Fréttablaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 23
23ÞRIÐJUDAGUR 29. október 2002 Auglýsing um Guinness-bjór: Sýningar bannaðar á Írlandi DYFLINNI Sjónvarpsauglýsing um þjóðardrykk Íra, Guinness-bjór- inn, hefur verið bönnuð í írsku sjónvarpi. Auglýsingin var gerð í Póllandi og sýnir þorp sem er nánast í rúst eftir eldgos. Maður gengur berfættur yfir glóandi hraun að þorpskránni, opnar pöbbinn og býður öllum að fá sér Guinness til að róa sig eftri áfal- lið sem gosið skiljanlega olli. Auglýsingaeftirlit á Írlandi taldi að auglýsingin bryti í bága við reglur sem kveða á um að auglýs- ingar um alkólhól megi aldrei gefa í skyn „þerapísk“ áhrif af neyslu þess, eða að áfengis- drykkja stuðli að frama af nokkru tagi.  BÆKUR Mál og menning hefur gef- ið út fyrra bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Frið- riksson. Þetta er fyrsta ítarlega ævisaga Jóns sem rituð hefur verið í rúm 70 ár en þegar Páll Eggert Ólason skráði sögu hans var þjóðernisleg rómantík í há- vegum höfð. Guðjón segist hafa forðast allar þær klisjur sem hafa verið áberandi í hefðbund- inni umfjöllun um Jón. „Ég fjalla hispurslaust um þjóðardýrling- inn og geri vandlega grein fyrir veikindum hans sem mikið hefur verið hvíslað um í gegnum tíð- ina. Hann smitaðist af kynsjúk- dómi i Kaupmannahöfn á meðan Ingibjörg sat enn í festum hér heima og allar líkur eru á að um sárasótt hafi verið að ræða.“ Jón hafði lítinn áhuga á stjórnmálum fyrstu árin sem hann var úti í Kaupmannahöfn en eftir að hann reis upp úr veik- indunum setur hann alla sína krafta í þau. Guðjón segist oft hafa verið spurður að því hvort Jón hafi verið leiðinlegur og bendir á að Jón hafi haft gríðar- leg persónutöfra og slíkt fólk geti varla talist leiðinlegt. „Hann hefur hins vegar verið hafinn á stall og gerður að goðsögn, þannig að það er ekki neitt rúm fyrir litbrigði í persónuleika hans eins og hann kemur fólki sem lesið hefur um hann fyrir sjónir.“ Guðjón bætti því svo við að Jón hafi brugðið fyrir sig gamansemi, meðal annars í bréf- um en hafi einnig verið mjög ákveðinn og ráðríkur „eins og valdsmenn eiga að vera.“ Seinna bindi Guðjóns þar sem hann segir frá síðustu 20 árunum í lífi Jóns er væntanlegt að ári liðnu.  Ævisaga frelsishetju: Jarðtenging goðsagnar GUÐJÓN FRIÐRIKSSON „Jón fékk mestan mótbyr úr sinni eigin heimasveit og þannig kusu faðir hans og mágur hann aldrei á þing.“ Þessi staðreynd er að sögn Guðjóns ein af þeim sem legið hafa í þagnargildi enda ekki við hæfi að frelsishetjan nyti ekki fulltingis sinna nánustu. LEIKLIST Jim Carrey, leikarinn með gúmmíandlitið, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í endurgerð ítal- skrar kvikmyndar frá árinu 1982. Alberto Sordi leikstýrði fyrri myndinni, sem heitir á frummál- inu „Io so che tu sai che io so,“ eða „I Know That You Know That I Know.“ Fjallar hún um mann sem greiðir úr hjónabandsflækjum sínum eftir að hafa fylgst með eft- irlitsmyndavélum sem fylgt hafa með eiginkonunni eftir.  Jim Carrey í nýrri mynd: Ég veit að þú veist að ég veit FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI CARREY Jim Carrey leikur næst í endurgerð ítalskrar myndar. Nýjar vörur á hverjum degi! Opið virka daga 14-18, lau.-sun. 11-18. Síðasti dagur sunnudagurinn 3. nóv. Upplýsingasími 561 0580. Claire LA GEAR Confetti Regatta adidasSPEEDO Triumph adidas hettupeysur okkar verð 1.500 fullt verð 5.990 Confetti jakkar okkar verð 2.500 fullt verð 6.500 Brettabuxur isit Zo okkar verð 2.990/ 5.990 fullt verð 9.000/12.000 Regatta flíspeysur okkar verð 3.700 fullt verð 7.500 Flíshanskar okkar verð 300 fullt verð 990 Sundbolir adidas/O’NEILL/ Speedo okkar verð 1.500 fullt verð 2.990/ 4.900 adidas hlaupaskór okkar verð 2.500 fullt verð 8.990 66°N flísjakkar frá 3.900 STJÓRNMÁL Vöðvatröllið Arnold Schwarzenegger hefur ekki náð sér almennilega á strik frá því hann lék vélmenni í annarri myndinni um Tortímandann fyrir áratug eða svo. Þess hefur því löngum verið beðið að hann hætti í kvikmyndunum og snúi sér að stjórnmálum. Hann er farinn að beita sér af fullum krafti í fjáröfl- un fyrir verkefni sem miðar að því að fylla tómstundir barna á uppbyggilegan hátt. Glöggir menn vestra telja víst að hér sé um stærsta skref leikarans, til þessa, í áttina að ríkisstjórakosn- ingum í Kaliforníu. Schwarzenegger, sem er giftur inn í Kennedy fjölskylduna, er repúblikani og telur George W. Bush til persónulegra vina sinna. Hann segir það af og frá að hann sé á leið í framboð meðal annars vegna þess að til þess þurfi hann að fylla út allt of mörg eyðublöð. „Þið þekkið mig flest úr bíó- myndum þar sem ég berst við glæpamenn og hryðjuverkamenn en sú barátta sem ég er stoltastur af er sú sem ég tek þátt í fyrir börnin.“  ARNOLD SCHWARZENEGGER Gæti orði ríkisstjóri í Kaliforníu eins og Ronald Reagan en hann kemst víst aldrei til valda í Hvíta húsinu þar sem hann er ekki fæddur í Bandaríkjunum. Arnold Schwarzenegger: Fikrar sig yfir í stjórnmálin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.