Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 14
FUNDIR 14.00 Þriðji opni fundurinn í röð átta upplýsinga- og baráttufunda gegn virkjanaáformum yfirvalda á hálendi Ísland. Fundurinn fer fram á efri hæð Grand Rokk, Smiðjustíg. 15.00 Fundur verður um rithöfundinn Níkos Kazantzakís í Kornhlöð- unni, Bankastræti. Grikklandsvina- félagið Hellas stendur fyrir fundin- um. Þar verður hin umdeilda skáldsaga Síðasta freisting Krists á dagskrá. Sigurður A. Magnússon fjallar um söguna og Hjalti Rögn- valdsson les kafla úr henni. 17.00 Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Allir velkomnir. OPNANIR 15.00 Sýning á verkum fjögurra eist- neskra listamanna opnar í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þeir eru Jüri Oja- ver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. 15.00 Tróndur Patursson, frá Færeyjum, opnar málverkasýningu í aðalsal Hafnarborgar 16.00 Flökt- Amublatory- Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Nýlistasafninu. KVIKMYNDIR 14.00 Pettson & Findus - kattarfarinn verður sýnd í Norræna húsinu. Ekkert aldurstakmark er og að- gangur ókeypis. TÓNLEIKAR 15.00 Lúðrasveitin Svanur leikur í Ráð- húsi Reykjavíkur. Á efnisskrá verð- ur mjög fjölbreytt lagaval allt frá léttum Jazz slögurum, hefð- bundnum mörsum og þýskri bjór- garðatónlist til Jóns Leifs. 15.15 Fyrstu tónleikar 15:15 tónleika- syrpunnar verða á Nýja sviði Borgarleikhússins. 17.00 Listaflétta ólíkra þátta í Lang- holti verður haldið í Langholts- kirkju. Frumfluttur verður listdans, barokktónlist verður spiluð, japönsk matargerðarlist kynnt og íslensk bjórgerðarlist. 14 12. október 2002 LAUGARDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 2, 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 2 MR. DEEDS kl. 3.30, 5.50, 8 og 10.10 XXX kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 8 og 10.50 kl. 2, 4, 6, 8 og 10FÁLKAR kl. 2VILLTI FOLINN ísl. tal LILO OG STITCH ísl. tal kl. 1.50 og 3.40 MAÐUR EINS OG ÉG kl. 4 og 6 THE BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.30 HAFIÐ kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.05 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH kl. 2 og 4 VIT430 LILO OG STITCH m/ísl. tali 2, 4 og 6 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.20 VIT427 HAFIÐ kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.20 VIT433 MAX KLEEBLE´S... 2, 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.20 VIT427 Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.20 VIT 444 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 444 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 445 LAUGADAGURINN 12. OKTÓBER TÓNLIST Hljómsveitin Land & Synir hefur verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðast- liðin tvö ár. Þeir aðdáendur sveitarinnar sem hafa beðið spenntir yfir því að heyra hvað liðsmenn hafa verið að smíða þar í landi hafa þurft að bíða, þolinmóðir. „Þetta er mikill léttir í her- búðum Lands & Sona,“ viður- kennir Birgir Nielssen trommu- leikari. Ekki að furða þar sem þeir félagar hafa haft gripinn í maganum vel yfir eðlilegan meðgöngutíma. „Við erum bún- ir að liggja með þessa plötu til- búna í langan tíma. Við vorum bara að reyna að finna rétta augnablikið fyrir hana. Það verður gaman að sjá viðbrögð landans við breytingunum.“ Eins og margir muna gerði Land & Synir útgáfusamning við London/Sire í fyrra. Margt hefur þó orðið til þess að ekki hefur enn orðið að útgáfu. Sala geisladiska hefur dregist veru- lega saman síðustu ár af ýms- um ástæðum og í kjölfarið voru nokkur undirfyrirtæki plötu- risanna hreinlega lögð niður. Útgáfufyrirtæki Lands & Sona var eitt þeirra. Því er ekki kom- inn útgáfudagur á breiðskífuna fyrir utan landssteinanna. Þar sem platan er unnin fyr- ir erlendan markað eru textar á ensku. Stærsta breytingin er hins vegar sú að nýjum lagahöf- undi, Jive Jones, var hleypt inn í sköpunarferli sveitarinnar. Birgir viðurkennir að það hafi í fyrstu verið erfitt að bæta við nýjum lagahöfundi. „Það var mikil breyting fyrir hljómsveit- ina. Hann stjórnaði líka upptök- um og það heyrist mikið. Engu að síður var þetta frábær tími, góður skóli og dýrmæt reynsla.“ Á annarri plötu sinni stigu Land & Synir skrefi nær rokk- inu. Nú er skrefið stigið til fulls og segir Birgir mikið „sumar“ ríkja yfir plötunni. Hárið er þá að sögn Birgis orðið óvenjulega stutt. Skeggrótin fær þó að njóta sín betur. „Í kjölfarið ætlum við að láta mikið á okkur bera. Við erum búnir að bóka okkur þokkalega til áramóta. Við erum bara svo hamingjusamir að koma þessu út. Við erum nýbúnir að taka upp tvö myndbönd og ætlum að fylgja þessari plötu vel eftir,“ segir Birgir, reiðubúinn í slag- inn. biggi@frettabladid.is Farsæll endir, ný byrjun Hljómsveitin Land & Synir eru á meðal þeirra sem rjúfa áralanga út- gáfuþögn fyrir jól. Þriðja breiðskífa sveitarinnar „Happy Endings“ kemur út á mánudag og er útgáfan þeim mikill léttir. KVIKMYNDIR Sir Sean Connery hef- ur höfðað mál gegn Mandalay- framleiðslufyrirtækinu í Hollywood fyrir að hætta við framleiðslu kvikmyndar með hon- um í aðalhlutverki. Connery krefst um 950 milljóna króna í skaðabæt- ur. Fyrirtækið mun hafa komið að máli við hann árið 1999 vegna hlut- verks í myndinni „End Game.“ Ákvað hann að taka að sér hlut- verkið auk þess sem hann sam- þykkti að framleiða myndina. Eftir að hafa eytt dýrmætum tíma og umtalsverðum peningum í þróun verkefnisins fundaði Connery með forsvarsmönnum fyrirtækisins. Neituðu þeir þá að starfa með hon- um og lokuðu á öll samskipti við hann. Að sögn Connery dró fyrir- tækið hann á asnaeyrunum í tvö ár vegna þess að það gat ekki staðið undir skuldbindingum sínum.  CONNERY Sean Connery krefst 950 milljóna króna í skaðabætur. Segist hann hafa misst af öðrum verkefnum þegar hann ákvað að taka að sér hlutverk í myndinni „End Game.“ og sjá um framleiðslu hennar. Sir Sean Connery: Höfðar skaðabótamál LAND & SYNIR Þriðja breiðskífa Lands & Sona, „Happy Endings“, kemur í búðir á mánudag. AP /M YN D NOEL Noel vill fá fyrrum eiginkonu sína aftur til sín eftir tveggja ára skilnað. Noel Gallagher: Vill fá Meg aftur TÓNLIST Fregnir herma að Noel Gallagher, aðallagasmiður hljómsveitarinnar Oasis, gangi nú með grasið í skónum á eftir fyrrverandi eiginkonu sinni Meg Matthews. Hringir hann í hana ótt og títt og er meira að segja að nýju farinn að spila á tónleikum slagarann „Wonderwall,“ sem hann samdi fyrir Meg. Sam- bandsslit Noel og Meg voru erf- ið og gagnrýndi Noel hana meðal annars opinberlega fyrir að ein- beita sér um of að skemmtana- lífinu. Noel, sem skildi við Meg fyrir tveimur árum síðan, hætti fyrir skömmu með kærustu sinni, Söru McDonald, sem starf- aði sem fjölmiðlafulltrúi. „Hann vill svo sannarlega byrja aftur með Meg og það var aðalástæð- an fyrir því að hann hætti með Söru,“ sagði kunningi Noel í ný- legu viðtali. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.