Fréttablaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 17
Leikstjórinn Rob Marshall vannóvænt aðalverðlaunin á verð- launahátíð samtaka leikstjóra í Bandaríkjunum sem haldin voru í Los Angeles á laugardag. Þau fékk hann fyrir mynd sína „Chicago“. Fyrir hátíðina þóttu leikstjórarnir Roman Polanski og Martin Scors- ese sigurstranglegastir. Verðlaun- in þykja á hverju ári gefa góða vísbendingu um hver hljóti Ósk- arsverðlaunin fyrir leikstjórn. Söngkonan Ashanti vann tvennverðlaun á Soul Train-tónlistar- hátíðinni sem haldin var á laugar- dag. Hún fór heim með styttuna fyrir „söngkonu ársins“ og „breið- skífu ársins“. Tónlistarmaðurinn Musiq var svo valin „söngvari árs- ins“ auk þess sem hann fékk verð- laun fyrir fyrstu breiðskífu sína. Hollywood-leikarinn KevinSpacey hefur bæst í hóp þeirra sem mótmæla áætlaðri árás Bandaríkjanna á Írak. Hann vill að deilan verði leyst með pólitískum leiðum. Hópur leik- ara í Hollywood hélt blaðamanna- fund seint á síðasta ári þar sem þeir mótmæltu harðlega áætlunum Bush Bandaríkjaforseta. George Michael hljóðritar nú lag-ið „The Grave“ sem lagahöfundur- inn Don McLean samdi og gaf út árið 1971 til þess að mót- mæla Víetnam-stríð- inu. Michael hyggst uppfæra lag og texta til þess að mótmæla fyrirhugaðri árás á Írak. Lagahöfundurinn segist vera stoltur af því að popparinn skyldi hafa valið lag sitt til þess að tjá hug sinn. 17MÁNUDAGUR 3. mars 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6 og 9 bi. 16 ára ABOUT SCHMIDT kl. 5.30, 8 og 10.30 KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali kl. 4 STAR TRAK NEMESIS kl. 10.10THE HOT CHICK kl. 4 og 8 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 FRIDA kl. 8 og 10.30 bi. 12 ára ABOUT SCHMIDT kl. 5.30, 8, 10.30 CHICAGO kl. 5.30, 8 og 10.30Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 bi. 16 ára Fréttiraf fólki Hinn blindi Daredevil er einallra flottasta hetja mynda- sögubókmenntanna, þannig að eft- irvæntingin eftir frumraun hans á hvíta tjaldinu hefur verið umtals- verð, ekki síst hjá dyggum aðdá- endum. Að sama skapi er hætt við að vonbrigði þeirra verði nokkur. Slappt handrit kemur því miður í veg fyrir að slagkraftur teikni- myndasagnanna komist almenni- lega til skila og þrátt fyrir hröð og flott bardagatriði dettur myndin óþarflega mikið niður á köflum. Út- lit myndarinnar er þó alveg í anda sagnanna, hún er skemmtilega drungaleg og sagan gengur ágæt- lega á meðan fylgst er með upp- vexti Matts Murdocks, sem verður að Daredevil eftir mengunarslys. Fyrir fram óttaðist maður að Ben Affleck yrði helsti veikleiki myndarinnar en brotalamirnar í handritinu gera það að verkum að honum er að mestu fyrirgefið. Aðr- ir leikarar standa sig flestir stórvel og það sem mestu máli skiptir er að Jennifer Garner virkar ágætlega í hlutverki hinnar heillandi og ban- vænu Elektru. Þannig að ef sögum Franks Millers um DD hefði verið fylgt betur eftir hefði útkoman get- að orðið miklu betri. Þórarinn Þórarinsson DAREDEVIL: Leikstjóri: Mark Steven Johnson Leikarar: Ben Affleck, Jennifer Garner, Colin Farrell Umfjöllunkvikmyndir Illa farið með góðan dreng ■ BÆKUR ■ SJÓNVARP Leikarinn Martin Sheen segir aðstjórnendur sjónvarpsstöðvar- innar NBC óttist að andstaða hans við hugsanlegt stríð Bandaríkjanna gegn Írak muni draga úr vinsældum þáttanna „The West Wing“. Sheen, sem leikur Josiah Bartlet Bandaríkjaforseta í þáttunum, hefur verið ötull talsmaður gegn stríðinu. Hann tók meðal annars þátt í mót- mælum í síðustu viku þegar sendar voru þúsundir tölvubréfa til Hvíta hússins í andstöðu gegn stríðinu. Í viðtali við blaðið The Los Angel- es Times segir Sheen að samstarfs- menn hans í þáttunum hafi sýnt bar- áttu hans fullan skilning en aðra sögu væri að segja af stjórnendum NBC-stöðvarinnar. Þeir hafi látið í ljós að þeir væru ekki sáttir við and- stöðu hans gegn stríðinu. ■ Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar NBC: Óttast andstöðu Sheen gegn Íraksstríði SHEEN Martin Sheen, sem er 62 ára gamall, er harður andstæðingur hugsanlegs stríðs Bandaríkjanna gegn Írak. Skráningarsími 561 8585 Yogaspuni Gauja litla www.gauilitli.is 8 vikna aðhald í World Class aðeins 14.500 kr. Ný námskeið hefjast 10. mars MADONNA Madonna, sem er tveggja barna móðir, vakti mikla athygli fyrir síðustu bók sína „Sex“. Madonna snýr sér að ritstörfum: Fimm barnabækur væntanlegar Söngkonan Madonna ætlar aðsnúa sér að ritstörfum á næst- unni því hún hefur samið við fyrir- tækið Penguin um útgáfu á fimm barnabókum. Fyrsta bókin, sem kallast „The English Rose“, verður gefin út í september. Fjallar hún um ævin- týri lítils prins og refs sem er rauð- ur að lit. Hún er ætluð börnum sem eru sex ára og eldri. Síðasta bók Madonnu, „Sex,“ sem gefin var út árið 1990, vakti mikla hneykslan fyrir djörf efnis- tök. Þar birtust myndir af popp- dívunni nakinni í hinum ýmsu stell- ingum. Bókin náði umsvifalaust metsölu og brátt kemur í ljós hvort sú saga endurtaki sig. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.