Fréttablaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 29. október 2002 IS200 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 07 6 1 0/ 20 02 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Ef til vill finnst flér tvisvar á dag ekki nóg. A› minnsta kosti ekki flegar upplifun í IS200 er annars vegar. fia› ver›ur nánast vanabindandi a› finna spennuna, sem fylgir flví a› snúa lyklinum, a› skynja afli› og fjöri›. Stíll og fágun au›kenna sérhvert smáatri›i. Glæsileg innrétting og sjálfvirk loftræsting ver›a til fless a› ökumanni og farflegum lí›ur betur en í nokkrum ö›rum bíl. 6 diska geisla- spilari er felldur inn í mælabor›i›. fiú hlustar á uppáhaldstónlistina flína og ert í sjöunda himni frá flví a› lagt er af sta› og flar til slökkt er á bílnum. Sérkenni Lexusbíla, hva› fleir láta vel a› stjórn og eru gæddir frábærum aksturseiginleikum, gera fla› enn ánægjulegra a› aka IS200. En fyrst og fremst er léttir til fless a› vita a› flví eru engin takmörk sett hversu oft á dag má njóta fless a› aka IS200. En hér er gó› vi›mi›unarregla: fieim mun oftar, fleim mun skemmtilegra. Rá›lag›ur dagskammtur: a.m.k. tvisvar N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M I S 2 0 0 O G U M A L L A R A ‹ R A R G E R ‹ I R A F L E X U S M Á F Á H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 E ‹ A Á W W W . L E X U S . I S NÝ FISKVINNSLA Á ÞINGEYRI Norðurborg ehf. nefnist nýtt fiskvinnslufyrirtæki sem tók til starfa á Þingeyri á laugardag. Haraldur Haraldsson er aðal- eigandi fyrirtækisins en hann gerir út sjö smábáta og mun vinnslan fá hluta af sínu hrá- efni þaðan. Að auki verður afli keyptur af markaði og af skip- stjórum í föstum viðskiptum. bb.is FÉKK Á SIG STÁLBITA Vinnuslys varð á Lónsbakka við Akureyri í gærdag þegar maður fékk á sig átta hundruð kílóa stálbita. Slysið var með þeim hætti að verið var að nota gaffallyftara til að hífa steypustyrktarjárn. Stálbiti sem notaður var við verkið hrökk framan af lyftar- anum og á manninn þar sem hann stóð fyrir framan lyftar- ann. Maðurinn var fluttur á slysadeild og við fyrstu skoðun reyndist hann ekki beinbrotinn. STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hafi einhverjir brugðist skyldum sínum varðandi Skerjafjarðaslysið eigi þeir að axla þá ábyrgð. „Í stað þess að viðurkenna mis- tök og leita leiða til að leiðrétta þau, hafa allir opinberir aðilar frá samgönguráðherra til Flugmála- stjórnar og rannsóknarnefndar- innar þverskallast við og þrætt fyrir hugsanleg misstök alveg fram á síðasta dag,“ segir Ög- mundur, sem telur málið nú snú- ast fyrst og fremst um stjórn- sýslulegan vanda: „Hvernig taka menn á því þeg- ar heilt kerfi þar sem allir aðilar hafa ákveðinna hagsmuna að gæta, frá ráðherra og niður úr, neitar að taka á gagnrýni en bregst þess í stað við með að hlau- pa í vörn?“ spyr þingmaðurinn. Ögmundur segir ljóst að ný rannsóknarnefnd flugslyssins þurfi að fá umboð til að skoða all- ar stjórnsýsluaðgerðir flugmála- yfirvalda sl. tvö ár. Málið snúist um flugöryggi í landinu og ábyrgð þeirra sem hafi verið treyst fyrir því. „Hafi menn með einhverjum hætti brugðist skyld- um sínum eiga þeir að axla ábyrgðina. Úr því þarf að fá skor- ið,“ segir hann.  Ögmundur Jónasson segir Skerjafjarðarslysið nú snúast um stjórnsýsluvanda: Menn taki gagnrýni og axli ábyrgð sína ÖGMUNDUR JÓNASSON „Hvernig taka menn á því þegar heilt kerfi þar sem allir aðilar hafa ákveðinna hags- muna að gæta, frá ráðherra og niður úr, neitar að taka á gagnrýni?,“ spyr þing- flokksformaður Vinstri grænna. FJÁRHÚS Í HAFNARFIRÐI Fjórir að- ilar hafa óskað eftir leyfi til að byggja 40 kinda fjárhús gegnt Hlíðarþúfum í Hafnarfirði. Bæj- arráð Hafnarfjarðar samþykktu að vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs. TÆP MILLJÓN Í VINABÆJARSAM- SKIPTI Stjórn vinabæjarfélagsins Cuxhaven - Hafnarfjörður óskar eftir samþykki fyrir því að veittar verði 900.000 krónur á fjárhagsá- ætlun næsta árs til vinabæjar- samskipta. Bæjarráð samþykkti að vísa beiðninni til fjárhagsáætl- unargerðar fyrir árið 2003. TVEGGJA MILLJARÐA AFLAVERÐ- MÆTI Skip Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. í Hnífsdal skiluðu alls tæplega 2 milljarða króna afla- verðmæti á síðasta fiskveiðiári. Mestu aflaverðmæti skilaði áhöfn Júlíusar Geirmundssonar eða rúm- lega 1,1 milljarði króna fyrir rúm 5.000 tonn af afurðum. bb.is STJÓRNMÁL Því er haldið fram í norska blaðinu Aftenposten í gær að Ísland og Noregur séu í fyrsta sinn reiðubúin til að ræða við Evrópusambandið að opna fyrir eignarhald erlendra aðila á sjáv- arútvegsfyrirtækjum í staðinn fyrir að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins fyrir sjávarútvegsafurðir. „Það er ekki flugufótur fyrir þessu,“ segir Grétar Már Sig- urðsson, skrifstofustjóri við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Grétar segir að hugs- ast geti að Norðmenn séu reiðu- búnir til svona skipta. „En við höfum aldrei gefið undir fótinn með þetta.“ Í fréttinni er fjallað um þá vinnu sem er í gangi til að búa Noreg undir áhrif þess að Evr- ópusambandið stækki til austurs. Að óbreyttu tapa bæði Ísland og Noregur aðgangi að mörkuðum í Mið- og Austur-Evrópu í kjölfar þess að viðskiptalönd ganga í ESB. Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, hefur í það minnsta tvívegis lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé sama ástæða og áður til að loka fyrir fjárfestingar út- lendinga í sjávarútvegi.  Noregur, Ísland og ESB: Eignarhald fyrir markaðsaðgang SKIP VIÐ BRYGGJU Íslensk stjórnvöld hafa löngum staðið gegn því að útlendingar fái að fjárfesta í sjávarút- vegsfyrirtækjum. INNLENTINNLENT LÖGREGLUFRÉTTIR BROTIST INN Í TÍU BÍLA Brotist var inn í tíu bíla í Kópavogi um helgina. Þjófarnir höfðu á brott með sér verðmæti og unnu skemmdir á bílunum. Bílarnir stóðu við Hamraborg, Álfhólsveg og Laufbrekku. Lögreglan í Kópa- vogi biður alla þá sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum aðfaranótt sunnu- dagsins að hafa samband. ÓK Á 127 KM HRAÐA Nítján ára ökumaður var stöðvaður á sunnudagskvöld af lögreglu á Vesturlandsvegi við Elliðaárnar eftir að hafa mælst á 127 km hraða. Hámarkshraði er 80 km. Þá var ökumaðurinn ekki í ör- yggisbelti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.