Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 8
KONA MEÐ FÍKNIEFNI Kona um fimmtugt var handtekin í vikunni vegna gruns um fíkniefnabrot. Lögreglan á Snæfellsnesi hand- samaði konuna og fann í fórum hennar fimm til sex grömm af hassi og fimm e-töflur. Að sögn lögreglu var konan yfirheyrð. Mál- ið telst upplýst. ELDUR Í BAKARÍI Bakarar brugðust skjótt við þegar eldur kviknaði í bakaríi við Völvufell í vikunni. Þegar slökkviliði bar að garði höfðu þeir náð að slökkva eldinn. Til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu og engin glóð eftir þótti nauðsynlegt að rífa niður millivegg. PRÓFKJÖR Í NORÐVESTURKJÖR- DÆMI Að minnsta kosti níu manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Nöfn þátttakenda hafa ekki verið gefin upp. bb.is STJÓRNMÁL „Aðalfundirnir á sunnu- daginn snúast um það hvort það verður uppstilling eða prófkjör,“ segir Óskar Bergsson, framsókn- armaður í Reykjavík. Óskar vísar þar með á bug fullyrðingu Þorláks Björnssonar, formanns kjördæm- issambands Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi Reykjavíkur, um að aðalfundirnir taki ekki ákvörð- un um hvaða leið verður farin við val á frambjóðendum fyrir næstu alþingiskosningar. Hópur almennra framsóknar- manna vinnur að því að fá flokks- menn til að mæta á aðalfundi framsóknarfélaganna annað kvöld. Þeir vilja að fulltrúar sem valdir verða á morgun á komandi kjör- dæmaþing séu hlynntir próf- kjöri í stað uppstillingar sem forystan stefnir að. Ó s k a r Bergsson var- ar við því að Framsóknar- f l o k k u r i n n hefji kosning- arbaráttu sína í Reykjavík með því að meina al- m e n n u m flokksmönn- um að taka þátt í vali á frambjóðendum. „Möguleikar Framsóknarflokks- ins fyrir kosningarnar í vor eru mjög miklir. Það má ekki eyði- leggja möguleikana vegna hags- muna þröngs hóps,“ segir hann. Guðjón Ólafur Jónsson, for- maður kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi suður og Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður vilja hvorugur gefa upp afstöðu sína til þess hvernig velja eigi frambjóð- endur. Guðjón Ólafur segir skoðanir vera skiptar meðal stjórnarinnar og meðal framsóknarmanna al- mennt. „Aðalatriðið er að menn noti þann meðbyr sem fylgir því að fá Halldór til Reykjavíkur,“ segir hann. „Það á enginn sín sæti. Fram- bjóðendur verða að sætta sig við það sem félagarnir koma sér nið- ur á. Það er fólkið sem er hið eina sanna vald,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn segir það mjög breytilegt frá einum tíma til ann- ars, frá einu kjördæmi til annars og frá einum flokki til annars hvaða leið henti. Skoða þurfi stöð- una í hvert sinn sem framboðslisti er valinn. Sjálfur hafi hann stigið til hliðar til þess að sem mestur bragur yrði á komu Halldórs Ás- grímssonar, formanns Framsókn- arflokksins, til Reykjavíkur: „Ég held að ekkert tali skýrar um vilja minn til að þetta gerist með þeim hætti að Framsóknar- flokkurinn komi sem sameinaður og sterkur út úr þessu. Ég vona að menn meti það.“ gar@frettabladid.is 8 12. október 2002 LAUGARDAGUR INNLENT INNLENT Að sætta sig við hið sanna vald Óskar Bergsson segir almenna framsóknarmenn hafa tækifæri á morg- un til að hafa áhrif á hvernig frambjóðendur eru valdir. Ólafur Örn Haraldsson segir fólkið hið sanna vald sem sætta verði sig við. Guðjón Ólafur Jónsson vill nýta meðbyrinn sem fylgi Halldóri Ásgrímssyni. HORMÓNAMEÐFERÐ „Því er ekki að leyna að bréf embættisins var sent út á óheppilegum tíma en það var vegna utanaðkomandi þrýstings að ákvörðun var tekin um að gera það nú,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Tilmæli embættisins til lækna um að endurskoða notkun á hormónalyfjum til fyrirbyggj- andi meðferðar var sent út daginn eftir að fjölmiðlar fjölluðum um bandaríska rannsókn sem sýndi fram á að hormónar gætu beinlínis valdið hjartaáfalli fremur en vern- da konur fyrir því eins og lengi hafði verið talið. Aðspurður um hvort einhverjir kynnu að hafa séð sér hag í að ekki yrði fjallað um þessa rannsókn eða öfugt sagði landlæknir að vissu- lega gæti svo verið. „Eðli málsins samkvæmt eiga lyfjafyrirtæki hagsmuna að gæta en það er af og frá að slíkir hagsmunir hafi ein- hver áhrif á embætti landlæknis.“ Landlæknir segir að frá því um mitt sumar hafi embættið vitað af rannsókninni og þá hafi verið birt frétt á vef embættisins um niður- stöður rannsóknarinnar. „Það er alls ekki óeðlilegt að við bregð- umst við tilmælum fólks um að það heyrist frá okkur um hana. Það tekur hins vegar tíma að skoða og melta niðurstöðurnar og það stóð alltaf til að við gæfum út tilmæli til lækna. Það pantar enginn frá okkur dreifibréf en eigi að síður var þessi tímasetning mjög óheppileg af okkar hálfu.“ Landlæknir segir það af hinu góða að fá umræðu um hormóna eins og svo margt annað sem varð- ar heilsu fólks. „Ég vil leggja sér- staka áherslu að það má ekki skilja það svo að hormónar séu stór- hættulegir því það eru þeir alls ekki. Við erum einungis að fara fram á að læknar meti það í hverju tilviki fyrir sig hvort hormóna- meðferð eigi rétt á sér.  Suðausturland: Hætta á aurskrið- um SAMGÖNGUR Vegna mikilla rign- inga á Suðausturlandi síðustu daga og spá Veðurstofu Íslands um áframhaldandi úrkomu vilja lögreglustjórarnir í Austur- Skaftafellssýslu, Suður-Múla- sýslu og Almannavarnir ríkisins vekja athygli á hættu á aurskrið- um, grjóthruni og vatnavöxtum í ám víða í þessum landshluta. Þá er þjóðvegur 1 við Kolgrímu í Suðursveit í sundur vegna vatna- vaxta. Þeim tilmælum er beint til fólks á þessu svæði að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu og fylgjast vel með fréttum. Þá er bent á upplýsingasíma Vegagerð- arinnar 1777  Vinstri grænir vilja millilandaflug til Akureyrar og Egilstaða: Lendingagjöld verði felld niður STJÓRNMÁL „Við höfum spurnir af því að það séu flugfélög sem hafi áhuga á að fljúga hingað. Þau telji lendingargjöldin of há og það standi í vegi fyrir flugi þeirra hingað,“ segir Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstri- grænna. Hann hefur ásamt tveim- ur öðrum þingmönnum VG lagt fram þingsályktunartillögu um að lendingargjöld verði felld niður af alþjóðaflugi á flugvöllunum á Ak- ureyri og Egilsstöðum. Árni Steinar telur að milli- landaflug geti aukist verði lend- ingargjöldin felld niður á þessum flugvöllum. Þetta hafi líka þau áhrif að flugið dreifist meira um landið og uppbygging fyrir norð- an og austan nýtist betur en nú er. „Þetta er hrein byggðaaðgerð.“ Bæjarfélög og þróunarfélög hafi þegar gert tilraunir til að ná milli- landaflugi um þessa velli. Hann segir að hvaða flugfélag sem er ætti að geta nýtt sér þetta, hvort sem er Flugleiðir, Atlanta, Ryan- air eða eitthvert annað flugfélag.  100 MILLJÓNA TÚR Frystitogar- inn Snorri Sturluson VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í fyrradag með aflaverðmæti upp á 100,2 milljónir króna. Var það eftir þrjátíu sólahringa úthald og er þetta sennilega mesta afla- verðmæti sem eitt skip hefur komið með til Eyja. eyjafrettir.is GÆRUR Í STEYPUBÍLUM Undan- farið hafa tveir steypubílar verið staðsettir á plani Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar sem þeir hafa ekki dælt steypu hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða til- gangi þeir þjóni. Samkvæmt Her- manni Árnasyni stöðvarstjóra munu þeir vera notaðir til að salta gærur. Dagskráin TILBOÐ! TILBOÐ! KAUPIR ÞÚ: MEIK FÆRÐ ÞÚ SVAMP FRÍTT! PÚÐUR FÆRÐ ÞÚ KVASTA FRÍTT! VARALITABOX FÆRÐ ÞÚ VARALITABLÝANT FRÍTT! TVÖ SETT AUGNHÁR FÆRÐ ÞÚ DUO LÍM FRÍTT OG FLEIRI OG FLEIRI TILBOÐ MAKE UP FOR EVER BÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2 S. 551 1080 ÓLAFUR ÖRN HAR- ALDSSON Ólafur Örn Haraldsson segist hafa stigið til hliðar til þess að sem mestur bragur yrði á komu Halldórs Ás- grímssonar til Reykja- víkur. „Ég vona að menn meti það,“ segir hann. ÓSKAR BERGSSON Óskar Bergsson varar við því að Framsóknarflokkurinn hefji kosningarbaráttu sína í Reykjavík með því að meina almennum flokksmönnum að taka þátt í vali á frambjóðend- um. „Það má ekki eyðileggja möguleikana vegna hagsmuna þröngs hóps,“ segir hann. ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON Vill að lendingargjöld fyrir milli- landaflug um Akureyri og Egils- staði verði felld niður um fimm ára skeið. Landlæknir um tímasetningu bréfs til lækna: Sent á óheppilegum tíma ORÐRÉTT EN EKKI HVAÐ „Í hreinskilni sagt fannst mér þeir tala út og suð- ur.“ Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra að tala um stefnu Samfylking- arinnar í heilbrigðismálum. HVAÐ VARÐ UM GAMLA SVEITAFLOKKINN „En ef hann er að smala til að hafa áhrif á hvaða að- ferð við veljum til framboðsmála er hann auðvitað að smala vitlausum hóp því aðalfundir taka ekki þessar ákvarðanir.“ Þorlákur Björnsson formaður kjördæm- isráðs Framsóknarflokksins að tala um Óskar Bergsson flokksbróður sinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.