Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2002, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 13.11.2002, Qupperneq 1
AFMÆLI Nám fram yfir jeppa bls. 22 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 13. nóvember 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 16 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD ÚRSKURÐUR Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, kveður upp úr- skurð í kærum vegna umhverfis- mats Norðlingaölduveitu. Úrskurður um Norðlingaölduveitu EFNAHAGSMÁL Hagstofan birtir tölur um fiskaflann í október. Fiskafli í október TÓNLEIKAR Þórir Jóhannsson kontra- bassaleikari leikur verk eftir David Ellis, Karólínu Eiríksdóttur og Óli- ver Kentish á háskólatónleikum í Norræna húsinu. Tónleikarnir hefj- ast kl. 12.30. Bassi í hádeginu FUNDUR Stefán Már Stefánsson flyt- ur fyrirlestur um framtíðarskipan Evrópusambandsins í stofu L-101 í Lögbergi á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er opinn öllum og hefst klukkan 12.15. Framtíðarskipan ESB ERLENT Úrskurðar Saddams beðið RÍKISJARÐIR Gjafafé sem Skógrækt ríkisins var afhent og skilyrt var til skógræktar í Borgarfirði fór í kaup á jörð í Borgarfjarðarsýslu. Eitt hús stendur enn á jörðinni og er það leigt starfsmönnum Skógræktarinn- ar og landbúnaðarráðuneytisins til sumar- og helgardvalar. Þetta kem- ur meðal annars fram í svari Guðna Ágústssonar við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar. Þingmaðurinn spurði hve margar jarðir ríkið ætti, hverj- ir nýttu þær og hverjar leigutekjur væru. Ráðherra sagðist ekki hafa fjölda ríkisjarða á reiðum höndum þar sem jarðirnar væru á forræði eða í umsjón ólíkra ráðuneyta og ríkisstofnana. Hann upplýsti hins vegar að jörðin Litla-Skarð, sem keypt var fyrir gjafafé sem skilyrt var til skógræktar, væri í umsjá Skógræktar ríkisins. Skógræktin hafi gróðursett töluvert á jörðinni, auk þess sem komið hafi verið upp rannsóknaraðstöðu á sviði alþjóð- legra vatnarannsókna. Gagngerar endurbætur hafi verið gerðar, öll hús verið rifin utan eitt, en í því var sumardvalaraðstaðan útbúin. Það er eins og áður segir leigt starfsmönn- um Skógræktar ríkisins og landbún- aðarráðuneytisins til sumar- og helgardvalar. Heildarleigutekjur í fyrra námu samtals 112 þúsund krónum.  Skógrækt ríkisins: Gjafafé fór í orlofsbústað HEILBRIGÐISMÁL Læknar í Grinda- vík voru nálægt því að taka tilboði heilbrigðisráðuneytisins um nýjan þjónustusaming fyrir helgi en höfnuðu því eftir að hafa rætt við H a f n a r f j a r ð a r - lækna og stjórn Fé- lags heimilislækna að sögn Elsu Frið- finnsdóttur, aðstoð- armanns heilbrigð- isráðherra. Elsa segir að allt útlit hafi verið fyrir að samningar væru að takast þegar læknarnir höfnuðu þeim óvænt daginn eftir. Þórir Kol- beinsson, formaður FÍH, segist ekki kannast við að hafa haft afskipti af þjónustu- samningi við læknana í Grindavík en hann viti að til tals hafi komið að gera verktakasamninga við lækna til að sinna bráðaþjónustu á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. „Ég veit ekki til þess að læknarnir hafi farið fram á að fá greitt meira en sérfræðingslaun með verktakaá- lagi. Það vita það allir að ákveðn- um gjöldum þarf að bæta við verk- takalaun.“ Áður en ráðherra fór utan fól hann Elsu og embættismönnum ráðuneytisins að ræða við lækna á Suðurnesjum. Elsa segir að tveir fyrrverandi læknar heilsugæslu- stöðvarinnar hafi verið ráðnir á sjúkrahúsið til að sinna lágmarks- þjónustu. Unnið væri að því að fá tvo til viðbótar á verktakasamning en það hafi ekki tekist því launakröfur þeirra væru mjög háar. „Það sýnir sig að þó að þeir segi að ekki sé um kjarabaráttu að ræða heldur rétt- indabaráttu þá steytir á peningum þegar öllu er á botninn hvolft.“ Elsa telur undarlegt að þrátt fyrir að læknar hafi ítrekað sagt að um sé að ræða einstaklingsupp- sagnir sem bundnar séu við tvo staði sé formaður Félags heimilis- lækna talsmaður þeirra sem sagt hafa upp. „Ég velti fyrir mér hver staða formannsins er í þessu sam- bandi.“ Þórir Kolbeinsson segir að allir þeir læknar sem sagt hafi upp séu félagsmenn í FÍH og því sé ekki óeðlilegt að félagið styðji við bakið á þeim. „Það er ekki sanngjarnt að þeir reki einir sína einstaklings- baráttu án stuðnings frá félaginu. Að halda öðru fram er enn ein til- raunin hjá ráðuneytinu að neita að horfa á þetta sem réttindabaráttu,“ segir Þórir. bergljot@frettabaldid.is Launakrafa lækna allt of há Elsa Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir baráttu lækna snúast um peninga, ekki réttindi. Þórir Kolbeinsson telur ráðuneytið skorast undan að viðurkenna réttindabaráttu læknanna. MIÐVIKUDAGUR 226. tölublað – 2. árgangur AP /M YN D bls. 6 TÓNLIST Leikkerfi 5-4-1 bls. 16 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á miðviku- dögum? 46% 75% FÓLK bls. 10 Erfiðleikar í hjóna- bandinu FÓTBOLTI Newcastle heldur í vonina bls. 21 REYKJAVÍK Norðaustan 3-8 m/s. og léttskýjað. Hiti 0 til 4 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Éljagangur 3 Akureyri 3-8 Él 0 Egilsstaðir 3-8 Él 0 Vestmannaeyjar 3-8 Léttskýjað 2 ➜ ➜ ➜ ➜ VERSLUNIN BRYNJA Samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi er heimilt að rífa verslunina Brynju við Laugaveg. Laugavegur: Heimilt að rífa 20 hús SKIPULAGSMÁL Gert er ráð fyrir að rífa megi um 20 hús á tveimur skipulagsreitum, sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Meðal þeirra húsa sem heimilt er að rífa samkvæmt tillögum að nýju deiliskipulagi er Laugavegur 29, en þar er verslunin Brynja til húsa. Götumynd Laugavegs mun taka miklum breytingum ef tillögurnar verða samþykktar af borgaryfir- völdum. Auk þess að veita heimild til að rífa hús sem standa við göt- urnar, sem reitirnir tveir af- markast af, heimila tillögur Borg- arskipulags einnig að hús á baklóð- um verði rifin. Jóhannes Kjarval, deildarstjóri hjá Borgarskipulagi, segir að á baklóðum sé fjöldinn allur af hús- um sem engin ástæða sé til að varðveita. Með því að rífa þau sé hægt að nýta svæðið betur og auka byggingarmagnið í miðborginni henni til framdráttar. nánar bls. 2 „Það sýnir sig að þó að þeir segi að ekki sé um kjara- baráttu að ræða heldur réttindabar- áttu þá steytir á peningum þegar öllu er á botninn hvolft.“ GJALDSKRÁ AÐ LITLA-SKARÐI Vetur Sumar vor/haust Vikudvöl 5.500 8.000 7.000 Helgardvöl 4.000 - - - - - - ÚTFÖR Í SKUGGA KJARADEILU Þúsundir breskra slökkviliðsmanna fylgdu einum félaga sinna til hinstu hvílu í gær meðan talsmenn stéttarfélags slökkviliðsmanna sátu að samningaborði með ríkisstjórn Tonys Blairs. Slökkviliðsmenn höfnuðu tilboði stjórnvalda um 11% launahækkun og sögðu það móðgun en krafa þeirra hljóðar upp á 40% launahækkun. Flest bendir því til að breskir slökkviliðsmenn leggi niður vinnu í kvöld en það yrði í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Boðað verkfall stendur í tvo sólarhringa en þrenn átta daga verkföll til viðbótar eru ráðgerð fram að jólum. Breski herinn er í viðbragðsstöðu og hafa rúmlega 800 úreltir slökkvibílar hersins frá 1950 verið teknir í gagnið á ný. Kosningar: Má telja víðar Telja má atkvæði á fleiri en ein- um stað í hverju kjördæmi í næstu þingkosningum, samkvæmt laga- frumvarpi sem Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn. Samkvæmt frumvarp- inu geta yfirkjörstjórnir ákveðið að talið verði á nokkrum stöðum í við- komandi kjördæmum. Þannig má flýta fyrir talningu þar sem ella þyrfti að flytja atkvæðaseðla um langar vegalengdir í víðfeðmum landsbyggðarkjördæmum. Slíkt getur líka komið í veg fyrir tafir á talningu vegna ófærðar, svo sem milli lands og Eyja. 

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.