Fréttablaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 14
■ ■ FUNDIR
12.05 Sigrún Sigurðardóttir sagn-
fræðingur flytur fyrirlestur í hádegis-
fundaröð Sagnfræðingafélags Íslands og
Borgarfræðaseturs í Norræna húsinu.
Erindið nefnist „Fruma í borgarlíkama.
Um Walter Benjamin og Paul Virilio.“
12.10 Hádegisleiðsögn á Lista-
safni Íslands um sýninguna Á mörk-
um málverksins í fylgd Rakelar Pét-
ursdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar.
Á sýningunni eru verk eftir Rögnu Ró-
bertsdóttur, Mike Bidlo og Claude
Rutault.
12.15 Stefán Már Stefánsson pró-
fessor ræðir samninginn um hið evr-
ópska efnahagssvæði og spyr hvort
hann sé lífvænlegur í málstofu á vegum
Lagastofnunar. Málstofan verður haldin í
stofu 101 í Lögbergi og er opin öllum
sem hafa áhuga á málefninu.
■ ■ KVIKMYNDIR
20.00 Opið bíó 11 verður haldið
í húsakynnum MÍR við Vatnstíg 10a.
Kvikmyndagerðamenn safnast saman
og horfa á stuttmyndir eftir sjálfa sig
og aðra. Umræður fyrir og eftir hverja
mynd. Enginn aðgangseyrir.
■ ■ SÝNINGAR
Finnbogi Pétursson myndlistarmað-
ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ás-
mundarsafni þar sem hann reynir að
myndgera hljóð.
Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sig-
urðsson og Hrappur Steinn Magnús-
son sýna „Það sem þú vilt sjá“ í Gallerí
Skugga Hverfisgötu 39.
Hildur Margrétardóttir myndlistar-
kona sýnir í Listasafni ASÍ. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er „Rythmi“. Í efri salnum eru
málverk en í neðri sal innsetning og víd-
eógjörningur.
Andlitsmyndir og afstraksjónir
nefnist sýning á verkum Sigurjóns
Ólafssonar í Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar.
Mannakyn og meiri fræði er yfir-
skrift sýningar á myndlýsingum í göml-
um íslenskum handritum, sem nú
stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi. Opið 10-17.
Nú stendur yfir annar hluti fjöl-
breyttrar myndbanda- og gjörninga-
dagskrár í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi. Opið 10-17.
Á mörkum málverksins er sameig-
inleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni
Íslands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk
úr vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir
eftirmyndir af frægustu málverkum 20.
aldarinnar og Claude Rutault sýnir
„málverk sem eru í sama lit og veggur
sýningarsalarins“. Opið 11-17.
Anna Líndal sýnir þrjú verk í nýju
sýningarrými í kjallara Listasafns Ís-
lands. Eitt verkanna er sérstaklega unn-
ið inn í þetta rými. Hin verkin eru inn-
setning frá 1999-2000 og vídeóverk frá
árinu 2002. Opið 11-17.
Í Ásmundarsafni við Sigtún stendur
yfir sýningin Listin meðal fólksins, þar
sem listferill Ásmundar Sveinssonar er
settur í samhengi við veruleika þess
samfélags sem hann bjó og starfaði í.
4. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
1 2 3 4 5 6 7
FEBRÚAR
Þriðjudagur
Enn á ný verður haldið Opið bíóí húsakynnum MÍR við Vatns-
tíg 10a í kvöld. Þar hittast kvik-
myndagerðarmenn fyrsta þriðju-
dag hvers mánaðar og horfa á
stuttmyndir eftir sjálfa sig og
aðra.
Allir mega mæta með stutt-
mynd eftir sig. Eina skilyrðið er
að hún sé ekki lengri en 45 mínút-
ur. Þetta er í ellefta sinn sem sam-
koma af þessu tagi fer fram hér á
landi.
Í kvöld verður frumsýnd heim-
ildarmynd eftir Árna Sveinsson
um Orgelkvartettinn Apparat.
„Þessi mynd heitir Appamynd-
in. Þetta er heimildarmynd byggð
upp á senum úr daglega lífinu hjá
Apparati,“ segir Árni, sem þekkt-
astur er fyrir myndina Í skóm
drekans, sem hann gerði ásamt
systur sinni Hrönn. „Þetta eru
fimm hressir strákar, sem allir
eru að teikna sig upp á mjög ólík-
an hátt.“
Árni segir þessa stráka vera
ólíkindatól. „Til dæmis eru þeir
fimm, þótt þetta sé orgelkvartett.
Einn þeirra er líka trommuleikari,
þótt þetta sé orgelkvartett. Ég hef
á tilfinningunni að þetta sé allt
einhvern veginn svona hjá þeim.“
Einnig verður sýnd myndin
„The Importance of Being Ice-
landic“ eftir Jón Einarson Gúst-
afsson, sem fjallar um Vestur-Ís-
lendinga í Gimli og Vancouver. ■
■ KVIKMYNDIR
Fimm manna
kvartett
ORGELKVARTETTINN APPARAT
Ný heimildarmynd um kvartettinn verður sýnd á ellefta opna bíói stuttmyndamanna.
Alþingismenn héldu árshátíðfyrir hálfum mánuði á Hótel
Sögu og samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins kom verulega á
óvart hvað fólk sem starfar við
það dagana langa að rífast var í
góðu skapi og skemmti sér vel
saman. Stigu pólitískir andstæð-
ingar dansinn saman við undir-
leik hinna stórskemmtilegu og
þverpólitísku Geirfugla. Fylgdi
sögunni að menntamálaráðherra,
Tómas Ingi Olrich, væri mjög
tignarlegur á dansgólfinu, Stein-
grímur J. Sigfússon mjög fjörug-
ur, Pétur Blöndal ákaflega frjáls-
legur í dansi og Guðrún Ög-
mundsdóttir hefði sérstæðastan
dansstílinn – og mjög skemmti-
legan.
Svo vel tókst til að alþingis-
menn mæltu eindregið með polka-
rokki Geirfugla við starfsmenn
Alþingis, sem héldu árshátíð sína
um helgina á sama stað og léku
Geirfuglarnir einnig fyrir dansi
þá.
Það er svo að frétta af hljóm-
sveitinni að hún er að vinna að 5.
plötu sinni og hefur sökkt sér í
þ j ó ð f r æ ð i r a n n s ó k n i r .
Geirfuglarnir safna um þessar
mundir íslenskum drykkjusöngv-
um og vísum og leita víða fanga:
Árnastofnun, Kvæðamannafélag-
ið Iðunn og Þjóðlagasafn Bjarna
Þorsteinssonar eru meðal við-
komustaða hljómsveitarmeðlima
þessa dagana. ■
Polkarokk fyrir þingmennina
■ DANSLEIKUR
GEIRFUGLAR
Eru nú að vinna að 5. plötu sinni, sem mun
byggjast á íslenskum drykkjusöngvum.