Fréttablaðið - 13.11.2002, Side 24

Fréttablaðið - 13.11.2002, Side 24
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Vest-urkjördæmi hefur komið óorði á stétt kosningasmala. Í ljós kom að 10 smalar höfðu smalað í heila viku og elt fólk á röndum inn á heimili og vinnustaði með kjörgögn í vasanum og blýanta og yddara og boðið upp á mjög þægilega utankjörstaðarkosn- ingu. Með fyrirhöfn og fagurgala tókst 10 smölum þó aðeins að rífa upp 81 atkvæði á heilli vinnuviku. Þetta er álíka lélegt og ef gangna- menn og hundar kæmu lafmóðir af fjalli eftir vikugöngur með 81 sauð. Til samanburðar má geta þess að lágmarksinntökuskilyrði í Alþjóða- samband atkvæðasmala (International Association of Vote Shepherds) er að geta reddað 200 at- kvæðum með einu símtali við næsta íþróttafélag. GUÐMUNDUR SMALI, formað- ur FÍS (Félags íslenskra kosninga- smala), segir að þeir hljóti að vera sturlaðir sem ætla að taka þessi af- köst kosningasmalanna góð og gild í staðinn fyrir að taka af þeim rétta- pelann og harðfiskinn og slá þá leift- ursnöggt í höfuðið og senda þá af stað aftur. Menn óttast að ný Sturl- ungaöld sé í aðsigi í hinu villta Vest- urkjördæmi, nema Jeb Bush fylkis- stjóri verði fenginn frá Flórída til endurtelja atkvæðin. SVIKSEMI í smalamennsku hefur löngum verið vandamál. Í margar aldir hafa smalamenn látið útbúa handa sér nesti til þess eins að laum- ast í hvarf og leggjast fyrir við lækj- arsitru og eta upp úr malsekknum. Sænskur smalamaður og nýbúi, Glámur að nafni, kom snemma óorði á stéttina með óábyrgri framkomu sinni uns hann dó úr leti og ómerki- legheitum og réðst þá með ofbeldi að Gretti Ásmundarsyni, rólyndum sveitapilti úr kjördæminu. SMALAMENNSKA með gamla laginu er deyjandi starfsgrein. Í framtíðinni mun verða samið við Skotveiðifélagið um þá hagræðingu að slátra lífrænt ræktuðu sauðfé á fæti, en atkvæðasmölun og kosning- ar munu fara fram á Internetinu. Þá verður fyrirhafnarminna að leið- rétta kjörseðla þeirra 75% undan- villinga sem ekki kunna að kjósa hinn rétta foringja og hver stuðn- ingsmaður fær að kjósa eins oft og hann lystir. Þannig mun takast að ná milljón prósent samstöðu í kjördæm- inu – og hugtakið „sturlun“ mun fá splunkunýja merkingu.  yfirdráttarvexti ert þú að fá? Hvaða www.s24.is 533 2424 Kringlan S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Sturlun Bakþankar Þráins Bertelssonar Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.