Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.11.2002, Qupperneq 8
8 13. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR FirstOffice Office/2 Hansahugbúnaður ehf. • Bæjarlind 2 • Kópavogi • Sími: 564-6800 • www.hansaworld.is Hansa Financials, eitt fullkomnasta upplýsingakerfi sem fáanlegt er yfir 40 sérkerfi fyrir flestan rekstur. Allt að 120 samtímanotendur, leitið tilboða hjá sölumönnum okkar. Hansakerfin hafa verið fullstaðfærð og þýdd á íslensku í Windows frá 1994. Nánari upplýsingar á www.hansaworld.is og í síma 564 6800. Fjárhagsbókhald, sölukerfi, viðskiptamannakerfi, lánadrottnakerfi og einfalt lagerkerfi. Hentugt fyrir smáfyrirtæki og einyrkja. Verð kr. 48.000 án vsk. Fjárhagsbókhald, sölukerfi, viðskiptamannakerfi, lánadrottnakerfi, lagerkerfi, tilboðskerfi og CRM kerfi. Nettengingar og fjartengingar mögulegar allt að 20 samtímanotendur. Verð frá kr. 84.800 án vsk. Hansa Financials Vi›skiptahugbúna›ur á gó›u ver›i Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Er í lagi að svíkja und- an skatti? Örn skrifar: Að undanförnu hafa komiðfram bæði í útvarpi og sjón- varpi skattborgarar sem stað- hæfa að þeir hafi orðið að skilja á pappírunum til þess að fá barnabætur. Engum virðist detta í hug að gera athugasemdir við þetta og prestar leggja jafnvel blessun sína yfir þessa háttsemi. Síðast þegar ég vissi taldist það lögbrot að svíkja undan skatti en svo virðist sem þjóðin beri ekki frekar virðingu fyrir skattalögum en umferðarlögum. Þeim sem taka viðtal við þetta fólk dettur ekki í hug að spyrja hvort viðkomandi fái ekkert samviskubit af því að notfæra sér þjónustu ríkisins á sama tíma og þeir borgi ekki lögboðna skatta. Kannski er þetta afleiðing af skattastefnu ríkisstjórnarinnar þar sem skattbyrðinni er á lymskulegan hátt létt af þeim sem hæstu launin hafa og aukin á hina, samanber fréttir Stöðvar 2 og lækkun á tollum á dýrum jeppum. Greinilegt er að það þarf að taka til í þessu skattakerfi okkar og koma á meira réttlæti en lausnin er ekki sú að fara af stað og svindla á kerfinu.  DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar gegn Hvammsskógi ehf. fór fram fyrir Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Kári keypti hátt í 80 hektara spildu úr jörð Hvamms við Skorradals- vatn fyrir 24 milljónir króna af fyrri eiganda. Kaupverðið hefur enn ekki verið greitt en það átti að greiðast þegar deiliskipulag svæðisins lægi fyrir. Kári hyggst reisa hús á spildunni, sem mun vera um þriðjungur jarðarinn- ar. Nýr eigandi Hvamms, Hvammsskógur ehf., viðurkennir ekki söluna til Kára, meðal annars vegna þess að kaupsamningi Kára hafi ekki verið þinglýst. Kröfu um að málinu verði vísað frá dómi hefur áður verið hafnað. Hvammsskógur ehf. vill nýta spildu Kára undir sumarbústaða- lóðir. Þær mundu gefa af sér allt að þrefalt meira í aðra hönd en salan til Kára. Þegar hafa verið skipulagðir tugir sumarbústaða- lóða á landi sem liggur að spildu Kára. Skógrækt ríkisins hefur ára- tugum saman ræktað skóg að Hvammi og hefur enn ítök á um 30 hektara spildu. Kári, sem vill fá eignarrétt sinn á landinu viðurkenndan með dómi, mætti ekki sjálfur í réttar- sal í gær. Dóms í málinu er að vænta 20. nóvember.  HVAMMUR Skógræktin í landi Hvamms er fremst á myndinni. Handan hennar er spildan sem Kári telur sig hafa keypt og sumarbústaða- lóðir sem nú eru til sölu. Myndin er af heimasíðunni Hvammsskogur.is Ögmundur Jónasson: Þarf að eyða vafa ALÞINGI Ögmundur Jónasson, al- þingismaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þing- fundar í gær og vakti athygli á að Alþjóðafélag lækna hefði sent frá sér ályktun um siðfræði gagna- grunns á heilbrigðissviði. Hann taldi nauðsynlegt að Alþingi fjall- aði um málið en ályktun Alþjóðafé- lags lækna má túlka á þann veg að gagnagrunnurinn standist ekki lög. Hann vitnaði í nýútkomið Læknablað þar sem Jón Snædal, formaður Læknafélagsins, sagði að niðurstaða fundarins væri á þá lund að ef leyfa eigi þriðja aðila að nota gögn úr sjúkraskrá einstak- lings skuli leita samþykkis hans. Þetta á við alla aðra notkun en þá sem snertir beina meðferð sjúk- lingsins. Valgerður Sverrisdóttir, settur heilbrigðisráherra í fjarveru Jóns Kristjánssonar, sagði ályktunina spurningu um túlkun en taldi eðli- legt að heilbrigðis- og tryggingar- nefnd Alþingis tæki málið til um- ræðu. Hún gagnrýndi þingmanninn fyrir fljótfærni og taldi alls ekki þörf á að rjúka upp til handa og fóta og vekja máls á þessu með þeim hætti að ræða það undir liðn- um um störf þingsins. Bryndís Hlöðversdóttir og Steingrímur Sigfússon tóku undir orð Ögmundar og töldu þau alla þörf á að eyða öllum vafa um hvort lögin stæðust alþjóða siðareglur.  Héraðsdómur Reykjaness: Landamál Kára reifuð í réttarsal HEILBRIGÐISMÁL Nú liggur fyrir yfir- lýsing Alþjóðafélags lækna um sið- fræði gagnagrunna á heilbrigðis- sviði. Tekin eru af um öll tvímæli um að gagnagrunnur á heilbrigðissviði brjóti í bága við al- þjóðareglur og standist því ekki lög, að sögn Péturs Haukssonar, for- manns Mannvernd- ar. Eins og menn muna var það megin- efni sáttar sem gerð var á milli Læknafé- lags Íslands og Ís- lenskrar erfðagreiningar í ágúst 2001 að leggja ágreining um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði í dóm WMA og bíða niður- stöðu samtakanna. Í yfirlýsingu Alþjóðafélags lækna segir að ef leyfa eigi þriðja aðila að nota gögn úr sjúkraskrá einstaklings skuli leita samþykkis hans. Þetta á við alla aðra notkun en þá sem snertir beina meðferð sjúk- lingsins. Í forsendum yfirlýsingar- innar er vísað í Helsinki-sáttmál- ann varðandi upplýst samþykki og síðar nánar kveðið á um hvað það felur í sér þegar kemur að heilsu- farsgögnum. Frá þessu geta verið undantekningar sem gert er ráð fyrir að séu afmarkaðar. Pétur Hauksson fagnar þessari ályktun. „Þetta þýðir að Alþingi þarf að breyta gagnagrunnslögun- um og það er alveg klárt nú að þau brjóta í bága við alþjóðlegar reglur. Reyndar má bæta því við að ís- lensku lífsýnalögin sem veita und- anþágu frá upplýstu samþykki brjóta einnig klárlega í bága við þessar siðareglur,“ segir Pétur. Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, er utanlands en Lára Margrét Ragn- arsdóttir, varaformaður nefndar- innar, segir að ekki verði boðið til fundar í nefndinni fyrr en Jónína Bjartmarz formaður hennar komi frá útlöndum. „Mín skoðun er að í ljósi þeirrar ályktunar sem kom frá Alþjóðafélagi lækna þurfi að ræða þetta mál í heilbrigðisnefnd. Þegar lögin voru rædd á þingi á sínum tíma benti ég á að mjög mikilvægt væri að þau tryggðu persónuvernd- ina. Ég vakti einnig athygli á hve þróunin væri ör á þessu sviði og lagagrunnurinn yrði að miðast við síbreytilegt umhverfi. En ég styð það að þetta mál verði rætt,“ segir Lára Margrét. bergljot@frettabladid.is Gagnagrunnslögin standast ekki lög Alþjóðasamtök lækna álykta um siðfræði gagnagrunns á heilbrigðissviði. Pétur Hauksson, formaður Mannverndar, segir að lögin brjóti tvímæla- laust í bága við alþjóðareglur og Alþingi verði að taka málið upp að nýju. LÖG UM GAGNAGRUNN Á HEIL- BRIGÐISSVIÐ STANDAST EKKI LÖG Pétur Hansson, formaður Mannverndar, fagnar ályktun frá alþjóðasamtökum lækna þess efnis að gagnagrunnslögin brjóti í bága við lög. Þetta þýðir að Alþingi þarf að breyta gagna- grunnslögun- um og það er alveg klárt nú að þau brjóta í bága við al- þjóðlegar reglur Ákvörðun stjórnenda Skeljungs,Sjóvár-Almennra og Eimskips að setja eignarhlut sinn í Skeljungi undir nýstofnað fé- lag, Haukþing, bendir til að svo- kallaður Kolkrabbi heyji nú mikla v a r n a r b a r á t t u . Með þessu nær Kolkrabbinn yfir- ráðum yfir eigin hlutabréfum Skelj- ungs og heldur þeim frá öðrum hluthöfum – og hugsanlegum nýj- um hluthöfum. Á næstu dögum og vikum má búast við að sömu aðilar geri það sama í öðrum félögum; ekki síst Eimskipi. Þeir hafa þegar reynt það sama í Flugleiðum en mistókst, a.m.k. í bili. Á sama tíma og Kolkrabbinn þéttir raðir sínar er svokallaður Smokkfiskur að gera það sama. Fyrirtækin í þeirri blokk eiga öll meira og minna hvort í öðru og það er vandséð að einhverjum takist að rjúfa þá samstöðu. Báðar þessar blokkir treysta mjög á viðskipti milli fyrirtækja innan blokkarinnar. Sjávarútvegs- fyrirtæki Eimskips flytja fiskinn út með Eimskipi, tryggja hjá Sjó- vá, kaupa olíu af Skeljungi og eiga bankaviðskipti við Íslandsbanka. Sjávarútvegsfyrirtæki Smokk- fisksins flytja sinn fisk út með Samskipum, tryggja hjá VÍS, kaupa olíu hjá Olíufélaginu og færa viðskipti sín yfir í Búnaðar- bankann. Bæði þessi innri við- skipti og lokun félaganna fyrir nýj- um hluthöfum eru slæm tíðindi fyrir þá sem fjárfest hafa í þessum félögum, til dæmis lífeyrissjóðina. Fyrirtæki sem ekki leita sífellt bestu kjara í viðskiptum draga úr arðsemi sinni. Það gerist þegar það skiptir meiru máli við hvern þú skiptir heldur en hvað þú borgar fyrir vöru eða þjónustu. Með tím- anum sljóvgast fyrirtækin, starfs- mennirnir hætta að leita nýrra og betri kosta og markmið þeirra verður að viðhalda ástandi fremur en skila arði. Hlutabréf í slíkum fyrirtækjum munu ekki hækka mikið í framtíðinni og eru því lök fjárfesting. Vonin um að yfirtaka utanaðkomandi geti hækkað verð á hlutabréfum er meira að segja veik þar sem félögin eru harðlæst og lokuð. Fyrirtækjablokkir á borð við Kolkrabba og Smokkfisk standa í raun varðstöðu um óbreytt ástand í íslenskum viðskiptum. Þær eru ekki líklegar til að vaxa og eflast. Markmið þeirra snúast fremur um að skipta kökunni en stækka hana. Og það mun hafa sljóvgandi áhrif á íslenskt viðskiptalíf.  Blokkirnar herða varðstöðu um óbreytt ástand „Vonin um að yfirtaka utan- aðkomandi geti hækkað verð á hluta- bréfum er meira að segja veik þar sem félögin eru harðlæst og lokuð.“ skrifar um herta vörn svokallaðs Kolkrabba um lykilfyrirtæki sín og hrörnun íslensks hlutabréfamarkaðar. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.