fyrir vopnaeftirliti í Írak. bls. 6 Skýrsla ríkisendurskoðunarsegir aðeins hluta sögunnar, segir Steingrímur Ari Arason, sem sagði sig úr einkavæðingar- nefnd. Vekur upp margar spurn- ingar sem aðrir verða að svara. Skiptir sköpum fyrir einkavæð- inguna að unnið sé eftir skýrum reglum og með hlutlægum og gegnsæjum hætti. bls. 4 SLAKAÐ Á Í RÓLUNNI Hann var ánægður með sig hafnfirski strákurinn og rólaði sér í mestu makindum þegar ljósmyndari átti leið hjá. Svona á lífið að vera. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 27% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 57% 72% GREINARGERÐ Ríkisendurskoðun telur gagnrýnivert hvernig einka- væðingarnefnd vann að vali á bjóðanda í kjölfestuhlut í Lands- banka Íslands. Engar reglur um sölu ríkisfyrirtækja hafi þó verið brotnar. Ekki sé heldur ástæða til að gagnrýna þá ákvörðun nefnd- arinnar að ganga til viðræðna við Samson. Niðurstaða Ríkisendur- skoðunar er sú að tímabært sé að endurskoða starfsreglur einka- væðingarnefndar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að nákvæm verkáætlun um áformaða sölu hafi ekki legið fyr- ir þegar forvals- og útboðsferlið hófst. Reyndar hafi það verið svo að rúmum einum og hálfum mán- uði eftir að ferlið hófst hafi ekki legið fyrir hvert væri vægi ein- stakra áhersluþátta eða hvernig meta ætti tilboðin út frá þeim. Æskilegra hefði verið að nákvæm- ari og skýrari upplýsingar um hvað réði úrslitum hefði legið fyr- ir fyrr í ferlinu. Einkavæðingar- nefnd taldi eðlilegt að bresku ráð- gjafarnir ákveddu hlutfallslegt vægi þeirra atriða sem miðað væri út frá. Bresku ráðgjafarnir töldu undirbúning nefndarinnar fullnægjandi en sögðu að æskilegt kynni að vera í næstu verkefnum að upplýsa bjóðendur betur um á hverju mat á tilboðum þeirra byg- gði. Ríkisendurskoðun tekur undir að frá upphafi hafi verið gert ljóst að verðmat réði ekki úrslitum um hver yrði fenginn til frekari við- ræðna. Hún staldrar hins vegar við að fjárhagsleg geta bjóðenda hafi verið látin vega jafn þungt og raun bar vitni þar sem engin sjálf- stæð skoðun hafi farið fram á því atriði. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, segir að engar breytingar verði gerðar á fyrirhugaðri sölu ríkisbankanna. Hún haldi áfram í því ferli sem hún hafi verið sett í. „Það er ekkert tilefni í þessari skýrslu til að breyta neinu þar um.“ Hann kveðst ánægður með skýrsluna. Hún staðfesti að engar reglur hafi verið brotnar. Þeim heldur ekki beitt til að hygla ein- um aðila á kostnað annarra. Mið verði tekið af athugasemdum Rík- isendurskoðunar. Menn væru þó ekki sammála þeim öllum. brynjolfur@frettabladid.is meira á bls. 4 Gagnrýniverð framkvæmd en samkvæmt reglum Ríkisendurskoðun tekur undir ýmislegt af þeirri gagnrýni sem hefur verið sett fram á störf einkavæðingarnefndar við sölu á Landsbankanum. Valið á Samson sem kjölfestufjárfesti er sagt sannfærandi. Breytir engu um sölu bankanna, segir forsætisráðherra. DAVÍÐ ODDSSON Hann segir ekkert í skýrslunni breyta söluferlinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.