Fréttablaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 04.03.2003, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2003 Aðalfundur Kaupþings banka hf. árið 2003 verður haldinn í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6, miðvikudaginn 12. mars 2003 og hefst hann kl. 17.00. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Breytingar á samþykktum sem leiða af nýrri löggjöf um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. 4. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 5. Stjórnarkjör. 6. Ákvörðun stjórnarlauna. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Tillaga um heimild bankans til kaupa á eigin hlutabréfum. 9. Önnur mál. Fundurinn fer fram á ensku. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn í upphafi fundar. Stjórn Kaupþings banka hf. Nánari upplýsingar veitir Guðrún I. Ingólfsdóttir, fjárfestatengsl, sími 515 1552. Aðalfundur Kaupþings banka hf. Kaupþing banki hf. Ármúla 13 • 108 Reykjavík sími 515 1500 • fax 515 1509 www.kaupthing.is ■ FYRIRLESTUR Kannski þyrfti að skapa ein-hverja staði þar sem fólk get- ur komið saman, hist og hlustað hvert á annað án þess endilega að vera að gera eitthvað sérstakt,“ segir Sigrún Sigurðardóttir sagn- fræðingur. „Í nútímaþjóðfélagi er svo mikil áhersla á skilvirkni og hraða, allar athafnir þurfa að miða að einhverju markmiði. Þess vegna þarf fólk kannski að geta staldrað aðeins við.“ „Fruma í borgarlíkama. Um Walter Benjamin og Paul Virilio“ nefnist fyrirlestur Sigrúnar um spurningar af þessu tagi, sem hún flytur á hádegisfundi um borgarmenningu í Norræna hús- inu í dag. Sigrún hefur ekki búið á Ís- landi í nokkur ár, en ætlar að ræða þessi mál einkum út frá París og Kaupmannahöfn. „Þar er mikið um almenningsgarða og göngu- stíga sem eru lokaðir af frá um- ferðinni. Þar næst í sumum tilvik- um að skapa vissa samkennd með- al fólks. Hljómskálagarðurinn virkar til dæmis greinilega ekki sem slíkur vett- vangur.“ Sigrún ætlar að velta sérstaklega fyrir sér kenning- um heimspeking- anna Walter Benjamin og Paul Virilio í þessu sambandi. „Hjá Benja- min tengist þetta aðallega gagn- rýni hans á nútímavæðinguna og stórborgina. Til dæmis talar hann um að það vanti í nútímanum að fólk geti skipst á reynslu, sem það gerir meðal ann- ars með því að hlusta hvert á ann- að segja frá. Ég velti sérstaklega fyrir mér muninum á ‘frásögn’ í þessum skilningi Benjamins og ‘upplýsingum’, sem taki engan tíma að tileinka sér. Með allri þessari áherslu nútímans á upp- lýsingar þá verða frásagnir og reynslusögur svolítið útundan vegna þess að þær krefjast þess að maður gefi þeim tíma. Ég reyni einnig að tengja þetta við almenna gagnrýni á þær áherslur sem eru á hraða og skilvirkni í samfé- laginu, að fjarskipti séu til dæmis alltaf tekin fram fyrir samskipti við þá sem eru nærstaddir. Mikið er lagt upp úr því að dásama tæknina og að geta haft samband við þá sem eru langt í burtu. En um leið vanrækir fólk kannski þá sem eru í næsta ná- grenni við það.“ gudsteinn@frettabladid.is Hvergi skjól fyrir nútímanum SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Hádegisfyrirlestur hennar í Nor- ræna húsinu fjallar um „frumurnar í borgarlíkamanum“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.