Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 24
Verð að gera játningu. Tími tilkominn og þoli ekki lengur við. Yfirsjónin kannski ekki ógurleg en hefur nagað mig að innan og nú er það sárt. MINNIST ÞESS að hafa ekið með bankastjóra í Peugeot um brekkurn- ar á Akureyri og hann var upptek- inn af kaþólskunni. Skriftanna vegna. Fannst sem þjóðin ætti betri möguleika fengi hún að létta af sér daglega í skriftastóli. Man að ég var sammála þó langt sé um liðið. ÞURFTI að ferma dóttur mína og hafði ekkert val um það frekar en aðrir. Barnsmóðirin tók að sér að út- vega salinn. Ég átti að sjá um veit- ingarnar. Gekk til þess verks af ákafa eins og oft þegar mikið liggur við. Vissi um bakarameistara sem var með smurbrauðsjómfrú í vinnu og sérhæfði sig í veisluborðum. Þar var ekki komið að tómum kofanum. SMURBRAUÐSJÓMFRÚIN sýndi mér topp - tíu lista með því vinsælasta í fermingarveislum. Kannaðist við kræsingarnar nýkom- inn úr stúdentsveislu. Þetta var al- veg eins. Hafði reyndar líka verið í fertugsafmæli og fengið það sama. Spurði um verðin. Þau voru á hæð við tvær Hallgrímskirkjur ef metr- ar væru þúsundkallar. Svimaði eins og af lofthræðslu. GERÐI MIG þá spjátrungslegan og spurði hvað erfidrykkja kostaði. Smurbrauðsjómfrúin sagði verðið það sama nema hvað að veittur væri 10 prósenta samúðarafsláttur. Sló til og keypti erfidrykkju fyrir ferm- ingarveisluna. Breytti litlu því upp- skriftin var sú sama: Heitur réttur með aspas og skinku, snittur í fjór- um útfærslum, tertur í þremur, flat- brauð með hangikjöti og kleinur. Þessi séríslenska samsetning er reyndar rannsóknarefni fyrir þjóð- háttadeild Þjóðminjasafnsins því hún er hvergi annars staðar til. MÆTTI með þetta í veisluna og all- ir ánægðir. En þar sem fermingar- barnið stóð fremst í flokki og fékk sér fyrstu porsjónina var eins og yfir mig legðist þykkt ský hins fláráða og brögðótta. Ég hefði átt að segja það þá en segi það nú: Fyrir- gefðu!  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Laugardagar ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudagar....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudagar - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30(( ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 19 02 8 10 .2 00 2 290 kr. HEJSAN rauðvínsglös 19 cl 6 í pk. Nýr vörulisti - nýjar vörur - nýtt verð Játning Bakþankar Eiríks Jónssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.