Fréttablaðið - 13.11.2002, Síða 2
2 13. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR
Vilhjálmur Egilsson:
Nauðsynlegt fyrir flokk-
inn að taka á málinu
PRÓFKJÖR „Umfangið á þessu var
meira en við vissum á fimmtudags-
kvöld þegar sáttin var gerð,“ segir
Vilhjálmur Egilsson alþingismaður
um ástæður þess að hann hefur vak-
ið athygli á kosningamisferli á
Akranesi þrátt fyrir að fulltrúi hans
hafi undirgengist sátt um að jafna
út ágreininginn.
Vilhjálmur, sem hafnaði í
fimmta sæti í prófkjörinu, hefur
lýst því að hann og stuðningsmenn
hafi verið beittir brögðum kosn-
ingasmala á Akranesi og sigur hafð-
ur af þeim. Þar var um að ræða að
farið var með kjörgögn um götur og
torg og vegfarendur látnir kjósa.
Aðeins munaði 41 atkvæði á Vil-
hjálmi og Sturlu Böðvarssyni sam-
gönguráðherra í fyrsta sæti listans
og segir Vilhjálmur að stuðnings-
menn Sturlu hafi tekið þátt í mis-
ferlinu þótt sjálfur segist hann ekki
eiga hlut að máli.
Vilhjálmur segir að Skagamenn-
irnir hafi ekki fullnægt skilyrðum
sáttarinnar þar sem þeir hafi ekki
skilað inn fullnægjandi gögnum og
engin leið hafi verið til þess að átta
sig á umfanginu.
„Við treystum mönnum sem
reyndist ekki vera treystandi,“ seg-
ir Vilhjálmur.
Hann segist ekki hafa ákveðið
næstu skref í málinu en kveðst
horfa til þess að Sjálfstæðisflokkur-
inn hljóti að taka á málinu.
„Það er nauðsynlegt fyrir flokk-
inn að leysa úr þessu máli. Stjórn
kjördæmaráðsins verður að skoða
þetta út frá þeim staðreyndum sem
blasa við,“ segir Vilhjálmur.
Norðvesturkjördæmi:
Stjórnin
fjallar um
Skagamál
PRÓFKJÖR Stjórn kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Norðvest-
urkjördæmi kemur saman í dag
þar sem fjallað verður um meint
kosningasvik sem lýst hefur verið
að átt hafi sér stað á Akranesi.
Þórólfur Halldórsson formaður
staðfesti þetta í samtali við
Fréttablaðið í gær.
„Meðal annars verður fjallað
um þessi mál,“ segir Þórólfur.
Skagamálið hefur vakið mikla
athygli enda hefur Vilhjálmur Eg-
ilsson alþingismaður verið
ómyrkur í máli og telur að smöl-
unin á Akranesi hafi verið með
vitund Guðjóns Guðmundssonar
alþingismanns og að Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra hafi
látið þetta óátalið á meðan stuðn-
ingsmenn hans hafi verið á kafi í
smöluninni.
Fljótandi kjörklefi í
Grundarfjarðarhöfn
Farið var með kjörgögn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um borð í Helga
SH og áhöfnin kaus. Vegfarandi fékk að kjósa á bryggjunni. Gerðum
þetta að beiðni útgerðaraðila, segir trúnaðarmaður flokksins.
PRÓFKJÖR „Það hentaði áhöfninni að
við gerðum þetta svona. Útgerðar-
aðilinn bað um það,“ segir Ásgeir
Valdimarsson, kjörnefndarmaður
á Grundarfirði,
sem fór með kjör-
gögn um borð í bát
í höfninni þar sem
áhöfnin fékk að
taka þátt í próf-
kjöri Sjálfstæðis-
flokksins. Á
Grundarfirði fór
utankjörstaðar-
kosning fram á
heimili Ásgeirs,
sem er skammt frá
höfninni. Þar var
kjörkassi vegna at-
kvæðagreiðslunn-
ar staðsettur.
Miklar deilur hafa spunnist
vegna þess að ábyrgðarmenn
Sjálfstæðisflokksins á Akranesi
fóru með kjörgögn um allan bæ og
létu menn kjósa. Vilhjálmur Egils-
son alþingismaður hefur lýst því
sem svindli sem hafi haft af hon-
um sigur í prófkjörinu.
„Báturinn kom inn um morgun-
inn til löndunar. Hann fór aftur út
um klukkan 14 og mennirnir
máttu ekki vera að því að koma
hingað upp eftir. Við settum upp
kosningaskrifstofu uppi í brú fyr-
ir þennan mannskap sem vildi
kjósa í stað þess að þeir stormuðu
allir heim í stofu til mín. Þetta var
að beiðni þeirra sem kusu og ég sá
ekki muninn á því hvort þeir
keyrðu hingað, 100 metra upp í
pláss, eða að ég kæmi á staðinn,“
segir Ásgeir.
Aðspurður um það hvort rétt
væri að maður sem hann mætti á
leið sinni upp bryggju eftir kosn-
inguna um borð í Helga SH hefði
fengið að kjósa staðfesti Ásgeir
að það væri rétt.
„Hann spurði hvort hann
mætti ekki kjósa. Ég bauð honum
að koma með mér heim en hann
vildi það ekki,“ segir Ásgeir og ít-
rekar að beðið hafi verið um að
kjósa en það hafi ekki verið
ákvörðun kjörnefndar að láta
kosningu fara fram á höfninni
eða um borð í bátnum. „Við geng-
um ekki á menn heldur mættum
bara um borð,“ segir Ásgeir.
Hann segir að sér hafi engar
athugasemdir borist vegna þess-
ara mála. Kjörkassinn hafi alltaf
verið á sama stað nema þegar
farið var á elliheimilið til að
leyfa fólki þar að kjósa. „Við fór-
um ekki gagngert í fyrirtæki eða
annað til að smala,“ segir Ásgeir.
Samkvæmt lögum Sjálfstæð-
isflokksins ber trúnaðarmönn-
um flokksins að auglýsa einn
ákveðinn stað þar sem utankjör-
staðarkosning fer fram, hvort
sem um er að ræða heimili,
vinnustað eða annan skilgreind-
an stað.
rt@frettabladid.is
VALHÖLL
Meint kosningasvindl á Akranesi hefur borið á góma í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins.
„Við settum
upp kosninga-
skrifstofu uppi
í brú fyrir
þennan
mannskap
sem vildi
kjósa í stað
þess að þeir
stormuðu allir
heim í stofu til
mín.“
VILHJÁLMUR EGILSSON
Flokkurinn hlýtur að taka á málinu.
Össur Skarphéðinsson fékk 56,9% atkvæða í fyrsta
sæti. Það þýðir að 43,1% kusu hann ekki í fyrsta
sætið.
Nei, síðast þegar ég fann fyrir höfnunar-
kennd var það gagnvart Kolbrúnu Berg-
þórsdóttur blaðamanni, sem vann hjá mér
á Alþýðublaðinu. Svo tók hún mig í sátt aft-
ur. Ég hélt mig algerlega fyrir utan kosn-
ingaslaginn sem var býsna harður. Mér sýn-
ist hlutfall þeirra sem ekki settu mig í fyrsta
sæti vera í samræmi við þann fjölda sem
gekk í Samfylkinguna síðustu dagana fyrir
valið. Mig satt að segja grunar að eitthvað
annað hafi dregið það góða fólk í flokkinn
en einbeitt þörf fyrir að kjósa mig.
SPURNING DAGSINS
Finnurðu fyrir
höfnunartilfinningu?
HAFNARSTRÆTI
Ákærðu börðu og spörkuðu í Magnús Frey
Sveinbjörnsson með þeim afleiðingum að
hann lést nokkrum dögum síðar.
Árás í Hafnarstræti:
Tveir menn
ákærðir
ÁRÁS Ríkissaksóknari hefur lagt
fram kæru á hendur tveimur
mönnum vegna líkamsárásar í
Hafnarstræti að morgni 25. maí
síðastliðins sem dró hinn 22 ára
gamla Magnús Frey Svein-
björnsson til dauða. Mennirnir
eru ákærðir fyrir stórfellda lík-
amsárás.
Þeir börðu og spörkuðu í
Magnús Frey af alefli í höfuðið
auk þess að sparka í hann þar
sem hann lá í götunni. Leiddu
höggin og spörkin til þess að
hann höfuðkúpubrotnaði og
hlaut blæðingu inn á heilann.
Magnús Freyr lést síðan 2. júní
af völdum heilablæðingar og
heilabjúgs.
Þá er annar hinna ákærðu
sakaður um stórfellda líkams-
árás á Bar 101 á Vegamótastíg 7.
apríl síðastliðinn. Skallaði hann
einn gestanna þannig að hann
féll í gólfið með þeim afleiðing-
um að hann hlaut heilablæðingu
og brot í höfuðkúpu. Þá er hinn
sami maður ákærður fyrir aðra
líkamsárás sem gerð var síðar
sömu nótt.
Krafist er refsingar og
greiðslu skaðabóta að upphæð
rúmlega níu milljónir. Málið
verður þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur á fimmtudag.
Bakteríur á Landakoti:
Öldrunar-
deild lokað
SJÚKRAHÚS Öldrunarlækningadeild
á Landakoti hefur verið lokað eft-
ir að ónæmur stofn af bakteríunni
„Staphylococcus aureus“, svoköll-
uð mósa, greindist þar á sjúkling-
um og starfsfólki. Bakterían veld-
ur heilbrigðum einstaklingum
ekki vandkvæðum en getur valdið
sýkingum hjá sjúklingum. Bakt-
erían var mjög sjaldgæf hér á
landi, en tilfellum hefur fjölgað
verulega á síðustu tveimur árum.
Sama baktería greindist á bækl-
unarskurðdeild Landsspítala í
október. Deildin hefur verið sett í
sóttkví og henni lokað. Um 20
sjúklingar verða fluttir á aðra
deild meðan deildin verður sótt-
hreinsuð.
Nýtt deiliskipulag við Laugaveginn:
Tillaga um verslunarmiðstöð í miðbænum
SKIPULAGSMÁL Heimilt er að rífa
alla húsalengjuna, sem nær frá
Vegas við Laugaveg 45 og niður
Frakkastíginn að Hverfisgötu,
samkvæmt tillögum að nýju
deiliskipulagi við Laugaveginn.
Jóhannes Kjarval, deildar-
stjóri hjá Borgarskipulagi, segir
að undanfarin ár hafi verið unnið
að nýju heildarskipulagi fyrir
Laugaveginn. Sú vinna sé enn í
fullum gangi.
Samkvæmt nýju deiliskipulagi
fyrir tvo reiti, sem afmarkist ann-
ars vegar af Vatnsstíg og Klapp-
arstíg og hins vegar af Vatnsstíg
og Frakkastíg, sé gert ráð fyrir
mikilli uppbyggingu. Hann segir
að Borgarskipulag hafi meðal
annars látið teikna nýja verslun-
armiðstöð við Frakkastíg, sem
gefi fyrirhuguðum framkvæmd-
araðilum hugmynd að því hvernig
svæðið gæti litið út.
Jóhannes segir að gert sé ráð
fyrir blandaðri byggð við Lauga-
veginn, verslunum á fyrstu hæð
en íbúðum þar fyrir ofan. Hann
segir að þó tillögur Borgarskipu-
lags heimili niðurrif um 20 húsa
þýði það ekki að það sé nauðsyn-
legt.
Báðar tillögurnar verða form-
lega kynntar á næstunni, en eftir
það fá borgaryfirvöld þær til af-
greiðslu.
GÖTUMYND LAUGAVEGS OG FRAKKASTÍGS
Borgarskipulag hefur látið teikna fyrir sig nýja verslunarmiðstöð við Frakkastíg.
Aðeins er um hugmynd að ræða.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT